Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 10
Konungs- vegurinn langt á túnum. en á kaflanum frá Brúará og austur til byggðar í Tung- um hafa myndast fjárgötur í hjól- förunum. Konungsvegurinn var á sinni tíð fjölfarnastur ferðamannavegur á ís- landi, þegar frá er talinn vegurinn úr Reykjavik til Þingvalla. Öll fyrir- greiðsla við ferðamenn var þá frum- stæð, enda ekki einu sinni simi til að láta vita um komur ferðamanna. Var það til dæmis eitt sinn, að fólkið á Laug hafði verið beðið að hafa til niðursoðinn mat handa farþegum af millilandaskipinu Ceres, sem ein- hverntíma var von á. Eina leiðin var að vera sifellt á vakt og huga að mannaferðum á Konungsveginum vestur með Bjarnarfelli. Svo er það eitt sinn, að mikil þyrping birtist þar á veginum og Jón heitinn á Laug kem- ur með írafári inn í bæ og segir: „Stína, skerðu strax upp lambatungu- dósirnar, — Ceres er að koma." Nú var gengið i að hafa til matinn, en hópurinn þótti lengi síðasta spölinn og þegar betur var að gáð, voru það raunar kýrnar frá Múla, sem þarna voru á ferðinni. Nútíminn var eins og dagrenning á austurhimni, þegar Friðrik konungur áttundi reið austur til Geysis með friðu föruneyti i ágúst 1907, lands- menn búnir að fá sinn eigin ráðherra fyrir þremur árum og mikil bjartsýni rikjandi. En þróunin fór sér hægt og nútíminn og vélamenningin komu ekki fyrren rúmum þrjátíu árum síðar. Eftir hugnæmar ræður á Þingvöll- um þar sem sjóli lands vors var beðinn að stíga heilum fæti á helgan völl, lagði konungsfylgdin af stað til Gullfoss og Geysis og segir svo frá ferðinni i Lögrjettu þann 12. ágúst 1907 Gamla brúin á Brúará var byggð á fyrstu árunum eftir aldamótin og á þeim stað sem steinboginn frægi hafði áður verið yfir gjána og Skálholtsmenn létu að sögn brjóta niður. Þessi brú var lengi búin að vera mesta gálgatimbur* sliguð að nokkru leyti og hafði verið rennt undir hana stoðum, sem hvíldu á leyfum steinbogans. Brúin hefur nú verið rifin og mjó járnbitabrú, fær hestum, reist í staðinn. „Veðrið var yndislegt allan laugardaginn, sólskin með skýja- skuggum á strjálingi. Komið var á Laugarvatnsvelli kl. 10 3/4. Þegar þangað kom voru þar tjöld fyrir, matreiðslumenn og stúlkurnar (30) er fylgja oss alla leið og ganga um beina. Umbúnaður allur var sem I Djúpadal. (áningarstaður á leið konungs til Þingvalla) borðað standandi I stóru tjaldi. Allir hafa dáðst að því, hvernig matreiðslu- fólk og þjónustufólk hefur leyst starf sitt af hendi; stúlkurnar virð- ast þurfa minni svefn en fugl, eru alltaf jafn kvikar og röskar í störf- um sinum. svo ánægja er á að horfa. Hvar sem kemur i áfanga- stað eru þær fyrir og veit enginn hvenær þær sofa, eða hvernig þær komast leiðar sinnar á undan öll- um, þó þær séu með hinum siðustu úr hlaði. Við morgunverð var þess minnst, að Hákon Noregskonungur átti þennan dag afmæli. Áður en riðið var af stað, fór konungur upp að Laugarvatnshelli til þess að skoða hann. Veður var indælt aust- ur i Laugardal og þótti ferðamönn- um fagurt að lita yfir „engjanna grasflæmi geysivítt þönd, með glampandi silfurskær vatnanna bönd, og bláfjöll og blómgaða velli". Til Geysis var komið kl. 6V2. Þar var allt i bestu reglu. Jón Magnús- son skrifstofustjóri hafði riðið þangað deginum áður til að líta eftir öllu og sá þess Ijós merki. Konungur bjó i húsi þvi, er honum var búið, en dönsku þingmennirnir, útlendu blaðamennirnir og nokkrir Myndavélar munu ekki hafa verið með í förinni, þegar konungur og fylgd hans riðu til Gullfoss árið 1907. En þegar Kristján 10. kom og reið austur 1921, var þessi mynd tekin við gömlu brúna á Brúará. Er hér teymt undir kongungi út á brúna. Fyrr meir var aðeins brúarfleki yfir gjána, sem skerst inn í fossinn. í baksýn sjást Brúarárskörð. Friðrik áttundi hefur verið duglegur ferðamaður, en andagiftin líklega ekki að sama skapi og engum sögum fer af þvi hvernig honum líkaði danska þýðingin á hinni mærðarfullu samsetningu séra Matthiasar, sem forsætisráðherrann tók að sér að lesa upp. Konungur gerði heiðarlegar tilraun- ir til þess að vera alþýðlegur og talaði svolítið einstaka sinnum við blessaða alþýðuna. Gaf hann fé blindum karli i fjósi i Skipholti og þáði íslenzkan blómvönd af konu við Efra-Langholt. Samkvæmt fornsögum þóttu íslend- ingar „djarfmæltir við tigna menn" á dögum Egils Skallagrimssonar. En nú var það allt fyrir bi og alþýðumenn með skottið milli fótanna og lítt upp- fsl. þingmenn i skála miklum, er þar hefur verið reistur. Hinir í tjöld- um. Borð var i stóru tjaldi á flötinni hjá Geysi. Sváfu menn vel um nótt- ina." ísafold og Reykjavíkin segja frá konungsförinni á svipaðan hátt; ekki er þar minnst einu orði á veginn og framtak þeirra, sem búnir voru að gera þessa erfiðu leið vagnfæra. Trúlega væri minna afrek 'að leggja malbikaðan veg þarna austur um þessar mundir og verður að telja fréttamennsku blaðanna harla glomp- átta á því herrans ári 1 907. Konungskoman 1907 hefur ann- ars margoft verið upp rifjuð, enda góðar heimildir um hana í blöðum þessa tima og ekki ástæða til að tiunda hana frekar í smáatriðum. Eftir dagsför til Gullfoss, var riðið austur yfir Hvitá á Brúarhlöðum, niður Hrunamannahrepp, áð á Álfaskeiði og skoðaður bærinn að Reykjum á Skeiðum. Þaðan lá leiðin niður með Þjórsá á fund Rangvellinga við Þjórs- árbrú, en haldið þaðan til Arnarbælis i Ölfusi og gist þar. Síðan var riðið suður sem leið liggur upp Kamba, dagverður snæddur á Kolviðarhóli og „komu allir suður svartir i framan eins og sótarar" segir í Lögrjettu, þvi svo mikið var rykið á reiðveginum. Hann- es Hafstein skáld og ráðherra reið með konungi og var kvæðið Gullfoss eftir Hannes lesið upp á Kambabrún og skál skáldsins drukkin. Mikill Ijóðalestur virðist hafa ein- kennt þessa heimsókn og ort í þeim anda, sem nú þætti full hástemmdur og jafnvel barnalegur. í lokahófi las séra Matthias Jochumsson upp kveðjukvæði til konungs. Þar er allt á hástemmdum nótum eins og þetta erindi sýnir: „Vor göfuga saga gullin-óð- vor guðleg tunga Háva-ljóð þeim virta fylki færi. Hans koma táknar tímamót — hún táknar nýja siðabót, sem allir strengir stæri! Ber faldinn hátt, legg fjöll i krans, ó fóstra vor, og konung lands kveð svo það hjörtum hræri!"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.