Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Qupperneq 22
Desember
kaldur —
ég með
hita
Smásaga
eftir
Hrafn
Gunnlaugs-
son
Desember kaldur, ég meö hita. Ráfa
um íbúöina, finnst allt tilgangslaust og
ónýtt.
Stundum hringir síminn og ég æsi
mig upp út af engu, ríf kjaft og læt
smámuni fara í taugarnar á mér,
ímynda mér aö allir séu aö ofsækja mig.
Barnsgrátur í stigaganginum. Diselbíll
fyrir utan. ískápabragö af mjólkinni.
í gær byrjaöi ég á leikriti um fólk sem
festist í lyftu. Þrjár konur og tvo menn.
Þau hafa búiö í sama stigagangi í fjögur
ár, án þess að kynnast, aðeins kinkað
kolli þegar leiöir skerast á morgnana og
kvöldin. Viö lyftubilunina er þeim hins
vegar þrýst inn á hvert annað í tvo tíma.
Ég breyti þessu fljótlega í fjóra tíma.
Nálægöin veröur til þess aö þau missa
hversdagsgrímuna, hvert á fætur ööru,
og innri maöur birtist í öllum sínum
öfgum. Áöur en ég vissi af var allt
logandi í samförum í lyftunni og búiö aö
drepa eina konuna. Ég fékk andstyggö
á hugmyndinni, hætti og fór aö skrifa
ástarsögu.
Sagan fjallar um konu sem á kött og
kampavín. Og þótt veturinn gnauöi viö
glugga fer ég meö hana upp í Heiömörk
og legg hana í lyngiö meöal blómanna.
Þá koma fáeinar Ijóðlínur upp í hugann:
Er næturkuldinn blés í kaun
kveikti hún grýlukerti
og vafði um mig vorsins ilm
ef vetrarfrostið herti.
Og um leið sé ég allt aftur og sagan
segir sig sjálf:
Krókloppinn meö grýlukerti í
skegginu villtist ég um í hitasvækju
sumarsins, þegar konan meö köttinn
tók mig í faöm sinn og kyssti burt
frostiö af vörum mínum.
En hver var hún, spyr ég haustvindinn
sem ríður net úr rjúkandi mjöll yfir
götuna? Ég veit aö ég varö mjúkur leir í
örmum hennar og hún tók mig á
siglingu um eldrauð höf. Og samt er ég
ekki viss um að þaö hafi verið ég sem
hvíldi í faömi hennar, þótt ég muni
greinilega andardráttinn í ym hafsins og
líkama hennar sem ruggaöi á öldunum.
Ég var langförull ísjaki, læstur í farveg
daganna meö kulnaða drauma á
heröum og tók ekki eftir vorinu sem
vekur elskendurna upp frá dauðum. í lífi
mínu var eilífur febrúar. En þegar viö
komum aö landi yfir höfin rauöu, rann
morguninn upp inn í mér og utan viö
gluggann.
Var hún sólsterkjan eöa svartnættiö?
Eöa stjarna sem missteig sig á
festingunni og féll til jaröar?
Vindurinn feykir burt spurningum
mínum, og þær koma aftur til baka en
drukknaðar í hlátri hennar, og ég veit
ekki mitt rjúkandi ráö frekar en um
morguninn þegar hún flögraöi meö mig
út í hraun og lagði mig til þerris í sólinni
þar sem ilmurinn úr lynginu er svo
sterkur aö maöur breytist í flugu, blóm
eöa fjall og á hvergi heima nema í miöju
augnablikinu sem rúmar miljón eilíföir,
og ég skildi ekkert í því af hverju viö
vorum í fötum. Eöa hefuröu séö blóm í
gallabuxum, eöa fjall í sportskyrtu?
Hún sagöist eiga kött og hann heföi
fundist meö Lenín á botni Eystrasalts-
ins og ég skreiö í faöm hennar eins og
kötturinn Lenín og hún kyssti burt alla
kossana sem ég hef safnað gegnum
árin og iímt á hörund mitt eins og
frímerki, og áöur en ég vissi af voru
gömlu unnusturnar lagðar á flótta meö
atlotin í farangrinum og ég leit um öxl
og sá þær breytast í saltstauka.
Steinrunnin nátttröll sem elska ekki
einu sinni í minningunni, og konan með
köttinn ein í örmum mínum og ég
yndislega ruglaöur inn í frönsku mál-
verki af nakinni konu sem situr á teppi
meö tveim prúöbúnum mönnum, og ég
beið bara eftir því aö málarinn stryki
blautum pensli yfir andlit okkar og festi
okkur um eilífö á léreftiö svo allur
heimurinn gæti séö hversu heitt ég
elskaöi hana. Þá heyröi ég klikk fyrir
aftan mig og lítill álfur meö myndavél
stóö efst í lautinni og horföi á okkur
stórum augum án þess aö segja orö, og
þegar hún hætti aö kyssa mig og bauö
honum aö koma og fá sér súkkulaði,
tók hann til fótanna og hélt áfram aö
hlaupa, þar til hann var aöeins örlítill díll
á iöi í tíbránni.
Hann hélt aö viö værum ímynd eöa
draumur, þar til hann framkallaöi
myndina og gat skoöaö okkur þar sem
viö liggjum nakin í sólinni. Hann geymir
myndina á leyndum staö upp í skáp og
þegar hann hefur læst herberginu sínu
og gengiö úr skugga um aö enginn liggi
á gægjum tekur hann okkur fram úr
pússi sínu og starir á okkur þar sem viö
liggjum í lautinni, föst í faömlögum og
heimurinn stendur kyrr.
En þótt hann skoöi okkur þúsund
sinnum efast hann á stundum um
atburöinn í hrauninu, nær í myndina og
rekur ofan í hana nefið og fitlar viö
sjálfan sig, dreymandi um aö vera
sjálfur á milli okkar, og þá verö ég jafn
ruglaöur og hann og þrýsti þér að mér
af enn meiri ákafa, til aö sannfæra mig
um aö þú sért ekki ímyndun eöa
draumur, faöma út í loftiö og ligg allt í
einu út á gólfi meö kófsveitta sængina í
fanginu og finn aö ég er veikasti maöur
í heimi og hreint kraftaverk aö ég er
ekki löngu kominn í hóp englanna —
eöa púkanna og óþægilegur hrollur fer
um háls og herðar.
Ég reyni aö boröa, en matarlystin er
engin, samt er ég viss um aö ég sé
sársvangur. Geislalaus sólin gægist upp
fyrir húsþökin í hádeginu, en er fljótlega
horfin og skammdegiö grúfir yfir. Ég sit
tímunum saman viö gluggann, horfi á
umferöina, veit ekki hvaö ég á af mér
aö gera.
Ég byrja aö spinna upp sögu um
rithöfund sem hittir sögupersónu sína
Ijóslifandi. Persónu, sem hann hélt aö
væri aöeins til í hans eigin hugarheimi.
Þegar sögupersónan uppgötvar hver
rithöfundurinn er, kvartar hún fyrst yfir
þeim hræöilegu örlögum sem höfundur-
inn hefur valið henni, ákveöur aö losa
sig undan ofurvaldi skapara síns og
drepur rithöfundinn. Allt í einu opnast
sagan og dýpkar, ég sé Manninn drepa
Guö sinn. Ofurmenniö sem öðlast fullt
frelsi með því að höggva Guð og losa
sig undan refsidómi almættisins. Synd-
in hverfur og gullöld listanna hefst.
Svo byrja ég aö efast um hugmynd-
ina, finnst hún gömul og slitin, slengi
henni frá mér. Fer að hugsa um konuna.
Kannski þessa sem bjó á fjallinu? í
konunni leynast tveir eölisþættir,
ambáttin og haröstjórinn. Geristu þræll
haröstjórans ertu ekki vaxinn vinskapn-
um, en gerist þú frjáls maöur með sigri
á haröstjóranum, eignastu ekki vin,
heldur ambátt. Konan getur aldrei fetaö
hinn gullna meöalveg vináttunnar. í
brjósti konunnar búa glýja og svart-
nætti hlið viö hliö. Hún skilur aöeins
ofríki eöa undanlátsemi, ástina.
Konan er eins og lax. Ekki hendir
maður fiskinum aftur út í ána, heldur
reynir aö setja í nýjan ...
Móöurást er eitur í beinum kynvilltrar
konu, því hún veit aö móöurástin
stendur í vegi fyrir aö hún geti táldregiö
konuna.
Ég les yfir þaö sem ég hef skrifað og
skammast mín. Líklega er ég kvenhatari
eins og Strindberg, svo ég bæti viö: Ég
ber eilíft í hjarta mínu djúpa viröingu
fyrir konunni, fyrir brjóstum hennar,
maga og ... Nei, fyrir aö fæöa af sér
lífið, stærsta listaverk tilverunnar.
Siguröur Pálsson kemur í heimsókn
og segir að frézt hafi af manni sem
hlaupi ýlfrandi um hverfiö á síðkvöldum
og leiki vofu. Ég sé á svip hans, aö hann