Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Blaðsíða 4
Um Borgarbókasafnid í Reykjavík.
r nrmir m
Eftir
E/fu Björk
Gunnarsdóttur,
borgarbókavörð
Bókasöfn eru að breytast
úr útlánastöðvum
í upplýsinga- uppeldis-
og menningarstöðvar
Almenninfísbókasafn Reykvík-
in«a var stofnað samkvæmt sam-
[jykkt bæjarstjórnar, sem gerð var
18. nóv. 1920 og hóf starfsemi sína
á sumardaginn fyrsta 19. apríl
1923, það er því rúmlega hálfrar
aldar gamalt. Það var nefnt
Alþýðubókasafn Reykjavíkur.
Safnið var fyrstu fimm árin til
húsa að Skólavörðustíg 3 og
bókakostur var 1000 bindi. Megin
stofninn var bækur Bjarnhéðins
Jónssonar járnsmiðs, sem safnið
hafði fest kaup á 1922. Aðsókn var
svo mikil, að fyrsta árið voru lánuð
út 24.500 bindi. Hvert eintak fór
því út tvisvar á mánuði og er það
mikil nýting. Árið 1928 flutti
safnið í rýmra húsnæði að Ingólfs-
stræti 12, þar var því sagt upp
húsnæðinu og varð að flytja það í
skyndi árið 1952. Festi þá Reykja-
víkurborg kaup á húseigninni
Esjubergi við Þingholtsstræti 29a
fyrir bókasafnshús. Þar var safnið
opnað í byrjun árs 1954. Safnið hét
Alþýðubókasafn Reykjavíkur til
ársins 1936, en eftir það Bæjar-
bókasafn Reykjavíkur til 1962, er
nafni þess var breytt í núverandi
horf.
Starfsemin fer fram allvíða um
borgina. Aðalsafnið starfar enn í
Esjubergi. Auk útlánsdeildar er
þar til húsa skrifstofa safnsins,
flokkunar- og skráningardeild,
plöstun og frágangur og fl. I lok
ársins 1976 var lestrarsalurinn
opnaður í nýjum húsakynnum í
nágrenninu eða að Þingholtsstræti
27. Útibúin þrjú eru í Bústaða-
hverfi, Sólheimum og Vesturbæ.
Sólheimasafn er eina deild Borg-
arbókasafns, sem hefur aðsetur í
húsi sem reist er sem bókasafn.
Bókabílar eru tveir og veita þeir
bókaþjónustu í hverfum, sem eru
of langt frá söfnunum svo og þar
sem bókasöfn eru ennþá óreist.
Bókabíll var fyrst tekinn í notkun
hér í bæ árið 1969. Sérútlánadeild
sér um bókaútlán til skipa,
stofnana, vistheimila og fangelsa.
Strax á öðru starfsári tók safnið
að lána lítil bókasöfn í fiskiskipin,
og var þá haft á orði, að Alþýðu-
Seyju rná aö á síðustu árum hafi starfssviö orj þjónusta
viö almenninysbókasöfn tekiö stakkaskiptum víöa um
heim. Þau veita maryvísleya þjónustu oy fyriryreiöslu á
ýmsum sviöum menninyarmála oy hafa á aö skipa
menntuöu sérhæföu fólki til leiöbeininya. Unyir sem
aldnir notfæra sér þessa þjónustu í æ ríkara mœli.
Fólki til ylöyyvunar á því hverniy störfum Borgarbóka-
safnsins í Reykjavík er háttaö oy hverniy þaö hefurfœrt
út kvíarnar, fenyum viö leyfi Elfu Bjarkar Gunnarsdóttur
boryarbókavaröar til aö birta þennan fyrirlestur um
Boryarbókasafniö sem hún flutti i vorfyrir Rotary-félaga
í Reykjavík.
bókasafnið væri fyrsta almenn-
ingsbókasafnið í heiminum til
slíkra lána. Síðan hafa þessi
bókalán til reykvískra skipa haldið
stöðugt áfram. Starfsmaður deild-
arinnar fer með bækur á staði þar
sem aldraðir borgarar koma sam-
an á vegum Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar. Talbókasafn
fyrir blinda og sjónskerta er í
uppbyggingu og mun ég víkja að
því aftur síðar. Heimsendinga-
þjónusta við fatlaða og aldraða í
heimahúsum hófst fyrir fjórum
árum síðan. Stjórn safnsins skipa
fimm kjörnir fulltrúar kosnir af
borgarstjórn. Starfsmenn eru nú
55, þar sem sumir eru í hluta úr
starfi, jafngildir þetta 44 mönnum
í fullu starfi. Bókaeign safnsins
var um síðustu áramót 267.752
bækur. Útlán á árinu 1977 voru
rúmlega ein milljón.
Aðalsafn er opið 72 stundir í
viku, aðrir staðir nokkuð skemur.
Sögustundir fyrir börn á aldrinum
4 ára til 6 ára fara reglulega fram.
I safninu er vísir að hljómlistar-
deild með hlustun á staðnum.
Nýlega var tekin upp sú ný-
lunda, að hafa sérstaka upplýs-
ingaþjónustu í útlánsdeild aðal-
safnsins og í Bústaðasafni. Þarna
er um að ræða starfsmann sem
hefur það verkefni fyrst og fremst
að aðstoða menn og leiðbeina
þeim, sem koma í safnið. Mark-
miðið er að slík þjónusta verði á
hverjum útlánsstað.
Nú er unnið að undirbúningi
nýrra útibúa í úthverfum borgar-
innar svo og að fyrsta áfanga nýs
aðalsafnshúss, en þangað verður
fyrst flutt aðsetur bókabílanna.
í yfirlýsingu menningar- og
fræðslustofnunar Sameinuðu þjóð-
anna um almenningsbókasöfn seg-
ir m.a.: Tilvitnun: „Almennings-
bókasafnið er fram komið fyrir
áhrif hinna nýju lýðræðishugsjóna
og er það áþreifanlegur árangur af
trú þeirra hugsjóna á það, að hin
almenna menntun sé ávöxtur af
starfi, sem varir ævina á enda. Þó
að fyrsta stefnuskráratriði al-
menningsbókasafnsins sé að full-
nægja upplýsinga- og fræðsluþörf
hinna fullorðnu, ber því einnig að
vinna sem viðauki við skólana með
því að örva og bæta lestraráhuga
barna og unglinga og stuðla
þannig að því, að þessir einstakl-
ingar séu á fullorðinsárum færir
um að nota bækur sér til gagns og
ánægju. Þar sem almenningsbóka-
safnið er lýðræðisleg stofnun rekin
af almenningi og vegna almenn-
ings, ber að stofna það og reka
undir umsjón löglegra yfirvalda.
Það skal rekið að mestu eða öllu
leyti fyrir opinbert fé og vera
frjálst til afnota öllum þegnum
þjóðfélagsins án tillits til stöðu,
trúar, stéttar eða kynþáttar.
Fullkomið almenningsbókasafn
skal hafa til afnota fyrir notendur
sína: Bækur, bæklinga, tímarit,
blöð, landabréf, myndir, kvik-
myndir, nótur og hljóm- og
talplötur, og ber því að veita
leiðsögn um notkun þessara hluta.
Almenningsbókasafn á að hlúa að
og örva hjá börnum og unglingum,
körlum og konum, viðleitni til