Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Blaðsíða 9
Konungsvegurinn var ruddur með
handverkíærum til þess að hans
hátign gæti ferðast í hestvagni, ef
hann vildi. En hátignin þáði það
ekki og kaus að ferðast ríðandi.
Konungsvegurinn var þjóðvegur í
aldarfjórðung unz bflaöld hófst.
Þessar brekkur milli Úthlíðar og
Hrauntúns voru oft þungfærar af
aur á vorin, en nú er þessi vegur
sem óðast að gróa upp.
mngur ríðandi á ferð. í þetta sinn er það
rar og samsíða Hannesi Hafstein. Hannes
r þeim er Bull kammerherra. Myndin er
en hann var nú banginn
og helzt útaf þvi.
að hátignin fannst hvergi
vagninum í.
Hestar til fararinnar komu viðsveg-
ar að af landinu, en kerrurnar voru
hafðar með i förinni, ef óhapp bæri
að höndum. Allt gekk þó slysalaust
Stöku sinnum duttu hestar og menn
ultu af baki; meðal þeirra var Hannes
Hafstein ráðherra. Christensen for-
sætisráðherra Dana brosti og sagði,
að við þessu mættu þeir ráðherrarnir
alltaf búast, — að falla. Einhvern-
tima heyrði ég, að þeir Böðvar á
Laugarvatni og Páll skáld á Hjálm-
stöðum hefðu tekið að sér að flytja
farangur kóngsfylgdarinnar frá Þing-
völlum að Geysi, — og verið vel við
skál allan timann, enda gleðimenn
En á þessu hef ég ekki getað fengið
staðfestingu.
Vegurinn lá og liggur enn austur
um Gjábakkahraun og hefur aldrei
nálægt Lyngdalsheiði komið, en hún
sést af honum í suðri. Yfir Gjábakka-
hraun og aftur austan við Brúará,
þurfti að ryðja brautina á hrauni, sem
þar að auki var kjarri vaxið og sein-
unnið með handverkfærum. Þessi
braut varð strax niðurgrafin og verður
þá um leið farvegur fyrir vatn, sem
grefur sig niður á köflum, þar sem
mold er og sandur, en eftir standa
berar klappir. Var framundir 1950
varið einhverri upphæð til þess af
vegafé, að nema á brott stórgrýti og
bera ofaní — með hestvögnum —
þar sem mikið hafði runnið úr Síðasti
„vegamálastjóri" á Konungsveginum
var Jón eldri Jónsson á Laug i Tung-
um og virtist höfundi þessa pistisl
hann réttilega líta á það sem virðulegt
embætti. Síðustu árin var þetta orðið
einhverskonar formsatriði og „yfir-
reið" og hætt að hreyfa við grjótinu.
sem sifellt stakk upp kollinum. Um-
dæmi Jóns á Laug var frá Múla i
Tungum og út að Brúará.
Alltaf voru áhöld um, hvort
Konungsvegurinn væri bilfær. Ýmist
var brúin á Brúará að niðurfalli kom-
in, ellegar einhversstaðar hafði runn-
ið svo mjög úr veginum, að hann var
tilsýndar fíkastur djúpum skurði.
Vörubilar voru að vísu látnir þrælast
út með Hliðum, en sátu titt fastir í
hinum konunglegu skorningum. Um’
árabil átti greinarhöfundur mörg spor
á þessari grýttu slóð; ýmist að flytja
mjólk ellegar að reka heim kýr. Varð
mikil músik þegar skrönglast var yfir
klappirnar með tómu brúsana, en á
köflum þungfær aurvilpa, þegar klak-
inn var að fara úr á vorin. Aftur á móti
var ekki teljandi slit á þessum vegi að
vetrarlagi; hann fylltist þegar i fyrstu
snjóum og var uppfrá þvi ófær til
vors.
í aldarfjórðung eða framyfir 1930
að upphleyptur vegur var lagður upp
Grimsnes og Tungur að Geysi, var
Kongungsvegurinn sjálfur þjóðvegur-
inn á þessari fjölförnu slóð. Þar mátti
sjá hestvagnalestir i vor- og haust-
ferðum; þar var sláturfé rekið til
slögtunar allar götur suður til Reykja-
vikur og á sumrin komu skarar reið-
manna með töskuhesta. Þá stóð jó-
reykurinn hátt til lofts, þegar moldin
þornaði og hófaskellirnir heyrðust um
langa vegu, þegar kom á hraunið og
harðar klappirnar undir fæti.
Mig rétt rámar i þetta timabil áður
en bilar urðu alls ráðandi i mannflutn-
ingum. Þá þótti ævintýralegt að sjá
skara reiðmanna fara um veginn á
fallegum sumardegi, en nú lita
krakkarnir ekki einu sinni upp, þegar
bilarnir fara um þjóðveginn. Stund-
um voru þeir menn á ferðinni á
Konungsveginum, sem báru allt sitt á
bakinu og fóru um fótgangandi. Þess-
konar ferðalagar eru nefndir þumal-
puttaferðamenn núna, en i þann tið
urðu þeir einvörðungu að treysta á
fæturna.
Konungsvegurinn var án efa
skemmtilegur reiðvegur og eftirminn-
leg gönguslóð. Þar voru og eru falleg-
ir kaflar með fjölbreyttum gróðri og
fögru útsýni: Austur yfir Gjábakka-
hraun, yfir Reyðarbarm og Laugar-
vatnsvelli, hlíðarnar niður að Laugar-
vatni, inn i „Krók” og raunar Laugar-
dalurinn allur, austur yfir Brúará og
Miðhúsahraun, ofan við Uthlíð, gegn-
um Hrauntúnsskóg og svo framvegis.
Einkum og sér í lagi var Konungs-
vegurinn rómantískur á stöku stað í
Laugardal og ofan við Hrauntún, þar
sem birkihríslurnar seildust yfir hann.
En rómantíkin fór af á vorin, þegar
menn voru að flytja áburð, fóðurbæti
eða aðra þungavöru á hestvögnum
og vagnarnir brotnuðu undan álag-
inu. Ég man enn hvað hestarnir svitn-
uðu og mæddust og lögðust í aktyg-
in, — og sigu með hægð upp Hraun-
túnsbrekkuna, sem var einna erfið-
ust. Sumarið 1952 fór ég þar i síð-
asta sinn með æki; þá var upp runnin
öld traktoranna og i þetta sinn var
verið á heimleið með hlaðinn hey-
vagn. En traktorinn lagðist ekki í
aktygin með sama lagi og klárarnir
höfðu gert; hann spólaði bara þar
sem brattast var og ég varð að taka
megnið af vagninum og bera bagg-
ana sjálfur upp brekkuna.
Siðar hef ég komið þar og gengið
um sem gestur og fylgzt með þvi,
hvernig vegurinn grær upp frá ári til
árs. Nú liggja sumsstaðar girðingar
þvert á hann og á leiðinni frá Gjá-
bakka að Laugarvatni hefur nýr vegur
verið ruddur svo að segja i sömu
slóðina. Kýrnar nota hann ekki leng-
ur; þeim er nú orðið haldið sumar-
Sjá ncestu I
síðu /A