Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Síða 3
Jón og Bryndís í Gautaborg 1958 meö syni sína: Karl, Indriða og
Þórólí.
Upprennandi skáld og bókmenntamenn. Talið fró vinstri: Jón úr
Vör, Jón Dan, Ilannes Sigfússon, Jón Óskar, Skúli Magnússon og;
Jóhannes Steinsson. Myndin er tekin í Gamla kirkjugarðinum í
Reykjavík á stríðsárunum.
„Þorpiö" eftir Jón úr Vör kemur út í nýrri útgáfu frá Ilelgafelli á þessu ári og hefur Kjartan
Guðjónsson listmálari myndskreytt bókina. Hér er ein mynda Kjartans.
kynslóð eða kynslóöir þátttakendur í
reynslu okkar. Þaö fellur í hlut rithöf-
unda og skálda aö reyna aö halda viö
nauösynlegu sambandi milli ættliöanna
og láta andarsrátt sögunnar heyrast.
Áöan talaöirðu um veika von. Hvaö
um fyrrnefnd hugmyndafræöileg von-
brigði bín og annarra, efa, viljuröu
heldur nota Þaö orö?
Jóhannes úr Kötlum var einstakur
persónuleiki. Sjálfur var hann svo
heiöarlegur og mikiö góömenni aö trú
hans á mannkindina hlaut aö veröa
óraunsæ — óskhyggja. Hinn mikli
viðburöarhraöi tímans varö góöum
gáfum hans og meöfæddri tilfinninga-
semi ofurefli. En á hina miklu skáld-
hörpu í brjósti hans léku allir vindar og
hinn blíöasti blær. Allur hans skáld-
skapur hlaut því aö veröa þýðingarmikill
heimildarbrunnur um líf aldarinnar —
jafnvel miklu fremur þaö en mótandi
líöandi stundar.
Oft hefur mér sárnaö þaö þegar
hægri menn íslenskra stjórnmála, ungir
og gamlir, hafa verið aö birta honum til
háöungar — bæöi á meöan hann liföi
og síöar — ástarjátningar hans og
þjóöfrelsisdrauma undir merki
kommúnismans ortar áður en sú reynd
komst á hann sem nú er kunn. Þaö er
ekki sama á hvaöa tíma og af hvaöa
tilefni orð eru felld. Þaö á ekki alltaf
jafnvel viö að vitna í skáldskap. Passíu-
sálmarnir eru t.d. fyrsta flokks Ijóö frá
sínum tíma, en boöskapur þeirra til
núlifandi kynslóöa er orðinn úreltur í
veigamiklum atriöum. Til þess aö skilja
byltingarboöskap Jóhannesar úr Kötl-
um þurfum viö aö átta okkur á þeim
tímum þegar þau eru ort. Ekki er ég hér
aö segja aö Jóhannes hafi hin síðari ár
sín snúiö baki viö kommúnisma. Þaö
væri fjarri mér. Hins vegar er þaö fölsun
á hugsun hans aö taka ekki meö iö
reikninginn þegar vitnaö er í byltingar-
Ijóö hans hvenær þau eru ort.
En það er ekki einungis í Ijóö skáld-
anna sem hægt er aö vitna meö
vafasömum hætti. Stjórnmálapredikar-
ar eru þarna stórhættulegir, enda vita
þeir oft manna síst hvaö þeir eru aö
gera. Steinn Steinarr var aldrei tryggur
áhangandi pólitískra kennisetninga, en
auöstéttarrinaöur var hann áreiöanlega
ekki. Samt er hægt að nota óhrekjanleg
ummæli hans um kommúnista og ráöa-
menn í Rússlandi til aö koma á þing
íhaldssömum meirihluta, — kannski
múgsefjunar spekúlöntum þeim sem
kalla alla kommúnista, sem látiö hafa
undir höfuö leggjast aö sýna þeim
samúö, sem stööugt lifa í ótta og eru
meö Rússa á heilanum — kannsi ekki
aö ástæöulausu. Nú er ég víst kominn
langt frá efninu. En þetta er sagt til
varnar góöri minningu minna gömlu
félaga, Jóhannesar og Steins.
Er paö rétt aö ný útgáfa Þorpsins
komi í haust?
Já Ragnar í Helgafelli hefur óskaö að
gefa út myndskreytta bók, samskonar
og af Tíma og vatni Steins Steinarr.
Fariö veröur eftir fyrstu útgáfu, aöeins
mokkrar oröabreytingar á örfáum
kvæöum. Þaö er Kjartan Guðjónsson
listmálari sem lýsir.
Mér virðist Þú og fieiri ósanngjarnir
í garð Steins. Ég held aö Tíminn og
vatnið hafi haft meiri áhrif og sé
merkari skáldskapur en Þiö viljiö
viöurkenna. Steinn hefur óneitanlega
veriö meira en háö- og gamankvæöa-
skáld eöa ádeiluskáld og orti fleira en
rímaða heimspeki. Hann ótti sinn Þátt
í aö breyta Ijóölistinni ásamt Þér og
fleirum. Ljóöbylting hans hófst
snemma. Auk Þess liggja eftir hann
nokkur Ijóð frá síöustu árum hans sem
taka af öll tvímæli um í hvaöa átt
skáldskapur hans stefndi og Þaö var
til nýrra landvinninga í Ijóðlistinni.
Þessi ákúra er þess eölis aö henni er
varla hægt aö andmæla, nema segja aö
hún sé á misskilningi byggö. Okkar
Steinn og ykkar Steinn eru vissulega
sami maður og enginn getur meö öryggi
fullyrt hver þróunin heföi oröiö ef hann
heföi lifaö lengur. Ég tel hann í hópi
okkar bestu skálda.
Þegar bækur Þínar ber á góma ■
blööum er hinn einfaldi Ijóðstíll pinn
jafnvel notaöur til aö sanna hve opin
Ijóð séu léttvæg miöað viö Þín.
Heldurðu aö Þetta sé vegna Þess aö
Ijóðstíll Þinn sé oröinn kiassískur og
fariö sé að beita honum gegn viöleitni
annarra og yngri skálda?
Þaö má meö nokkrum rétti segja aö
ein bóka minna — Þorpiö — hafi oröiö
klassískri hugsun aö bráö. Bókmennta-
lega er hún mikilvæg og góö heimild um
takmarkaö svæöi í sögu okkar og tíma.
Sumum finnst raunar óþarfi að lesa
klassískar bækur, nóg aö vita um hvaö
þær fjalla og hvaö manni ber aö segja
um þær. Hvorki mínar bækur aörar né
ungskáldabækur njóta Þorpsins, heldur
gjalda þess — og þaö er ekki ánægju-
legt fyrir höfund þessarar rúmlega
þrítugu bókar, hafandi samiö níu aörar,
allar gjaldgengar aö eigin dómi.
Brautryðjandastarf Þitt í íslenskri
Ijóölist hefur ekki veriö metiö aö
veröleikum aö mínum dómi. Samt
Þarftu ekki aö kvarta. Helduröu aö
stefna Þín í Ijóölistinni lifi, er Þér
umhugað um Þaö, eða sættirðu Þig viö
aö skáld fari allt aörar leiðir?
Franihald á bls 14.
©