Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Qupperneq 3
Hannes Pétursson
Ei hálfa leiö
nær hugsun mín til þín
Ég skynja þig
en ég skil þig ekki.
Afneitun mín og hik
er ígrundun um þig.
Mín innsta hugsun
er á heimferö til þín
— og þó innan þín
sem ert allar strendur.
Mislengi
er líf vort í hafi
Mammons? Tala þjónar hennar ekki oftar
um skipulag, helglsiöi og form og um
hærri og voldugri turna þeirra húsa sem
þeir kalla vígi guös en um manninn,
einstaklinginn, guösmyndina í leirnum
sem þeim ber aö skýrá og lokka fram úr
óskapnaöi umbreytinganna svo aö hann,
maöurinn, guðsmyndin á jöröinni nái aö
skína í öllum Ijóma sínum sem afsteypa
skapara síns? Frá honum og til hans
liggur leiðin, leiö um heiöi og hraun og
háar öldur stórra sæva. Þar eru þér,
kirkjunnar þjónar, settir sem vitar og
vegsögumenn aö leiöa okkur heim. Ekki
aö bera okkur á örmum meinleysis og
fyrirgefningar heldur aö styöja okkur í
stríöi að styrkur okkar eflist viö átök, vit
okkar við reynslu og góðvild okkar við
ástundun skynsamlegrar sambúöar, aö
viö megum verða, hver og einn, sá
hlekkur sem ekki brestur þegar á keðjuna
miklu reynir.
Og skólarnir, hvað eru þeir aö gera?
Eru þeir aö hjálpa einstaklingnum aö
byggja upp guösmynd sína sem manns
eöa eru þeir aö skapa þægan hóp sem
fellur aö búskapar- og framleiðsluháttum
peningaþjóöfélagsins? Ég heyri aldrei aö
skólar eigi aö skapa ímynd guðs á jörö.
Ég heyri aö þaö eigi að skapa hóp karla
og kvenna í skólanum sem komi til meö
aö þjóna hagsmunum atvinnuveganna.
Þetta kann aö vera ágæt hagfræöi en
hvað ber þaö okkur nær guði, nær
guödómi fegurðarinnar í náttúrunni, í
listinni, í trúnni og samúöinni? Nei,
þúsund glansskyggnishúfur skulu þornar
út um torg aö prófi loknu, allar eins, ekki
þúsund sérstæö höfuð, full af mannbæt-
andi vísdómi og frjóvgandi ímyndun. Þetta
er hryggilegt því að hópsálin á sér ekki
eilíft líf. Þaö var sál einstaklingsins sem
fékk fyrirheiiið mikla frá syni guös: Ég lifi
og þér munuð lifa. Hópsálin, hinn einiiti,
sauðsvarti múgur, mun deyja.
Skoöum stööu okkar. Hverjir erö hinir
óbugandi einstaklingar meöal okkar. Eru
þaö stjórnmálaforingjarnir? Eru þeir
meöal skólamanna, þjóna kirkjunnar,
ungmennafélaganna? Hvar eru hinar
skæru stjörnur nútímans? Er einhver sá á
meöal vor á þessum dögum er hlyti
áróöurslaust viöurnefnio „hinn góði“ og
bæri þaö meö sóma og án minnsta
skugga um allar aldir? Hann var til og þaö
á þessum stað, Guðmundur biskup.
Er einhver sá á meðal okkar á síöari
hluta aldar frelsisbaráttunnar, upplýsinga-
aldarinnar miklu, er léti höfuö sitt og
bestu sona sinna tveggja fyrir hugsjón
sína og trú? Þessi maður var til og þaö á
þessum fornhelga staö, Jón biskup
Arason.
Og er uppi, nú á öld tækninnar,
arkitektúrsins og sérhæfingarinnar, nokk-
ur sá er gert gæti biblíu þá er hér var
unnin eftir forsögn Guöbrandar biskups.
Haföi hann þó aldrei heyrt oröiö „hönn-
un“. En hann átti í staöinn og ræktaöi þaö
hjartalag sem ræöur góðum hlutum.
Þaö kann aö vera til maður meðal okkar
er gæti meö góðum árangri sungiö fyrir
erkibiskup og kóng svo sem gerði
heilagur Jón Ögmundsson. En honum yröi
ekki hæst hossaö í fjölmiðlum okkar né á
háskólahátíöum. Þar yrðu þeir félagar
Rámur og Skrækur hærra metnir af
múgnum.
En þó skulum viö stöövast hér um stund
og hugleiöa hve ótrúlega marga og góöa
listamenn viö höfum átt á þessari öld og
hinni síöustu. Viö stærum okkur af fornum
bókum okkar og megum vera stoltir af
þeim. En það er einmitt á dögum okkar
sem nú lifum aö fram hafa komið með
þjóöinni innblásin skáld og snillingar á
sviði orð-, tón- og málaralistar. Getum viö
þó ekki metið þá enn sem vert er.
Mér finnst stundum aö okkur hafi falliö
einstakt happ í skaut aö fá aö krjúpa viö
fótskör hinna miklu listamanna samtím-
ans. Og þeir hafa einmitt sannað meö
tilvist sinni hvílíkt jötunafl býr í sál
einstaklingsins nái hún valdi á innviöum
sínum, aö móta og meta, vaka og vinna í
auömjúkum anda listamannsins. Hún
getur oröiö sá einbúi „er gnæfir svo langt
yfir lágt“ og er það ekki einmitt hlutverk
okkar allra aö vaxa upp mót Ijósi því er viö
köllum guö og aö sameinast að lokum því
Ijósi.
Og sannur listamaöur er mesti vel-
gjöröamaöur fólksins alls því aö hann
hjálpar einstaklingnum aö finna sjálfan sig
og sameina þá þræöi er bærast í
hugskotinu og auka tilfinning hans fyrir
sérleika sínum sem þó vex aöeins í skjóli
hins sameiginlega. Viö getum hvorki veriö
án annarra manna né megum viö renna
saman viö þá. Því ræktum við sérleik
sálar.
Alla menn hungrar og þyrstir eftir
einhverri lífsfyllingu. Fæstir vita hvar
hennar er aö leita né hvaö það er sem hið
djúpa brjóst þeirra þráir. Því lúta svo
grátlega margir niöur aö hinum gruggugu
keldum og bergja þar eitraöar veigar. Og
þangað leitast bölvaldar lífsins viö að
beina þeim.
En hverjum ber aö vísa hinum þyrsta
veginn aö lindum þeim er geyma hið
lifandi vatn? Eöa ber okkur yfirleitt aö
gæta bróður okkar? Þaö held ég aö allir
viöurkenni í hjarta sínu og einnig hitt aö
þeim beri aö vísa hinn færa veg sem hafa
fyrir meöfædda gkyggni eða strangt nám
lært að þekkja hann.
Við eigum bækur, arf frá fortíð, þar sem
sjáendur og vegruðningsmenn skráöu
árangur reynslu sinnar okkur hinum til
leiöbeiningar. Viö þurfum ekki þúsund
lesmálssíöur, bollaleggingar um þaö hvort
ódáinslönd séu til. Tilvist þeirra er
sönnuð. Við þurfum leiösögu þeirra sem
vita hvar ódáinslanda er aö leita og
hvernig viö getum numiö þau til frambúö-
ar.
Ég geri miklar kröfur til presta þjóö-
kirkjunnar, til kennara skólanna okkar og
Framhald á bls. 10
„Viö látum mangara segja okkur, hvernig viö
eigum aö klæðast og hvernig skera hár okkar“.