Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Blaðsíða 7
R
-L Vaun-
VÍSINDI -
HUGVÍSINDI
49 ára gömul hugleiðing
eftir Ólaf Daníelsson Fyrri hluti
Nú hafa húmanistarnir okkar
— jeg hefi ekki annað betra nafn
á þá, blessaða — loksins sigrað
til fulls: Þeir hafa útrýmt stærð-
fræðinni úr menntaskólum sín-
um, máladeildunum svo kölluöu,
og þar með girt fyrir það, að
nokkurntíma komist í gegnum
þær nokkur maður, sem kynni
að vera læs á slík fræöi eins og
stærðfræði, eða t.d. eðlisfræði
— þetta ómerkilega gutl, sem
þeir eru að káka eitthvað við í
útlöndum — hverskonar verk-
fræði og iðnfræði, stjörnufræði,
statistik og jafnvel almenna
fílósófí. Nei, en þeir geta lesið
dömulitteratúr, smásögur og
kvæði. Því verður að vísu ekki
neitaö, að stærðfræöikunnátt-
unni í máladeild menntaskólans
hefir veriö ákaflega ábótavant,
alla þá stund, sem jeg hefi þekt
til skólans. En þó hafa oftast
veriö stúdentar, sem að afloknu
stúdentsprófi hafa lagt fyrir sig
ýmsar greinir mannlegrar þekk-
ingar, sem ekki verður komist
niöur í til neinnar hlítar, nema
með töluverðri kunnáttu í undir-
stöðuatriöum stæröfræðinnar,
en þau fræði eru mörg og eru að
veröa fleiri og fleiri. Jeg man enn
að nefna byggingafræði, skóg-
ræktarfræði og fleira mætti
sjálfsagt telja. En hafi máladeild-
arstúdentar verið illa að sér í
stæröfræöinni, þessu höfuömáii,
sem svo mörg önnur fræði eru
að miklu leyti skrifuð á, og eigi
veröur þýtt á önnur mál, þá er
þaö þó aö bíta höfuðið af
skömminni að útrýma náms-
greininni, í staö þess að reyna
að bæta úr því, sem ábótavant
var. Er ilt til þess að vita, að þó
aö stjórnin hafi að vísu fram-
kvæmt óperatíónina, þá þykir
mjer þó líklegast að það sje gert
í fullu samræmi við vilja mikils
þorra menntamanna á landi hjer.
Þeir eru margir svo illa að sjer
í þessum greinum, að þeir hafa
litla hugmynd um sína eigin
takmörkun, vita naumast hvers
þeir fara á mis. Jeg hefi meira aö
segja heyrt, að skólastjórn nýja
skólans á Akureyri hafi sótt um
það, aö losna viö mathematík-
ina, fundist óþarfi aö kvelja
nemendur meö því aö láta þá
læra svo heimska fræöigrein.
„Hvað eigum við aö gera við
mathematík", segja húmanist-
arnir, „við þurfum aldrei á henni
að haldá". Jeg svara þeim
stundum á þessa leið: Jeg kann
því miður ekki rússnesku, hef
aldrei lagt stund á þaö mál, og
aldrei þurft á því að halda. Af
hverju þarf jeg ekki á rússnesku
að halda? Af því að jeg kann
hana ekki. Jeg er ekki í neinum
vafa um þaö, að ef jeg kynni
rússnesku, mundi jeg lesa hana
mjer til gagns og gleði og
margvíslegra sálarheilla. En jeg
kann hana nú ekki og þess
vegna sneiði jeg mig hjá þeim
viðfangsefnum, sem rúss-
nesku-kunnáttu þarf til að fást
við, og þaö sem jeg hef lesið í
rússneskum litteratúr, sem sumt
er með því besta, sem jeg yfir
höfuð aö tala hef lesið af því tæi,
hef jeg lesið í þýðingum.
Af hverju þurfa húmanistarnir
ekki á mathematík að halda? Af
því að þeir kunna hana ekki. Þeir
sneiða sig bara — ef þeir þá
hafa vit á því — hjá þeim
verkefnum, sem ekki er hægt að
fást viö án kunnáttu í mathe-
matík. Þeir geta þó ekki lesiö
neinn mathematískan litteratúr í
þýöingum, því að merkjamál
stæröfræðinnar veröur eigi þýtt,
fremur en t.d. söngnótur; það
veröur að læra þaö eins og þaö
er. En það sem húmanistarnir
eru útilokaðir frá að fást viö, er
eins og áöur er á drepið, nokkuð
margválegt, og alls ekki eins
ómerkilegt eins og þeir vilja vera
láta.
Það er náttúrlega leiðinlegt,
að fullorðnir menntamenn sjeu
óhæfilega illa aö sjer í undir-
stöðuatriðum margra þekkingar-
greina, en þó er það nú svo, aö
þetta hefir minni þýðingu fyrir
þá, sem búnir eru að velja sjer
starfsvið og hafa sín sjerstöku
verkefni að fást við. En hitt er
ákaflega varhugavert, að loka
brautunum fyrirfram, með því að
útskrifa stúdenta, sem eru ger-
samlega óhæfir til framhalds-
náms í fjölda þeirra greina, sem
mesta þýðingu hafa fyrir nútím-
ann, og geta naumast gert sig
hæfa til þess síðar, þar sem þeir
eru löngu búnir að tapa allri
æfingu í þeim ónógu undirstöðu-
atriðum, sem þeir kunna að hafa
lært í gagnfræðadeildunum.
Meö þessu eru íslenskir stúdent-
ar alveg teknir út úr, og verða að
almennri menntun alls ekki
sambærilegir við stúdenta ann-
ara landa. Þessu til sönnunar vil
jeg benda á verkefni til skriflegs
stúdentsprófs í mathematík viö
latínudeildir sænsku skólanna
síðastliðiö ár, sem prentuö eru
annarsstaðar hjer í blaöinu.
Geta það íslenskir málastúdent-
ar sjeð, að eitthvaö muni vera
öðruvísi háttað kunnáttu
sænskra kollega þeirra í þessum
greinum.
Nú eru engar námsgreinir eftir
í máladeildunum fyrir utan málin
sjálf, nema sagan og náttúru-
fræðin. Söguna ætla jeg ekki að
minnast á að þessu sinni, en um
náttúrufræðina er það að segja,
að bæði hefur veriö fremur lítil
áhersla lögð á hana, enda hlýtur
hún nú að hverfa aö nokkuru
leyti, þar sem undirstöðunni er
kippt burtu, stærðfræðinni.
Húmanistarnir svindla nefnilega
meö nafnið „náttúrufræði", tala
um hana digurbarkalega, eins og
þeir ættu ráö á henni allri, en í
hjarta sínu meina þeir aðeins þá
skækla hennar, sem þeir geta
sjálfir lært. Jeg hefi nú um
undanfarin ár haft á hendi
kenslu í efstu bekkjum mála-
deildar, í stjörnufræöi og í
nokkurum atriöum Ijósfræðinn-
ar. En þetta hlýtur að hverfa, og
það líklega strax á næsta ári,
það er að minnsta kosti ekki mitt
meðfæri að kenna astrónómí
þeim, sem enga hugmynd hafa
um undirstööuatriði trígónó-
metríunnar, þekkja alls ekki
lógarithma og eru á tveimur
árum búnir að steingleyma þeim
frumatriðum, sem þeir áttu að
hafa lært í gagnfræðadeildinni,
enda veit jeg ekki hvar er aö
finna kenslubækur viö slíkra
nemenda hæfi. Hjer kem jeg nú
að atriði, sem er afar athugavert.
í ýmsum greinum eigum við
engar kénslubækur sjálfir, og
fengjum þær naumast gefnar út,
þó að einhver yrði til þess aö
semja þær. Við verðum því að
bjargast viö útlendar kenslu-
bækur, en til pess að nemendur
geti skilið pær, er óhjákvæmi-
lega nauðsynlegt, að peir hafi
sömu pekkingu á undirstöðu-
atriðum, eins og peir nemendur
í hinum erlendu skólum, sem
kenslubækurnar eru samdar
fyrir. Þetta nær lengra en til
mentaskólanna. Jeg hef sjeð
kenslubók þá í efnafræði, sem
kend er í læknadeild háskólans,
og jeg verð aö segja það, að
mjer er óskiljanlegt, að stúdent-
ar, eins og þeir væntanlega
verða hjer eftir frá máladeildun-
um, geti lesið hana sjer til gagns.
Svo kann og að vera um fleira,
þó að mjer sje það ekki kunnugt.
Það er feykileg’ur munur á því,
hvernig við, sem stundað höfum
mathematisk fræði, stöndum í
mentalegu tilliti gagnvart húm-
anistunum, eða þeir gagnvart
okkur. Við getum oft og einatt
fylgst með í þeirra greinum og
jafnvel interesserað okkur fyrir
þeim, en um þá er allt öðru máli
Framhald á bls. 12
Nokkur orð
um
höfundinn
Fyrir nærri fimmtíu ár-
um birtust tvær greinir í
tímariti Verkfræöingafé-
lags íslands, sem vöktu
bæöi athygii og umtal
Þrátt fyrir aö ritið var í
fárra manna höndum. Höf-
undur greinanna var dr.
Ólafur Daníelsson og ætl-
un hans meö greinunum
var aö vekja athygli á bví,
aö stæröfræöi væri horn-
reka í máladeild mennta-
skólanna. Hann geröi baö
á gamansaman hátt meö
samanburöi á hinum
„húmanisti3ku“ fræöum
og beim, sem byggja á
stæröfræði aö einhverju
eöa öllu leyti.* Greinírnar
eru birtar með leyfi barna
höfundar.
Viö lestur greinanna
skyldu menn minnast
Þess, aö þær eru nærri
hálfrar aldar gamlar, og
verður aö meta bær sam-
kvæmt bví. En ég býst viö,
aö flestir lesendur Lesbók-
ar Morgunblaösins munu
fljótt finna, að lítið hefur
breytst til batnaöar að því
er „lyrikina“ snertir á fimm
tugum ára.
Dr. Ólafur Daníelsson
var kennari við Kennara-
skólann og Menntaskól-
ann í Reykjavík frá því
snemma á bessari öld og
fram aö síöari heimsstyrj-
öldinni. Munu flestir Reyk-
víkingar beirra tíma hafa
Þekkt hann og oft heyrt
hans getið. Hann var eini
stæröfræöingur landsins
um mörg ár og réöst aö
Menntaskólanum áriö 1920
Þegar stærðfræöideild var
loks komiö á fót í Þeim
skóla, sem varö vonum
seinna.
Dr. Ólafur var Skagfirð-
ingur og alla ævina átti
Skagafjöröur sólskinsblett
í hjarta hans. Hann fædd-
ist 1877, varö stúdent
tvítugur að aldri, sigldi til
Kaupmannahafnar og varð
magister í stæröfræöi áriö
1904.
Ariö 1901 hlaut hann
gullverölaun háskólans
fyrir ritgerö í stæröfræöi,
og var slíkt afar fátítt aö
stúdentar hrepptu slíkan
heiöur. Áriö 1909 varði
hann doktorsritgerð viö
Hafnarháskóla í fræöigrein
sinni. Slíkur námsferill
mun meö eindæmum.
Dr. Ólafur kvæntist 1904
Ólöfu Sveinsdóttur frá
Norðfirði, hinni ágætustu
konu, og bjuggu Þau alla
tíð í Reykjavík. Þeim varð
átta barna auöið en aöeins
Þrjú Þeirra liföu fööur sinn.
Hann létst áriö 1957, átt-
ræður aö aldri, en konu
sína haföi hann misst
tuttugu árum áöur.
Þau hjónin voru aldavin-
ir foreldra minna, og á
uppvaxtarárum mínum var
mikill samgangur milli
heimila okkar. Leiddi pað
af sjálfu sér mikil kynni á
báöa bóga og var mér
ávallt einkar hlýtt til Þeirra
hjóna og barna Þeirra. En
hvaö dr. Ólafi viökom, Þá
hef ég ekki kynnst meiri
öölingsmanni. Hann var
óvenju hlýr í viömóti og
glaösinna. Oft haföi hann
allt aörar skoðanir á ýmsu
en aörir, og varöi Þær
oftast á gamansaman hátt,
eins og greinar hans bera
með sér, en ávallt græsku-
laust.
Kennari var hann af
guös náö, og Þaö voru
minna en meöalmenn,
sem ekki gátu lært hjá
honum jafnvel flókna hluti,
enda fékk stærðfræðideild
Menntaskólans strax
ágætt orö hjá Þeim há-
skólum, sem tóku viö
nemendum hennar. Var
Þaö Þeim dr. Ólafi og
Þorkeli veöurstofustjóra
Þorkelssyni eingöngu að
Þakka, en Þeir voru aöal-
kennarar deildarinnar um
mörg ár.
Hákon Bjarnason
* Húmanisiisk fr&’Ái hafa á seinni árum verið
ni*fml „hujívisindi" á íslensku, en það er
rannnefni oj: aetti að hverfa úr málinu.
©