Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Blaðsíða 3
Myndir úr bókinni ísiands-
ferd Josephs Banks 1772
teiknaáar af J. Cteveiey
um hefur þótt þjóðin þungbúin og
alvörugefin úr hófi fram og einn þeirra
getur þess jafnvel, að menn sjáist aldrei
brosa á íslandi. Líf manna virtist þeim
almennt gleðisnautt en ekki skorti
guðraekni. Banks segir frá fyrsta sunnu-
degi sínum á íslandi í dagbók sinni sem
hér segir:
„30. ágúst. Þar sem nú var sunnudagur
ákváðum við að fara í kirkju til þess að
fólk fengi betri hugmyndir um okkur
útlendingana, svo að við fórum allir
klæddir bezta búningi okkar.
Kirkjan var lítil en þéttskipuð fólki.
Kerti brunnu á altarinu, og töluverðum
tíma var eytt í söng, en allur söfnuðurinn
tók undir á mjög ósöngvinn hátt.
Kiukkurnar héngu á miðju, en enginn
turn var. Meðan presturinn (sem var
prófastur) gerði bæn sína fyrir altari var
hann klæddur í útsaumað klæði,
nákvæmlega eins og klæði kaþólskra.
Hann söng oft einn, og þar sem vildi til,
að hann hafði enga rödd og ekki snefil af
hugmynd um tónlist, vakti þetta hinar
kátlegustu hugsanir hjá okkur áhorfend-
um. Við hegðuðum okkur með allri
hófsemi og velsæmi, og allan daginn sást
ekki hið minnsta merki um vinnu eða
gleðskap hjá mönnum okkar, en það var
fremur óvenjulegt, þar sem þeir voru
meira en þrjátíu og nýlentir í nýju landi.
Eftir messu fórum við til stiftamt-
manns og borðuðum miðdegisverð sam-
kvæmt boði hans í gær. Hann veitti okkur
höfðinglega að dönskum sið. Eftir matinn
gekk hann með okkur um landareign sína
og sýndi okkur garð sinn, en hann var að
nokkru leyti grafinn niður og að nokkru
leyti girtur afarháum garði úr torfhnaus-
um og grjóti. Þar uxu margar grænmetis-
tegundir, rófur og ýmsar aðrar tegundir
garðávaxta í fullum blóma. Auk þess
hafði hann látið gera eins konar
gróðurhús úr furuborðum sem voru tekin
upp eða lögð yfir til skjóls eftir veðrinu.
Beztu ávextir þess voru þó aðeins
grænmeti o.s.frv., lítið eitt betra en það
sem þreifst í garðinum. Neðan við hús
hans var búgarður hans með hér um bil
ekru lands þar sem hveiti, rúgur og bygg
var í góðum vexti að því er virtist. Hann
sagðist ekki búast við uppskeru á
fullþroskuðu korni, því að annaðhvort
stormur eða frost eyðilegði það alltaf um
það leyti sem það væri að ná fullum
þroska."
Þessi fyrsta ferð Sir Josephs Banks til
íslands varð jafnframt hin síðasta. Hann
kom ekki aftur til íslands. En það átti
fyrir honum að liggja að hafa afskipti af
íslandsmálum. Hann gerðist áhrifamaður
í heimalandi sínu og þegar að því dró, að
enska stjórnin taldi tímabært að gera upp
hug sinn til íslands á tímum Napoleons-
styrjaldanna, leitaði hún álits hans.
II.
Veturinn 1800—1801, eftir að Rússar og
fleiri ríki höfðu stofnað með sér vopnað
hlutleysisbandalag, sem beint var gegn
Bretaveldi, áttu Englendingar um hríð í
vök aö verjast. Napoleon mikli hafði tekið
algerlega við stjórnartaumunum í Frakk-
landi árið 1799 og hann leitaði ráða til að
koma Bretum á krié. Fangaráð hans var
hafnarbann á brezkar vörur, en sá var
hængurinn á, að hann réð ekki öllu
meginlandi álfunnar. Versnandi sambúö
Englendinga og Páls I. Rússakeisara
virtist þó geta bætt úr þessu, en það var
ein aðalástæðan til stofnunar hlutleysis-
bandalagsins.
Englendingar höfðu um þessar mundir
tögl og hagldir á heimshöfunum og beittu
því óspart til að efla stöðu sína.
Hlutlausu ríkin, þar á meðal Danmörk,
Dönsku verzlunarhúsin í Hafnarfiröi
kunnu því illa, er Englendingar tóku sér
rétt til að stöðva skip þeirra á rúmsjó,
skoða farm þeirra og færa þau til enskra
hafna. Ofurefli Englendinga var þó slíkt,
að seint á árinu 1800 urðu Danir að láta
það eftir þeim, að hætta fylgd herskipa
með kaupförum sínum. Nokkrum mánuð-
um síðar stofnaði Páll I. Rússakeisari
bandalag nokkurra hlutlausra ríkja og
skyldi hið yfirlýsta markmið þess vera að
vernda siglingar hlutlausu ríkjanna. Auk
Rússa tóku Svíar, Prússar og Danir þátt
í þessu bandalagi og var það dirfskubragð
dönsku stjórnarinnar að gerast slíkur
þátttakandi, þar eð í því fólst brot á
samkomulagi hennar við Englendinga
nokkrum mánuðum fyrr. Fyrirsjáanlegt
var, að stofnun hlutleysisbandalagsins
mundi hafa þær afleiðingar fyrir Eng-
land sem markaðssvæði og leit þá út
fyrir, að hafnbann það sem Napoleon
vildi beita gegn Englendingum, gæti bitið
á þá svo um munaði. Við þetta bættist,
að Páll I Rússakeisari hugði á styrjöld
gegn Bretum og var þeim hin mesta
nauðsyn á að sundra hinu nýstofnaða
hlutleysisbandalagi. Þeir völdu Dan-
mörku sem skotmark og stefndu að því
að lama þennan andstæðing sinn.
Það er við slíkar kringumstæður, að
enska stjórnin tekur að hugleiða, hvort
það geti borgað sig að hertaka Island.'
Joseph Banks er beðinn að láta uppi álit
sitt og 30. jan. 1801 dagsetur hann
greinargerð um þetta mál og kallar hana
Remarks Concerning Iceland.
Banks mælir með því í álitsgerð sinni,
að ísland verði innlimað Bretaveldi. Fyrir
England mundi slíkt hafa í för með sér,
að Bretum opnaðist fullkomin aðstaða til
að nýta hin auðugu fiskimið umhverfis
ísland, þótt Bretland hafi að vísu ekki
brýna þörf fyrir þetta í svipinn vegna
hinna ágætu miða við Nýfundnaland. Og
þegar Islendingum fjölgi muni enski
flotinn geta átt von á álitlegri sveit
liðsmanna þaðan. Enskum iðnaði muni
opnast markaður fyrir framleiðslu sína á
Islandi og með því að hertaka Island
mætti koma höggi á Danmörku.
En á hinn bóginn tekur Banks það
einnig fram, að eyjan mundi ekki gefa af
sér neinar tekjur í bráð og matvæli úr
jurtaríkinu yrði að flytja inn bæði handa
væntanlegu setuliði eða hernámsliði og
svo einnig handa íbúum landsins.
Ef það þætti hagkvæmt, segir Banks í
álitsgerð sinni, að hertaka ísland,
annaðhvort til að nota það í skiptum í
friðarsamningum eða þá til að innlima
það Bretaveldi til frambúðar, er það
nægilegt að senda 500 manna her með
eitthvað af byssum. Þetta lið mundi geta
tekið landið án þess að hleypa af skoti.
í landinu eru aðeins 4 yfirvaldspersónur;
stiftamtmaðurinn, amtmaðurinn og tveir
biskupar. Hinir fyrstnefndu bjuggu 1772
skammt frá hvor öðrum og annar
biskupinn skammt þaðan. Þar skyldi því
gerð innrás í landið og þessir þrír menn
handteknir og mundi þá landið allt að
líkindum vera á valdi innrásarhersins.
Banks fjallar einnig um viðhorf
landsmanna í álitsgerð sinni. Þegar hann
var á ferð á íslandi 1772, segir hann, fékk
hann tilmæli um að leggja það til við
brezku stjórnina, að hún keypti landið af
Dönum. Menn virtust ekki hrifnir af
yfirráðum Danakonungs enda var landið
í niðurníðzlu. Sir Joseph taldi, að allar
stéttir mundu fagna nýjum landsdrottni
ef þeim skiptum fylgdi aukið frelsi.
Líklega hefur brezka stjórnin, tekið
ákvörðun um að undirbúa hernám
Islands. I skjölum Banks hefur varðveitzt
bréf frá honum, til Magnúsar Stephensen,
sem er að vísu ódagsett, en væntanlega
skrifað snemma árs 1801. Halldór
Hermannsson upplýsir í bók sinni, að
þessu bréfi fylgi þær upplýsingar, að það
tilheyri Remarks concerning Iceland,
álitsgerð Banks, sem nú hefur verið
rakin.
Þetta bréf (sem kannski ber fremur að
skoða sem uppkast) hefur átt að afhenda
Magnúsi er brezkur innrásarþer var
kominn upp að landi. í því eru settir fram
tveir kostir. Annaðhvort verði yfirráð
Englendinga yfir íslandi viðurkennd
strax á friðsamlegan hátt eða þá landið
verði tekið með valdi.
Það er þó ekki öruggt að þetta bréf (eða
uppkast) sé skrifað 1801. Hugsanlegt
virðist að það sé skrifað nokkrum árum
síðar. En hvernig sem þessu er farið, er
hitt víst, að ekkert varð úr því aö sinni
að gerð væri tilraun til að hernema
Island. Staða Breta breyttist til hins
betra. Þeir hertóku eignir Dana í febrúar
1801 og í april þetta ár kúguðu Bretar
Dani til að hætta þátttöku í hinu vopnaða
hlútleysisbandalagi. Heimsókn brezka
flotans til Kaupmannahafnar undir
forystu Parkers og Nelsons var röksemd
sem Danir urðu að beygja sig fyrir.
III
Innlimun íslands í Bretaveldi komst
aftur á dagskrá hjá ensku stjórninni
veturinn 1807—1808. í júlí 1807 jöfnuðu
Napoleon og Alexander I. Rússakeisari
ágreining sinn í Tilsit og urðu ásáttir um
það, ef svo mætti að orði komast, að
skipta meginlandi Evrópu á milli sín.
Meðal leynilegra ákvæða samningsins var
það, að Danmörk og nokkur önnur ríki
skyldu knúin til að snúast gegn Englend-
ingum og loka höfnum sínum fyrir
enskum skipum. Bretar stóðu nú í sömu
sporum og 1801, en hvað Danmörk snerti,
var þó munurinn sá, að 1807 átti Bretland
meiri ítök í huga Danastjórnar en
andstæðingar Englendinga. Þeim gafst
þó ekki tækifæri til að sýna þetta í verki.
Canning, utanríkisráðherra Breta tók
þegar til óspilltra málanna, er brezku
stjórninni höfðu borizt fregnir af friðar-
samningunum í Tilsit og undirbjó í
skyndingu sendingu flotadeildar til
Danmerkur. Ekki skyldi hætt á það, að
Napoleoni bættist sá liðsauki er danski
flotinn var. Var Danmörk bandamaður
Napoleons það sem eftir var styrjaldar-
innar og missti að lokum Noreg svo sem
kunnugt er.
Islandsförin voru á leið heim til sín
haustið 1807, er þau voru stöðvuð af
enskum herskipum og voru þau færð til
brezkrar hafnar. Sem áður segir var
Magnús Stephensen dómstjóri meðal
farþega og þess hefur einnig verið getið,
að hann skrifaði Joseph Banks frá
Kaupmannahöfn og bað hann liðsinnis.
Bréf Magnúsar er dagsett 17. október
1807. Hann rifjar hér upp heimsókn
Banks til íslands 1772 og kynni föður síns
og hins brezka hefðarmanns og heitir á
hann að duga nú Islandi. Kaupmannanna,
sem eigi hin herteknu skip, bíði ekki
annað en gjaldþrot, ef þeir missi farma
og skip og íslenzku þjóðarinnar bíði
hungurdauði, ef siglingar til Islands
stöðvist algerlega.
Banks sendi bréf Magnúsar til stjórn-
arinnar og fékk svar 29. nóvember. I
svarinu var greint frá því, að ákveðið
hefði verið aö taka málið þeim tökum, að
Banks yrði faliö að hafa samband við
Magnús Stephensen í því skyni að tryggja
brezk yfirráð yfir Islandi, a.m.k. meðan
stríðið entist. Þessu skyldi komið í
framkvæmd með aðstoð Magnúsar eða
eftir öðrum leiðum og verzlun og
I < utnhald a hls l .
Sýslumannssetriö viö Hafnarfjörö