Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Page 6
Hugleidingar um hiutverk kynjanna eftir Dag Bredal Þú ættir að nota skartijripi viÖ ijallabuxurnar, væna, svo fólkið vaði ekki í villu o<j svima. „Kvennauppreisnin" hófst í Banda- ríkjunum í byrjun sjöunda áratugsins og barst 10 árum síöar til Noregs. Þar sem hún var borin uppi af leiöindum og vonbrigöum, fór hún brátt vill vega, og mikið af eldmóöinum er horfiö í bili. Uppreisnin beindist ekki sízt gegn hinum hefðbundnu hlutverkum kynj- anna, en pau hafa sett proska karla og kvenna allákveöín mörk. Nú átti ekki lengur að kenna stúlkum aö matreiða, leika sér að dúkkum, sýna af sér feímni og stillingu, líta vel út og búa sig undir ævistarf sem húsfreyjur. Strákar áttu ekki að purfa aö vera fyrirvinnur, sýna af sér hörku eða fórna sér í lífsbarátt- unni. Náttúran sjálf geröi ráð fyrir verka- skiptingu millí kynjanna, frá pví er við stunduðum veiðar í skógunum, börð- umst við aðra hópa um villibráö og beitílönd. Sérhæfing var hagkvæm. Nú á dögum er henni beítt af siíkum öfgum, að til óhagræðis veröur. Breyting til rýmkunar á hlutverkum kynjanna getur sennilega leyst úr læðingi sköpunarmátt hjá konum, sem áður kunna aö hafa skort öryggi og sjálfstraust. Það er hið jákvæöa. Á iðnbyltíngin sökina? En svo er hið neikvæða. Það er fráleitl að ímynda sér, að jafnlengi og mennirnir hafi lifað á jörðunni, hafi konurnar oröið að gjalda samsæris karlmanna. Það var eiginlega iðnbyltingin, sem skipti kynjun- um í „hið sterka" og „hið veika“ — sem gerði skopmynd af ævafornum og eðlileg- um gerðum. í stað þess að lifa lífinu í návist kvenna sinna forðum, urðu karl mennirnir að taka upp nýja lifnaðarhætti á sínum tíma og gerast hinar einu fyrirvinnur fjölskyldunnar, og þeir bættu sér upp stööuna út á við með yfirráðum heima fyrir. Sé litiö á kvennauppreisnina með hliðsjón af menningarbyltingu hinna síðari ára, er breytingin í þessa sömu átt langt á veg komin. Velmegunin er staðreynd, og flestum er mest í mun að njóta ávaxtanna. Maðurinn lítur ekki lengur á sjálfan sig sem fyrirvinnu eins og áður. Afköstin fara minnkandi á öllum vinnustöðum, það veröur æ erfiðara að finna fólk til aö taka við ábyrgðarstööum og krafizt er æ styttri vinnutíma. Það ber ekki að efa, að það sé fyrir áhrif frá kvennauppreisninni, að mennirnir heimti að fá að verja meira af tíma sínum með fjölskyldunni. Löngun karlmanna til heimilisverka vex ekki Þrátt fyrir allt Fjöldi kvenna í atvinnulífinu hefur aukizt verulega á þessu tímabili. 1960 voru þær aðeins 9%, en 1970 var talan komin upp í 22—23% og er nú um 40%. Þessi þróun hefur vafalaust stuðlaö aö því að breyta afstöðu karlmanna til hlutverka kynjanna. Þegar konan vinnur úti, minnkar álagið á manninn, og kannski fær hann þá betri tíma til að velta því fyrir sér, hvað lífsgæði séu í raun og veru. En þó að konur vinni úti í vaxandi mæli, eykst ekki löngun mannsins til að taka þátt í heimilisverkun- um. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á vegum háskólans í Osló um skiptingu þeirra hjá hjónum, sem vinna úti, leiddu í Ijós, að allt situr við það sama. Þó er misskilningur aö líta á uppþvott og matreiöslu sem meginatriðin í umræöun- um um hlutverkaskipun kynjanna. Mannfræöingar hafa fullyrt, aö aldrei hafi neitt þjóöfélag veriö til, þar sem mennirnir hafi ekki ráðið mestu. Karl- mennska hefur verið í miklum heiðri höfö bæði af mönnum og konum. Heimsbók- menntirnar allt frá Hómer til Hemingways lýsa afrekum mannsins á vígvellinum, viö veiðar og í rúminu. Hin sjúklega Heming- way-manngerð er snjöll hugmynd, sem á að tákna manninn, sem eflist aö karl- mennsku í baráttunni viö sjálfan sig og náttúruna. Drápið og veiðin göfgar manninn, gerir hann að manni. (Og hvenær verður konan að konu? Þegar rétti maðurinn tekur hana á réttan hátt.) Veiðihvöt mannsins, hin brýna þörf á því að vernda ættstofninn og fjölskylduna, viðhald tegundarinnar meö úrvali, byggist á hinni líffræðilegu árásarhneigö manns- ins. En hiö ýkta hlutverk kynsins, sem Hemingway-manngerðinni er ætlað að lýsa, gerir þó ráð fyrir karlmennsku, sem hefur að fyrirmynd hinn þögla, óvægna, hrjúfa og harögera mann, sem tekur konu sína með valdi. Vissulega er það afmynd- un mannsins, sem bæði er rómantískur og tilfinninganæmur. Jafnvel þegar um er aö ráða eiginleika. sem álitnir eru kvenlegir, hefur maöurinn sýnt af sér það, sem ágætast þykir. Sagan ber þess vitni, aö viökvæmni og hrifnæmi mannsins hafi veriö jafn áberandi og augljós og hið innbyrgöa kaldlyndi hans. „Án nokkurs vottar um reisn af neinni gerð Því hefur verið haldið fram, að hið forna hlutverk karlmannsins væri aðeins í sínu fulla gildi, á meðan maöurinn gæti viðhaldið hinu kvenlega og karlmannlega sem algerum andstæðum. Með rýmkun á hlutverkum kynjanna brýzt fram óttinn við upplausn, en sú tilfinning er sameiginleg fyrir bæði kynin, þó að hún sé þungbærari fyrir manninnn, því að það sem hann lætur af hendi, þegar hann gefst upþ, er næstum því hann sjálfur allur. Það er atorka hans, einbeitni og sjálfsstjórn. Andstæða hetjunnar er tákn uþplausn- ar á hlutverki mannsins, hruns feðra- veldisins. Með niðuriægingu mannsins breytist konan um leiö. Þegar kynein- kennin glatast, veldur þaö einmanakennd og ótta, söknuði og sóun á hæfileikum. Þetta er hernaöarlist hinnar eyddu jaröar, landið er lagt í auön, þar sem karlkynið hörfar undan. Hvað táknar nýtt hlutverk karlmanns- ins? Er svariö aö finna í hinum vanaða og sneypulega unglingi? Þeim sem afsalar sér því að bera einkenni síns kyns og verður þess í stað hin mikla, viðrinislega sambræðsla tveggja kynja, hin háleita afmán. Hinn kúgaði elskhugi með innsog- ið andlit án nokkurs vottar um reisn af neinni gerð. Ef svo er, þá hefur uppreisnin reynzt vera algerlega úr takt við náttúr- una. Það er kominn tími til að uppgötva að nýju leyndardóminn um manninn. Maðurinn er bæði hræddur við að veröa gleyptur af konunni, móðurinni, hinni kvenlegu dauöahaldsreglu, og gremst það að þurfa að gera sér að góðu dulrænu konunnar varðandi eðli hennar og hið nána samband hennar við náttúruna. Konan rótar í fortíð sinni og reynir að gera sér grein fyrir öilum þeim hlutverkum, sem hún hefur leikið til að geðjast umhverfi sínu. Forvitni hennar varöar ekki kynnin af manninum, sam- bandiö þeirra á milli. Könnunarferð konunnar er mál algerlega út af fyrir sig. Árangurinn birtist í hruni hjónabandanna. Maðurinn reynir að halda hlutunum saman, en konan þjáist að viðþolslausri tilfinningu af því að hafa ekki fengið notið sín í lífinu. Hún er óánægð. Vonandi getur þessi uppreisnartilfinning fengið útrás í atvinnulífinu. Mennirnir myndu fagna því, ef hin aukna sjálfsvitund konunnar yrði til að losa þá við eitthvað af þeirri óþægilegu ábyrgð, sem þeir hafa aldrei óskað sér. Gallinn er sá, að kvennauppreisnin hefur haft þau aukaáhrif að skapa hóp harðlyndra, vonsvikinna kvenna, sem eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.