Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Blaðsíða 6
ELÍN
GUÐJÓNS-
DÓTTIR
SKRIFAR
FRÁ PARÍS
Hilton hóteliö í París, er eins og
önnur meö sama nafni, í hvaöa
stórborg sem þau er aö finna,
meöal dýrustu lúxushótela. í
anddyri þess má sjá margt vel
klætt fólk, og ríkmannlegt, gesti
hótelsins. í kjallara þess er salur,
en þar halda stóru og frægu
tískuhúsin samsýningu: Dior, Nína
Ricci, Lanvin, Balmain auk margra
annara.
Eftir að hafa fengið merki í
barminn, meö skammstöfuninni
G.A.P. þá er mér greiður aögang-
ur aö sýningunni. En mjög strangt
eftirlit er meö því hver fer inn
þarna.
Ég er komin tímanlega og get
því virt fyrir mér kauþendurna,
þegar þeir koma og setjast gegnt
mér. Meðal innkaupastjóra verzl-
ana, eru margar fyrrverandi
sýningarstúlkur, býsna fríöur
flokkur. Konur í jökkum meö
herrajakkasniöi utan yfir víöum
þilsum, og minnir á þeysupils, sem
ná niöur á kálfa. Flestar eru þær
í skyrtublússu meö kragann utan
yfir jakkakraganum. Sumar meö
klút um hálsinn, aörar ekki.
Svo aö segja hver einasta meö
hálskeöju úr gulli, og gullkeðju
utan yfir gullkeöju. Mér kemur í
hug, það sem vinkona mín sem
lengi átti heima meöal Hindúa,
haföi sagt mér. En þaö var, aö
konur þar í landi bæru alltaf alla
skartgripi sína. Varla get ég
ímyndað mér að nokkur þessara
kvenna geti átt fleiri gullkeöjur en
þær báru þarna.
Svo hefst sýningin meö músik.
Og hinar hávöxnu tígulegu
sýningarstúlkur ganga þarna eftir
pöllunum meö heföarkvennafasi,
enda heföarkvennafatnaöur, sem
verið er aö sýna.
Fötin sem þessi dýru tískuhús
sýna, eru framar öllu fín föt. Það
er sama úr hverskonar efni
klæönaöirnir eru, efnin eru alltaf af
vönduöustu tegund, eins er um
saumaskap og frágang allan. Alúö
er lögö viö heildina, fínir skór viö
fína kjóla, t.d. satínskór viö
satínkjól. Sé kjóll og frakki sýnt
saman, eöa dragt og frakki, þá eru
skórnir eöa stígvélin alltaf í stíl, og
falla vel viö hvorutveggja. Þaö
sama má segja um lita-
Það er ekki hœgt aö segja annað um Þennan kjól en að hann er
síöur og víður og að hann er í tíaku. Takið vei eftir kraganum,
svona kragar held ég að séu aö koma í tísku. Og svo er Þaö
greiðslan. Hvernig list ykkur á? Mér sýnist eins og að Það sé að
verða bylting í hárgreiöslu.
Ef ég œtti að spá Þá verður spá mín sú að á pessari mynd sjáist
öll helstu einkenni pess sem er að komast í tísku. Kjóllinn er úr
mynstruðu Crep satini, hann er með laskermum og Maokraga.
Pilsið er hneppt og innanundir eru buxur úr einlitu satini, rúmar
um mjaðmirnar, en Þrengjast niður. Og svo er paö hatturinn eða
kollan, sem var sýnd hjá Það mörgum tískuhúsum, að greinileg
breyting er á ferðinni í höfuðfötum, enda er hárgreiöslan líka að
breytast. Og ekki skyldi mig undra, Þótt við ættum eftir að sjá
hælalagið á skónum seinna. Núna ber mest á háum fremur mjóum
hælurn og fremur mjóum tám.
Þessi klæðnaður er frá Pierre Balmein. Skórnir eru frá Sacha et
Pellet. _
Skór samkvæmt hausttísku 1978, kosta rúmlega 25 Þús. ísl. kr
Og svo er Þoð hárgreiöslan. Fléttur og
mikið að koma í tisku, en á töluvert annan hátt en verið hefur.
Til dæmis er fléttukrans skreyttur semeliusteinum, eöa
flauelsband fléttað með hárinu eða sér. Ef myndin prentast vel
Þá getið Þiö séö að fyrst er hárfiétta um höfuöið, en nær kollinum
er flétta úr flauelsböndum. Carita á heiðurinn af greiðslunni.
samsetningar, þær eru oft
töfrandi. Og í rauninni þaö sem
mest er gaman aö sjá á þessum
staö.
Hinsvegar eru vörumerki
þessara húsa trygging fyrir
vandaöri framleiöslu, og eins því,
aö ekki sé hægt aö kaupa
samskonar kjól hjá ööru fyrirtæki.
Ekkert þeirra selur sama módeliö
nema eina árstíö.
Þarna eru sýndir samkvæmis-
klæðnaðir úr alsilki, flaueli, satíni,
brókaðefnum og blúndu. Einn
kjóllinn öörum fínni og fallegri.
En einhvernveginn er þaö svo,
aö þessi sýning minnir mig á
rjómatertuboð, þar sem hver
tertan er viö hliðina á annarri, allar
fínar engar tvær alveg eins, en
allar sætar.