Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1978, Page 8
Landið skartaðí sínu fegursta þegar viö kvöddum pað. Hér viö jökullóniö á
Breiðamerkursandi.
I Jlrik Arthúrsson Stahr
Með
Smyrli
áleiðis
Frá Seltjarnarnesi
til Skotlands
Það var drekkhlaðinn bíll sem lagði af
stað til Seyðisfjarðar með síðasta ferju-
skipi sumarsins til Færeyja og Skotlands í
fyrrahaust. Ég og Jóna kona mín ásamt
dóttur okkar Snædísi, 9 ára, höfðum
ákveðiö aö yfirgefa land og þjóö í 6 ár eöa
svo, breyta til í öllu, búa í tjöldum og
fjallakofum, kynnast nýjum löndum, fríska
upp á kynni á frændfólki og gömlum
vinum hér og þar á leiðinni, teikna og
skrifa.
En það lifir enginn til lengdar án
peninga og sem tilbreyting frá teikni-
borða- og innanhúsavinnu ætluðum við
að vinna fyrir okkur sem skíðakennarar
yfir veturinn í Alpafjöllum. Auk útilegubún-
aðar fóru því með í þessa ferö skíði og
tilheyrandi, óuppblásinn plastbátur fyrir
miðjarðarhafsferðir, ferðatöskur, bakpok-
ar, gítar, dúkka og bókasafn meö íslensku
námsefni fyrir dóttur okkar, því þó að hún
ætti eftir aö fara í skóla í fjallaþorpi í
Austurríki, þá varð að sjá fyrir því aö
íslenzkan gleymdist ekki.
Það átti eftir aö koma í Ijós að þurri og
holótti vegurinn til Seyöisfjarðar var
erfiðasti kaflinn á tuttugu og fimmþúsund
kólómetra feröalagi okkar um Skotland,
England, Belgíu, Þýzkaland, Austurríki,
ítalíu, Grikkland, Júgóslavíu, Danmörk,
Svíþjóð og Noreg — fyrir utan flugferð til
Suður-Ameríku. En hvað um það, landið
skártaöi sínu fegursta í haustsólinni og á
tjaldstæöinu viö Kúöafljót lágu hundruöir
af grágæsum sem voru aö búa sig undir
ferðina suður rétt eins og viö.
Veðurguðirnir voru okkur mjög hliöholl-
ir, sjórinn á leið til Skotlands spegilsléttur
og fyrstu regndroparnir féllu eiginlega á
okkur í Rio de Janeiro nær fjórum vikum
eftir brottför. En það er auðvitað mikiö
atriöi í slíkri tjaldferö, einkum meö þaö f
Gömul bændahús úr sólbökuðu timbri í Alpafjöllum (Lechtaler Alpen).
Sambatakturinn er sleginn með skeiöum á flöskur og glös og hamraöur með fingrum í
boröplöturnar. Ein úr hópnum syngur, petta er algeng sjón hvarvetna í Brazilíu.
huga aö komið var nokkuö fram á haust.
Og úr því að veðrið var svona gott, létum
við okkur nægja stuttar dagleiðir á mjóum
og krókóttum fjallvegum viö vesturströnd
Skotlands. Vegna golfstraumsins er
gróðurfar þar sumstaöar slíkt aö helst
minnir á mun suðlægari lönd. Sumar
götur sem farið er um eru bókstaflega
eins og kirkjuskip, umluktar grænum
greinum og trjáþökum. Athyglisvert er hve
vel Skotum hefur tekist að varöveita
skemmtileg náttúrufyrirbrigði, t.d. finnst
þeim sjálfsagt aö fjölfarnir þjóðvegir taki
krók í kringum gamalt tré, merkilegan
klett eða einn af hinum eldgömlu veggjum
úr hlöðnu grjóti.
Hrífandi borgir í Evrópu
Þrátt fyrir styrjöld, iðnvæðingu og
allskonar ágang er ennþá til talsvert af
eftirminnilegum borgum og bæjum í—
álfunni og gaman er að fylgjast með
hvernig byggingastíllinn breytist frá einu
héraði í annaö eða jafnvel frá einum dal
yfir í annan. í þá daga, þegar þessar
borgir voru reistar, neyddust menn til að
byggja úr efni sem fyrirfannst á staönum
auk þess sem strangar reglur vegna varna
og eldhættu, svo eitthvað sé nefnt,
þvinguöu þá til að byggja svona og ekki
öðruvísi. Þannig standa ennþá í dag
borgir eins og Cantaraborg í Englandi,
Gent og Bruge í Belgíu, Rothenburg ob
der Tauber og Bamberg í Þýzkalandi eða
lítið fjallaþorp í Alpafjöllum, hvert og eitt
tákn síns tíma og nátengt umhverfinu með
sinn sérstæöa blæ.
Hversu hugmyndalaust við byggjum
aftur á móti.í dag sést þegar hús vestur í
Kaliforníu líta eins út og hús norður á
íslandi og ekki finnst manni vera mikill
munur á miöbænum í Kópavogi og
aðaltorgi í Tótógrad syðst í Júgóslavíu.
Þaö er þá helst útsýniö á Jökulinn eða
björt sumarnótt sem minnir á hvar maður
er staddur.
En viö vorum sem sagt komin til
Austurríkis í Lechtaler Alpen til að athuga
með húsnæði og vinnu fyrir næsta vetur
og eftir það var stefnt á flugvöllinn í
Frankfurt. Næsti áfangastaðurinn hét
Brazilía, en þar ætluðum við að heim-
sækja bróður minn sem er starfandi
silfursmiöur í Rio de Janeiro.
Vornótt
í Rio de Janeiro
Komi maður eftir 10 tíma flug úr
haustinu í Evrópu beint í brazilíanska
vornótt með hitabeltisloftslagi, ótrúlegum
frumskógargróðri, ókennilegum hljóðum
frá dularfullum dýrum og skógivöxnum
granítfjöllum sem ber við morgunhiminn
— og allt þetta í sjömilljónaborginni Rio
de Janeiro — jú þá finnst manni frekar að
maöur sé kominn á aöra plánetu.
í Brazilíu
býr lífsglatt fólk
Brazilíubúar eru hið skemmtilegasta
fólk og á ýmsan hátt ólíkir öörum þjóðum.
Þeir vilja frekar ræöa við útlendinga á
frönsku en ensku og þar er sjaldan spurt
um þjóöerni, hver og einn er bara
velkominn!
Mikið var búiö að vara okkur gegn
þjófum, en aldrei urðum við fyrir neinu
óhappi — þvert á móti, þegar ég týndi t.d.
sólgleraugunum mínum í fiskiþorpinu