Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Page 12
Séra Gisli Brynjólfsson
Hátt ber leiði
Kjartans
í Laxdælu segir frá Því, að Ólafur pá
fór á móti líki Kjartans, lét flytja pað
heim og tjalda yfir, pví að pá var engin
kirkja í Dölum, enda aðeins 3 ár liðin
frá Kristnitöku.
Ólafur sendi mann suður til Borgar
að segja Þorsteini mági sínum frá
víginu. Kom hann vestur með miklu
liði.
Lík Kjartans stóö viku uppi í
Hjaröarholti. Þorsteinn haföi látið gera
kirkju aö Borg. Hann flutti lík Kjartans
heim með sér og var Kjartan aö Borg
grafinn.
„Þá var kirkja nývígö og í hvítaváð-
um“, segir í sögunni. Minnir Það á, að
4 árum fyrr haföi Kjartan gengið eina
viku í hvítaváðum eftir skírn sína á
jólum viö hirð Ólafs konungs.
— O —
Enn sést leiði Kjartans Ólafssonar í
Borgarkirkjugarði. — En hér verður
Borg á Mýrum 1965.
Teikning af leiði Kjartans Ólafssonar f ferðabók Collingwoods.
vikiö aö öðru efni, sem varöar minningu
kappans frá Hjarðarholti.
Áriö 1839 var nýskipaður prófastur
Mýraprófastsdæmis, sr. Þorsteinn
Hjálmarsson í Hítardal, á vísitazíuferð.
Og kom aö Borg eins og á aöra
kirkjustaði.
í skýrslu hans til biskups segir m.a. á
þessa leiö um Borgarkirkju:
„Hér má þess og auðmjúkast geta, að
norðan fram í kór hangir nýkomin
grafskrift í svörtum römmum yfir
Kjartan sál. Ólafsson, sem hvílir í
þessarar kirkju garði, skrifuð og gefin
af bóndanum Steindóri Sighvatssyni
á Hofsstööum í Stafholtstungum, sem
s.l. ár var búandi á staönum“.
Því má skjóta hér inn, að Steindór
þessi var sonur hjónanna Þórunnar
Jónsdóttur og Sighvats Jónssonar á
Bóndhól. Systir hans var Guörún, móöir
fræöimannsins Sighvats Borgfiröings.
Ekki er þess getiö, aö Steindór hafi
veriö hagmæltur.
Viö þessa frétt er vakin forvitni
Steingríms biskups. Biöur hann prófast
að senda sér afrit af grafskriftinni, sem
hann og geröi með bréfi, dags. í
Hítardal 7. febrúar 1841, þar sem segir
á þessa leiö:
Samstundis barst mér frá prestinum,
sr. Páli Guðmundssyni á Borg, af-
skrift af grafminning Kjartans Olafs-
sonar hvörs leiöi sést í Borgarkirkju-
garöi og snýr í suöur og noröur. Hefi
ég því þá æru hér undir auðmjúkast
aö leggja afskrift af þessari grafskrift
samkvæmt yöar háæruverðugheita
Bjargráö í Rangárþingi eftir jarðskjálftana 1896:
Allir fengu eitthvað
— en stórbændurnir mest
Eftir Guðmund H. Eyjólfsson
1896 dundu yfir Suöurland stórfelldir
jaröskjálftar. Þaö er nú ekkert óvenjulegt,
það hefir endurtekiö sig öld eftir öld frá
upphafi íslandsbyggöar og hætt er viö, aö
áframhald veröi á þessu, og að næsta
hrina sé skammt undan.
Foreldrar mínir bjuggu þá á Bjalla í
Landsveit. Þaö var fyrsta nóttin, sem
sofiö var í nýbyggöri baöstofu aö ósköpin
dundu yfir og gerðist um þaö leyti, er fólk
var að festa blund. Öll hús hrundu til
grunna nema baðstofan, en hún
skekktist, er kjallari undir gaf sig eitthvaö.
Móðir mín sagði, að fjósiö heföi fallið ofan
á kýrnar. Sér heföi ekki dottið í hug, aö
þær væru lifandi, en eftir góða stund
bröltu þær upp úr tóftinni alveg
ómeiddar. Það sem bjargaði kúnum voru
hellurnar, sem voru reistar upp á rönd
milli kúnna; á þeim lentu raftarnir og
þekjan, sem var geysi þykk. Það voru tvö
ung börn hjá foreldrum sínum. Fólkiö bjó
um sig í böggum, sem hirtir voru kvöldið
áður.
Bjarni Björnsson bjó þá á Tjörfastöðum
og Margrét kona hans. Hann kom seint af
engjum þetta kvöld og konan fór fram í
búr að sækja skyr handa honum og var
þar þegar ósköpin dundu yfir, og
klemmdist á milli veggja sem féllu. Hún
sleppur þó ómeidd meö hjálp bónda síns
og skyrskálinni heldur hún heilli í hendi
sér. Bjarni hljóp strax niöur aö Bjalla, sem
er mjög stutt frá; hann vissi aö þar voru
tvö smábörn.
Þá bjó í Flagveltu Jón Jörundsson og
Helga Arnadóttir frá Galtalæk, kona hans.
Áður var hún gift Ólafi Gíslasyni hreþp-
stjóra. Gísli var bróöir Guðmundar gamla
ríka á Keldum. Á móti Jóni og Helgu bjó
Gestur Sveinsson og Guðríöur systir
Ólafs. Bæirnir stóöu saman, þar sem nú
er neöri bærinn í Flagveltu.
Jón Jörundsson sagöí svo frá: „Viö
vorum öll inni, Ég fann á mér, aö eitthvað
mundi ske, rýk út og segi: Komið þiö út —
og þá dynja ósköpin yfir. Viö veltumst
hver um annan þveran, gátum ekki staðið
á fótunum og voru þetta engir aukvisar,
a.m.k. ekki húsbóndinn, sem var talinn
meö allra sterkustu mönnum. Helga
húsfreyja fór ekki út, en festist milli
veggja; en sakaöi þó ekki frekar en
Tjörfastaöafrú.
í Flagveltu varö mikið jarörask.
Sprunga kom í jöröina alla leiö innan frá
Laugum, sem eru inn viö Þjórsá gegnt
fossinum Búöa og þaö mátti rekja hana
alla leiö suður aö Snjallsteinshöföa,
næstsyösta bæ í Landsveit.
Nú var snúiö sér aö því aö koma aftur
upp húsum fyrir fólk og fénaö. Skipun
kom frá ráöamönnum um aö hætta
heyskap og snúa sér einvörðungu aö
byggingum. Móöur minni þóttu þetta
harðir kostir. Hún sló því áfram og notaöi
hverja stund og heyjaði talsvert milli mála,
því tíö var alveg meö eindæmum góö.
Reykvíkingar hlupu hér mikiö undir
bagga, sem kallað er. Þaö voru tekin
mörg börn af jarðskjálftasvæöinu, og sum
ílentust fyrir sunnan. Lán var veitt úr
ríkissjóöi með mjög góöum kjörum.
Hreppsnefndir úthlutuðu, því auövitaö
heföu þeir fátækustu átt aö hafa forgang.
Víðast voru torfbæir 1896 og þeir þoldu
ekki mikla jarðskjálfta. Myndin er af
bænum á Steinum undir Eyjafjölluin.