Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Side 2
Af hverju líða menn um salina með sérstöku fasi Þegar Þeir gista á rándýrum hótelum? Hreyfingarnar verða vandlega silalegar, svipurinn eins og lífið liggi viö að öllum sé Ijóst að maður sé enginn nýliði í svona umhverfi. O, ég kann nú aö hafa vaöið dýpri teppi en pessi, lasm, segir letilegt augnaráöið. Bandarísk hótel ganga fyrir ráð- stefnugestum viröist mér stundum. Við hin sem vantar bara húsaskjól á milli flugvéla eins og fyllum í eyöurn- ar. Ég held ég hafi aldrei gist sæmilegt hótel bandarískt að par hafi ekki veriö haugar af sæliegu ráö- stefnufólki úr öllum pokahornum pessa víðáttumikla lands að hamast viö að upplifa einhverskonar ársping: skurðiækna, tölvufræöinga, mjólkur- bússtjóra, jafnvel meindýraeyöa meö kænlega dulbúið starfsheiti að bera saman bækurnar um nýjustu vopnin í baráttunni við blessuð skorkvikindin sem öll afkoma peirra byggist á. Sem kornungur maður í járnbrautarlest vestur í Kanada lenti ég meira að segja í klefa meö útfararstjóra sem var aö berja heimleiöis af ársfylliríi þeirrar ágætu stéttar. Hann sagði mér margt um lík sem mig langaði ekki að vita. „Have a nice day“ í sumar leiö voru þaö bankamenn og makar þeirra sem voru aö afplána hiö árlega stéttarbræöramót á hótelinu í Washington sem ég gisti sem snögg- vast. Misjafnlega timbraðir kallar í hræðilega skræpóttum brókum flæddu um gangana en í kjölfarið runnu þrautsnyrtar eiginkonur þeirra sem voru samt farnar aö gisna allnokkuö undir stríösmálningunni sem þær virt- ust í sumum tilvikum hafa klínt á sig meö kíttisspaða. Mér fannst mann- skapurinn farinn aö mæöast. baö þarf hestaheilsu til þess aö liggja til hádegis undir látiausum fyrirlestrum um víxla og vaxtavexti, flengjast þá eins og vitstola maöur á milli safna og sögustaða og þeytast að lokum í skræpóttustu brókunum sínum í dúndrandi átveislu sem lyktar klukkan aö ganga fimm um morguninn undir boröinu í einhverjum næturklúbbnum. Einkanlega voru frúrnar komnar meö dálítiö sölnuö bros. Ég hef séð svipaðar viprur hlaupa yfir andlitiö á íslensku kvenfólki í brjálaöri törn á síldarplani: selst sem bros. Frúrnar höföu áhyggjur af köllunum sínum ofan á allt annaö. Þaö var forláta sundlaug viö hóteliö þar sem þvengmjóar keikar stúlkur, gular, hvítar og svartar, gengu um beina á næfurþunnum sundbolum, og kallarnir sóttu í sundlaugina eins og krakkar í forarpoll. Þegar þeir gengu til leiks spenntu þeir inn ístruna í misjafnlega árangursríki viöleitni til þess að sýnast ungir og spengilegir. „Have a nice day!“ hrópuðu gulu, hvítu og svörtu stúlkurnar á eftir þeim þegar eiginkonurnar voru aö drösla þeim inná hótelið.Gulu, hvítu og svörtu stúlkurnar brostu eins hressilega og hægt er aö brosa fyrir tuttugu og fimm dali á dag plús hlutdeild í þjórfénu. í sumar gekk þessi kveöja eins og faraldur um þjónustugreinar Banda- ríkjamanna. Blaöamaður frá The Guardian sem var þarna á ferö upplýsti í ferðaspjalli aö hann heföi rakið hrópiö allar götur vestur tii Kaliforníu. „Have a nice day!“ söng konan viö kassann hvort heldur viöskiptavinurinn var aö borga fyrir eitt par af vesælum sokkum ellegar aö súpa seyðið af misráönu hádegissvalli meö koníaksendahnút. „Have a nice evening!" fékk maöur svo í höfuöið uppúr íimm. Pínulitli brúni maöurinn tísti þaö á eftir mér á bjagaöri ensku. Hann var svo mjóróma aö þaö var næstum óhugnanlegt. Hann var á stærð viö tólf ára íslenskan strák, veiklulegan, og hann hafði þann starfa aö læöast á milli hvítdúkaöra boröanna í rauöþiljuöum veitingasalnum og sjá um aö ísvatniö gestanna væri alltaf ferskt. Hvíta embættistreyjan hans var svo níöangurslega stífuö aö þeir heföu rétt eins getaö klætt hann meö veggfóðri. Kannski var þaö þess vegna sem hann laut ekki fram þegar ég stóöst ekki mátiö aö forvitnast um uppruna hans, heldur slakaöi á hnjáliðunum og eins og seig í áttina til gólfsins uns nef okkar mættust yfir súpuskálinni. Kannski áræddi hann ekki aö beygja sig af ótta viö aö beygla skrúöann. Sá brjóstumkennanlegi Aörir gestir tóku hann tali og voru vingjarnlegir viö hann. Ég var alls ekki ^inn um aö finnast hann brjóstum- kennanlegur. Forfeöur hans hljóta aö hafa soltið mann fram af manni að skila honum svona rýrum í heiminn, og hann var svo óttalega einstæöingslegur, svo ólýsanlega smár og umkomulaus, innan um þessa stríööldu Ameríkana. Hann var frá Víetnam, aö hann sagöi mér. Hann var búinn aö vera þrjá mánuöi í Bandaríkjunum og eina viku á hótelinu. Hann gekk í skóla á morgnana aö læra máliö. Ég kunni ekki viö að spyrja hvaö haföi hrakiö hann frá átthögunum þó þetta löngu eftir aö stríöinu lauk, en þvert yfir Kyrrahafiö var hann semsagt kominn og síöan þvert yfir Bandaríkin aö skenkja ísvatn á glös á hóteli í Washington. „Have a nice life!“ í New York er annar maöur sem á líka langa ferö aö baki. Þýskur Gyöingur. Hann smaug úr greipum nasistanna á elleftu stundu og komst til Hollands, og þaðan lá leiöin til Frakklands og þá til Portúgal. En sumariö 1940 var Evrópa oröin of lítil til þess aö Gyöingar gætu dulist þar. Þaö áriö komst hann í skip sem skilaöi honum aö lokum á land á Bermuda og enn seinna skutu Banda- ríkjamenn skjólshúsi yfir hann. Hæglátur maöur, grannur, snögg- klipptur. Einn af þeim fáu sem komust undan. Viö tókum tal saman á leiðinni frá flugvellinum. Þaö byrjar alltaf eins: „Hvaöan ert þú? Einmitt? Og hvaðan mundir þú þá vera? Hann bjargaöi töskunni minni uppí flugvallarbílinn þegar hvorttveggja var í bráöri hættu aö troöast undir, taskan og ég. í New York ganga menn fyrir olnbogunum ef svo ber undir. Sá sem hefur skörpustu olnbogana hefur þaö uppí almennings- vagninn. Þó er naumast til kumpánlegra fólk í víöri veröld þegar það þarf ekki af illri nauösyn aö troöa mann undir. Hýreyga sællega konan í útlendinga- eftirlitinu þegar hún sér á vegabréfi mínu aö ég er frá íslandi: „Kominn til að slá okkur, þykist ég vita!“ En byrjar samstundis aö hlægja og bætir viö: „Nei, þiö eruö ekki af því taginu, guöi sé lof. Þiö eruð „too proud" — of stoltir. Þetta er óvenjulega vel upplýst kona. Víðlesin og fylgist með. Eöa hvaö? Var ekki einhver að tala um aö taka gjald fyrir Völlinn? „Til leigu strax: Sérlega hentugt pláss til hernaöarafnota.“ Vasaútgáfa New York er eins og vasaútgáfa af rómverska heimsveldinu aö syngja sitt síðasta. Hún er oröin svo fátæk og lasburða að hún orkar ekki einu sinni aö hiröa sig. Leigubíllinn sem skilar mér út á flugvöll er eins og hrip. Súgurinn stendur á mig úr öllum áttum, stórborg- arkófiö fyllir á mér vitin. Þaö eina sem er heillegt í glamrandi farartækinu er akfeitur bíistjórinn og svo ávarpið til farþeganna sem blasir viö augum þeirra þar sem þeir húka hóstandi í baksæt- inu: „Bifreiöin er loftkæld til þæginda fyrir þig.“ Nokkrum dögum síöar og nokkrum hundruðum mílna neðar á landabréfinu © sprettur ungur hraömæltur maöur uppúr vellandi gangstéttinni, þrífur í handlegginn á mér og rekur annan þrentaöan boöskap og ekki ómerkari í lúkuna á mér. Ef ég held rakleitt á fund Abbey Bregman (stendur á bréfspjald- inu) eöa panta viötal viö hann meö því aö hringja í síma 202-797-3700, þá get ég „fundið sjálfan mig ... oröið lífsglað- ari og afkastameiri. Gakktu undir ÓKEYPIS skapgerðarpróf! Geröu þaö STRAX!" Þaö eru samtök sem nefna sig „The Founding Church of Scientology" sem útbýta þessum fögru fyrirheitum. „Scl- entology1' er „trúfræöileg heimspeki- stefna". Þaö stendur líka á bréfspjald- inu. Þar er líka aö finna nafn stofnand- ans og æðstaprestsins: L. Ron Hubb- ard. Hann mundi samt ekki sjálfur leiöa mig inní fyrirheitna landiö, jafnvel þótt ég héldi beint til höfuöstööva hans þarna í borginni. Hann veit ekki aura sinna tal, maöurinn sá, og er tíöast aö dandalast um Karabiska hafiö eöa í Miöjarðarhafinu á lystisnekkjunni sinni. Þessi svikamilla hans, sem byggist á því aö plokka reyturnar af auötrúa og einmana sálum, er plága þar sem hún nær aö skjóta rótum. Önnúr plága bandarísk aö mínu viti: auglýsingaskothríöin í útvarpi og sjón- varpi. Ég tók eitt kvöldiö tímann hvaö væri lengsta hléiö milli auglýsinga í hörkuspennandi sjónvarpsreyfara sem þeir byrjuöu aö sýna um ellefuleytiö, og þaö voru sjö mínútur sléttar. Hetjan er komin á hælana á fúlmenninu, uppgjör- iö verður viö næsta bar, maður heldur í stólbríkurnar, bítur á pípuna og hrærist ei. Spennan er í hámarki. Og breiðir sig þá ekki skælbrosandi kvensnift þvert yfir skjáinn og tekur til við að selja manni svitalyktareyöi! Fyrr um kvöldið var Elizabeth Taylor í sjónvarpinu aö kyssa nýjasta kallinn sinn. Hún er eins og handmáluð postulínsbrúöa, hvað maöur sér undir rammfölskum augnahárunum, en hún er líka oröin dáltiö þrifleg, sú elska, svo þaö ar hæþið þeir geti notað hana í kvikmyndunum öllu lengur í hreinum sætabrauöshlutverkum. Þær þurfa aö vera mjóar og rennilegar í ár, eins og hvítu, gulu og svörtu framreiðslustúlk- urnar sem fyrr eru nefndar. En hún er svo þrælheppin aö vera gift frambjóö- anda í þetta sinn, svo aö hún er í sviðsljósinu. Maður opnar naumast sjónvarp aö hún sé þar ekki aö príla uppum frambjóöandann sinn aö sýna okkur hvað hún sé makalaus eiginkona. Vitstola hraöi Mér finnst svona kossaflens fyrir framan alþjóö fremur svona bjálfalegt, hlédrægum mörlandanum, og auk þess ganga þvílík ósköpin á viö þetta sem annaö á skjánum hjá Kananum. Hver sjónvarpssekúnda er dýrmæt, og þar af leiöandi hamast allir eins og vitstola menn fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Fréttaþulirnir tala eins og gangster heföi skrúfaö hríðskotabyssu uppí talandann á þeim og fretaöi útum hann. Þessir forkar væru svosem þrjár mínútur aö hespa fréttirnar af sem íslenskir starfsbræöur þeirra eru að kjamsa á í hálftíma. Og þeir eru ekki sífellt aö góna á mann útúr skjánum, tuldrandi meö vandræöalegu brosi að skóflustungumyndin af ráöherranum sem átti aö sýna næst sé raunar ennþá í framköllun. Engar slíkar snuröur á þræöinum þar sem hvert glappaskot kostar hálfan skýjakljúf ef ekki betur. Meira aö segja veðurfræðingurinn talar meö hundrað hnútna hraöa á sekúndu, þýtur eins og fiskifluga í ham í kringum skrautlituö veðurkortin og á í manni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.