Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Síða 8
f>órarinn Þórarinsson frá Eiöum skrifar um kynni sín af
Jóhannesi Kjarval
KONA
ARMI
Þaö mun hafa veriö einhvern tíma á
haustdögum 1961 aö ég kom sem oftar
til Reykjavíkur þeirra erinda aö undirbúa
skólastarf vetrarins sem fram undan var.
Þá var þaö eitt sinn er ég nálgaöist
Lækjartorgiö aö ég sá tilsýndar hvar
Jóhannes Kjarval var á tali viö mann á
torginu. Því miöur man ég ekki nú hver
maöurinn var, sem gæti hafa komið sér
betur meö tilliti til þess, sem hér á eftir
veröur sagt um þessa endurfundi okkar
Kjarvals.
Tæplega veröur þaö sagt aö meistar-
inn hafi veriö uppábúinn þar sem hann
stóð þarna á torginu, þó skar úr
hattkúfurinn, sem hann haföi á höföinu i
þaö sinn. Vafalaust einn af hans elstu
höttum; vel lúinn af handfjatli málarans
og slútandi niður með eyrum og marg-
yeöraöur.
Þegar Kjarval sér hvar ég kem og
nálgast hann til að heilsa upp á hann,
grípur hann til hattsins á höföinu, stingur
honum í vasa sinn og dregur upp úr
öörum vasa annan hatt, sem var mun
betur á sig kominn en hinn fyrri og setur
upp í skyndingu. Stóö þaö í járnum að
hann var búinn aö ganga frá hattinum og
ég bjóst til aö heiisa honum. í staö þess
aö rétta mér hönd sína grípur hann til
hattsins á höföinu, sveiflar honum ofan
með miklum elegansa sem minnti á
franska hofmenn fyrr á öldum og segir
„Þennan hatt nota ég til aö heilsa með
höföingjum“.
Lesendum þessara oröa ætti nú að
vera Ijóst hvers vegna mér er þaö
bagalegt aö geta ekki munaö nafn
mannsins, sem hjá okkur stóð svo hægt
væri aö leiöa vitni aö þessari kveöju
meistarans, ef meö þyrfti. Eftir aö viö
höföum svo heilsast á venjulegan hátt
og Kjarval spurt ýmislegs austan af
Héraöi, tók hann af mér loforö um aö
hitta sig á vinnustofu hans í Sigtúni, en
þangaö haföi ég aldrei komið.
í bók sinni um Kjarval lýsir höfundur,
Thor Vilhjálmsson, þessu nýja athafna-
svæöi meistarans, himnasainum viö
Sigtún, eins og Kjarval kallaöi þessa
nýju vistarveru sína sem Ragnar Jóns-
son, vinur hans haföi útvegaö honum.
Þar sem sumt af því er Thor segir um
„himnasalinn“, snertir þó óbeint sé
heimsókn mína þangaö, leyfi ég mér að
birta hér orðrétt nokkuð af því hann
segir þar, um salinn góöa, en sleppi því
úr sem ekki kemur viö þeirri minningu
sem rifjuö er hér upp.
„Og sviðsetningin í salnum vekur
margar spurningar pví í uppstillingu
hlutanna liggur gjarnan fólgið
viðhorf... Víöa eru myndir af mönnum
sem af einhverjum ástæðum hafa sótt
á hugann, persónur úr viðburðum
daganna eöa gömul kynni... Á mörg-
um stööum eru greinar úr dagblööum
veggfestar, Ijóö. Stundum gæti flogiö í
hugann aö myndirnar og dagblaöa-
snifsin væru til þess aö summa upp
dægurmál samfélagsins hverju sinni.“
Frásögn Thors af vistarveru Kjarvals
þarna í Sigtúni er lengri þótt meira úr
henni veröi ekki tekiö hér upp.
Þegar ég heimsótti Kjarval þarna í
himnasalinn leit salurinn út eins og Thor
lýsir honum; blaðagreinar og myndir upp
um alla veggi, alveg eins og veriö haföi á
vinnustofu hans í Austurstræti en þang-
að kom ég nokkrum sinnum til hans,
einkum man ég þar eftir myndum og
greinum úr dagblöðum m.a. mynd af
Guernica, hinni frægu mynd Picassos.
Meistarinn tók mér hiö besta, bauö uppá
hangikjöt og haröfisk, koníak og jóla-
köku. Nógu var af aö taka, hvarvetna
stóöu flöskustútar uppúr blómakörfum
eöa blómvöndum þar sem Kjarval var
nýbúinn aö eiga afmæli. En til skýringar
á því sem eftir fer, er nauösynlegt að
gera hér lítinn stans og hverfa eilítiö
aftur í tímann.
Áriö áöur, nánar tiltekiö í júní 1960,
brann skólahúsiö á Eiöum. Þar brann
innbú mitt allt, þar á meöal allstórt
bókasafn og allmargar myndir, m.a. eftir
Kjarval. Hvort tveggja var árátta á mér
þá; aö safna bókum og myndum eftir
góöa málara. Ég var í orlofi er þetta
geröist og vorum viö hjónin búsett i
Reykjavík um veturinn, rétt ókomin heim
þegar brann.
Svo sem áöur segir íþessum minning-
um höföum viö Kjarval veriö góökunn-
ingjar um árabil og gisti hann oft hjá
okkur og því kunnugur hvernig umhorfs
var í stofum þeim er uröu eldinum að
bráö.
Eftir brunann brá svo viö aö Kjarval
var ófáanlegur til að gista, þótt hann
kæmi til okkar, sem var miklu sjaldnar
en áður. Auöfundiö var aö hann tók út
viö aö horfa á þá auðu veggi er komu í