Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Blaðsíða 10
„Faröu framm í og vektu strákinn og
segöu honum aö binda bátinn í hvelli,"
segir Rafn.
„Má ég öskra á hann?“
„Gerðu þaö"
Þaö var gjört. Ungviöi á íslandi, sem er
fætt eftir 1942, er ekki eihs viöbragðsfljótt
eins og kynslóöin á undan að öllu jöfnu.
Sá ungi úr Garðabænum svaf eins og
ekkert heföi í skorizt. Kapteini tilkynnt.
„Far þú og bittu bátinn“
Þaö var skilið og heyrt og þaö tókst.
ís-þrettán var kominn í hvíldarstöðu.
Skömmu síöar kom kapteinn niður úr
brúnni og gekk fram í skipið og niöur í
lúkar, sallarólegur, og byrjaöi að hella upp
á. Gunnar sá átján vetra var nú vaknaður
með sigurbros á vör. Kannski hefur hann
veriö aö dreyma dálítið, þegar verst stóö
á.
Menn slöppuðu af og töluðu ekki mikiö.
Kabissan var sjóðheit aö vanda og ketill
og kanna höföu verið steðjuö af vandlega.
Rafn hellir hægt upp á. Það átti að verða
gott.
„Þaö er kominn maöur til að tinna þig,
Rafn,“ segir Gunnar.
„Segöu manninum aö koma hingaö,"
segir Rafn
Drengilegt andlit birtist í lúkaropinu.
Viö bryggju á Patreksfiröi.
„Komdu sæll og blessaður, Rafn“
„Nei, ert þaö þú. Komdu sæll.“
Komumaður reyndist vera Óskar
Jóhannesson, skipstjóri á Engilráö, 28
tonna sameignarbát, sem hann gerir út
ásamt meö Halldóri Hermannssyni, sem
er einn frægur. Þeir eru báöir búsettir á
ísafirði. Óskar er ættaöur úr Jökulfjörö-
um, maður um fimmtugt. Halldór er hins
vegar ættaöur úr Ögri, sonur Ögurvíkings-
ins aldna, sem hefur marga hildina háð,
Hermanns Hermannssonar. Hermann býr
á ísafirði og er ern.
Halldór sjálfur birtist skömmu síöar.
Honum var boðið morgunkaffi. Hann er
bróðir Sverris alþingismanns og þeirra
Gunnars heitins, sem var með Eldborgina
og Gísla Jóns og Þóröar, og Birgis sem
lengi vann hjá SÞ til þess aö kenna
frumstæðum villiþjóðum, hvernig eigi að
fara aö því að veiða fisk. Þeir bræður eru
atgervismenn.
Menn fóru með gamanmál. Þeir litu á
þriöja manninn á ÍS-13 með myndarvélina
og ritvélina og litakassann eins og
eitthvaö, sem þeir höfðu séð reka úti á
reginhafi. Það var líka farið með gaman-
mál óspart og talaö um helv. bræluna.
Svo var klifraö í land og hoppaö yfir
nokkra báta. Þaö var þjálfun.
Síra Þórarinn Þór, áður þjónandi á
Reykhólum, nú prófastur á Baröaströnd
situr á Patreksfirði. Hann er af þeim
umtalaöa árgangi 43 úr MA, sem Siguröur
heitinn skólameistari las yfir ávítur viö
útskrift eöa brottskráningu. Þórarinn er
bróðursonur Vilhjálms heitins Þór, sem
var bankastjóri viö Alþjóöabankann í New
York, sá eini íslendinga, sem hefur líkzt
Rockefeller auðjöfri aö karakter eða svo
sagöi einhver athugull maöur og kunn-
andi.
Síra Þórarinn tók forkunnar vel á móti
gömlum bekkjarbróður og félaga, þá er
hann var sóttur heim, og hans ágæta
kona úr henni Reykjavík.
Síðar um kvöldiö var lagt á drógar og
reiö og haldið í Bíldudal í Arnarfirði til aö
hitta aö máli Jón Ólafsson, söngvara þar,
sem er sérkennilegur af Stapadalsættinni
svörtu ættinni að vestan. Hann var
málaður í bak og fyrir 1975 á Kjarvals-
stöðum, þegar hann tróö þar upp meö
Mumma Steingríms trumbuslagara úr
Gaflarafirði. Aöeins staldraö við í Tálkna-
firöi og haldiö þaðan um borö í ÍS-þrettán.
Sunnudagur 11. júní.
Eftir ónógan svefn var sprottið upp kl.
5.30. Haldiö út á Patreksfjaröarflóa í von
um fiskerí. Um 17 mílur út af Blakki og
26 mílur frá Patreksfiröi er rennt fyrir fisk.
Það veiddust nær einvörðungu tittir eöa
matthíasar eins og sumir vestfirzkir nefna
smáfisk. Einum þrisvar sinnum var
kroppaö. Fiskurinn, sem veiddist var
nýttur, flakaður, saltaöur, hengdur aftur í
skut. Óvænt happ aö skyldi veiðast lúöa,
sem beiö þess aö vera borðuð í tæka tíö
svo fremi sem bátsmenn væru verðugir
launanna.
Veöur ýfðist og sjór og fljótlega kom í
Ijós, aö til einskis var aö reyna að skaka
lengur. Svo snúið var viö aftur á Patró lent
þar kl. fimm síðdegis.
Kvöldið seig yfir höfnina og bátana og
þennan fornemma stað Patreksfjörö; þar
voru löngum konsúlar og menn með
útlend fööurnöfn — eins konar sambland
af yfirstétt og vestfirzku stéttleysi og
norrænu geöslagi. Þeir eru stórir upp á sig
þeir, sem eru ættaðir af Rauðasandinum
og Barðaströndinni. Sumir segja, aö þeir
kunni kafbátshernaö í mannlegum sam-
skiptum og spara þá ekki skotin, en gæta
Sjóferð
fyrir
vestan
með
ÍS-13
þó sjálfsviröingar lengst af í þvi tilliti.
Patreksfiröingar mega ekki vera skornir af
eöa aösildir frá hinum, sem búa á
Vestfjaröakjálkanum. Þeir eru harðdug-
legt þjóöarbrot af Vestfjörðum og hafa
verið og þykja löngum fastheldnir á þaö,
sem telst til menningar. Það finnst þegar
gengiö er um götur staðarins í landlegu
eins og þetta sunnudagskvöld í brælu úti
fyrir á fiskmiöum og allur flotinn því sem
næst inni og menn skrafandi saman á
bryggjum og þögnin já, þögnin hún var
djúp eins og fyrir orrustu, sem var fram
undan til sjós og lands. Það átti einmitt
aö fara aö berjast þá um kvöldiö meö
oröum meira að segja í þetta sinn í nýja
félagsheimili þeirra. Fulltrúar sex stjórn-
málaflokka í Vestfirðingafjórðungi voru
mættir til leiks og vígs. Þetta var harösnú-
inn flokkur og ýmsir þeirra veröugir fulltrú-
ar vestfirzkra hagsmuna, fáir þeirra aökomu-
menn, heldur fólk, staðbundiö í vestfirzkri
föðurlandsást, smbr. Karvel úr Bolunga-
vík, sá vígreifi, ósmeyki, sem er svo
myndarlegur á velli, aö kvenfiskurinn
emjar viö, ,þá hann sér hann ganga um
völl. Það var auöséð, að sumum úr hópi
andstæöinga var um og ó um þetta
sjálfstæöi, í skoöunum, sem birtist í
framboöi Karvels. Ekki er hægt annaö en
aö viröa röskleik góöra manna og andlegt
hugrekki. Það gerist of fátítt meö þessari
svonefndu víkingaþjóö, íslendingum, sem
guma af elztu hetjuskáldsögum í heimi,
fornsögunum, en sem kunnugt er voru
íslendingasagnahöfundar brautryöjendur í
skáldsagnagerö í Evrópu eða svo er
greinarhöf. kennt í enskum akademíum í
gamla gamla daga. Hvort óskráöum
lögum skáldsögu er haldiö aö þeim, sem
reyna aö semja sögur á íslandi í dag, skal
látið ósagt um, enda vissara, svo að valdi
ekki illyrmis-móögun og viðbrögöum
bókmenntasnobba. Þetta var útúrdúr, —
beðið forláts — aðeins í H-dúr, smbr.
H-listi Karvels á íslenzkum pólitískum
vettvangi.
Semsagt — þarna uppi á fjöllunum í
nýja félagsheimilinu voru þeir pólitisku
frambjóöendurnir og fluttu haröar tölur og
hvatningarorö. Fundarstjóri var prófastur-
inn síra Þórarinn Þór, sem áöur er getið,
sem stjórnaöi af röggsemi, og gaf stuttan
tíma til fyrirspurna — jafnvel einu sinni
aöeins þrjátíu sekúndur. Þá hló fólkiö í
salnum stutt og laggott.
Gekk á ýmsu. Menn voru misleiðinlegir
og misskemmtilegir, í óvilhallri frásögn
sem þessari veröur aö krefjast háttvísi og
ekki að mismuna fólki né flokkum. Þaö er
efni í ritverk aö segja frá því, sem gerðist
á fundinum og skal líka gjört síðar meir
á öörum staö en í Lesbók Mbl.
í lok fundarins úti við höfuödyr hússins
um þaö bil sem sjávarútvegsráðherra
Matthías Bjarnason af ísafirði er að hverfa
úr húsinu á leið til Range-Rover bíls síns
í fylgd sjoffors síns, bílamanns aö sunnan,
en ættaðs úr Skaftafellssýslu af Jóns
Steingrímssonarætt, er þar fyrir hvorki
meira né minna en sjálfur Jón Magnússon
á Garöari, einn bræðranna nafntoguðu,
Ólafs og Finnboga, sem margir þekkja.
Þéttur á velli, hár sem tröll og minnti þá
á Kára Sölmundarson í lyftingunni. Þaö
skiptir engum togum, aö Jón varnar
ráðherra útgöngu. Hann haföi varpað
fram fyrirspurn eins og frjálst var fyrr á
fundinum af einurö og ekki með áberandi
reiöifasi. Þótt kynlegt þykki kannski. Hann
er skapmaður mikill, sem getur veriö
kostur. Matthías hafði svarað á sinn hátt.
Orðaskipti ógreinileg fóru þeim á milli.
Þetta eru báöir úrvalsmenn, hvor á sinn
hátt, en heitt var þeim oröið í hamsi
báðum. Ekki sýndist betur en þeir færu
aö takast á eins og strákar út af stelpu
á vestfirzku dansiballi og þaö töluvert
hressilega — en aldursmunur nokkur, og
fyllsta heiöarleika gætt á báöa bóga eöa
svo vonaði maöur.
Jón Magnússon er skipstjóri á Garðari,
aflakló á þessum fyrrverandi gamla
norska selfangara, byggöum 1912 eöa
1914 eöa 1915 (segja sumir) og ísbrjót,
Pólarfaradjöfli, sem fer allt, þolir allt
ennþá minnsta kosti fram aö þessu. Þetta
er ryðbrunninn heljarbátur, skemmtilega
Ijótur og er meö sama bátslag og
Bjarnareyin úr Hafnarfirði, sem höf. var á
á síldveiöum fyrir noröan 1953 undir
stjórn Óla Stebba úr Bolungarvík. Gott
sjóskip og gott að vinna á bátnum, segja
þeir á Patró. El Capiteno Jón Magnússon
er líka afrenndur og ef nokkur í lifenda
tölu hefur minnt á Skarphéöin eöa svo
víöar sé leitaö til forna og nær okkar tíma,
þ.e. á Sturlungutímabilinu, þá sér maður
mann, sem gæti minnt á fyrirliða
Gestasveitar úr Flóabardaga.
Fylgiliöar hváru tveggja uröu flemtri
slegnir, þegar átökin stóðu sem hæst.
Matthías lét ekki á sér neinn bilbug finna,
kominn á sjötugsaldurinn, sem hann
náttúrlega ber eins og maöur. Metafla-
skipstjórinn á Garðari sagöi viö hann, að
hann væri þröngsýnn í sinni vestfirzku
pólitík, sæi ekkert annaö en rækjurnar og
þennan ísafjörö sinn og þetta Djúp og
snerist aðeins í kringum hagsmuni þeirra
fylgismanna sinna þar, en Patró væri
heldur betur út undan . .. Matthías sagði
aö síöustu og þá var hann kominn út úr