Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Síða 7
í- X . t. '
< , .
' t -
')0V.
1».
fX<
v-
x-yXí
Sveinbjörn Beinteinsson
SNORRAMINNING 1978
Oft þegar kvöldar koma
kvæöi dagsins í huga
ort mér einum til gamans
oröum og stuölum búin.
Stuttoröar stökur fljúga
stundum á hljómsins vængjum
þegar aö sunnan svífur
söngfögur lóa til heiöa.
Fyrstu vorblómum fagnar
fámælt en hugstæö vísa
þegar himinninn hlýnar
hlíöar klæöast úr snjónum.
Vekur haröari hljóma
hergnýr og aökeypt sneypa
glataöur gróöurdraumur
glapráð fávísra manna.
Hugsjónir helgra kvæöa
hagspekin lítils metur
list í Ijóöum og verki
lygin og þögnin gleypa.
Ósköp er á aö hlýöa
— einhver fer þá aö segja —
skáldamál skriftir prýöa
skáld hljóta þó aö deyja.
Satt er aö svefninn langi
síöast við öllum tekur,
eitt skal þó alltaf muna.
Orö og hugsjónir lifa.
Því vil ég heilum huga
hvarfla nokkuö til baka
finn þar hjá fræöum og sögu
fegurö og vit í máli.
Afbragðsmanns auö og veldi
ekki má lengur skoöa
blóö hans af bööla vopnum
burt fyrir löngu þurkað.
Eitt er þó enn viö lýði:
orölist mikilla verka,
bragvís og bjartur hugur
bjarmar af hverri línu.
Reit hann sannyrði sögu
svipmikil voru þau fræöi
styrktur stuölum og háttum
stór í hugsun og máli.
Hefur nær átta aldir
orðhelgi sinnar þjóöar
variö meö heilögum vopnum
vitsmunum Ijóös og sögu.
Skildi Þveræings þykkju
þekkti hvaö vörn hans gilti.
Grímsey og Grundartangi
gagnvart í sögunni standa.
Sá hann aö Einars andi
átti sér fækkandi stoöir
gróöinn og gylliboðin
geröu margan að lyddu.
Orð hans og andi gilda
enn þegar land skal verja,
eins þegar Ijóöum okkar
ógnar vesöld og tíska.
Trú okkar fornu feöra
flytur þau boö um aldir:
minna er lífiö aö missa
meira ef drengskapinn brestur.
Orö hans: Eigi skal höggva.
Enn viö höfum í minni
gefum aö slíku gætur,
gott er friðar að njóta.
Samt þegar ekkert annaö
okkar til bjargar veröur
manndáð og metnað hugans
metum viö hærra en lífiö.
Svo þegar syrtir í lofti
sakir og dómar mætast
þá getur jafnvel þögnin
þuliö framtíöarspána.
Hins er þá holt aö minnast
hvernig sem leikar fara
orðsnilld sögur og edda
áttu hér mann til varnar.