Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Qupperneq 16
var að sjá og heyra Toscanini stjórna ééi ky '78 Skólakórinn stóö í péttri pyrpingu og myndaði boga umhverfis Þórö. Nokkrir áheyrendur sátu viö kennslu- boröin aftur af honum; sumir laglausir samkvæmt úrskurði Þórðar frá um haustiö, aörir bara kvefaöir og áttu aö hlusta, fyrst peir gátu ekki sungiö. Viö höfðum setið Þarna líka á meðan Þóröur æfði raddirnar, hverja af annarri, en nú skyldi reynt að stilla allt saman. Stemningin var eins og viö aðrekstur, pegar viöbúið er að allt sleppi út um hvippinn og hvappinn í staö pess aö renna Ijúflega inn í réttina. Viö fórum strax aó horfa á, hvað stelpurnar í sópraninum voru sætar í staö pess aó horfa á Þórö, — en hann tók eftir pví á augabragði. „Augun,“ sagði hann hvasst og allir vissu hvað Þaö táknaöi; við áttum að horfa á stjórnandann en ekki stelp- urnar. Þóröur var snögg- klæddur og svitinn bogaöi af honum. Hann gekk að pessu meö sama hugarfari og Arabi að heilögu stríði; augun leíftr- uðu og svipmótið bar pess merki, að á pessari stund hvarf honum allur annar veruleiki. Byrja; fingri stutt á hljóð- færið og tónninn gef- inn. Söngurinn fyllti salinn. í kvöld pegar ysinn er úti og annríkið hverfur og dvín ... Endurtekið, haldið áfram, stöðvað. Þóröur: „Þessi framburöur er ótækur, — Það heitir úti en ekki údi. Og muniö aö söngröddin á að klingja hérna uppi“. Þórður myndaði boga með hægri hendinní að enni sér og lét tóninn klingja: „Við hugsum okkur röddina, eins og litla perlu, glitrandi perlu. Hún er ekki niöri í hálsi; hún er hérna uppi. Við tökum petta aftur...“ Ég man Þetta eins og Þaö hefði gerst í gær. Þó eru slétt 30 ár síðan. En Þaö rifjaöist allt upp, pegar ég hitti Þórð Kristleifsson aö nýju og fannst Þá raunar aö ekkert hefði breyzt. Þóröur er aö vísu 85 ára í staöinn fyrir 55 ára í Þá daga. En Það er aungvu líkara en pessi ár hafi staðiö mjög stutt viö hjá Þórði og ekki gert honum mein. Hann er enn í fullu fjöri; gæti Þessvegna stjórnaö Laugarvatnskórn- um meö sömu ágætum og löngum áður. En síöan hann setti punktinn aftan viö kennslu á Laugarvatni, hafa Þau hjón, Guörún Eypórsdóttir og Þóröur, búið í blokk í Laugarnesinu og Þar fer vel um pau. Þórður hætti Þó ekki kennslu; um Þriggja vetra skeið kenndi hann Þýzku við Menntaskól- ann í Reykjavík og Ijómar af gleði, Þegar hann minnist Þeirra stunda: „Það hlýtur að vera vegna áhuga Þeírra á forngripum, hvað kennarar og nemendur par tóku mér dásamlega vel“. Raunar var Þóröur um árabil Þar á eftir viðloðandi skólann sem próf- dómari og lengi vel tók hann nemend- ur í einkatíma í Þýzku; peirri náms- grein, sem honum Þykir vænna um en allar aðrar. Þóröur: „Ég var búinn aö vera í 33 ár á Laugarvatni, — kom þangað tveimur árum eftir stofnun skólans, eöa 1930 og lét þar af störfum 1963. Fyrsta áriö mitt þar eystra voru 127 nemendur í skólanum og ég kenndi þá strax söng og sönglistarsögu. Og þrjá kóra æföi ég þá strax: Samkór, kariakór og kvenna- kór. Bjarni skólastjóri var þá tekinn við stjórninni og tók þátt í uppbyggingu skólastarfsins af lífi og sál. Oft var hann sjálfur viöstaddur á æfingum og gaf mér svigrúm til aö hafa 11 söngtíma í viku. Lagavali og allri tilhögun réöi ég algerlega. Bjarni haföi yndi af söng; taldi hann menningar- og tengiafl fyrir skólaheim- iliö, og sama álit á því höfðu kona hans og börn. Þrisvar í viku kom allur skarinn saman á kvöldiri og söng, — og síðar, þegar þetta hefur boriö á góma í viðræðum viö gamla nemendur, hef ég fundið að þessir söngtímar eru þaö sem þeir minnast með mestri gleöi frá veru sinni á Laugarvatni. Rætt við Þórð Kristleifsson fyrrum söngkennara um starfiö á Laugarvatni, heimilið á Stóra Kroppi og Kristleif sagnaritara, upphaf námsferils, dvöl í Dresden og meistarann Toscanini í Scala - óperunni í byrjun hvers skólaárs prófaöi ég hverja söngrödd nýliða, skipaöi þeim í raddir og tók hreint alla með, ef þeir gátu nokkuö rauiaö. Voru fáar stúlkur, sem ekki tóku þátt í söngnum. — Sumir þeirra nemenda, sem ekki voru í söng, unnu honum engu síður hinum, hlýddu á söngæfingar og sóttu sönglistarsögu- tíma. Árangurinn? — Ætli viö verðum ekki aö telja, aö hann hafi oft veriö furöu góöur. Kórinn vakti athygli strax áriö 1932 eöa 33, aö ríkisútvarpið efndi til leiöangurs austur aö Laugarvatni. Þá voru upptökutæki ekki komin til skjalanna og kórinn söng í beinni útsendingu á þann hátt, aö söngurinn var sendur símleiöis til Reykjavíkur og útvarpaö þaðan. Helgi Hjörvar var þulur og stjórnaði þessu framtaki útvarpsins. Síöar, veturinnn 1939 og 1947, sendi ríkisútvarpiö magnaraverði sína tvo austur og voru þá sungin inn á hljómplötu líklega 40 lög.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.