Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Blaðsíða 12
Þaö er ömurlegt líf þegar maöur getur ekki unnið". Og það var ekki fyrr en 29. nóvember 1891 aö sköpunarbálið bloss- aöi allt í einu sjálfum honum til mikillar undrunar og ánægju. Á Þorláksmessu hafði hann samiö fimmtán ný lög. Þrátt fyrir þá erfiðleika er Hugo Wolf átti viö að stríöa er ítalska Ijóöabókin einfaldasta, náttúrlegasta og geníalasta meistaraverk sem hann færði mannkyninu. Þaö er ótrúlegt að hugsa sér, að hann hafi þjáöst af getuleysi til starfa um þær mundir, er þessar perlur urðu til í huga hans. Hann hafði ætlað sér að semja 33 lög úr ítölsku Ijóðabókinni. En um jólin varð hann að hætta eftir að hafa samið aðeins 22 lög. Nú luktust honum himnarnir enn á ný. Og í þetta sinn var þögn hans fullkomlega órofin í nær fimm ár, fimm ægilöng, lamandi, iðjulaus ár. Þegar snilligáfa Hugo Wolf Ijómaði ekki var hann sem goðvætt- ur er villst hefur í myrkur mannheima. Það má nærri geta hve þessi einræni og viðkvæmi maður hefur oröið að líða. Sköpunargáfan var líf hans allt. En hann fann lífsþróttinn dvína hægt og hægt, sálina deyja smátt og smátt án nokkurrar sjáanlegrar né hugsanlegrar ástæðu. Snilld hans kom og fór og kom enn og aftur fór. i hvert skipti sem andinn brást honum hlýtur hann að hafa kvalist angistarfullur yfir þeirri ægilegu hugsun hvort eldur hans hefði slokknað fyrir fullt og allt. Hann lýsir áhyggjum sínum í bréfum til vina sinna: „Þú spyrð frétta af nýju óperunni minni. Guö almáttugur! Ég ósnortiö hefur oft valdiö honum ómælan- legum sálarþrautum. Samt var ok hans svo þungt að hetjur og hörkutól hefðu kiknað undan því, en þegar öllu er á botninn hvolft leggur lífið sínar þyngstu byrðar á hina veikustu af því að þeir einir hafa styrk til að bera þær. Á þeim árum er Hugo reikaði í ystu myrkrum urðu söngvar hans smám saman kunnir. Tonskáldið Humperdinck kom því til leiðar að Schott útgáfufyrirtækið gæfi út söngva hans og Wolf-tónleikar voru haldnir í Berlín, Stuttgart, Darmstadt, Mannheim og víöar þar sem minna var um fordóma í garð tónskáldsins en í Vínar- borg. Árið 1890 bað Burgtheater í Vín Hugo Wolf um að semja músík við leikrit Ibsens Veizlan á Sólhaugum. En þaö veittist honum erfitt því hann missti fljótlega allan áhuga á leikritinu. Samt lauk hann tónlistinni og var hún flutt — honum til ólýsanlegs léttis — við frumsýningu á Burgtheater 21. nóvember 1891. En lengi hafði Hugo Wolf dreymt um aö semja óperu og hafði leitað aö nothæfu libretto allar götur frá árinu 1880. En það var ekki fyrr en 1895 að hann þóttist hafa fundið það sem hann hafði leitað. Þaö var Der Corregidor, eftir sögu spænska skáldsins de Alarcón í sviðsgerð Rosa Mayreder. Og loksins, loksins tendraöist sköpunarglóö hans á ný. Hann hóf að semja verkið 3. marz 1895 og hafði lokið því 9. júlí þó hljómsveitarbúningur- inn yrði ekki tilbúinn fyrr en í desember. Hvert söngleikjahúsið á fætur öðru vísaði væri ánægður ef ég gæti samið örlítinn lagstúf. Og ópera núna! Ég trúi að ég sé hreinlega búinn að vera . .. Hve ég þjáist af þessu andlega tómarúmi. Mig langar til að hengja mig“. í júní 1894 skrifar hann vini sínum Hugo Faisst: „Þú spyrð um orsakir þunglyndis míns og óskar að vera smyrsl á sár mín. Ó, já. Aðeins að þú gætir það. En engin lífgrös spretta er megna aö lækna mein mín. Guð einn getur hjálpað mér. Ef þú gætir fært mér sköpunargáfuna og vakið hinn forna lífsanda í hjarta mér tæki ég þig í guöatölu og reistí altari til að vegsama nafn þitt. Ákall mitt er til guða en ekki manna. Guðirnir einir hafa mátt til að ákvarða örlög mín. En hver sem endalokin kunna að verða þó hið versta dynji yfir — mun ég bera þann kross, já jafnvel þó enginn sólargeisli lýsi framar upp líf mitt". Þetta bréf — og mörg fleiri — lýsa óhamingju sem trauölega er unnt að gera sér grein fyrir. En eins og allir miklir og sannir menn var Hugo Wolf reiðubúinn að tæma bikar sinn í botn. Eitthvert hugboð hvíslar að slíkum mönnum að það er óhjákvæmilegt lífslögmál. Og þaö er eins fávíslegt að rísa gegn lögum lífsins og ætla sér að flýja skuggann sinn. Engu er líkara en Hugo Wolf hafi búið yfir sagnaranda og grunað þau óbærilegu örlög er áttu eftir að hvolfast yfir hann. Hann var miklu næmari og viðkvæmari en flestir menn og kvöl hans dýpri að sama skapi. Það sem lætur venjulegt fólk óperunni háðulega á bug. Loks var hún þó flutt í Mannheim 7. júní 1896. Og þaö var fyrsti og eini flutningur þessa merkilega verks meðan höfundurinn dvaldi meðal manna. Svo vel kunni samtíðin að meta hann. Ópera Hugo Wolfs er ekki sniöin eftir fyrirmynd Wagners. Hann gerði sér fyllilega Ijóst að músik-drama hins mikla meistara var ekki það sem koma skyldi. Þetta er gamansöm ópera og frekar í ætt við hugmyndir þeirra óperutónskálda er frumlegust voru kring- um heimsstyrjöldina miklu hina fyrri. En það sem mestu máli skipti var þaö að Hugo Wolf hafði endurheimt sköpunar- mátt sinn og vorið 1896 lauk hann loks á nokkrum vikum (25. marz—30. apríl) ítölsku Ijóðabókinni sem hann taldi sjálfur fullkomnasta verk sitt. Síðari hluti hennar var saminn í húsi Werner í Perchtoldsdorf þar sem hann samdi líka Mörike-ljóðin og Spænsku Ijóðabókina. Um jólin 1896 sendi kunningi Hugo Wolfs honum nokkur Ijóð eftir Michelang- elo í þýzkri þýðingu. Hugo varð djúpt snortinn og afréð undireins að semja við þau enn einn söngvabálk. í marz 1897 samdi hann fyrstu þrjú lögin en eyðilagði hið fjóröa er hann taldi ekki nothæft. En jafnframt vann hann að nýrri óperu, Manuel Venegas, sem einnig var byggð á sögu eftir de Alarcón. Hann hafði aftur öðlast sjálfstraust sitt og virtist loga af sköpunargleði og .lífsþrótti. Þegar einn vinur hans ræddi viö hann um Schubert sem dó svona ungur sagði Hugo: „Menn Síðari hluti greinar um Hugo Wolf eftir Sigurð Guðjónsson eru ekki sóttir fyrr en þeir hafa sagt allt sem þeir hafa aö segja." Sjálfur hamaðist hann eins og óður maður, „eins og gufuvél", orðaði hann það og gætti varla matar, svefns né hvíldar. Á hálfum mánuði hafði hann lokið fimmtíu blaðsíðum af píanóútsetningu óperunnar. Auk þess hafði hann gert uppkast að mótívi fyrir allt verkiö og gengið að fullu frá hálfum fyrsta kaflanum. En hinn 20. september er hann var niðursokkinn í vinnu sína í Scwindgasse nr. 3, skammt frá Karlskirkju í Vín var hann sóttur til að hlýða kalli örlaga sinna. Hann missti skyndilega vitiö. Honum var komið fyrir á einkasjúkrahúsi dr. Svetlín í Vínarborg. Hann dvaldi þar fram í janúar 1898. Til allrar hamingju átti hann nokkra góða vini er tóku hann að sér og bættu upp sinnuleysi almennings. Auður hans í eignum og peningum hefði ekki hrokkið til að hann fengi aö deyja í friöi. Það voru því kunningjar hans, einkum hinn tryggi Hugo Faisst, er foröuðu honum frá algerri örbirgð í síöustu og erfiöustu píslargöng- unni er hann fetaöi á sinni mótdrægu lífsleiö. Hugo Wolf fékk aftur ráö og rænu „fullkomnum friði og lifa aðeins fyrir listina." Hann endurskoöaöi Michelang- eloljóðin og gaf þau út en samdi ekkert nýtt. Hinn 17. september skrifaöi hann Faisst: „Ég hef náð nér fullkomlega og þarfnast engra lækninga. Þú munt þarfnast þeirra meira en ég.“ Varla höfðu þessi orð þornaö á pappírnum en vifirringin hremmdi hann fyrir fullt og allt. Hann var flutur á geðveikrahæli í Vínarborg. í fyrstu gat hann tekið á móti vinum sínum og jafnvel farið með þeim stuttar gönguferöir um nágrennið. Og dálítið gat hann iðkað tónlist með því að leika fjórhent á píanó með yfirlækninum sem var tónmenntaður og mikill aðdáandi Hugo Wolfs. En ekki leið á löngu er hann hætti að bera kennsl á hluti, persónur og jafnvel sjálfan sig. „Ef ég væri bara Hugo Wolf," tautaði hann stundum fyrir munni sér. Frá miðju ári 1899 fór heilsu hans hratt hrakandi. Þegar bezt lét var hann haldinn mikilmennskuórum en er verst var haldinn þvílíkum fítónsanda og árásargirni að hann var læstur í grindarúmi. Að síðustu herjaði lömun á hinn óhamingjusama mann. í ársbyrjun 1900 var hann orðinn mállaus og í ágúst 1901 hafði lömunin læst sig um allan líkamann. Læknar höfðu gefið upp alla von er kom fram á árið 1902 en hjarta Hugo Wolfs hélt áfram aö slá. Dauöinn líknaði loks þessum þjáningarfulla píslarvætti sunnu- daginn 22. febrúar 1903. Átta mánuðum síðar fylgdi móðir hans syni sínum er hún hafði heimsótt eins lengi og elli hennar og heilsa leyfði. aður og geð- veikur lauk hann ævi sinni og í febrúar 1898 var hann sendur til hressingar og hvíldar til Trieste og Feneyja. Sú varúöarráðstöfun fannst honum óþörf. Hann skrifaöi Faisst: „Það er ástæöulaust að hafa áhyggjur yfir því aö ég ofbjóði mér. Ég hef fengið reglulegan viðbjóð á vinnu og trúi því ekki að ég eigi eftir að skrifa nótu framar. Ég hef engan áhuga lengur á óperunni minni og tónlist yfirleitt er mér andstyggð. Þú ferð nærri um hvað hinir góðu vinir mínir hafa gert mér/ Ég get ekki ímyndað mér að ég tóri lengi í þessu ástandi." Þegar Hugo Wolf kom aftur til Vínar virtist heilsa hans samt mun skárri og lundin léttari. En sjálfum sér til mikillar undrunar fannst honum hann vera oröinn hæglátur, mildur og hugkyrr maður. Þessi djúpi friður sem margir geðsjúklingar hafa orð á skömmu áður en hin raunverulegu ósköp dynja yfir er mjög undarlegur. Það er sem sálin sé að veita sér einn friðar og hamingjudag áður en yfir hana skellur myrkur og fár hinnar andlegu nætur. Hugo Wolf sóttist enn meira eftir einveru, vildi vera í Ég hef ekki rakið þessa ömurlegu sjúkrasögu til aö Vekja viðkvæmar tilfinningar. Ég hef skýrt frá henni til að benda á það, hve stórfengleg sálarátök geta oft verið eins og að feta einstigi, þar sem fyrir ofan Ijómar himnaríki í allri sinni dýrð en við fótum gín glóandi víti óskapnaðar og andlegrar kvalar. Ég hef ennfremur sagt hana til aö rifja upp þá staðreynd að þeir fáu menn sem eru reiðubúnir til að fórna öllu — ekki aðeins lífinu og ekki aðeins hamingjunni heldur miklu miklu meiru — til að færa mannkyni nýja fegurð og óþekktan sannleika veröa stundum að gjalda fyrir þá fórn með því að taka á sig heimsins synd. Þannig urðu hin jarönesku endalok Hugo Wolfs. En þó starfsævi hans hafi í raun og veru aðeins spannað fimm ár skapaði hann þó meiri fegurð en flestir á langri ævi. Og gegnum tónverk hans kynnumst við svo sérstæðum og ógleymanlegum manni að við veröum tæplega söm og áöur. Einhver kann að halda að hér sé of mikið sagt og sumir hafa jafnvel aldrei heyrt þessa manns að neinu getið. En hve margir skyldu kannast við nafn Jónasar Hallgrímssonar? Hinir stærstu snillingar eru stundum lengi að ná til þeirra er þeir eiga við mest erindi. En auk þess er nafn og tónverk Hugo Wolfs allt annað en óþekkt meðal þeirra sem yndi hafa af tónlist á annað borö. Hann er viðurkenndur sem einhver mesti sönglagameistari sem uppi hefur verið. Og við skulum nú víkja nokkuð að helztu verkum hans. Tónverk Hugo Wolfs eru nær eingöngu Lieder. Og þaö sem gefur þeim sérstööu meöal meistaraverka söngljóðalistarinnar er hin afar nána samvíxlan Ijóðs og lags, orða og tóna, skálds og tónsmiðs. Schubert varð fyrstur manna til að hefja Ijóöasöng í æðra veldi með því að gefa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.