Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 8
Nútíma kvilli, sem einkum leggst á karlmenn og tekur engan endi, því alltaf er eftir að ná í það bezta. Eitt af markmiðunum í iönaði er að gera fyrri ára framleiöslu úrelta meö einhverju nýju; framleiöa viöauka eða viöbótarhluti til hess aö sá sem sækist eftir tæknilegri fullkomnum slaki nú ekki á í kapphlaupinu. Lengi vel hefur tíökast að kalla pesskonar hluti græj- ur aö danskri fyrirmynd, — orðiö er víðtækt og hefur náö festu. Talað er um Ijósmyndagræjur og sérstaklega pó um veiöigræjur. Aftur á móti hafa hljómflutningstæki unnið sér fastan sess í málinu. Tæki og græjur viröast meö öörum oröum vera nokkurnveg- inn pað sama. Eitt af því sem fylgir mannkindinni er söfnunarástríöa og veröur ekki betri manía en hver önnur. Stundum snýst þessi söfnunarástríöa uppí tækjasöfn- un; hjá sumum til þess aö eignast sem mest af tækjum, en hjá öörum snýst hún uppí kapphlaup um aö eiga alltaf þaö fullkomnasta — eöa því sem næst — af einhverjum tækjum. Þessi tækja- ástríöa er í aðalatriöum tvískipt: Annarsvegar stendur hún í sambandi viö eitthvaö sem menn nota viö atvinnu sína og telja sjálfum sér trú um að sé nauðsynlegt, — og hinsvegar stendur hún í sambandi viö sport og tóm- stundaiöju. Ekki mun þaö allt teljast jafn nauösynlegt, en stundað af kappi aungvu aö síöur. Klappar peim oftar en kon- unni sinni Smiöurinn getur staðið á því fastar en fótunum, aö þaö sé eiginlega alveg nauðsynlegt fyrir hann aö eiga öll hugsanleg trésmíöatæki og vélar heima hjá sér, — þótt hann vinni viö húsbygg- ingar og sé varla heima nema um helgar. Hann eignast meö tímanum raöir af fallegum sporjárnum, sem hann kemur snyrtilega fyrir eins og safngrip- um á bílskúrsveggnum. Hann eignast marga hamra, suma meö mjóum skalla og aöra meö breiðum — og allskonar tangir, sem líka fara vel á bílskúrs- veggnum. En vélarnar eru þaö sem honum þykir vænst um og hann strýkur þeim oftar en konunni sinni. Þaö eru borvélar — aö sjálfsögöu þaö nýjasta á því sviöi — bandsagir og hjólsagir, fræsari sem gerir allt og feykilega mikilúölegur hefill. Hann kemur ekki bílnum lengur inn í bílskúrinn, því tækin ná yfir allt gólfplássið og ekki má gleyma hefilbekknum, sem alltaf stend- ur nærri hjarta þess er safnar trésmíöa- græjum. Fyrir kemur aö smiöurinn setji apparötin í gang og smíöi einn og einn smáhlut. En leikurinn var nú ekki beint gerður til þess, þótt þaö sé gott og blessað aö geta sýnt framá notagildið. Fyrst og fremst er bílskúrinn oröinn einskonar helgidómur, þar sem allt er haft í röö og reglu, fágaö og pússaö. Og þaö sem mestu máli skiptir: Innan skamms eiga eftir aö koma á markað nýir fræsarar og nýir heflar, sem verða betur hannaðir og fjölhæfari. Aö selja þá þaö gamla? Ænei, þetta er nú oröinn hluti af manni og allt í lagi aö eiga þaö á meöan þaö kemst fyrir í bílskúrnum. Síst af öllu má nota pá Til eru listmálarar, sem fengiö hafa alvarleg tilfelli af pensladellu. Þá er penslunum sankaö saman undir því yfirskyni, aö nauösyn beri til vegna vinnunnar. En gera má ráö fyrir, að þeir verði seint notaðir. Þetta eru nefnilega tugir og líklega fremur þó hundruö pensla, sem pantaöir hafa veriö eftir katalóg fró útlandinu. Sumir eru sverir og sívalir, aörir flatir, sumir aöeins meö örfáum hárum, sumir mjúkir og sumir stífir. í þessum söfnum er aö finna eðalfína pensla úr sérstaklega völdu maröarhári, sem kosta hátt í venjuleg mánaöarlaun og eru að sjálfsögöu alls ekki notaöir. Þessum dýrindisgripum er komiö fyrir í krukkum, þannig aö nokkrum er hagrætt saman eins og blómum og snýr skúfurinn upp. Það ku vera ákaflega notalegt aö vita af öllum þessum penslum, sem aldrei veröa notaðir, — til þess eru aðrir penslar, sem ekki ber eins mikiö á, enda dugar flestum aö nota svo sem tíu pensla. Dýrustu tæki, sem menn kaupa aö gamni sínu, eru aö öllum líkindum lystibátar meö öflugri vél, lúxusinnrétt- ingu, jafnvel bar, — og að sjálfsögöu veglegu bátaskýli. Sá hópur er mjög Skíðin, skíðaskórnir og bindlngarmr, — allt verður sífellt fulikomnara og maður getur nú reynt að hafa það skásta á fótunum þó maður sé ekki alveg eins góður og Ingemar Stenmark. Hvaða veiðimaður hefur slíkt hjarta úr steini að hann ekki komist við, þegar hinar dýrlegu græjur ber fyrir augu. Ó, þér ambassadorhjól og hardystengur... En ekki þýðir nú annað en hafa eitthvað sæmilegt í höndunum, þegar dagurinn í skárri ám er kominn í 150 þúsund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.