Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Blaðsíða 14
iéÍ 1 tgff 78 || Um myndlist í kirkjum upplýsta Krist, hinn „nýja mann“ þrunginn innri dýpt og yfirvegun. Kristsmyndir Nazarenanna, sem dönsku altarismyndirnar okkar bera greinilegt svipmót af, eru tiltölulega lausar viö að tjá innri átök og merkingu hins biblíulega atburöar, þær sýna yfirborö hans í smáatriðum og eru því um leið háöar óhjákvæmilegum tak- mörkunum hinnar bókstaflegu nákvæmni eins og upprisumyndir þeirra sýna hvaö bezt. Kristur þessara mynda sýnir jafnan næsta lítil einkenni þess Krists, sem á krossinum hrópaöi „Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ 6Í kirkjum okkar eru margar góöar ■ altaristöflur eftir íslenzka lista- menn — auk annarra listaverka. Má af handahófi nefna fáeinar þessara mynda: Mynd Þórarins B. Þorlákssonar í Þingmúlakirkju í Skriödal, altaris- myndir Kjarvals í Vopnafjaröarkirkju, Borgarfiröi eystra, Blönduósi og Innra-- Hólmskirkju, myndir Ásgríms Jónsson- ar í Stóra-Núpskirkju, glugga Geröar Helgadóttur í Saurbæ og Skálholti (auk fjölmargra annarra verka hennar er- lendis), mynd Barböru í Kópavogskirkju (auk skreytinga hennar á Passíusálm- unum) og verk Grétu Björnsson — svo eitthvaö sé nefnt. Þaö er ekki alveg víst, aö niöurstaöa Björns Th. Björnssonar, listfræöings, sé rétt er hann segir í hinu mikla og merka riti sínu „íslenzk myndlist á 20. öld“ eftir aö hann hefur réttilega útlistaö hiö niöurnídda ástand kirkjulegrar listar á íslandi: „Það er menningarforysta þjóðkirkjunnar, sem á hér þá sök, sem er. Hún hefur ekki séð hjörö sinni fyrir neinu listrænu ráöuneyti á þessu sviði; hún hefur jafnvel lagt sína upplyftu hönd yfir alls kyns erlent búðardrasl, sem inn í kirkjurnar hefur flotiö og ekki bliknaö neitt sýnilega viö“ (2. bindi, bls. 227). Þeim mun sárari er þessi þróun í augum listfræðingsins, þar sem „íslenzk kirkjulist á sér þó nokkra hefð“ (bls. 227). Ekki skal dregiö úr orðum listfræöingsins en spyrja mætti samt sem áöur, hvort ekki bæri aö leita orsakanna enn dýpra en í tilfærðum orðum er gert, þ.e.a.s. í guðfræðilegum skilningi safnaöanna á hlutverki kirkju- legrar listar. Hennar hlutverk er ekki að vera vitnisburöur um innri frómleika gefendanna, ekki heldur aö vera „biblía hinna ólæsu" eins og myndskreytingar kirkjunnar voru gjarnan kallaöar á miööldum, einfaldlega vegna þess, aö allir eru orönir læsir. Hiutverk kirkju- legrar listar er eöa ætti aö vera einmitt í orösins fyllstu merkíngu „trúarleg list“, list, sem snertir dýpstu spurningar mannsins, sem eru trúarlegs eölis, spurningar um líf og dauöa, sekt og fyrirgefningu, tilgang og tilgangsleysi, ótta og von. Allt eru þetta trúarlegar spurningar hins veraldlega manns og hinnar veraldlegu listar. Hinn veraldlegi listamaöur þekkir syndina og sektina, óttann og spurningar um von og tilgang eins vel og hinn „trúaði“ listamaöur og sömuleiöis hefur hinn veraldlegi lista- maöur oft reynslu af náðinni — kannski oft ekki mirmi en hinn svokallaöi trúaöi listamaöur. Hér er ekki verið aö gera lítiö úr trúuöum listamönnum, sem nota hin biblíulegu tákn í listsköpun sinni eins og t.d. Rouault eöa hver annar, sem þaö gerir af ósvikinni snilld. 7Kirkjuleg list hefur á sérhverju ■ tímabili sögunnar boriö boö- skapnum um Krist vitni í búningi beztu listar sérhvers tíma. Hún hefur sjaldan verið upp á einhverja sérlega „kristilega list" komin, hennar mestu listamenn voru skapandi listamenn. En listin innan kirkjunnar hefur ekki aöeins boriö boöskapnum vitni heldur hefur hún ævinlega og í engu minna mæli Að ofani Hin fræga Ronchamp-kirkja, sem Le Corbusier teiknaði. Til vinstrii í krossafestingarmynd Griinewalds er þjáningin útm&luð, m.a. með því að Kristur er allur þakinn kaunum og bólum. endurspeglað veruleika mannsins. I list sérhvers tíma speglast þau átök, sem eiga sér staö í veruleika mannsins, speglast ótti hans og vonir. Þaö væri meiri háttar tímaskekkja einhvers listamanns aö ætla sér aö sýna trúfesti sína viö boöskapinn meö því t.d. aö endurvekja táknheim Dúrers eöa Cranachs, sem báöir voru boðberar lúthersks siöar í verkum sínum. Tákn- heimur sannrar listar er veruleiki líöandi stundar, hiö sama gildir um þá list, sem á heima í kirkjunni. Hins vegar eru hin biblíulegu tákn enn sem fyrr ósmár hluti af táknheimi listarinnar, hvort sem hún er nú innan eöa utan kirkjunnar og hvort sem um er aö ræöa myndlist, skáldskap eöa hvaö annaö. Má nefna hlutverk krossins í veraldlegri list sem dæmi, svo og hinn útbreidda „jesú- gerving". Hin veraldlega list, sem telur sig kannski ekkert vita um heföbundin trúarleg tákn, grípur oft til þeirra tákna úr sjóöi kristinnar trúar, jafnvel án þess aö hún sé sér þess meövitandi. 8Það sérstaka einkenni þeirrar ■ listar, sem kalla mætti kirkjulega list er upprisan, von mannsins, von heimsins. Samt sem áöur mætti spyrja, hvort þessi sé eftir allt saman raunin, aö kirkjuleg list beri upprisunni og von hennar betur vitni en hin svokallaöa veraldlega list. Oft hafa kirkjunnar menn fyrst spurt um trú ifistamannsins og síöan metiö gildi verksins í framhaldi af því — mætti í því sambandi nefna ýmis verk Emils Nolde svo sem myndina „Der grobe Gartner“ (1940) Þjáning mannsins hcfur verið eftir- minnilega túlkuð í ýmsum listaverk- um, sem ekki eru í kirkjum. Þar á meðal er alkunn mynd Kate Kollwitz af hungruðum börnum og hinar signu axlirerfiðisinshefur Asmundur Svcins- son túikað í Vatnsberanum. Maria Skagan JÖLATRÉ Rótslitið velkist þaö eftir gangstétt á gráum degi, krækir visnum greinum í vindinn eins og til aö rísa upp og leita sér nýrrar rótfestu í gráum steini. Fellur magnvana, fýkur í veg fyrir strætisvagn — brotnar. Frýs niður í göturæsið. Inni í skáp í hlýju húsi kúrir glitvana skraut og marglitar perur. En Ijósin — Ijósin eru vegferö í skýjum, sem bíöa eftir stjörnu að vaxa inn í augu okkar og festa í hjartanu rætur. ENDUR- FÆÐING Viö munum koma hér aftur aö gera óvirk orö og sprengjur. /E og aftur, unz viö dáin gröfinni höfum á valdi okkar eldtúngumáliö og getum sagt með sanni: Lýs milda Ijós. eöa jólamyndina „Heilige Nacht“ (1912), sem guöfræöingar hafa vænt um trúarlegan tómleika (undirritaöur er þar á ööru máli). En hiö sama má segja um mikinn fjölda listaverka eftir „kristilega“ listamenn, sem hafa hvergi fariö í launkofa meö trúarjátningu sína. Vissulega má um þaö deila, hvort listamenn, sem standa utan viö hina kristnu kirkju, séu hæfir til aö túlka miölæga -reynslu trúarinnar, svo sem reynslu krossins og upprisunnar. Næst lægi viö aö segja aö svo væri ekki. Reynslan sýnir aftur á móti tvíræöi slíkrar fullyröingar. Þar viö bætist sú guöfræöilega spurning, hvaö veriö sé aö túlka, þegar veriö er að túlka krossinn og upprisuna, er ekki veriö aö túlka sammannlega grundvallarreynslu; annars vegar vonlausrar þjáningar og hins vegar ódrepandi vonar? Og má ekki segja, aö túlkun þessa veruleika sé ævinlega ferskt viöfangsefni guöfræöi og lista, sem sérhver ný kynslóö veröi aö fást stööugt viö? Ekki má gleyma hinum skapandi þætti þegar listin er annars vegar. Er listamaöurinn þá ekki öörum þræöi aö túlka veruleik hinnar „harla góöu“ sköpunar? Of einfalt væri aö segja, aö listamaðurinn væri aöeins hæfur til aö tjá veruleik syndarinnar eöa firringar- innar því aö ekki ber á ööru en veruleiki upprisunnar hafi oft veriö býsna sannferöuglega skynjaöur og túlkaöur í hinni veraldlegu list. Vissulega segir gott listaverk aldrei „allt“, þaö veröur aldrei króað af inni í horni og þar kreistur út úr því einhver hreinn boöskapur. Gott listaverk er miklu heldur til þess falliö aö Ijúka upp nýjum víddum í lífi þeirra sem njóta þess heldur en aö færa því einhvern „boöskap“ eins og hiö talaöa orð gerir. í þessu Ijósi má líta svo á, aö hinn kristni söfnuöur geti gefiö góöu listaverki jafnvel guölauss listamanns djúpt trúarlegt innihald og sé verkið þar meö fullkomlega gjaldgengt í kirkju safnaöarins. Sérhvert listaverk, sem túlkar veruleik mannsins af hreinni dýpt er til þess falliö aö þjóna hinum kristna söfnuöi. 9Þegar list innan veggja okkar ■ kirkna er borin saman viö list utan kirkjunnar vakna ýmsar samvizku- spurningar. Ber list kirkjunnar uppris- unni vitni? Ber hún veruleik krossins vitni? Er listin utan kirkjunnar ekki oftast mun sannari boöberi krossins, er hún sér ekki á mun greinilegri hátt og dýpri, meðvitandi um synd og sekt mannsins, ber hún ekki vitni um synd, sekt og dauða, um stríö, mengun og upplausn á öllu betur sannfærandi hátt en kirkjuleg list? Og hvaö um uppris- una? Er listin utan kirjunnar ekki oft mun fyllri af gleöi og von, litríkari og frjálsari, lífsglaðari og djarfari en listin innan kirkjunnar? Og er hún ekki þar aö auki löngu búin aö taka ómakið af kirkjulegri list, þar sem um þaö er aö ræöa aö túlka hinar trúarlegu spurning- ar mannsins? — Hér er samanburöur- inn meö vilja settur á oddinn. Spurningin er samt sú, hverju þaö sætir, aö í okkar kirkju vaxi gjarnan svo þyrrkingslegur gróöur, hvort sem það er list eöa eitthvað annaö, sem skyggir á fagnaöarboöskapinn. /Etti sú list, sem er til húsa í okkar kirkjum ekki aö bera gleöi upprisunnar vitni á ólíkt betur sannfærandi hátt, ólíkt djarfari og frjálsari, ólíkt litríkari og ánægöari en nokkur önnur list? /Etti hún ekki líka að bera hinum prógressíva spámanni Jesú frá Nazaret vitni? /Etti hún ekki aö bera vitni hinum þjáöa, krossfesta Jesú á Golgata og samlíöun hans meö öllum mönnum, sem þjást? /Etti hún ekki aö bera vitni von upprisunnar, sem veitir athvarf í heimi, sem kjarnorkusprengjan brosir storkandi mót? Sú list, sem dönsku myndirnar okkar eru fulltrúar fyrir er löngu úr sér gengin og oröin þrúgandi byröi á safnaöarlífi í landinu. Megniö af þessari list er sjálfsagt þaö, sem listfræöingurinn kallar hér aö framan í tilvitnun „erlent búöardrasl“ og ætti að hljóta afdrif, sem slíkum hlutum bezt sæma. En um leiö ættu orö listfræöingsins aö hvetja listamenn og sóknarnefndafólk, presta, væntanlega listgefendur og aöra aö finna hina réttu leið til endurnýjunar. Kirkjuleg list hefur ævinlega í sögunni veriö bezta list síns tímaj hví ætti hún ekki aö geta verið þaö áfram? Eins og álfahamar eða klettaborg rís kirkjan, sem Wotruba teiknaði og frá er sagt í greininni. „Er listin utan kirkjunnar ekki oftast mun sannari boðberi kross- ins, er hún sér ekki á mun greinilegri hátt og dýpri, meðvit- andi um synd og sekt mannsins, ber hún ekki vitni um synd, sekt og dauða, um stríð, mengun og upplausn á öllu betur sannfær- andi hátt en kirkjuleg list?44 i i i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.