Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Side 5
skilningur kemur fram hjá Göthe í „Faust“ Þar sem segir: Þér nálgist aftur, andans kvíkar sýnir, sem augaö fyr á tíö í Þoku sá. Hvort skal Þá freista, hugargestir mínir, - aö hafa yður fastatökin á? Vegna Þess, aö hugbylgjurnar birtast sem myndir, verður heilinn aö ráöa í efni Þeirra og færa Það til máls. Þaö er að hafa fastatök á Þeim. Og Þegar heilinn hefir oröaö Þær, Þá kallast Þær hugtök, bæði einstök orö og setningar. Hugbylgjurnar sækja svo hratt aö mönnum, eöa hugskeytin, aö menn eiga oft í vandræöum að koma oröum aö myndrænni Þýöingu Þeirra. Og Þannig túlkaöi Fornulfur Þetta: Mér finnst ég hugsa oft furðu vel og fylgja Þræöinum, en Þegar ég er aö oröa Þaö fer allt úr reipunum. Mér finnst allt verða aö svip hjá sjón af sjálfs mín hugsunum. En Þaö vitkar manninn aö fást viö Þýöingu hugmyndanna, Þaö er einn Þáttur framÞróunar. Hugbylgjurnar eru bæði fagrar og Ijótar, eftir Því hvaöan Þær eru komnar, og líkjast Því aftur sjón- varpi aö Þessu leyti. Og vegna Þess, að engin skýring fylgir hugmyndunum, veröur heili mót- takanda aö Þýöa Þær. Fer Þá oft svo, að sumir misskilja flest, eða Þá aö Þeir færa afvega samkvæmt sínum eigin geðÞótta. En ekki fer hjá Því, að fagrar hugbylgjur hrífi sálir manna og lyfti til flugs með unaði fegurðar sinnar og göfgi. Þá sjá skáldin sýnir, æöri og betri en aörir menn. Þá kallast Þetta hughrif, opinberanir og hug- myndaflug. Til eru pær stundir, Þegar Þessi fögru og Ijúfu áhrif ná til allra manna. En engin stund kemst Þar til jafns viö helgistund jólanna hjá kristnum mönnum. Þaö er eins og menn séu Þá miklu hæfari en ella, aö taka á móti hinum fögru hugbylgjum, sem Þá streyma til jarðarinnar. Jafnt börn sem full- orönir skynja og skilja áhrifamátt hugboðanna. Þá bera hugbylgjurn- ar friö og gleöi til allra, sem kunna aö taka á móti Þeim. Þetta er guösfriöurínn, sem kemur inn á heimilin meö birtu og yl. Þá breytist hver hlutur á heimilinu og fær á sig feguröarblæ, og andrúmsloftið viröist vera hlaöiö ólýsanlegum áhrifum ósýnilegra krafta, en Þaö vekur Ijúfa samúö og hlýjar tilfinn- ingar í brjóstum allra. Þessi töfrastund er komin til vor meö hugbylgjum utan úr geimnum. Hver mundi ekki vilja ná „fastatök- um“ á henni? Þér birtir í skapi og hjarta, eg held ef hugsaröu um reynslu slíka, als geturöu veriö góður í kveld Þú gætir Það endranær líka. JOLA- Hinma- m m£B&. skUdingar kræMber Plötusafnið er dávænt og kennir Þar margra grasa, allt frá söng Silfurkórsins og upp í Missa Solemnis eftir Beethoven. Stærstu verkin eru sjaldnast leikin, njóta stn heldur ekki nema í algjöru næöi. En ósjaldan hafa óbókonsert Mozarts (K314 í C-dúr), hornsónata Beethovens (op. 17), flautuleikur James Galways, Vatnamúsík Hándels, klarínettukonsert Mozarts, píanókonsert Griegs (op. 16) og allt upp í Sumarnætur Berlioz og Sköpunin eftir Haydn lyft sálinni á æðra plan yfir upppvotti, hreingerningum, gólf- Þvotti eöa handavinnu. Einn er Þó sá, sem langoftast hefur heyrzt í stofunni minni, annaöhvort syngjandi eöa leikandi á trompettinn sinn. Þaö er Louis gamli Armstrong (reyndar bæöi ungur og gamall). Hann nýtur sín viö öll tækifæri. Oft eru Þær stórkostlegar Cleo Lane og Marl- ene Dietrich, en Þó koma Þær stundir, aö Þreyttar taugar pola ekki einu sinni Þær. En Louis, blessaöur karlinn, alltaf tekst honum aö lægja úfnar sálaröldur og slaka á Þöndum taugum meö sinni djúpu, mannlegu hlýju og gleði. Og er Það ekki undarlegt, áö mörg lög hans (textarnir líka) hafa oröið til Þess, að ég hef minnzt ýmislegs úr minni eigin bernsku norður viö Dumbshaf, Þó aö Þau séu samin í alveg gjörólíku um- hverfi. Tökum til dæmis Pennies from Heaven. Þegar ég heyri Þaó lag, kemur mér í hug, Þegar viö krakkarnir noröur á Húsavík tín- dum peningagrös (eins og viö kölluðum lokasjóðinn) og plokkuö- um úr Þeim örsmáa, glansandi einseyringa og allt upp í stóra, brúnleita túkalla til að nota í búöarleikjum. Einnig sé ég fyrir mér óteljandi, gullna kolla sóleyja og fífla, sem vaggast í dimmgrænu grasinu í sumarvindinum eöa hvernig sunnudagssólin tindraöi og sindraöi á lognöldunum á Víkinni. Allt voru Þetta Pennies from Heaven: HIMNASKILDINGAR. Og líklegaá ég Louis gamla aö Þakka, aö eldgamalt, gleymt og grafið atvik kom fram í hugann. Ég fókk að vera meö afa gamla í Túnsbergi við rúning suður í rétt sólbjartan, kyrran sumardag. Þegar verkinu var lokiö og langt liðiö á kvöld, rak afi fé sitt upp í Krubb ásamt fleira fólki og leyfði mér að slást í förina. Þetta var enginn smáræðistúr og ekki lítiö ævintýra- legur. Einhverra hluta vegna hafói Þetta Þó alveg grafizt í hugar- fylgsnin, Þangað til allt spratt skyndilega fram, Þegar ég heyröi Louis í fyrsta skipti syngja Blue- berry Hill. Þá sá ég allt sviöið greinilega fyrir mék: Kindur og lömb renna áfram lyngivaxna mó- ana á Reykjaheiði, afa í svörtu peysunni, Þurrkandi svitann af enni sér, langa skugga fólksins, sem rak féö, kvöldroöann glampa á Krubbs- fjallinu og blágullinn vatnsflötinn á Botnsvatni. Og aftur hríslaöist um mig ævintýralegi hrollurinn, sem ég fann til af Því aó vera Þarna á ferð svo síðla kvölds og svo ung aó árum. Þegar öllu er á botninn hvolft er kannski ekkert undarlegt, Þó aö kolsvartur negri frá New Orleans veki upp bernskuminningar hjá konu noröur undir heimskauts- baug, vegna Þess aö „Það, sem kemur frá hjartanu, nær til hjart- ans“ og „hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu." Anna María Þórisdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.