Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Blaðsíða 15
S-t-*> WOODY ALLEN Þá var Norðurland veitandi Framhald af bls. 10 til þess að hlýöa á einhvern úr sínumhópi flytja erindi um skyldur, erfiöleika og hvatningar prestsembættisins, mundi slíkt eðlilega brýna þá um að leggja sig fram, viðhalda í hugskoti þeirra lifandi tilfinningu fyrir þeirri ægilegu ábyrgð, er þeir hafa tekið á sig með köllun sinni, og verða til þess að hver og einn gerði sitt ítrasta fyrir söfnuð sinn." Tilraun til kirkjulegrar vakningar Draumur þessi varð að veruleika dagana 8. og 9. júní 1898 á Sauðárkróki. Þá stofnuðu norðlenzkir prestar félags- samtök sín. Sigurbjörn Einarsson biskup tilfærir þessi orð Hendersons í afmælis- kveðju sinni á 70 ára afmæli „Tíðinda" (Rit félagsins III. hefti 1971), og hefur biskupinn ætíð stutt og uppörfað félagið í störfum þess. Ummæli Hendersons bera ljósan vott um tildrögin að stofnun félagsins. Ástæðan er þörf og löngun prestanna að hittast og ræða mál sín, sameiginleg vandamál, óskir og verkefni. Prestastefnur undir forsæti biskup- anna eru jafngamlar kristni þjóðar. Um annað samkomuhald presta var ekki að ræða. Samtök presta í Hólastifti myndast til örvunar og eflingar andlegra mála. Þau eru „tilraun til kirkjulegrar vakning- ar" — eins og séra Helgi Konráðsson kemst að orði í afmælisgrein. Deyfðin var mikil, minnkandi kirkjusókn og þverr- andi altarisgöngur. „Þú, Guðs kennimann" Sextán prestar mættu á Sauðárkróks- fundinum úr Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum. í Sauðárkrókskirkju var haldin opinber guösþjónusta. Séra Zóphónías Halldórsson prófastur sté í stólinn og lagði út af orðunum: Þú Guðs kennimann (10. passíusálmur) Því næst söfnuðust prestar saman í húsi sóknarprestsins séra Árna Björns- sonar. Fyrsta umræðuefnið var um samtök presta. Eiztur þátttakenda var séra Hjörleifur Einarsson prófastur að Undirfelli í Vatnsdal. Það leynir sér ekki, að hann brýtur þessa nýju leið og kemur hugmyndinni í framkvæmd. Séra Hjör- leifur var brennandi í anda og brautryðj- andi á fleiri sviðum. Fyrstur íslenzkra presta stofnsetti hann árið 1897 kristilegt unglingafélag í söfnuði sínum. Séra Hjörleifur valdi leið sem sýnir hvernig ástatt var þá í kristindómsmálum. Hann stofnaði fyrst bindindisfélag og upp úr því hið kristilega unglingafélag, því að það (bindindisfélagið) var ekki „svo hræðilegt í augum manna sem kristilegt unglingafélag" Akureyrarfundurinn Stofnun félaga fyrir hina fermdu var eitt af dagskrármálum stofnfundarins. Það var tímanna tákn að gestur prest- anna á Sauðákróki var séra Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtogi. Þá var hann guðfræðinemi og þegar heiilaður af alþjóðahreyfingu K.F.Ú.M. Séra Friðrik tók þátt í umræðum fundarmanna og lagði drjúgan skerf til mála. Hálfu ári síðar stofnaði hann K.F.U.M. í Reykjavík. Séra Hjörleifur Einarsson boðaði til næsta fundar að ári loknu 26. júní 1899, á Akureyri. Þar mættu 22 prestar og prófastar úr öllum prófastsdæmum á Norðurlandi. Það var framhalds stofn- fundur. Séra Matthías Jochumsson átti uppástunguna um nafnið: „Félag presta í hinu forna Hólastifti." í upphafi sam- verunnar sem stóð tvo daga, predikaði séra Jónas prófastur Jónasson frá Hrafnagili við guðsþjónustu í Akureyrar- kirkju (þeirri gömlu) og lagði út af orðunum í 1. Kor. 1, 17-25 Síðan gengu fundarmenn í samkomuhús góðtemplara og bauð séra Matthías Jochumsson (sem þá var senn að ljúka prestsþjónustu á Akureyri) fundarmenn velkomna. Endurreisn Hólabiskupsdæmis Fundargerðin með þessum útdrætti úr ávarpi séra Matthíasar er skráð í 1. hefti Tíðinda, sem Friðbjörn Steinsson bóksali gaf út 1899. Þar birtast erindi, sem flutt voru á fundinum m.a. um" krófur nútímans til prestanna eftir séra Zóphónías Halldórsson prófast í Viðvík. Hann var lengi formaður prestafélagsins. Séra Zóphónías segir í erindi sínu: Sérhver prestur þarf að vera trúarsterkur og glaöur í lifandi von til Drottins síns, en þó fremur öllu kærleiksríkur. Prestur- inn þarf að vera fremur öðrum lærður og upplýstur maður. Því meira, sem fólkið menntast, því meira þarf presturinn að menntast. Guðs orð þarf ætíð að koma frá hjartanu, en ég bæti við. Það þarf að koma frá heitu trúuðu og mannelskufullu hjarta, sem finnur til og sem virðir og elskar áheyrendurna sem Guðs börn og erfingja eilífs lífs. Engin tök eru á að gera 80 ára sögu félagsins skil í fátæklegum orðum og stuttri blaðagrein. Stundum lá starf félagsins niðri, en svo var þráðurinn tekinn upp að nýju og hafizt handa. Eitt af höfuðstefnumálum félagsins er endur- reisn biskupsstóls norðan lands eins og glöggt hefur komið í ljós í samþykktum á aðalfundum. í þriðju grein laganna stendur: „Sérstaklega telur félagið það tilgang sinn að vinna að endurreisn fullkomins biskupsstóls á Norðurlandi." Nú liggur fyrir á alþingi frumvarp um þetta efni, sem Ólafur Jóhannesson dóms- og kirkjumálaráðherra hefur flutt. Kristilegur lýðskóli Þá hefur hugsjónin >um kristilegan lýðskóla á Hólum í Hjaltadal hlotið byrsæld og brautargengi, einkum eftir að Guðrún Þ. Björnsdóttir stofnaði sjóð 1969 skólahugsjóninni til fulltingis. Nemur sá sjóður nú tæplega einni milljón króna. Prestafélagið hefir látið æskulýðsmál til sín taka. Á aðalfundinum 1959 tók þáverandi formaður félagsins séra Sig- urður Stefánsson vígslubiskup á dagskrá stofnun sambands æskulýðsfélaga. Til- laga séra Sigurðar var, að sambandið næði yfir allt Hólastifti, og var hún samþykkt samhljóða. Þannig var æsku- lýðssamband kirkjunnar í Hólastifti stofnað. Það byggði súmarbúðirnar við Vestmannsvatn í Aðaldal, en þær hafa eins og kunnugt er orðið börnum og æskulýð til mikillar blessunar. I stjórn prestafélagsins eiga sæti prófastar á Norðurlandi og vígslubiskup. Hefur það lengi verið hefð, að stjórnin væri þannig skipuð. Aðalfundir félagsins eru annað hvort ár. (Árið, sem ártalið er stök tala) Séra Matthías „skírði" félagið því nafni, sem það bér í dag. Þjóðskáldið kæra orti dýrðlegt söngljóð (Cantate), sem heitir Hólastifti, og birtist í 1. hefti Tíðinda. „Guð er í oss" Söngljóðið er stórbrotið og innblásið söguljóð um Hólastifti, frá því að „Hólastóll með hefð og sóma hafinn stóð". Séra Matthías fer þar í gegnum tíðina og nemur staöar við merkisatburðina, harmsefnin og gleðisöngva. Þótt niður- læging um aldamótin sé mikil lætur skáldpresturinn þar eigi staðar numið. Hann horfið ódeigur fram til nýs tíma og sér, eins og honum var tamt, sólina skína í gegn um rofin ský: Sé viljinn sannur og hjartað hreint vér hræðumst ei ógnir neinar. Guð er í oss. Vér göngum beint svo gjörðu þeir Jesú sveinar. Fögur er foldin! Fram með Drottins merki! Tindra daggir af trú og von. Nýfædd í norðri náðarsól ljómar Christe, kyrje — eleyson! „Skáld hinna háu tóna" — sagði Davíð frá Fagraskógi um Matthías. Gefum því gaum, að Matthías, þetta mikla sálma- skáld," var mikilvirkur félagi í Presta- félagi hins forna Hólastiftis. Það leiðir enn skýrar í ljós, hvernig hægt er að viðhafa ummæli Þórarins skólameistara um félagsskap þennan -að þá varð Norðurland veitandi í andlegu búi þjóðarinnar. Pétur Sigurgeirsson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.