Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Page 13
Deutscher Pavillion í einskonar hetjustíl.
Arkitekt: Albert Speer.
„Ljóskirkjan", mörgum sterkum Ijós-
kösturum beint saman í einn punkt hátt
á lofti. Það var sú tignarlega umgjörð,
sem Albert Speer bjó flokkshátíö
nasista 1937.
fram, skipulagt sem „vígslustaður
pjóðernisfélagshyggjunnar
(Nationalsozialismus) „og par fóru
fram hersýningar, kappleikir, fána-
vígslur og minningarathafnir innan
feikilegra fánaborga. Og „Hinn pýzki
ípróttaleikvangur“ fyrir stolta og
hrausta menn fagrar konur, en Speer
gerði skömmu síðar uppkast aö
honum, átti að vera 550 metra langur
460 metra breiður og rúma 400
púsund áhorfendur.
Húsameistari Hitlers hugsaði fyrir
persónulegum pörfum foringjans í
svipuðum hlutföllum. Hið nýja ríkis-
kanselí, sem aðeins átti að vera til
bráðabirgða og byggt var á minna en
ári í miðborg Berlínar, var 421 metri
að lengd og 405 metra breitt. í
reisugildinu sagöi Hitler meðal ann-
ars: „Ég er of stoltur til aö ganga inn
í hallir fyrri tíma, paö geri ég ekki,
hið nýja ríki mun sjálft byggja sínar
hallir og sín salarkynni", petta „nýja,
pýzka lýðveldi“ mun „hvorki verða
kostgangari né næturgestur í fyrr-
verandi furstahöllum.“
Hið nýja pjóðernisfélagshyggju—
vinnuherbergi Hitlers var 391.5 fer-
metra stórt. í útskurðinum á skrif-
borðinu kunni hann vel aö meta
sverð, sem aö hálfu var dregið úr
slíðrum: „Gott, ágætt... Þegar
erlendir sendimenn sjá paö, skýtur
pað peim skelk í bringu.“ Þá var
hann og mjög hrifinn af gangsalnum
myndskreytta, sem var 146 metra
langur eöa tvisvar sinnum lengri en
hinn frægi speglasalur í Versalahöll.
En mest pótti honum pó vert um
Arkitekt Hitlers, Albert Speer, sýnir
foringjanum módel aö nýrri byggingu.
Fyrir púsundáraríkiö skyldi byggt í
klassískum stíl.
hina 220 metra löngu salnaröð frá
anddyrinu aö móttökusalnum:
Sendimennirnir myndu „pegar fá
nokkra hugmynd um veldi og stærð
hins pýzka ríkis á peirri löngu leið“.
Þeir byggingameistarar Hitler og
Speer tóku til við að leggja drög að
„heimshöfuðborginni“ með slíkum
stórhug, aö til samjafnaðar veröur
aðeins leitaö til kirkjunnar auk hinna
fornu Egypta og Rómverja. Þegar
árið 1925 haföi Hitler gert frumriss aö
„fundarhöll“ og „Sigurboga“ í Berlín.
En frá 1936 málaði Speer hugsýnir
Hitlers.
Samkvæmt peim átti „hin prúg-
andi stærð hinna tígulegu bygginga
ekki aöeins að gefa mönnum í skyn,
hver heföi umráðarétt yfir peim,
heldur tók Speer einnig mið af pví,
aö pær ættu einnig að vera minnis-
merki um pá sigra, sem í vændum
væru, eins og gagnrýnandinn Arndt
segir í hini nýju myndabók.
Sálrænir þættir heilsugæzlu
Eftir Geir Viðar Vilhjálmsson
GREININGAR-
VIÐTALIÐ
Þegar einstaklingur leitar á náöir heil-
brigðiskerfisins vegna vandamála eða
sjúkdóma má gera ráð fyrir því almennt
séö aö um helmingur fólks sé í þörf fyrir
sálræna aðhlynningu fremur en líkamlega,
ef marka má álit Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar. Einnig þeir sem koma
vegna vandamála sem eiga sér fyrst og
fremst líkamlegar orsakir eru í þörf fyrir
sálræna aðhlynningu jafnhliða líkamlegri
og þeir sem þurfa á sálrænni aðhlynningu
fyrst og fremst að halda þurfa nær alltaf á
líkamlegri aðstoð eða aðgerðum að
halda líka. Þannig er líkami og sál ein
samverkandi heild og einstaklingurinn þar
aö auki nátengdur því félagslega og
menningarlega umhverfi sem hann eða
hún lifir í og spilar þar vitaskuld einnig
mikilvægt hlutverk.
Mikilvægi þess að afla greinargóðra
upplýsinga frá skjólstæðingi og aðstand-
endum er almennt viðurkennt grundvall-
aratriði greiningar sálarlífs, en þar sem
hin sálræna hlið heilsufarsvandamála vill
oft veröa útundan er ekki úr vegi að líta
nokkuö á þetta atriöi og nefna nokkur
atriöi sem vert er að litast um eftir.
Sállíkamleg
(psykosómatísk)
einkenni
Litarháttur, hitastig húöar, rakar hend-
ur, tíöni andardráttar og dýpt, spenna
vööva, rykkjóttar eða vel samræmdar
hreyfingar, limaburður, göngulag, blær og
hljómfall raddar, framsögn, hreyfingar
augna og augnaráð, vaxtarlag, holdarfar,
misræmi eða samræmi milli aldurs og
útlits, allt eru þetta atriði sem glöggur
greinandi tekur eftir og notfærir sér við
heildar úttekt á ástandi þess sem til hans
eða hennar leitar. Þegar út í viðtal er
síðan komið er mjög mikilvægt að kanna
gaumgæfilega lifnaðarhætti viðkomandi:
Mataræði, — hverskonar mat hvenær og
hve mikið borðað, athuga þarf álag frá
mat sem inniheldur rotvarnarefni, litarefni
og önnur aukaefni, eru tekin bætiefni og
hverskonar. Þolir viðkomandi illa suman
mat, fer það eftir tilreiðingarmáta, t.d.
steikingu, hve mikið er drukkið af kaffi, te,
áfengi, reykir viðkomandi, tekur lyf,
verkjatöflur o.s.frv.? Hvað með lifnaöar-
hætti er varðar líkamlega hreyfingu,
göngur, íþróttir, sund, böð, þol gegn hita
eða kulda, áreynslu o.fl.?
Tilfinningalíf
Hvaða tilfinningar upplifir viökomandi
helst í sínu lífi; kemur oft fram reiði, ótti,
gleði, sorg? Hvernig bregst hann eða hún
við þegar reiði kemur upp, getur viðkom-
andi fengið útrás í gráti, skemmtunum
eða í vinahóp? Er tilfinningaálag til staðar
frá ættingjum, vinum, vinnustaö eða
fjölskyldu? Eru fjárhagsáhyggjur eða er
atvinnan ótrygg? Hvernig voru aðstæður
heima fyrir á barnsaldri, hvar í systkina-
röðinni, hvernig voru tengsl viö foreldra,
hvað með myrkfælni, martraðir fyrr eða
nú? Hvernig bregst viðkomandi við ótta?
Hvaö hvetur hann eða hana til dáða. Hver
er afstaðan til kynlífs og ástar?
Hugarlíf
Stundar viðkomandi starf sem krefst
verulegrar beitingu greindar, nýtast vits-
munir til fulls eins og lífsmynstri er nú
háttað, skortir skilning eða yfirsýn hjá
viðkomandi er varðar samhengi lífs hans
eða hennar? Er hugarleg afstaða, skoð-
anir eða fordómar til hindrunar er varðar
samcæmingu tilfinningalífs og huga.
Hvaða mynd gerir viðkomandi sér af
sjálfum/sjálfri sér, — er sjálfsmyndin í
samræmi eða ósamræmi við þær upplýs-
ingar sem greinandinn hefur fengið frá
viðkomandi? Hvert viröist greindarstigið
vera, beinist athyglin meir aifchlutlægum
eða huglægum viðfangsefnum, hefur
viðkomandi innlimað sterk hugmynda-
kerfi t.d stjórnmálaleg, heimspekileg eða
trúarleg, standa slík hugmyndakerfi við-
komandi fyrir þrifum eöa veita stuðning:
Hvaða tilgang sér hann eða hún með
lífinu, hver er afstaöan til dauðans, til
alþjóðlegra vandamála s.s. hungursneyð-
ar, til félagslegra vandamála, s.s. félags-
legs misréttis, afbrota, verðbólgu og
efnahagsvanda? Hefur viðkomandi þróast
hugarlega eöa staðið meira eða minna í
stað frá því að tullorðinsárum var náö og
svo mætti lengi telja.
Félagsleg atriöi
Virðast félagsleg samskipti nægileg eða
Framhald á bls 14.
Þannig átti „Stóri möndullinn“
gegnum Berlín að vera 130 metrum
breiðari en Champs-Elysées í París,
„Boginn mikli“ meira en heilmingi
hærri * en Sigurbogi Napóleons og
„Þjóðarhöllin" sautján sinnum stærri
en Péturskirkjan í Róm.
„Möndullinn“ átti að vera prýddur
herteknum vopnum (Hitler sagði
stærstu skriðdrekum). í „Boganum“
áttu nöfn allra peirra, er féllu í fyrri
heimsstyrjöld, að vera meitluð. Undir
„Höllinni" átti að byggja grafhvelf-
ingu handa látnum hershöfðingjum
og föllnum hetjum.
í hinni 220 metra háu höll með
hvolfpaki áttu að rúmast allt að 180
púsund manns. í 28 metra breiöu
veggskoti og 50 metra háu átti Hitler
að standa fyrir framan gylltan örn
með hakakross.
Af sömu alvöru teiknaði Speer nýtt
ríkiskanselí handa foringja sínum,
höll, sem líktist kastala, en nú var
göngubraut erlendra sendimanna
gerö hálfs kílómetra löng.
Fyrir pess konar byggingar samdi
Speer sérstaka „rústareglugerð“,
sem kvaö á um byggingarefni og
gerð, sem átti að tryggja fagra
hrörnun. Þúsundum ára síðar skyldu
rústirnar bera vitni „viljakrafti vor-
um“ og „mætti vorrar sannfæring-
ar“.
Nú bera pær vitni um hroka og
sjálfsdýrkun peirra, sem með múrum
og minnismerkjum vildu innræta
mönnum og pjóðum ótta og auð-
mýkt. Úr leifunum af marmara Nýja
ríkiskanselisins byggðu Rússar
minnismerki sér til heiðurs í sjálfum
Tiergarten í Berlín, stærsta og
fegursta skemmtigarði Berlínar, sem