Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Blaðsíða 3
Vilhjálmur Skúlason Hvað getur maður gert? spýtur og þaö er ákveöiö aö taka ekki almenningsvagninn aftur til Colmar fyrr en aö deginum liönum. Ráöhúsiö er miðpunkturinn og þaö er bezt aö hefja vettvangsathugun í Gunsbach og ganga upp meö því aö vestan, upp hlíðina. Hvaö skyldi þessi gata heita? Á vegskilti stendur Rue de l’Eglise, sem ku merkja Kirkjuvegur. Þaö er ekki bara friðsældin í Hafnarfiröi á dögum Andrésar rakara og í Gunsbach, sem viröist þessum fjarlægu stöðum sameiginleg, heldur eru sum götunöfnin þau sömu. Þegar litiö er upp Kirkjuveg blasir hin fagra kirkja viö augum. Aður en lagt er á Kirkjuveg, er gengiö aö leiöbeiningarskilti til þess aö afla frekari upplýsinga um bæinn og þar stendur m.a. Maison Dr. A. Schweitzer og Monument Dr. A. Schweitzer ásamt viðeigandi leiöbeiningum. Það fer ekki á milli mála, að ferðamaður er kominn á réttan ákvörðunarstað. Hann er kominn í bæ Alberts Schweitzers. Albert Schweitzer í dagsins önn Hinn 14. janúar 1875 fæddist svein- barn, sem við skírn hlaut nafniö Albert, í bænum Kaysersberg í Efra-Elsass, sem er skammt frá Gunsbach. Þegar sveinninn var 6 mánaöa gamall, fluttist hann meö foreldrum sínum, séra Ludwig og Adele Schweitzer, til Gunsbach og enda þótt hann dveldi þar ekki nema hluta af bernsku- og æskuárum sínum, leit hann alla ævi á Gúnsbach sem heimili sitt í Evrópu. Flestir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, þekkja Albert Schweitzer, ekki sízt af frábærlega vel skrifaöri ævisögu hans eftir Sigurbjörn Einarsson, biskup, sem kom út hjá bókaútgáfu Setbergs áriö 1955. Öllum þeim, sem vilja kynna sér ævi og starf Alberts Schweitz- ers, skal bent á þessa ágætu bók og leyfi ég mér sérstaklega aö hvetja íslenzk ungmenni til þess að kynna sér gagnlegt ogi skemmtilegt efni hennar. í þessari stuttu grein veröa aöeins nokkur atvik gripin af handahófi, sem lýsa þessum stórbrotna mannvini og siöfræö- ingi aö nokkru leyti og jafnvel tínd til aö því er virðist lítilvæg atvik, sem lýsa honum í amstri dagsins. Slík atvik eiga heima í hinni margslungnu mynd, sem hefur veriö dregin af Schweitzer og er þá meöal annars haft í huga þaö, sem Vilmundur Jónsson, landlæknir, sagöi eitt sinn svo réttilega, „aö smáir hlutir og rislitlir atburöir eiga sér tíöum mjög áþekka sögu og þeir, sem stórum meira kveöur aö; ber þá einatt viö, aö gangur sögunnar bregður því skærara og litríkara Ijósi á sérkennandi afstööu manna, viö- brögö og samskipti, því smávægilegra sem viðfangsefniö er“. Af Albert Schweitzer eru til margar skemmtilegar og lærdómsríkar sögur, en þær tvær, sem á eftir fara, veröa látnar nægja. Honum líkaöi bezt aö vera mjög yfir- lætislaus í klæöaburöi, þegar hann var á ferðalagi í Evrópu, ef til vill of yfirlætislaus fyrir borgarastéttina. Hann skipti ekki um hatt eða frakka, nema þegar það var óhjákvæmilegt. Eitt sinn, er hann var í París, haföi hann ákveöiö aö veröa samferða heldri frú á tónleika. Þegar Schweitzer kom aö húsi frúarinnar og var í þann mund aö fara upp stigann í aðalanddyri, var hann stöðvaður af dyra- veröinum, sem benti honum á aö nota stiga starfsfólksins. Meö leyndri gleði fór Schweitzer aö ráöum dyravaröarins og fór upp bakstigann til íbúöar frúarinnar, sem varö mjög miöur sín vegna þessarar móttöku heiöursgestsins. Þegar Schweitzer leiddi frúna undir arminn og þau yfirgáfu húsiö um aöalinnganginn, hneigöi dyravöröurinn sig mjög viröulega en gapandi af undrun. Á heimili Schweitzers í Gunsbach er Ijósmynd af honum, þar sem veriö er aö skrýöa hann skrautlegri doktorskápu viö heiöursdoktorskjör hans viö brezkan háskóla. Á þessari mynd er Doktorinn allt aö því spozkur á svip, sem bendir til þess, aö honum hafi fundizt þessi framkvæmd prjál og ekki er ólíklegt, aö honum hafi dottiö atvikiö í París í hug eða jafnvel atvikið, þegar hann, vegna fátæktar, fékk lánaðar buxur hjá frænda sínum til þess aö ganga í til stúdentsprófs, en þær reyndust kvartbuxur, þegar til kastanna kom og höföu nærri orðið þess valdandi, aö hann félli á prófinu. Heima í Lambaréne var hann vegna vits síns og þekkingar dómari í öllum vafamál- um, sem upp kunnu aö koma og sá, sem smitaöi alla í umhverfi sínu meö andagift. Starfiö á sjúkrahúsinu var af augljósum ástæöum oft erfitt bæöi andlega og líkamlega, þegar árangurslaust var búiö aö reyna allt, sem í mannlegu valdi stóö, til þess aö bjarga lífi og heilsu sjúklinga, er komu of seint til meöferöar. Þegar samræöur viö matboröið uröu of einhæf- ar eöa þunglamalegar endurheimti Doktorinn kátínu viöstaddra meö skemmtilegri smásögu, sem jafnan flutti einhvern boöskap. Ein af þessum litlu sögum var sögö vegna umræöna starfs- fólksins viö matboröiö um minnkandi athyglisgáfu aldraös fólks. „Auövitaö er þetta einstaklingsbundiö", sagöi Schweitzer meö uppgeröar alvörusvip. „Þegar ég var 16 ára gamall, var ég oft hjá afa mínum. Dag nokkurn kom frændi minn, sem ég var mjög hændur aö í heimsókn til okkar. Viö ætluðum aö fara út í ákveðnum tilgangi, en óttuðumst, aö afi mundi ekki gefa okkur leyfi. Þess vegna sögöum viö honum, aö viö ætluö- um aö heimsækja frænda okkar, sem bjó í nágrenninu og leyfiö var veitt. Þegar við vorum komnir úr augsýn, tókum viö krappa beygju og héldum í áttina aö okkar raunverulega ákvöröunarstaö, sem var bjórkrá. Þegar viö höföum dvaliö þar í 10 mínútur, settist maður viö boröiö okkar. Þaö var afi.“ „Gamall maöur er ekki eins blindur og þiö haldiö,” sagöi afi, „og stundum er hann alveg eins þyrstur og yngri menn. Hvers vegna buðuð þiö mér ekki strax aö koma meö ykkur? Gefið mér nú eitthvað aö drekka.“ Hvað getur einn maður gert? Trúlega hafa fáar spurningar veriö oftar notaöar en sú, sem að ofan greinir, til Ný útgáía a/ „svertingjanum í Colmar“, en hann er hluti af minnismerkinu um Bruat fiotaforingja. Vpphaflega útgafan hafði djúpstseð áhrif á Schweitzer og hann leitaði alltaf á vit þessa svertingja, þegar hann kom til Colmar. ímerkri ræðu, sem Schweitzer hélt í Colmar árið 1949 sagði hann: „Það var þessi stytta, sem kallaði mig til Afríku". Albert Schwitzer. þess aö slá ryki í augu fólks og fullvissa þaö um, að ekki sé þaö neins virði, að einn maður hefji sjálfstæöa hugsun og sjálfstæöa framkvæmd vegna þess, aö þaö þjóni engum tilgangi. En slík spurning er aöeins skynsamleg í augum þeirra, sem ekki hugsa sjálfir, heldur láta aöra gera þaö fyrir sig. Og því miður eru þeir allt of margir, sem falla í þá hættulegu freistni. Fáum heföi átt aö vera Ijósara en Albert Schweitzer, hvaö einn maður getur gert. Hann fór einn síns liös ásamt eiginkonu sinni til Lambaréne áriö 1913 til þess aö hefja læknisstörf á svæöi þar sem fáir læknar voru fyrir, mannfjöldi var mjög mikill og sjúkdómar útbreiddari og fjöl- breyttari en á öörum stööum jaröarinnar. Þaö er því ekki hægt aö segja, aö ráöist hafi veriö á garðinn, þar sem hann var lægstur. Rökstuöningur Schweitzers viö þessari spurningu er sá, aö hún beinlínis svari sér sjálf, ef tilgangurinn sé nógu mikilvægur. Enda hafi þaö engin áhrif á ákvöröun Schweitzers þótt hann vissi, að þaö þyrfti þúsundir lækna til þess aö annast allar þær milljónir manna í Afríku, sem höföu þörf fyrir þjónustu þeirra. Einn læknir gat sýnt, hvaö var mögulegt og ekki kom til mála aö svipta þá fáu læknisþjónustu, sem hann gat annazt vegna þess, aö margir fleiri þörfnuöust hennar. Þeir sjúkdómar, sem eru bæöi alvar- legir og mjög útbreiddir á þessum slóöum eru til dæmis svefnsýki, allskonar sár, sem ígeröir hlaupa gjarnan í, malaría, berklar, holdsveiki, kynsjúkdómar, bóla og margir fleiri, auk flestra þeirra sjúk- dóma, sem þekktir eru á norölægari breiddargráðum. Þörfin er því yfirgnæf- andi. Með þeim feikilegu framförum, sem átt hafa sér staö í lyfja- og læknisfræöi á undanförnum áratugum, hefur tekizt aö gera flesta þessa sjúkdóma útlæga úr mörgum menningarlöndum þar, sem heilbrigöisþjónusta stendur á háu stigi. Sjúkdómar eins og holdsveiki eru varla eöa ekki til lengur hér á landi né í nágrannalöndum íslands, en viö Schweitzer-sjúkrahúsið í Lambaréne er heilt þorp, sem sér um lækningu og endurhæfingu holdsveikra. Þessi sjúk- dómur er mjög útbreiddur í hita- og Sjá næstu I síðu /A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.