Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Blaðsíða 11
Litli Suðurafríkumaðurinn hefur verið ósigrandi í vor og sjálfur er hann ekki í neinum vafa um, hver sé beztur. 42ja ára eru flestir úr sögunni í atvinnuíþróttum, en GARY PLAYER frá Suður Afríku neitar slíkum staðreyndum og sigraði í Masters-golfkeppninni í vor, þar sem beztu atvinnumenn heimsins í golfi leiða saman hesta sína. IÞROTTAMENN MEÐ VILJASTYRK HEFST ÞAÐ Einbeitingin sést á andlitinu langar leiðir. Hann heyrir ekki þó talað sé til hans, er eins og í leiöslu. Hann iðkar andlegar æfingar, sem hann segir að ekki sé gott að lýsa og líkamanum er haldið í formi eins og framast er kostur. í staö þess að sofa út, fer hann snemma á fætur og hleyþur langtímum úti í skógi. í stað þess að láta fara vel um sig og fá sér sjúss í garðinum í hinni sólríku Suður-Afríku, hamast hann inni í æfingaherbergi: Iðkar lyftingar og gerir iíkamsæfingar. Og þegar ekki eru keppnir, æfir hann á golfvellinum frá morgni til kvölds. En hver er svo árangurinn? Maðurinn er bæði lítill og grannur eins og táningur. Hann sýnist ekki til stórræða. En Gary Player hefur sýnt heiminum áþreifanlegt dæmi þess, hvaö hægt er aö gera meö viljastyrk, þótt líkamsburöirnir séu aðeins í meðallagi. í viðureignum atvinnumanna í íþróttum liggja nú oröið svo miklir peningar undir, að samkeppnin verður sífellt grimmari og menn leggja á sig ótrúlegt erfiði við æfingar og mæta til leiks eins og hungraðir úlfar. En eðli málsins sam- kvæmt eru flestir á hátindi hinnar líkamlegu getu frá tvítugu til þrítugs. Þegar atvinnumenn í tennis, golfi, hnefa- leikum og raunar hvaða íþrótt sem byggir að verulegu leyti á líkamlegu atgerfi, verða svo sem 35 ára, eiga þeir sífellt erfiöara með að verjast ásókn þeirra, sem eru tíu árum yngri og ætla sér mikið. Beztu golfleikarar heimsins hafa verið á hátindi getunnar frá 25—35 £ra og raunar er gullbjörninn Jack Nicklaus, sem almennt er talinn snjallastur manna fyrr og síðar í golfi, orðinn 37 ára. Það kom því mjög á óvart, að 42 ára gamall maöur skyldi geta unnið Mast- ers-golfkeppnina í Bandaríkjunum í apríl síðastliönum. Þaö virtist vera gegn lögmáli hnignunarinnar, sem enginn fær reist rönd við, en maðurinn var enginn annar en Gary Player, sem fyrr er lýst og þótti mönnum nú fullsannaö, hvern árangur Gary Player uppsker með heilsusamlegu líferni og markvissum æfingum. Hann var reyndar sjö höggum á eftir forustusauðnum, þegar aöeins var einn 18 holu hringur eftir. Það virtist meö öðrum orðum útséð um, að hann blandaöi sér ekki í átökin um græna jakkann, sem sigurvegarinn er færður í og er eitt þráðasta keppikefli atvinnumanna. En þá fór Gary Player í gang eins og vél. Á þessum velli, sem er í senn einn hinn fegursti og erfiöasti í heiminum, fór Gary Player hverja holuna á fætur annarri undir pari. Hann lauk hringnum á 64 og þaö dugði til sigurs. Þessi keppni hefur farið fram árlega í marga áratugi og aldrei áður hefur maður á þessum aldri unniö. En Gary Player sýndi í framhaldi af jáessu, að sigur hans var engin tilviljum. í tveimur næstu keppnum at- vinnumanna í Banda- ríkjunum varð hann einnig sigurvegari og alltaf kom hann aftan aö hinum með enda- sprett, sem enginn réði við. Gary Player er sonur námumanns í Suð- ur-Afrfku og hóf að leika golf 15 ára að aldri. Hann fékk snemma þá ástríðu að sætta sig ekki viö neitt minna en vera beztur, en alltaf virtist eitt og þaö sama til fyrirstöðu: Gary Player var svo lítill og kraftasmár, að hann náði ekki þeirri högglengd, sem nauösynleg er til þess að komast á toppinn. En hann lét það ekki aftra sér og hóf að byggja upp kraftana með sérstöku mataræöi; borðaði hunang, banana og rúsínur í staðinn fyrir steikur. Hann borðar einnig kjúklinga, fisk og gróft brauð, en hvítt hveitibrauö er sem eitur í hans augum. Hann fór að hlaupa til að styrkja fæturna og dagiega hamaðist hann í lyftingum. Fyrst var gert grín aö þessu, en nú er það liðin tíð. Ef einhver er alþjóðlegur meistari í golfi, þá er það Gary Player. Hann hefur á golfferli sínum unnið 9 af hinum mjög svo eftirsóttu stórkeppnum og samtals hefur hann unniö 114 atvinnumannakeppnir í fjórtán löndum víðsvegar um heim og telur ekki eftir sér að fljúga 200 þúsund mílur á ári til að elta uppi keppnir í Austurlöndum fjær, Suður-Afríku, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem af er þessu ári hefur Gary Player unnið sér inn 130 þúsund banda- ríkjadali, en vinningar hans frá upphafi nema nú orðið hálfri annarri milljón dala. Það segir þó ekki alla söguna; menn í þessum gæðaflokki at- vinnuíþrótta bæta að minnsta kosti öðru eins við með auglýsinga- tekjum og allskyns samningum. Þó þetta sé töluvert, hefur Jack Nicklaus unnið sér inn helmingi hærri upp- hæö. Gary Player er þó sjálfur ekki í minnsta vafa um aö hann sé aö minnsta kosti eins góö- ur og Nicklaus og bendir á, að maður veröi að vinna keppnir um allan heim til að sanna yfirburði sína; keppa við allskonar aðstæður í ólíku lofts- lagi aö viðbættu því álagi, sem felst í löngum ferðalögum. Gary Player er mjög ólíkur bandarísku golfstjörnunum, sem leggja mikið uppúr vinsældum; þeir keppa í litskrúðugum fötum og gera sér far um að ganga í augu áhorfenda. Þeir vita líka, að öll þeirra framganga birtist í sjónvarpinu þar sem milljónir manna fylgjast með þeim. En Gary Player er sama um áhorfendur; hann er oftast svartklæddur og hugsar um að vinna. Hann ansar ekki þeim, sem biðja um eiginhandaráritanir og einbeitni hans er slík, aö hann virðist ekki vita af því sem fram fer í kringum hann. Nú orðið þarf hann engan að biöja afsökunar á stuttum höggum. Og úr sandi er hann almennt talinn sá bezti í heiminum. Nicklaus hefur einhverntíma sagt: „Ef ég þreyti úrslitakeppni við Gary Player, þá vona ég bara að hann hitti flötina. Lendi hann í bunker, er hann vís með að setja niður í einu höggi“. „Ég er í ofsa formi“, segir Gary Player og bætir við: „Eftir fertugt styttist sveiflan og maður verður að bæta það upp á annan hátt". Styrkur hans liggur m.a. í því, að honum finnst ævinlega, aö nú sé hann betri en nokkru sinni fyrr og um það reynir hann af mikilli einlægni aö sannfæra viömælendur. „Ég get svarið það; ég hef aldrei leikið eins vel og í dag; aldrei hitt boltann eins vel. Aldrei“. Þetta segir hann árið um kring og hvort sem hann leikur vel eða illa. En velgengni hans á Bandaríkjamótunum í vor, var álitið aö mætti rekja til þess að hann breytti púttstrokunni að ráði konu sinnar. Eftir það setti hann niður hvert langpúttiö á fætur öðru og sagöi: „Bara að ég hefði byrjað að gera þetta svona fyrir 20 árum“. Æösta keppikefli manna á borð við Gary Player aö vinna á einu ári alslemm- una svonefndu; fjórar stórkeppnir, þar sem allir snjöllustu kapparnir koma saman. Boþby Jones vann alslemmuna 1930, en síðan hefur enginn gert það. Nicklaus hefur komizt næst því með því að vinna þrjár þeirra á einu ári, en keppnin er miklu harðari nú en hún var 1930. í ár er Gary Player ekki í minnsta vafa um, aö hann eigi eftir að bæta viö 5i?TS1grum í British Open, U.S. Open og P.G.A. mótinu, sem er meistaramót atvinnumanna í golfi í Bandan'kjunum. Ef hann hefur það ekki, verður hann jafn sannfærður um að hann muni gera þaö næsta ár. Player býr með fjölskyldu sinni á herragarði utan við Jóhannesarborg. Þau hjónin eiga sex börn og Player er mikill fjölskyldufaðir og reynir að vera heima við í þrjá mánuði á ári. Elzti sonurinn, Wayne, er nú 16 ára og orðinn ívið högglengri en faðirinn. Hann ætlar sér að verða atvinnumaöur eins og hann og hefur nú í fyrsta sinn fengið aö fylgja föður sínum á Bandaríkjamótin. Heima í Suöur-Afríku á Gary Player einnig stóran búgarð, þar sem hann ræktar meðal annars veð- hlaupahesta, sera hann er alveg handviss Sjá næstu síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.