Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 3
hafi veriö gefiö upp hver hann var. Það hafa því alltaf veriö uppi raddir um aö lyfta skipinu úr djúpi, en þótt þaö liggi á grunnu vatni er þetta víst allmikiö fyrirtæki, og hefur aldrei orðiö af framkvæmd. Andrea Doria hvarf í hafið en sökk ekki í venjulegri merkingu þess orös, Sjór rann í skipiö og loks hvolfdi því, „hallaöi sér á hafsbotninn", eins og eitt blaö komst aö oröi. Ástæöan til þess aö þetta og fleiri rifjaöist upp er sú, aö nú á síðari árum hefur það fariö mjög í vöxt og þótt fréttnæmt, aö menn hafa reynt aö fara um Atlanshaf á einkennilegum smáfleytum, skútum, skinnbátum, flek- um. Nýtt er þetta ekki. Áriö 332 f. Kr. fór Grikkinn Pytheas frá franskri hafnarborg, sem nú heitir Marseilles, á tréskipi, sem vart þætti nú sjófært á úthafi, norður fyrir Bretland og kom loks til Thule. Eftir lýsingum þykir sennilegast aö þetta hafi veriö ísland, en þó er hugsanlegt aö átt sé viö Noreg noröan Þrándheims. Um þetta hefur lengi og mikiö veriö deilt. Eftir þetta eru sagnir óljósar af siglingum um Noröur-Atlantshaf, og tekur ekki aö birta til í því efni fyrr en fariö er aö rita um skinnbátaferðir íra e.t.v. um 700, og síöar um siglingar norrænna manna til íslands, Grænlands og Ameríku. Öldum saman voru sigling- ar um Atlanshaf þvert stopular, og þá sjaldan þaö var á tiltölulega vel búnum skipum. Ariö 1701 fannst bátur á reki í Noröursjó. Báturinn var úr skinni, og í honum maöur meö lífsmarki, og var fariö meö hann til Aberdeen í Skotlandi. Maöurinn var aöframkominn og dó skömmu síðar. Hann haföi ekki gert grein fyrir feröum sínum þegar af þeirri ástæöu, aö hann talaöi mál, sem enginn skildi. Fyrst var haldiö aö maður þessi heföi veriö Indíáni. Báturinn þótti í meira lagi einkenni- legur í lagi og gerö, og svo lítill og léttur aö hann vóg aöeins um 25 kíló. Allt var þetta forvitnilegt, og þegar fariö var aö rannsaka það kom í Ijós aö þetta var húðkeypur (kajak) Eskimóa frá Austur-Grænlandi. Báturinn er nú á safni í Aberdeen. Þaö er óvíst hvernig á feröum þessa manns hefur staöiö. Um skeiö var haldið aö Danir heföu flutt bát og menn frá Grænlandi til Danmerkur, og þaöan heföi þessi furðufugl komiö. Engar heimildir hafa fundist um þetta. Reynd- ar heföi þaö útaf fyrir sig veriö afrek aö fara á húökeip um Noröursjó. Nú er almennt ætlaö aö bát þennan hafi hrakið meö ís og straumum um Atlantshaf, og vitaö er aö Eskimóar eru hreint ótrúlega seigir aö bjarga sér á hafi úti á þessum kænum. Síöar hafa og fengist fullgildar sannanir um langa og stranga hrakninga og siglingar manna um úthöf á opnum bátum og illa búnum, stundum vatns- og vistalausum. Má t.d. nefna hina ótrúlegu för Bligh skipstjóra á Bounty og manna hans um Kyrrahaf. „Uppreisnin á Bounty" er til á íslensku, og hefur aö auki veriö kvikmynduö og sýnd hér á landi. Maöur frá Nova Scotia í Noröur- Ameríku, Joshua Slocum aö nafni, tók sig til 1895, og sigldi umhverfis hnöttinn á skútu sinn „Spray“ (löður, froöa, úöi). Var Slocum fyrstur manna svo vitað sé, sem fór af ráönum hug slíka hnattreisu einn á báti. Hann ritaði bók um feröina áriö 1900: „Sailing alone round the world“ (Einn á báti umhverfis hnöttinn), og sama ár lagði hann upp í aöra ferö — og hefur ekki spurst til þessa sjómanns síðan. Áriö 1897 koma tveir menn á opnum árabáti aö landi á Scyllyeyjum vestan Cornwallskaga í Bretlandi. Þetta voru l Tveir UolunKH- víkurbátar. Önnur mvndin birtist mcd grein í Morftunhladinu 1975 uff stóð undir henni:Mér blöskrar alveg að sjá Bolvíkinga á þessum helvítis rimlapungum sínum drekkhlöðnum úti á hafi í vitlausum veðrum". Þannig lór um silfurkerin á sumarmorgni 1956: Stefni og bógur á v/s Stockholm. en Andrea Doria er að hvolfa og björgunarbátar á bakborða allir fastir í hátuglunum. Fljótandi borg með öllum heimsins lystisemdum: Farþegaskipið Queen Mary leggur upp fra Southampton. Norömenn, Samuelsen og Harbo, og höfðu róiö frá Ameríku. Ferðin tók 56 daga og sjálfsagt allmörg áratog. í bók, sem kom út 1977, segir svo: „Af öllum höfum er Atlanshaf eitt algerlega óútreiknanlegt. Kyrrahaf, Ind- landshaf, jafnvel íshöfin hafa sín sér- stöku einkenni, en þeim er sameiginlegt að gera aövart um þaö, sem í vændum er. Svo er ekki um Atlanshaf...“ Þetta sannaöist um jólaleytið 1952, en þá skall óvænt yfir ofsaveöur á Atlanshafi, og varö m.a. Ermasund ófært hverju skipi. Þaö var í þessu veðri, sem „Flying Enterprise“ baröist viö dauöann skammt undan suður- strönd Englands, en Karlsen skipstjóri varö heimsfrægur fyrir kjark, hreysti og seiglu. Þaö vildi svo til aö ég var staddur í hafnarborginni Southampton í Englandi um þetta leyti. Eitt þeirra skipa, sem varö aö bíöa byrjar þar, var risaskipið Queen Mary, aöeins um 83 þúsund lestir. Af því ég var sæmilega frekur blaöamaöur m.m. notaöi ég tækifæriö, og fékk fyrir náö og miskunn aö ganga um skipiö meö fylgdarmanni. Rölti ég þar eitthvaö um tvo daga, en sá fæst af því, sem sjá mátti, og sumt var mér hrein krossgáta. Þar „skorti ekki skraut né vit, skörungsbragð og fagran lit“. Þarna voru engir hálfdauðir Eskimóar á ferö í 25 kílóa húökeip. Þrátt fyrir þaö hve allt var þarna stórkostlegt, þá vissi ég aö Atlantshafiö haföi a.m.k. tvisvar sýnt þessu skipi vígtennurnar í alvöru. Skipiö gat í þaö skipti ekki haldiö ferö án þess aö brotna vegna fárviðris og holskeflna. Þaö varö aö hægja ferðina, og í bæöi skiptin brotnaöi margt, en slys urðu á mönnum, beinbrot, liöhlaup og þess- háttar, enda fór allt lauslegt á tjá og tundur, fólk og farteski. Mér þótti þaö ekki sérlega merkilegt. Ég hefi séð brim viö íslandsstrendur, og þegar jörö tekur aö titra undir fótum er brimskaflar ganga á land, þá skilst aö jafnvel Queen Mary geti oröið létt fyrir í slíkum hamförum. Þarna um borö varð mér hugsaö til þeirra andstæöna um skipastærö og gerö, sem ég hefi vikið aö hér aö framan. Auk þess sóttu aö mér endur- minningar, sem ég gat ekki undan losnaö. Ég hafið í æsku sótt sjó, þótt lítið væri, á 5 lesta vélbáti vestur viö ísafjaröardjúp. Það var stundum sótt nokkuð langt þótt vetrarskammdegi væri og allra veöra von. Ég skildi þaö allt í einu þarna um borö í Queen Mary og betur en nokkru sinni fyrr, aö það er enginn baðkarsleikur aö róa til fiskjar á íslandsmiöum. Mér þótti þaö eölilgt meöan þaö var, enda þekkti ég ekki annaö. Annars oröaöi togaraskipstjóri þetta skemmtilega í Mbl. 1975, en hann segir aö oft hafi sér blöskrað aö sjá Bolvík- inga á sökkhlöönum „rimlapúngum“ lengst úti í opnu hafi undan ísafjaröar- djúpi. Samanburöur á Queen Mary og „rimlapungum" Bolvíkinga gæti veriö skemmtilegur en vart gerlegur, ekki fremur heldur en á húökeypnum og Andrea Doria. Andstæöurnar eiga þó eitt sameiginlegt. Atlantshafiö er eins viö alla, jafn dyntótt, blítt, grimmt og miskunnarlaust, hver, sem hlut á aö máli. Þaö er ekki unnt aö gefa svo óhlutdrægu og óbugandi afli nokkra allsherjareinkunn. Þaö eitt vita menn aö á því hafi má viö öllu búast — en skipin sigla sinn sjó. Á Mosvöllum í Önundarfirði í september 1978. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.