Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1979, Blaðsíða 7
Ragnarlngi Aðalsteinsson HVER VELDUR? Nætur og daga nornir Þræði spinna. Ungum var mér gæfan gefin gjöfin mér í hendur fengin eins og Þræðir ótal lita úr pessu mér bar að vinna litaval og vefi dráuma minna. Nætur og daga nornir þræói spinna. Lagöi ég á lífsbrautina lagði niöur marga præöi úr þeim öllum vildi vefa vef sem yröi betri en hinna glitofinn meó mynstrum drauma minna. Nætur og daga nornir þræöi spinna. Æöi marga æviþætti ofiö hef ég varla sjálfur furðuleg og óvænt atvik inn í vefinn nornir spinna rekja sundur mynstur drauma minna. Nætur og daga nornir þræði spinna. Tadeusz Rozewicz PABBI GAMLI í hjarta mínu býr hann pabbi gamli. Hann rakaði engu saman, lagöi ekki korn viö kom, keypti sér ekki hús, ekki gullúr, átti aldrei neitt þess háttar.' Lifói eins og fugl sí syngjandi dag frá degi. En hvernig getur fátækur verkamaöur lifaö þannig ár eftir ár? Hann býr í hjarta mínu hann faðir minn meö gamlan hattkúf, blístrandi fjörugt lag. Og standandi á því fastar en fótunum, aö hann eigi þaó víst aö komast í himnaríki. Gunnar Árnason þýddi. Höfundurinn er pólskur. Hvers ö verzlunin að gjalda Eitt athyglisverdasta málid sem verid hefur í brennidepli pjóðmál- anna í skammdegi vetrarins, sem senn er á enda, er umræöan um stööu verslunar landsmanna. Mest hefur borið á deilum um verslunar- álagningu og erlenda þóknun inn- flutningsverslunarinnar. Ljóst er aö staöa verslunarinnar er afar bág- borin og þarf hún á skjótri aöstoð aö halda, ef ekki á verr aö fara. Um árabil hafa öfgakennd vinstri öfl unnið skipulega og markvisst að því aö gera verslunina og verslunar- menn tortryggilega í augum almenn- ings meö vafasömum áróöri og óheilindum. Talsmenn verslunar- manna hafa því miöur allt of lengi tekiö þessum óhróöri með lang- lundargeði og lítið sem ekkert reynt aö bera hönd fyrir höfuö sér. Nú þegar verslunin á í miklum vanda á hún jafnframt í sívaxandi erfiöleikum meö aö fá jafnt ráöamenn sem almenning til aö skilja vandamál sín, vegna þess m.a. hve hún er illa leikin eftir aöför niöurrifsaflanna. Þar ofan á bætist aö þessi sundur- lynda og rislága ríkisstjórn sem hér situr viö völd hefur þaö ofarlega á stefnuskrá sinni aö gera allt hvað hún getur til aö veikja enn undirstöð- ur landsverslunarinnar í pólitískum tilgangi. Staöa verslunarinnar var heldur bágborin eftir stjórnartíö fyrrverandi stjórnar, sem á fjórum árum treysti sér ekki til að leysa verðlags- og álagningarvandamálin. Núverandi stjórn fer því lótt með að þrengja enn kosti verslunarinnar. Það er sama hvert litiö er. Staöan er víöast hvar afar slæm. Innflutn- ingsverslunin á t.d. í vök aö verjast vegna tíöra og ósanngjarnra árása tækifærissinnaöra stjórnmálamanna og framagjarnra embættismanna. Allir sem aö þessari grein standa eru ásakaðir meö haldlitlum rökum um gjaldeyrismisferli og kommission- þjófnað. Engum er hlíft og verður hver og einn aö sanna sakleysi sitt. Ef matvörukaupmenn biðja um lagfæringu á álagningu verslunar- varnings síns, eftir óöaveröbólgu og gengisfellingar eru þeir kallaðir „okrarar“, „aröræningjar" og „skatt- svikarar“ af sjálfskipuöum tals- mönnum alþýðunnar. Ef málmiðnaðarmenn reyna aö hækka útselda vinnu fyrirtækja sinna til aö mæta ört hækkandi launagreiðslum, eru þeir dregnir fyir dóm og dæmdir fyrir brot á verö- lagsákvæöum. Dómurinn síöan færðurinn á sakavottorö viökomandi til eilíföar geymslu. Hiö sama er gert viö forráöamenn eftirmiðdagsblað- anna, en þeir síöan látnir sleppa meö skrekkinn, enda reyndist þaö pólitískt hagkvæmt fyrir villuráfandi ráðherra núverandi vinstri stjórnar. Talsmenn samvinnuverslunar- innar hafa margoft aö undanförnu greint frá pví á opinberum vettvangi aö fái kaupfélög landsbyggöarinnar ekki leiöréttingu á verölagsmálum sínum, veröi aö draga stórlega úr allri þjónustu viö neytendur. Ráö- herrar samvinnumanna í ríkisstjórn láta þessa alvarlegu viövörun sem vind um eyru þjóta, enda uppteknir við að halda kommum og krötum í ríkisstjórn svona rétt yfir blá nóttina. Flestar aörar greinar verslunar- innar eiga í vök aö verjast. Vara- hlutaverslunin hefur neyðst til að draga verulega úr umsvifum sínum vegna skilningsleysis hins opinbera, enda hefur verðbólgan og hin ill- ræmda 30% regla nánast gert út af við allt lagerhald. Skortur á varahlut- um kemur illa við aðrar greinar þjóðlífsins, t.d. útgerð og iðnað, að ógleymdum bílaeigendum. Frumskógur verölagsyfirvalda er nú svo þéttofinn illgresi að enginn fær lengur um hann komist. Starfs- menn verslunar og verölagsyfirvalda eiga nú oröiö erfitt meö aö skilja eöa skýra allan þann hafsjó af boöum og bönnum hins opinbera í þessum efnum. Sem dæmi um endaleysuna má þess geta, að í einni stærstu matvöruverslun höfuöborgarinnar eru notaöar 108 ólíkar álagningar- prósentur til að veröleggja varning þann sem þar er á boöstólum. Það er þjóöhagslega nauðsynlegt að tekiö veröi á þessum vandamál- um sem allra fyrst. Verslun lands- manna er mikilvægur hlekkur í þjóð- lífinu sem ekki má bresta. Verslunar- menn veröa að standa upp sem einn maður í baráttunni við vindmyllu verðlagsyfirvalda og fá neytendur í lið meö sér, enda er þaö hagur beggja að hér búi öflug og frjáls verslun, sem þjónar öllum lands- mönnum jafnt. Jón Hákon Magnússon - X'-íÆíá : ífC'. CM ; SiKs

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.