Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Page 2
Minnismerki úr sandsteini um Albert Schweitzer í Giinsbach. Það er staðsett í hlíðinni fyrir ofan heimili Schweitzers að hans eigin ósk vegna þess, „að þar vil ég halda áfram að vera til svo að vinir mínir geti heimsótt mig, hugsað hlýtt til mfn og hlustað á árniðinn, þá tónlist, sent lékundir hugsunum mínum“. Og þarna íhlfðinni hlustar hann sjálfur á árniðinn og hljómfögru klukkurnar í kirkjunni, þar sem hann var vanur að prédika. Ljósm.: Vilhjálmur G. Skúlason. Heimili Alberts Schweitzers við MUnstergötu í GUnsbach. Þegar faðir Schweitzers lézt árið 1925, fluttist nýi presturinn á prestssetrið. Þetta svipti Schweitzer tengslum við Gtinshach, þar sem hann þekkti alla íbúana persónulega og hann leit á sem heimili sitt í Evrópu. Goethe verðlaunin, sem borgarstjórn Frankturt veitti honum árið 1928, gerðu honum kleift að kaupa lóð, þar sem hann reisti sér heimili. Dálítiö um Albert Schveitzer og sagt frá heimsókn á heimili hans f Gíinsbach. Inngangur í Munsterdalnum, sem gengur inn á milli Vogesafjalla í Noröaustur-Frakklandi er bær, sem hæglega getur farið á mis viö athygli feröamanna vegna smæöar sinn- ar. Ef leitað er aö bænum á allnákvæmum landakortum, verður sú leit árangurslaus. En íbúarnir hafa fundið snjallt ráö til þess aö vekja athygli á litla og kyrrláta bænum sínum meö því aö setja upp skilti viö þjóöveginn, sem á er letrað GUnsbach — Village du Dr. A. Schweitzer. Þegar ferðamaður kemur akandi í almennings- vagninum frá Colmar, sem er fremur lítil en merk borg um 70 km. fyrir sunnan Strassborg, til þessa litla og friösæla bæjar dettur honum ósjálfrátt í hug þaö, sem Andrés rakari í Asbúö lét letra á bæjarburstina forðum: „Ég á heima utan viö ólánskjörin höröu Ásbúö heitir heimilið himnaríki á jöröu.“ En þó aö ferðamaöur hafi ætíð verið sammála Andrési í Ásbúö aö þessu leyti, þá sér hann þegar í staö, að himnaríkin geta veriö fleiri en eitt. Ávalar hliðar og ásar eru vaxnir greni, beyki og vínviði, en á láglendi eru tún og akrar. Og hér er óvenjufallegur fuglasöngur, en tónleikar þeirra lyfta huga feröamanns í æöra veldi. Hvílíkar móttökur og sami fuglasöngurinn, sem orgelsnillingurinn Schweitzer lýsir svo vel. Ekki veldur þaö ferðamanni vandræö- um, hvar hann eigi að stíga út úr almenningsvagninum, því aö svo virðist sem aöeins sé einn staður, þar sem vagninn nemur staöar innan bæjarmarka Gúnsbach. Þegar út er komið, blasir viö gamalt en viröulegt hús meö áberandi skilti, sem á er letraö Mairie de GUnsbach, Ráöhús Gúnsbach. Þaö hlýtur að vera miösvæöis í þessum vinalega bæ. Og bærinn er ekki stærri en svo, aö hægt er aö finna allt markvert upp á eigin Séð yfir GUnsbach í MUnsterdal frá minnismerkinu, sem er fremst á myndinni. Ávalar hlfðar, ásar og gróður er einkennandi fyrir þetta landssvæði. Minnismerkið er í um 200 metra fjarlægð frá kirkjunni og svipuð vegalengd er að heimili Schweitzers. Þaðan var þvíhægt að veifa hvftum líndúki til merkis um, að hann ætti að koma heim til að matast. Á klettinum, sem minnismerkið stendur á, varð „Siðmenning og siðfræði“ til og þar mótuðust einnig hugsanir, sem mörkuðu þáttaskil ískilningi Schweitzers á lífi og starti Jesú. Tómasarkirkjan og Prestaskólinn (til hægri á myndinni) í Strassborg. Kirkjan stendur á stað, þar sem frskir munkar byggðu klaustur á 6. öld. Framhlið kirkjunnar er frá byrjun 13. aldar. Albert Schweitzer þjónaði þessari kirkju og naut þess að spila verk eftir J.S. Bach á orgel hennar, sem var byggt af Silbermann, en hann var mjög merkur orgelsmiður, er uppi var á dögum Bachs (fyrri hluta 18. aldar). Litla, fallega, friðsæla kirkjan í Giírísbach. Það er kaldhæðni örlaganna og nánast óskiljanlegt, að þessi kirkja hefur ekki farið varhluta af sprengjukasti tveggja heimsstyrjalda og í bæði skiptin varð orgel kirkjunnar fyrir barðinu á vitfirringunni. Schweitzer og vinir hans sáu um endurbyggingu orgelsins eftir sfðari eyðilegginguna og var þessu „síðasta verki“ hans ekki lokið fyrr en 1961. En Schweitzer heyrði aldrei í þessu göfuga, hljómfagra orgeli, þvf að hann lézt íLambaréne 4. september 1965. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.