Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Page 8
Bolungarvík. Þar stundaö útræöi gegnum aldir. Klukkan var langt gengin í tvö og aö baki um sextán sjómílur og báturinn var kominn fyrir Deild. Enn hélzt sama blíðan og bátinn bar hratt yfir. Alnafni bátsins, Gunnar Sigurösson, átján ára sonur Sigurðar austfirzkur í móöurlegg, vestfirzkur í fööurlegg bróður- sonur Dúu konu Rafns skipstjóra (bátur- inn heitir raunar í höfuöið á tengdafööur Rafns) haföi tekiö viö stjórnveli óðar og sleppt var. Hann Gunnar haföi farið í einn róöur með Rafni áöur — þaö var í hitt-eð-fyrra og var af þeim sökum ekki hreinn viövaningur. í þokkabót haföi hann, þegar hann var fjórtán ára, stundað svolítiö trilluskak frá Vattarnesi (en þaöan kemur móðirin Erla Lúövíksdóttir austfirzka) ásamt meö afa sínum, sem gerir út fiskibát á Austfjöröum og móöurbróður sínum Kristjáni. Hann fór í velflesta róöra, sem stundaöir voru þá um sumariö og í ofanálag meö sjómannsblóö í æöum (austfirzkt, vestfirzkt). Gunnar stundaöi nám í Fjölbrautarskóla Suöurnesja í Keflavík í fyrra og hefur þegar tekiö sólópróf í flugi. Hann er ákveðinn í að gerast flugmaöur og hyggst verja tekjum sínum af sjómennskunni í hart flugnám. Hann viröist hafa hlotið jákvæö skapgeröareinkenni aö erföum, sem ekki hafa gloprast niöur vegna áhrifa af félagsskap, sem unglingar geta orðiö fyrir. Blíöan hélzt óslitið unz komiö var á aÉSSípP^' g|«e®Mg*gsa Haldið á miðin. Hálfri klukkustundu fyrir miönætti er lagt upp frá ísafiröi. 9. júní. Skakbátar og smábátar eru aö leggja upp í róöur. Tiltölulega fáir bátar hafa þegar hafiö vertíö. Bátsmenn hafa undanfarið haft í hinu og þessu að snúast vegna aðdyttingar og viðhalds og endur- nýjunar á tækjum og bátum fyrir útróöra og útilegu fyrir Vestfjöröum og Suövestur- landi. Sjórinn hefur verið og er enn sóttur fast fyrir vestan að alda raða hefö. í rás tímanna er sjaldan, eiginlega aldrei brugðiö út af því á Vestfjörðum. Menn fóru aö tínast til báta. Einn og einn kom labbandi. Aðrir komu til skips á bílum. Gunnar Sigurösson ÍS-13 — íshvítur aö lit meö spænskbrúnum borðstokk og spænskbrúnu dekki og stafni í sama lit liggur bundinn við bryggju og margir bátar allt í kring, hver meö sitt svipmót og sína áferö. ÍS-13 er ellefu tonna bátur, byggður ár 74 í Bátalóni, skipasmíöastöö í Hafnar- firði, teiknaöur, hannaður þar af Þorbergi Ólafssyni sem er framkvæmdastjóri nefnds fyrirtækis. Stjórnklöfi skipsins er úr áli gjöröur, sá fyrsti sinnar tegundar og þykir henta vel Rétt fyrir róður. Bátsformenn á Isdtfirði rœoasi viu. Formenn frá ísa, baminginn. sem slíkur. Bátnum er vel viö haldiö og er snyrtilegur, hvar sem á hann er litið. Skipstjórnarmaður og eigandi og sá, er gerir út, er Rafn Oddson, maður úr Reykjavík (vestast úr Vesturbænum) á góðum aldri, sem fluttist til ísafjaröar fyrir ail-mörgum árum sem starfandi maður á sjó og í landi og eftir talsvert mikla reynslu sem siglingarmaöur úti um allan heim. Hann fór ungur að heiman. Sléttur sjór, en veður fór örlítið kólnandi. Veðurspár þennan dag hermdu suð-vestan fyrir fjöröunum. Seinasta spá þá um kvöldið hljóðaöi hins vegar upp á breytilega átt. Þaö finnst sumum fyrir vestan ekki alltaf góðs viti, jafnvel allra veöra von. Fjórir bátar lögöu út undir og um og rétt eftir miönætti frá ísafirði þá um kvöldiö. Fyrstur til aö halda út var Eiríkur Finnson 18 tonna smíöaður á Akureyri. Kapteinn er Haukur Böðvarsson frá ísafiröi. Kornungur maður. Annar til að sigla út var ÍS-13, Gunnar Sigurösson, sem áöur er getið og kemur héöan í frá viö sögu í sjóferð fyrir vestan. Rétt á eftir fór út Siguröur Þorkelsson, 23ja tonna, ÍS-200 smíðaður í Danmörku 1930, heldur snoturt skip. Sá, sem stjórnar, er Guömundur Sigurðsson, ísfiröingur í húö og hár, vel á sig kominn og hress í bragöi og talinn almennt hafa átt létt meö sjósókn gegnum árin. Þetta er maöur liölega fimmtugur þótt ekki sé þaö aö sjá. Síðastur eöa sá, sem rak lestina innan sviga, var hvorki meira né minna en Húni, tíu tonna fley, smíðað 1962 og kom fyrst nýtt til Bolungarvíkur og þá í eign Sigurgeirs sjómanns þar í plássinu. Svo eignaðist annar maður bátinn. Síöan lenti báturinn í höndunum á Hirti Bjarnasyni sjómanni. Hjörtur býr á ísafirði, kallaður Stapi, kenndur viö Stapadal, enda kynjaður úr Arnarfirði vestur, maöur viö aldur, annálaður sæúlfur, sem kann ekki að hræðast. Hann keypti bátinn 73 og rær yfirleitt viö annan mann. Hann var nú meö bátinn. Það er keyrt léttan út fjörðinn. Á bakborða birtast fjöllin og plássin viö rætur þeirra. Gleiðarhjalli beint fyrir ofan ísafjaröarkaupstað, en Gleiðarhjalli er hluti af Eyrarfjalli og þá tekur viö Óshlíð fyrir utan Hnífsdal, og þá Stigahlíð, sem nær frá Bolungarvík allar götur að Deild, sem er endi fjallsins. Skálavík kemur í Ijós, sem nú er ekki lengur byggð nema sem sumarverustaö- ur. Þetta var löngum eins konar útstöö frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.