Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Blaðsíða 13
textanum og iaglínunni meira og ríkara innihald meö margvíslegum blæbrigöa- og túlkunarmöguleikum undirleikshljóö- færisins. Schumann þróaöi aðferðir hans frekar og knýtti þær enn nánar skáld- skapnum, auk þess sem hann auðgaði þetta listform af persónulegri huglægni og víösýnum viöhorfum til lista og menn- ingar. En það var Hugo Woif sem fullkomnaði þessa speglun Ijóölistar í tónum. Wagner haföi opnaö tónskáldum nýja og stórkostlega möguleika með útvíkkun hljómamálsins og meö æ dýpri íhugun og rannsókn á efniviði síaum: aöstæöum mannlegs lífs, tilfinningalegum kenndum og hugarlegum hræringum. Hugo Wolf tileinkaöi sér margt af tækni Wagners, einkum það sem nefnt er „freie Deklamation“ (og ég treysti mér ekki til aö roða þannig á íslenzku aö hugtakiö haldi þeirri merkingu sem þaö hefur í tónlist). En þar meö er ekki sagt aö um stælingu hafi verið aö ræða. Stíll Hugo Wolfs er mjög persónulegur og meö hugmynda- flugi sínu og árræöi teygir hann þessa deklamation út í þvílíkar æsar aö Wagner hefði ekki látiö sig dreyma um jafn óþvingaö og auöugt tónmál né svo hárfína og skarpa sálskyggni. Það sem Hugo Wolf átti Wagner fyrst og fremst að þakka voru ekki aðferðir hans heldur sú hugsjón aö gera skáldskap aö innblæstri og uppi- stööu tónlistar. „Ég vil fyrst og fremst láta í Ijós aö skáldskapur er hin raunverulega uppspretta tónlistar minnar", skrifaöi Hugo. Þegar sami maður er bæöi skáld og tónskáld er eölilegt aö orö og tónar myndi fullkomið samræmi. En þegar um er að ræöa að endurspegla í tónum reynslu, hugsun og tilfinningu annars manns, annarrar sálar, heimtar þaö af tónhöfund- inum mikla og mjög sjáldgæfa samkennd og sálskyggni. En þessa gáfu haföi Hugo Wolf til aö bera í svo ríkum mæli aö undrun sætir. Hann er sálskyggnastur allra tónskálda, ásamt Mozart. Það hefur stundum veriö sagt aö hann legði meira til málanna meö tónunum en skáldiö með orðum sínum. Þetta er fráleitur mis- skilningur. Enginn hefur lagt eins mikla rækt og alúð viö skáld sín sem hann, enginn virt þau meira, skilið þau betur, elskaö þau heitar. Hugo Wolf var alveg ókleift aö semja tónlist viö kvæöi sem hann unni ekki af heilum hug. Hæfileiki hans til aö setja sig í spor skáldsins gerir honum mögulegt að draga fram eitt og annaö í skapgerö þeirra, tilfinningalífi og hugsanaferli, sem öörum yfirsést og aöeins var kannski á þeirra vitoröi er þekktu þá bezt. Þessar hliöar, sem oft láta lítið yfir sér, eru stundum kjarni málsins og það sem gefur karakternum fyllingu, líf og lit. Hugo Wolf viröist blátt áfram hafa búiö yfir þeirri undragáfu aö gera oröiö „eins og þeir“ sem hann var aö lýsa, eins og Þórbergur þegar honum tekst bezt upp í mannlýsingum — þó sumum kunni aö þykja samlíkingin langsótt. Þetta gefur hverju sönglagahefti hans sinn sérstaka blæ og stíl og meira aö segja hver einstakur söngur hefur sitt sjálfstæða líf eins og honum hafi tekizt að grípa hiö líöandi andartak nákvæmlega. Hér er ekki um einskæraran „innblástur" aö ræöa. Eins og öll andleg „uppljómun" var þetta árangur mikillar vinnu og erfiðis, athugun- ar og rannsóknar allra skynfæra á umhverfinu. Hugo Wolf haföi þann háttinn aö sökkva sér á kvöldin niöur í þau Ijóö er hann óskaði aö færa í tóna. Hann las þau upphátt og kappkostaöi aö setja sig í þær andlegu stemningar sem ríkti í hverju kvæði. Morguninn eftir samdi hann oft lagiö á stuttri stundu. En þaö kom líka fyrir aö hann velti vöngum yfir kærkomnu Ijóöi árum saman áöur en hann þóttist hafa fundið hinn „hreina tón“. Reyndar ber aö gæta þess aö hann haföi verið gjörkunnugur öllum þeim skáldum er hann lagði mesta alúö viö í a.m.k. heilan áratug áöur en hann hóf aö semja tónlist fyrir alvöru. Hugo Wolf samdi ekki tónlist viö kvæöi samtíöarskálda þó sum þeirra mæti hann mikils. En hann gat ekki tónsett annan kveöskap en þann er oröinn var hluti af sjálfum honum á löngum tíma. Eitthvert áhrifamesta einkenni á söng- lögum Hugo Wolfs er sjálfstæöi og mikilvægi píanóraddarinnar. Oft leggur hann á þennan hátt áherzlu á þær einkennilegu andstæður r oft ríkja milli hugsunar og orðfæris í bundnu máli. Eöa hann dregur fram ólíkar skapgerðir, t.d. í Prometheas eftir Göethe, þar sem píanóiö lýsir bræöi Zeus en söngröddin uppreisn Títans. Og stundum speglar hann atburöi og stemningar frá tveim ólíkum en samofnum hliöum samtímans eins og í Standschen eftir Eichendorf. Þar slær ungur stúdent lútu sína í píanóinu en öldungur, skáldiö sjálft, hlustar hljóölega og rifjar upp dána daga og löngu gleymdar ástir. En hverju sem Hugo Wolf er aö lýsa glata söngröddin og píanó- undirspilið aldrei sjálfstæði sínu. En þó eru raddirnar svo listilega samofnar aö ekki er hægt að nema burtu nótu án þess aö eyðileggja allt lagið. Þaö er meira en hægt er að segja um Brahms, Schumann og jafnvel stundum Schubert, þar sem nótnaskrúöið er iöulega svo strítt og ótamiö, að hægt er aö sleppa mörgum nótum án þess aö það raski miklu, aö ekki sé talað um þann orðasæg í rituðu máli, sem er þann veg skrifaður aö unnt er aö fella úr eöa bæta inn oröum aö vild án þess aö þaö auki misfellur textans. Snilligáfa Hugo Wolfs birtist fyrst Frá Salzborg fullþroskuö í Mörike-ljóðunum er hann hóf aö semja í janúar 1888. Þá dvaldi hann í sumarhúsi vinar síns dr. Heinrich Werner í litlu þorpi skammt fyrir sunnan Vín. Þaö heitir Perchstoldsdorf. Húsiö var nánast óíbúðarhæft yfir veturinn. Þar var ekkert drykkjarvatn, léleg eldstó og rammfalskt píanó. En þarna fann Hugo Wolf fullkom- inn vinnufriö. Auk þess er þessi staður magnaöur undarlegum, allt aö því dulúö- ugum furðum. Hugo fannst hann „skrýtinn og fyndinn“ og komst þar ávallt í sjöunda sköpunarhiminn. Hugo Wolf bar mikla viröingu fyrir Eeuars Mörike sem var sveitaprestur í Swabíu og liföi frá 1804—1875. Hann var hógvær og íhugull maður með næma skynjun fyrir náttúrunni og dýpt og óræöi mannshjartans. Sömu- leiöis bjó hann yfir mikilli kímnigáfu en var líka þjakaöur af trúarlegum efa og sálarangist. Allt þetta kemur aödáanlega fram í lögum Hugo Wolfs. Sjálfur þakkaði hann Mörike aö hann fann loks sjálfan sig. Til aö tjá þakklæti sitt skipaöi hann fremst í Mörike-safnið þegar þaö var prentað laginu Genesene an die Hoffnung. Eldmóður Hugo Wolfs var óskaplegur og hann samdi hverja perluna á eftir annarri. Hann skrifaöi einum vina sinna er hann hafði lokið við lagiö Der Knabe und das Immlein: „Guðdómlegur söngur skal ég segja þér! Svona innblástur er mér sálarpínandi unaöur, ekki hrein ham- ingja“. Hinn 20. marz skrifaöi hann: „í dag skapaði ég meistaraverk mitt, Erstes Liebeslied eines Mádchens er hiö lang- bezta sem ég hef hingað til skapaö. Allt annaö sem ég hef gert er sem barnagling- ur í samanburöi". Daginn eftir: Ég tek aftur staöhæfingu mína frá í gær... því þaö sem ég samdi í dag, Fussreise, er milljón sinnum betra". Hinn 19. apríl: „Hve ég er hamingusamur í dag! Síðasta lag mitt(Auf einiges altes Bild) sem ég var aö Ijúka viö er áreiöanlega fegursti gimsteinn þeirra allra“. Og mági sínum skrifaöi hann: „Þetta er sannarlega dásamlegt! Þar til nú hef ég aldrei heyrt vindhörpu og hún hljómar nákvæmlega eins og í laginu mínu“. Lagiö sem hér um ræöir heitir An eine Aoelharfe og er eitt fegursta lag Hugo Wolfs. Öll þau lög er Hugo minnist hér á eiga fyllilega skilið þá hrifningu og hrós er hann lætur í Ijós yfir þeim. En í Mörike-safninu eru lög annarrar gerðar sem ekki eru síður sérstæö meistaraverk. Gaman- kvæöin eru t.d. einhverjar frumlegustu tónsmíöar Hugo Wolfs. Eitt ber þó af öllum, Zur Warnung, er ég hef minnzt á fyrr í þessari grein. Annað, Der Abschied, er stórkostlegt uppgjör viö rómantískt Ijóðaval þeirra tíma, talaö fremur en sungið en lýkur í mjög óvæntum og reisnarlegum Vínarvalsi. Líklega sá síöasti er samin var! Trúarlegu söngvarnir eru gæddir mikilli dýpt en þó hreinir og oft ótrúlega einfaldir. Og loks má nefna dramatískar lýsingar í hrollvekjustíl þar sem viöfemt hugarflug, ofurnæmi og innsæi hjálpast aö viö aö skapa hrikaleg- ar, næstum því skelfilegar meistarasmíöar eins og Der Feuerritter (einhver ferlegasta „hrollvekja“ sem til er í músik, og Der Geister at Mummelsee. í samanburöi viö þau miklu og djúpu sálarátök sem koma fram í Mörikeljóöun- um eru Eicendorf-Lieder Hugo Wolfs á hinn bóginn blíö, yndisleg og „rómantísk“ í fegursta skilningi þess orös án allrar lífslygi. Þau sýna allt aðra hliö á honum og voru þó samin á sama tíma. En þaö er einmitt eitt aöalsmerki Hugo Wolfs hve honum er lagið aö draga fram hiö dýpsta og sérkennilegasta í persónugerö þeirra skálda er hann samdi tónlist viö. Eicendorf er einfaldari og ósamsettari en Mörike, aö skapgerö, hugsun, tilfinningu og tjáningu. Hann var fremur glaövær maöur og náttúrudýrkandi en fann þó vel til klofnings og sársauka yfir þeirri staöreynd að mannkynið hefur verið skilið frá náttúrunni „fyrir synd“. Hugo Wolf speglar þennan mann á marga vegu: katólska guðhræðslu hans, náttúru- rómantík, breytilek skapsmunanna er sveiflast frá trega til gáska eða örvænt- ingu til hetjumóöar; böl ellinnar, hverful- leik alls sem er og lifir. Sum Eicen- dorf-ljóöin eru einstök fyrir undarlega magíska töfra, sem alltaf er þó haldiö í skefjum raunsæis. Nefna má t.d. Stándschen, sem áöur hefur veriö á minnzt, Verschwiegene Liebe og Nacht- zauber. Önnur lög, t.d. Der Soldat og Der Scholar, birta aðrar og ekki eins áberandi eigindir í fari skáldsins, dálítið reiginsleg- an húmor og holdlega skynjun. Göethe-Liederbuch Hugo Wolfs er flóknasta og íburöamesta Ijóöasafn hans. Enda var skáldiö ekki viö eina fjölina fellt. Auk kvæöa úr Wilhelm Meister og nokkur alþekkt Ijóö skáldsins, hefur hún aö geyma mörg lítt kunn kvæði úr Dívansafn- inu. Það er mestanpart afmorsvísur, drykkjukvæði, spottljóö og alls kýns skens og öfugmæli. Hugo Wolf hefur veriö gagnrýndur fyrir of mikla hljómræna og tilfinningalega þenslu og óróa í Göethe-ljóðum sínum. Þessi aöfinnsla er aö mínum dómi út í hött. Göethe var eiöarlaus og óróleg sál en haföi sterkan huga og duldi ofsafengnar ástríður undir grímu mikilli vitsmuna. Hugo Wolf dregur oft úr nokkrum meitluöum kyrrlátum Ijóðlínum heilt ómæli af sársauka og angist. Eöa hann lýsir eirðarleysi skáldsins og „taugaveiklun" í gáskakvæðunum meö lítt þolandi spennu. Þetta er ekki listbrestur heldur fullkomlega réttur skilningur á flókinni sálargerö þessa vitra og fjölhæfa skálds. Frægustu lög Hugo Wolfs viö Ijóö eftir Göethe er þó almennt viöurkennd sem einhverjar mestu — og að sumu leyti kannski merkilegustu — tónsmíöar hans. Þau eru Harfenspiler I—III, Prometheus, Ganymede og Grenz- en der Menscheit. Schubert samdi einnig einhver frægustu og stórbrotnustu lög sín viö þessi Ijóö. Þaö var venja Hugo Wolfs aö gera aldrei lag viö kvæöi er hann áleit aö heföi áöur verið túlkuö til fullnustu í tónum. Meöal slíkra Ijóöa taldi hann Gehemnis og An Schwager Kronos eftir Göethe og Schubert. Hins vegar var Hugo á þeirri skoöun að Schubert heföi misskilið Harfenspiler, Prometheus, Ganymede og Grenzen der Menscheit. Lýsing Schuberts á Harfenspiler er „óeölilegri" og meira blátt áfram en hin kalda gegnumsmjúgandi sálgreining Hugo Wolfs. Schubert gefur alla samkennd sína og hluttekningu en Hugo Wolf reynir að útskýra hvers vegna Harfner er jafn óhamingjusamur og raun ber vitni og í hverju sú ógæfa er fólgin. Tónlist hans líkist þöglu örvæntingarópi sem 4-eynir af öllum mætti aö brjótast fram en er temprað meö köldum viljastyrk formsins. Harfnerlögin eru sprottin frá dýpstu hjartarótum Hugo Wolfs og hlustandinn getur ekki annaö en haft í huga skelfileg örlög hans. Áöur hefur veriö minnst á Prometheus en lag Wolfs er án efa stórkostlegasta músik sem gerö hefur veriö viö þetta fræga Ijóö. En Ganymede og Grenzer der Menscheit eru ekki síður merkileg stórvirki. í hinu síöarnefnda hefur ofsi og uppreisn Prometheus breytzt í auðmýkt og lotningu fyrir sköpunarverk- inu, gátu lífs og dauöa, hins stundlega og eilífa. Ganymede Ijómar aftur á móti af birtu, hlýju og gleöi. Spænska Ijóðabókin haföi áöur vakiö athygli Schumanns, Brahms og fleiri en enginn haföi árætt að draga fram hinn grófa og nautnalega blæ er ríkir í þessum Ijóöum. En Hugo Wolf var sem endranær óhræddur við aö fást viö kjarna málsins. Fyrstu tíu trúarlegu kvæöin eru meöal fegurstu, dýpstu og einlægustu hugsana hans. Hann skilur að „trúin“ sem þessar lánlausu manneskjur eru aö játa, á rót sína aö rekja til mislukkaörar ævi, brostinna vona og glataöra tækifæra. Þá er blóö krossins sætt og lausnarinn Ijúfur þreyttum og vonsviknum mannsálum. Þessi auömjúka alþýðutrú er samt sönn og laus við hræsni og hefur veriö og er enn síöasta hálmstrá margra þeirra sem orðið hafa utangarðs í baráttu lífsins. En milli þessara syndajátninga eru yndislega tærar og barnslegar skyndimyndir af Jesúbarninu, Maríu og Jósef. Hin 34 veraldlegu Ijóð eru allt ástakvaeði. Hugo Wolf gefur þeim talsvert suörænan blæ með píanóundirspilinu. Þetta eru glæsi- legir söngvar, æsandi, duttlungafullir og iöa af lífi. Hvert lag hefur sína stemmn- ingu; ástasælu, örvæntingu, hatur, reiði, afbrýöi, stolt. í heild eru þetta þunglyndis- legir söngvar alveg eins og þaö sálarlíf Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.