Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Blaðsíða 4
Nýlega fundu máríuerlur sér hreiöurstaö ogtóku undir ufs á húsi mínu noröan jökla. Þar í sveit heita þær reyndar márjátlur og þá einnig hér á þessum þlööum. En til þess nú aö menn meö skilning á skynlausri skepnunni skilji mig einnig, vil ég byrja á aö segja agnarögn af öörum fuglum sömu tegundar hinumegin á landinu. Svo margt er líkt meö skyldum aö oft ganga þeir meö sama örlagablómiö í brjóstinu, þó ekki sé þaö æfinlega. Þær márjátlur áttu hreiður í kirkjuturni, sem illa var kominn af tannanagi tímans, klæddur timbri og þaö fariö aö trosna. Sóknarnefndin ákvaö því, presturinn og söfnuöurinn einróma aö láta gera viö turninn og þaö þegar í staö og rækilega. Fenginn var til verksins smiöur af næsta bæ eöa næst næsta. Þaö var góöur smiöur. En þegar hann kom til og ætlaöi aö byrja á verki sínu fann hann márjátlu- hreiour, sem enginn mennskur maöur hafði hugmynd um, innan viö smugu eina litla á klæðningu turnsins. Hún taldist til skemmda á mannvirkinu en nauðsynlegra nota fyrir márjátlurnar, sem kölluðu hana dyr á sínu máli. Þarna stóð nú trésmiöurinn frammi fyrir eyöingaraflinu annarsvegar og framvindu lífsins í smáfuglshreiðri hinsvegar. Síöan gekk hann heim á staðinn að hitta prestinn og konu hans. í hreiörinu voru 6 egg. Öllum kom þeim saman um aö fresta viögeröinni fram yfir eggtíma og þann, sem márjátlur þurfa til aö ala upp unga sína. Þar meö fór viögerðarmaöur heim og kom ekki aftur fyrr en allir márjátlu- ungar voru orðnir fleygir og færir. í turninum var skjólið og öryggiö ofar öllum hættum á jöröu niöri, líklega besti hreiðurstaöur márjátlum á öllu Snæfells- nesi, ef ékki 'öllu landinu. VOrið á eftir viðgerðarsumri kirkjunnar var prestur staðarins að heiman nokkuö lengi og kona hans. Á meöan klufu flestir farfuglar loftin blá handan yfir höf frá öðrum heimshornum. Heim komu þau þó litlu síðar en márjátlur eru vanar aö koma frá útlandinu. Af hugboöi vita þær að eigi hafa þær skjólföt á borö viö "staöfuglana, snjótittlinginn og rjúpuna og farfugla þá, er fyrstir koma, sem í venjulegum vorhretum geta mætt kuldanum eins og ekkert sé. Strax og prestshjónin voru heimkomin tóku menn eftir því að tvær márjátlur voru aö flögra kringum bifreiö þeirra á hlaöi úti. Á þaö horföi fólk út um glugga. Hafi þaö velkst í einhverjum vafa um hvernig á því stæöi, gufuöu allar efasemdir um þaö fljótiega upp, er prestur og kona hans komu út skömmu seihna. Þá flögruöu fuglamir á móti þeim masandi sín á milli og höguöu sér eins og þeir kæmust yfir að vera svo að segja allsstaðar fyrir fótum þeirra eöa sveimandi hiö næsta þeim og segðu: Guði sé lof aö þið eruö komin! Við erum komin fyrir mörgum dögum og að húsinu okkar lokuðu. Ekki getum við opnaö þaö. En þiö opniö eöa látiö gera það. Eða er það ekki? Enginn er svo fullnuma í fuglamáli aö staðhæft geti aö útlegging þessi á oröum smáfugla sé laukrétt. En á þennan veg skildu hjónin á staönum fugla sína. Og andartaki seinna hringdu þau upp smiðinn og báöu hann aö koma sem fyrst og skemma umbætur sínar ákirkjuturninum meö þeim hætti aö búa til nýja smugu. Þaö gerði hann fljótt og vel, svo segjandi að því búnu: Geriö svo vel, elskurnar mínar, að halda til kirkjunnar. Dyrnar ykkar standa opnar. Fáeinum dögum seinna var þar komin karfa og því næst egg. Vippum okkur svo norður yfir hálendiö að því, sem frá var horfið á herragaröi mínum. Það hafði veriö fátt um manninn allt til maíloka og enginn köttur. Þegar ég kom var brúnleitur fugl búinn að festa hreiður GESTIR OKKAR EFTIR BJARTMAR GUÐMUNDSSON FRA SANDI sitt í barrtré úti fyrir þeim glugga hússins, sem best vissi móti sól. Márjátlur höfðu lagt undir sig húsnæöi viö sitt hæfi undir ufs miili þaks og klæöningar neöan á sperrum upp af glugganum og fundiö þar inngöngudyr, sem raunar var slysagat, óviðgert af því húsráöandi var trassi. Þar var gott aö búa í skjóli móti hádegissól ofan við allar hættur af völdum ferfætl- inga. Rólyndur hrossagaukur hélt sig niöri í garöi og boraði nefi sínu eins og þaö var langt til í jörð niður og af svo miklu viti aö engu líktist öðru en því að sagnaranda bæri hann í nefinu, því alltaf kom hann upp með eitthvað gott úr moldinni. Öðru hvoru var á hann kallaö sunnan úr Nöf, þar sem kona hans lá á eggjum þeirra. Og á hæsta hóli túnskikans við Draugadys og rétt viö húsvegginn, svo aö segja, vappaöi heiölóa og fór hvergi þó á hana væri kallaö einhversstaöar úr vestrinu. Þaö spyrst fljótlega á fuglaslóöum hvar óhætt sé að vera. Á sínum tíma komu 6 ungar úr þrastarhreiörinu og 5 márjátluungar undan ufsinni. Hrossagaukskonan kom meö sína unga heim undir garöinn en aldrei inn i hann. En heiölóan hvarf fljótlega eitthvaö út í buskann. Alla þessa unga og þeirra foreldri mátti sjá af og til á þessum staö og í grenndinni lengi sumars, nema hrossagaukana og unga þeirra, sem lét gras og kjarr gæta sín í Nöfinni. Þar sem fugl verpir og ungar út í næöi og farnast vel, þar vill hann oftar koma, svo lengi sem hann lifir. Næsta vor komu þrestirnir og hoppuöu hugsandi á garösgrindum og húsþaki og brugöu sér þó annaö veifiö frá, en stundum uppá talsímaþráö. Síöan hurfu þeir án þess að hyggja á búskap í trénu. Gaukurinn meö langa nefiö sótti sér saöningu í garöinn en var alitaf eins og á nálum, hvimandi til allra hátta. Enda heyrðist kona hans kalla til hans oft og aövarandi oröum. Lóan heimsótti hólinn sinn af og til en þoröi aldrei annaö en skima sífellt kringum sig af ótta viö eitthvaö. Márjátlurnar komu og viöruöu sig uppi á húsmæni og línustaurum. Svo hurfu þær. Þaö leyndi sér svo sem ekki aö þarna var eitthvaö að, meira en lítið og ööruvísi í augum fugla en áriö áður. Köttur var kominn í næstu bæjarhús og var aö skjótast aö gamni sínu milli garða og húsa. Eigi var hann þó alvöruköttur enn sem komið var. Gat samt veriö efni í mikinn alvörukött, þótt enn væri hann bara lítið og laglegt kettlingsgrey og ekkert annaö en gæöin viö mannabörn og fulloröna. Hann var líka í eftirlæti aö því er snerti atlot og matgjafir. Sjálfsagt hafa márjátlurnar mínar veriö búnar aö velta þessu nýja vandamáli vel og vandlega fyrir sér og reikna út hversu margar kattarlengdir voru af jöröu upp á þakskeggi, og séö aö þar var þeim óhætt aö fóstra upp unga meöan þeir halda kyrru fyrir í hreiörinu. Ekki renna kisarnir upp lóörétta steinveggi tveggja hæöa, þó hvassar séu á þeim klærnar. En alvöruefni hefur kisi greyiö þó verið þeim ekki svo lítiö. Því tvíráöar voru þær að flögra um, fara og koma aftur næstum heila viku. Svo eru þær þó komnar einn morgun- inn, alráönar hvað gera skuli. Helst held ég aö þær hafi skapaö í sameiningu ágætiskörfu á tveimur sólarhringum. Þaö var meiri dugnaöurinn og svo mikill að unun var á aö horfa. Eftir því sem sumardögum fjölgaöi varð kisakis fríöari og föngulegri. Og um leiö óx og dafnaöi þaö sem allir vita aö kettinum er áskapað í innrætinu. Þeim sem húsum réðu undir ufsinni virtist ekki koma það neitt á óvart, þó fallegi kisi sæist oftar og oftar læöast út í garð. Þau voru sífellt í sama sólskins- skaþinu, því alltaf var annaö hvort þeirra á verði og vissi um leið og hann var þangað kominn. Uppi í hreiðri var enn öllu óhætt meöan ungviöiö átti enga vængina til aö fljúga þaöan. Allt þetta sást skemmtilega vel út um gluggann yfir ufsinni. Eitt kvöldið tók ég eftir því að pabbinn hagaöi sér óvenjulega á einum garös- grindarpilanum, uppmjóum og oddhvöss- um. Það var auöséð aö hann var aö vekja athygli á aö þarna væri hann nú, sýnd veiöi en kannske ekki alveg gefin. Allt í einu beraöi kisi sig í heljarstökki upp úr skrautblómabeöi og fótaöi sig á grindinni en fuglinn flaug og haföi haft hann aö ginningarfífli aö gamni sínu. Veraldarvön- um fugli veröur ekki mikiö fyrir aö leika á viövaninginn í fyrsta skiptiö. En hversu verður það lengi? Mamman fylgdist vel með þessu dirfskufulla tiltæki, því hún var óöara komin út til aö láta í Ijós aödáun sína á karlinum. En kisagrey hentist eins og kólfi væri skotið heim til sín, alvarlega aumingjalegur aftan á aö sjá. Kannske hefur márjátlupabbi annars og þau bæöi veriö aö prófa getu kettlingsins en ekki einungis verið að hæöast aö honum. Því nú hlaut senn að því að líða aö ungarnir flýgju niöur í garö úr hreiörinu. Og hvaö þá? Fáeinum dögum seinna er ég svo á fótum óvenjulega tímanlega. Úti er hljótt og kyrrt, og engin márjátla á flugi fyrir gluggann. Hvað var nú á seiði? Ég flýtti mér út í garö, þó ekkert gæti ég þar gert. Af gestum okkar og vinum undir ufsinni sást hvorki tangur eða tetur. Þegar ég var krakki læröi ég þessar hendingar um lóuunga, og gat ekki tára bundist: Alla étiö haföi þá hrafn fyrir hálfri stundu. Krakkar voru inni í mínum bæ. Hvernig verður þeim við að frétta af hvarfi márjátlanna? Ég leitaöi aö verksummerkjum um allan garð, en fann ekkert lengi vel. Loks kom þar þó aö. Ég fann einn márjátiuunga dauöan. Hann var nýdauður og volgur Framhald á bls. 12 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.