Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 12
„Fjarlaegðin frá því, sem menn unna, kennir þeim aö muna“. Þessi ummæli Sigurðar Nordals eru rituö í formála „Andvakna“ Stephans G. Stephans- sonar. Þau eiga á þessum staö við alla, sem fóru aö heiman og áttu ekki afturkvæmt. Þessi orö eiga einnig viö þá, sem lifa enn í átthögum sínum, þegar þeir minnast liöinna daga. Þá er fjarlægöin skilin sem hugtak, sem tákn löngu liöinna daga. Og svo getur þaö líka skeð, aö fjarlægö landanna og tímanna falli saman á sömu braut. Þaö var fyrir tólf árum — í Grímsey. Ég dvaldi þar nokkra mánuöi í góðu yfirlæti. Ég var ekki vel fallinn til mikilvægra starfa í sambandi viö fisk- inn, þó nógu laginn aö dreifa salti yfir hann, blessaöan. Samveran viö menn þar var mér mikils viröi, og einnig sá drjúgi tími, sem ég átti til lestrar á vetrarmánuöum. Eyjarbókasafn hefur margt aö bjóöa, sem er forvitnilegt, fyrir utan þaö lestrarefni, sem maöur má búast viö aö finna í íslenzkum bóka- söfnum í bæjum og sveitum. Sjóndeildarhringur Willards Fiske, íslandsvinarins góöa, var víöur. Átti hann von á skipbrotsmönnum á þessari afskekktu eyju, þegar hann gaf af rausn sinni meöal margra bóka Nýja Testa- mentiö á erlendum tungum? Svo mjög var þaö ánægjulegt og fróölegt fyrir mig aö rifja upp málið fagra, sem ég haföi fyrst lært af barnfóstru okkar heima fyrir austan — fyrir rúmlega hálfri öld, máliö sem var ríkismál landsins okkar þá fyrir 1918. Hálf öld! Þaö hljómar ööru vísi en bara 60 ár. Hafi skilningur minn á rússnesku veriö farinn aö ryðga, þá hjálpaöi mér samanburður við ritninguna á íslenzku eöa þýzku, móöur- máli mínu. Það var nú ekki hægt aö halda sig viö áðurnefndar bókmenntir einar. Ég las mikiö gömul íslenzk tímarit og einnig skáldsögur. Meðal annarra valdi ég sögu eftir Gunnar Gunnarsson „Aö- venta" hans var mér vel kunnug. Hana haföi ég lesiö heima fyrir nokkrum áratugum. „Fjallkirkjuna" las ég hins vegar mér til mikillar ánægju á íslenzku fyrir nokkrum árum. Þegar ég las „Svartfugl" nú í Grímsey, varö ég strax gagntekinn af þessari þróttmiklu sögu. Og þá geröist einnig eitthvaö annaö, þegar ég komst lengra í efni og umhverfi sögunnar. Þig hefur dreymt þetta áöur. Þaö er eitthvað, sem þú kannast viö. Hvernig stendur á því? ✓ Ulfur Friðriksson Fjarlægðin tóhinuliðna Höfundurinn er einn þeirra manna erlendra, sem bárust út til íslands aö afloknum hildarleik heimstyrjaldarinnar, upprunninn frá Lettlandi, sem er í okkar augum harla fjarlægt og ókunnugt. Hann er einnig einn þeírra, sem hafa oröiö aö farga nafni sínu og taka upp nýtt til þess aö geta orðið íslenzkur ríkisborgari. Og hann er reyndar fyrir löngu orðinn sá íslendingur meö staðgóða þekkingu á sögu okkar og bókmenntun, sem margir gætu tekið til fyrirmyndar og gefur greinin sú arna raunar hugmynd um það. „Eg fletti íslenzkum annálum. þeim mörgu heítum. sem ég hafði keypt hjá fornbókasala. Og mikil varð undrun mín og gleði að mæta löndum mínum á ókunnum slóðum, þegar ég las í Vallholtsannál: 1664 13. ágústi kom hafskip á Sauðárkrók. Þar voru kúrlenzkir menn, meinlausir, áttu að sækja brennistein “. Hvar og hvenær hefur þú mætt því, sem þú ert aö fást viö núna? Smám saman varö mér þaö Ijóst. Undirvitundin laðaði fram minningar, sem sóttu mig heim. Fyrir 40 árum lá bók meöal jólagjafa minna, þegar viö héldum jól í skólaborg minni Ftiga, höfuðborg landsins okkar. Lettlands. Liðin tíö og gamla umhverfiö uröu mér nærri. Fjarlægö landanna og tímanna hvarf. „Schwarze Schwingen“, „Svartir vængir“ var þýzkt heiti bókarinnar. Hvaö vissi ég þá um ísland? Ábyggilega ekki meira en þaö, aö maður lærir venjulega í skólalærdómi sínum. Hvaö sagöi mér nafniö Gunnar Gunnarsson? Ekki meira en þaö, aö hann væri skáld aö noröan og bækur hans væru einnig þýddar á þýzku. Og nú í Grímsey var ég nálægur heimi „Svartfugls". Heimur hans var mér, eftir nokkurra ára dvöl í þessu landi, kunn- ugur, svo langt sem það náði. Og meira aö segja þekkti ég nú einnig heimildir, sem skáldiö notaöi sem söguþráðinn. En ég þori ekki aö segja, hvort áhrif sögunnar voru meiri þá, þegar ég las hana sem skólapiltur meö hugmynda- flugi óreynds unglings eöa nú, þegar ég las hana sem maður nokkuö viö aldur. Þegar ég horföi á leikritið „Svartfugl" í Þjóöleikhúsinu, voru aftur liðin nokkur ár, síðan ég haföi lesið söguna á íslenzku. Nú veit ég raunar ekki, hvort minningar um bókina, sem náðu 50 ár aftur í tímann, voru skýrari en þær minningar, sem náöu bara fáein ár eftir síöari lesturinn. En eitt er víst: lestur sögunnar leiddi mig aftur í horfna tíð í tvennum skilningi, í ramma sögunnar og í ramma lífs þess, er las hana. Á fyrsta ári mínu á íslandi fór ég meö norskum garöyrkjumanni til Hveragerö- is. Okkur fýsti aö kynna okkur þennan staö í sambandi viö starf okkar. Okkur var ráölagt aö heimsækja einnig Krist- mann skáld Guðmundsson. Var okkur vel tekiö. Margt forvitnilegt var aö skoöa í garöi Kristmanns. Samtöl .Kristmanns og Norðmannsins, félaga míns góöa, voru mjög fjörug. Ég skildi ekkert í þeim. En Kristmann, sem áöur haföi grennslazt eftir uppruna mínum, vék sér allt í einu aö mér og spuröi: „Hvaö þýðir Dzives rits og Baltas naktis?" Spurningin kom flatt upp á mig, en henni var auösvaraö. Ég haföi ekki logið, hvaöan ég væri ættaður. Tunga meirihlutans í lýöveldinu Lett- landi var mér aö sjálfsögöu töm. „Morgunn lífsins, Hvítar nætur,“ svaraöi ég um hæl. Kristmann brosti ánægður og sagöi: „Þannig heita tvær skáldsög- ur mínar, sem hafa komiö út á lett- nesku. Raunar heitir önnur sagan á íslenzku „Bjartar nætur“. En þýöing mín var nú samt ekki röng, enda heitir sagan á frummálinu Hvide nætter“. Þessi fáu orö leiddu mig langar leiöir til © þess staöar, þar sem „Morgunn lífsins" hófst fyrir aökomumanninn. Ef maður er meö þá óheppilegu dellu aö hafa gaman af grúski, þá getur margt óvænt skeö. Tilviljun hjálpar þeim, sem ekki leitar aö einhverju sérstöku. Ég fletti íslenzkum annálum, þeim mörgu heftum, sem ég haföi keypt hjá fornbókasala. Og hversu varö undrun mín og gleöi mikil aö mæta löndum mínum á ókunnum slóöum, þegar ég las í Vallholtsannál: 1664, 13. ágúst kom hafskip á Suöárkrók. Þar á voru kúrlenzkir menn, meinlausir, áttu aö sækja brennistein. Ein kona var þar á, er Anna hét; hana átti einn skip- maöurinn; kom hún og fleiri af skipinu til Reynistaöar, var ólétt og fór svo burt aftur. Þeir fengu ekki brennistein og sigldu burt 8. september. Um Egil Skallagrímsson vissi ég fyrir löngu, að hann haföi komiö til Kúrlands, alls ekki meinlaus, eins og öllum er kunnugt, sem hafa lesið Eglu. Hann slapp frá Kúrlandi, þó aö Kúrar vildu hann af gildum ástæöum feigan. Skáld- skapur hans höföaöi ekki til þeirra. Líklega vissu þeir ofannefndu mein- lausu kúrlenzkir, sem komu 700 árum seinna til íslands, ekkert um þennan mann og heimsókn hans til iands þeirra. — Þeir áttu aö sækja brennistein, hiö eftirsótta efni til púðurgerðar. Þaö hlýtur aö hafa verið löng og erfiö ferð frá Eystrasaltslandi okkar, frá Kúrlandi, „austurveginn“ í öfuga átt til íslands. Erindislausir sigldu þeir burt. Sennilega komu þeir frá Ventspils, hafnarborg í Kúrlandi. Athafnasamur hertogi þessa lands á 17. öldinni, Jakob aö nafni, geröi þennan staö aö verzlunarmiöstöö lands síns meö „innréttingum", — meö iönaöi, — sem átti aö gera litla landiö okkar óháö stóru nágrannalöndum sínum. í þeim tilgangi áttu þeir aö sækja brennistein. Fööur mínum þótti vænt um landa sinn, og ég man vel eftir frásögnum fööir míns um þennan mann. Af hverju þeir komu til Sauöárkróks, og hvers vegna þeir fóru til Reynistaðar og meö þeim Anna hin ólétta, þar sem engan brennistein var aö fá, um það segir annálsritari ekkert. Hugmyndaflugi mínu eru engin tak- mörk sett, sem getur fylgt ferö landa minna, enda er þeirra sjaldan getiö í þessu landi, eins og eölilegt er. Ég fór nú fyrir skömmu til Reynistaðar og þaöan til Sauöárkróks, og mér varö hugsaö til þessara meinlausu Kúrlend- inga fyrir 300 árum. Voru þeir einnig spuröir: „Hvernig lízt ykkur á ísland?“ A hvaöa máli töluöu þeir viö íslendinga, sem þeir hafa vafalaust haft samskipti viö, ekki sízt á Reynistaö? Þegar hauststormur blés, söknuöu þeir þá á leiðinni skjóls í skóginum? Hvað sögðu þeir frá íslandi, þegar þeir voru komnir heim til Ventspils, til þess staðar, sem var sýslumannssetur þeirrar sýslu, þar sem ættingjar mínir áttu heima. Reynistaöur, hinn sögufrægi staöur, miölaöi mér mörgu, sem kemur þessu landi viö og er óþarft aö geta meðal þeirra, sem þekkja sögu lands síns betur en ég. En sami staöurinn opnaöi mér einnig leið til gamla landsins og til liöinna tíma. Einnig þetta er ávinningur, beizkjulaus nautn. „Fjarlægðin frá því, sem menn unna, kennir þeim aö rnuna", eru upphafsorö þóssa þáttar. Einmitt þeim langförula manni, sem þessi ummæli eru tileinkuð, á ég miklar þakkir skyldar. Þaö er einn þáttur í lífi Stephans G. Stephanssonar, sem mig langar helzt til að tala um. Hann lýsir aö mínu viti mjög vel manni — og um leiö því fyrirbæri, sem er sameiginlegt öllum þeim, sem fóru aö heiman og búa ekki lengur í heimalandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.