Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 9
Bíladellan er svo mögnuð, að hún altekur unga menn um leið og þeir geta skriðið. Fyrst er að eignast eitthvað á íjórum hjólum, síðan snýst ástríðan upp í að gera jólatré úr íarartækinu með æsilegum íelgum, speglum, röndum, að ekki sé nú talað um alla mælana, sem hægt er að bæta í tækið. Það er með golíkylfur eins og aðrar græjur. — þær verða sífellt betri og golfarinn getur sannarlcga villst í frumskóginum, þegar hann reynir að finna það. sem hentar honum bezt. fámennur til þessa og á kostnaðurinn ugglaust mestan þátt í því. Erlendis er gífurlegt framboð á lystibátum í öllum hugsanlegum stærðum og með svo ólíku sköpulagi aö undrun sætir. Þar er sannarlega vettvangur fyrir þá, sem loönir eru um lófana og ævilangt er hægt aö bæta tækjakostinn í bátunum, sem framar flestu ööru eru leikföng hinna efnuöu. Eins og vel skreytt jólatré Bílaiönaöurinn græöir drjúgt á tækja- maníu og upp eru risnar sérstakar búöir, bæöi hér og erlendis, sem verzla meö allskyns dót og hægt er aö hlaða utaná og innaní bíla. Sá sem haldinn er aukahlutamaníu, lítur á venjulegan bíl sem ákaflega snoöiö fyrirbæri og „charmeforladt" eins og Danir segja. Númer eitt er aö setja í bílinn útvarp meö kasettuspilara af fínustu sort og helzt þarf þá fjóra hátalara. Hvort sem nokkuð er nokkurntíma látiö á þakið, er sjálfsagt aö kaupa vandaöa farangurs- grind meö skíðafestingum, — það er svo sportlegt. Þá er aö láta setja aukalugtir og þokulugtir framan á bílinn og ekki má gleyma speglunum. Venju- legar felgur eru taldar í meira lagi hallærislegar og veröur varla hjá því komizt aö kaupa sportfelgur úr létt- málmi. Þá er næstum upptalið, sem venjulegur maöur getur gert, — en hitt ótalið, sem sérfræöingarnir og grúskar- ar í faginu glíma viö. Það er aö „tjúna“ vélina og gera meiri háttar breytingar á orku bílsins og jafnvel ökuhæfni. Hjá þeim sem iöka spyrnur og kvartmílu- keppni, snýst hin göfuga tækjamanía um hvaðeina, sem hægt er að bæta viö bílinn og gerir hann aö öflugra tæki. Ekkert knífirý meö mega- vöttin Nú eru hljómflutningstæki komin svo aö segja á hvert heimili, — aö minnsta kosti þar sem unglingar eru. Ungt fólk, sem byrjar búskap um þessar mundir, ku láta ganga fyrir aö kaupa sér stereotæki — þvottavél ellegar hjóna- rúm veröur frekar aö bíöa betri tíma. Hjá flestum byrjar dellan ofur mildilega; keypt eru sambyggð tæki, sem nú orðið eru mjög frambærileg og fylgir útvarps- tæki meö. Þetta dugar aö minnsta kosti á poppiö en sumir vilja hlusta á eitthvaö annað og heyra þá kannski utan aö sér, aö tækin veröi öll aö vera í sjálfstæðum einingum, ef vel eigi aö fara og hinn eini hreini og sanni tónn aö skila sér. Þarmeð er komiö út í feniö. Fariö er aö spá í tæknilega hluti, sem enginn vissi áöur aö væru til, ellegar skiptu máli. Hvað er til dæmis nauösynlegt aö hafa mörg vött á kanal? Ja, þaö er vissara aö vera ekki með neitt knífirý þar, er manni sagt í búöunum: Um aö gera aö láta magnarann ganga á sem minnstum styrk, annars kemur brenglun í hljóm- inn. Niðurstaðan verður sú, að keyptur er magnari, sem dugir fyrir samkomu- hús. Hátalararnir veröa nú aö vera samsvarandi, eöa hvað? Um aö gera aö þeir séu sem allra þyngstir, segja þeir. Sumir segja aö þeir amerísku séu alveg pottþéttir. Aörir segja sem svo, aö Þjóðverjarnir hafi nú alltaf kunnaö þetta fag öörum betur. Og svo eru þeir, sem segja aö Quad sé þaö eina rétta. Þá eru hátalararnir eins og helluofnar frá Ofnasmiöjunni. Nú eru fjögurra rása tækin úrelt, segja sumir spámenn í þessari grein. Og svo er nauösynlegt að kaupa „tjún- er“ eða útvarpsviðtæki meö sama útliti og magnarinn og segulbandstækiö og mynda samstæöu. Svo eru þeir alltaf aö bæta arminn. Nú er hann oröinn svo léttur, að nálin kemur naumast viö plötuna og pickupiö, maöur lifandi, — eins gott aö vera meö þaö nýjasta á því sviöi. Þaö er nú sjálf sálin í apparatinu, er manni sagt. Þessir nýju og léttu armar slíta alls ekki plötunni, — samt er alveg nauösynlegt aö sleppa ekki segul- bandstækinu og taka plötur upp jafn- óöum til þess aö þær slitni ekki. Hægt er aö byrja neöarlega í stiganum: Kaupa tæki fyrir venjulegar snældur með „Dolby“ og öllu því helzta. En maður er nú ekki rólegur aö vita af öðru betra, til dæmis tölvustýrðu tæki meö minni, sem getur fundiö í grænum hvelli eitthvert ákveöiö lag. Og svo eru þessi meö stóru spólunum: „open reel“ — ætli þau séu nú ekki bezt? Menn eru sífellt aö gera einhverjar uppgötvanir í þessum frumskógi og eina og eina stund sannfæröir um, aö nú hafi þeir líklega fundiö þaö bezta. Samt er þetta meira og minna nákvæm- lega eins, sem er á sambærilegu veröi frá helztu framleiöendunum. Leitin aö fullkomnuninni heldur samt áfram: Kannski er þaö B&O í dag, en verður Toshiba á morgun, Marantz hinn dag- inn, ellegar Braun, þetta þýzka sem er víst alveg hrikalega dýrt. Og svo er víst Fisher alveg ofsalega gott... Linsur eru svo heillandi... Tækjaást og löngun til þess aö elta uppi þaö nýjasta nær ekki hvaö sízt tökum á sumum þeim, sem hafa Ijós- myndun fyrir tómstundaiöju. Kannski byrjuðu þeir meö kassamyndavél fyrir margt löngu og þóttu þá alveg hlut- gengir meö slíkt apparat á maganum. En þaö er langt síðan og núna eru þeir trúlega búnir í mörgum skrefum aö koma sér upp aö minnsta kosti tveimur 35 mm myndavélum í toppklassa og meö Ijósmæli, sem mælir í gegnum sjálfa linsuna. Þeir eiga öruggleg eina 6x6, kannski japanska af ódýrari sort- inni, ellegar Rolleiflex, ef þeir ekki sætta sig viö minna og nú þyrfti endilega aö bæta við Hasselblad, sem er líka 6x6, en með tveimur bökum: annaö fyrir lit, en hitt fyrir svarthvítt. Eitt aðalmálið hefur samt veriö aö eignast fleiri og fleiri linsur og nú er brýnt aö eignast 135 mm aðdráttarlinsu og gleiðhorns- linsu, séu þær ekki þegar til. Til þess aö líta dálítiö út eins og atvinnumaður, hefur hinn glaöbeitti safnari komiö sér upp veglegum þrífæti, sem hægt er aö hækka og lækka. Samt er máliö engan veginn komiö á lokastig fyrr en búiö er aö koma sér upp vandaöri, sérhannaðri hliöartösku meö hólfum fyrir filmur, ýmsar gerðir af linsum og tvær til þrjár myndavélar. Sannur áhugamaður á þessu sviöi kemst viö, þegar hann lítur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.