Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Side 4
Krossinn «
Þaö marraöi í klefahuröinni og inn
gekk fangavöröurinn. Hann var hár og
magur. Útlitiö var moldarlegt og bláir
baugar umkringdu augun, því aö hann
þjáöist af lifrarkvölum, — allir, sem
lengi höföu setiö inni, vissu um þaö,
því aö hann kvartaði oft hástöfum.
Fangavörðurinn ræskti sig ákaft.
Maöurinn á bálknum leit á hann meö
eftirvæntingu í svip.
— Foreldrar yðar eru komnir,
sagöi fangavöröurinn gegnum nefiö.
— Þér veröiö aö fara á fætur og kveöja
þau.
Maöurinn á bálknum svaraöi ekki
einu oröi. Hann sat og horföi í gaupnir
sér; hendurnar voru stórar og grófar og
fingurnir sprungnir. Slíkar hendur líta
klunnalega út og sýnast ekki geta
gert neitt sérstakt. Maður þarf aö sjá
þær vinna til aö gera sér Ijóst hve margt
þær geta framkvæmt.
— Já, sagöi fangavörðurinn og
tvístég. — Þér veröiö aö kveöja þau.
Þau hafa beðið alveg síöan í morgun.
Þau komu strax meö morgunlestinni.
Maðurinn á bálknum stóð á fætur
og teygöi sig. Hann var hár og
sterklega byggöur meö kringlótt andlit.
Stuttklippt svart hárið geröi það aö
verkum aö andlitiö sýndist ennþá
kringlóttara.
— Er kalt í dag? spurði hann og
neri hendurnar.
— Viö förum ekki yfir garöinn,
sagöi fangavöröurinn. Hann baöaöi út
höndunum eins og til aö róa hann. Við
förum bara niöur. Þar bíða þau.
Þeir yfirgáfu klefann. Fangavörð-
urinn læsti dyrunum á eftir þeim. Svo
gengu þeir eftir ganginum — fanginn á
undan meö hrammana fyrir aftan bak.
Tveir fangar meö fötur komu eftir
ganginum á móti þeim. Annar þeirra
benti á þann sem fór framhjá og sagöi
um leiö og hann píröi augunum:
— Hvernig fer þaö, meistari?
— Dauöadómur, sagöi fanga-
vörðurinn — það er bannaö aö tala
saman.
Sá meö fötuna blístraöi. Þeir
héldu áfram. maöurinn meö kringlótta
höfuöiö spuröi þá:
— Ég fer þá líklega ekki fleiri
gönguferðir í garðinum, eöa hvaö?
— Víst ekki, svaraöi fangavöröur-
inn. Hann var meö þjáningarsvip.
Alveg síöan um morguninn haföi hann
fundið, aö heiftarlegt kast var í aösigi.
Þeir sneru inn í næsta gang og
hægöu á sér, þar eö fanginn haföi lítiö
tækifæri haft til að hreyfa sig í seinni tíö
og þess vegna ollu fæturnir í stórum
tréskónum honum sársauka. Hann
stundi og var aö því kominn aö hrasa
á hverri stundu. Allt í einu sagöi hann:
— Fæturnir brenna hræöilega.
— Oh, sagöi fangavöröurinn og
yppti öxlum. — Viö erum alveg aö
koma. Fanginn urraöi eitthvaö og
reyndi að ganga út á hlið. Hann staröi
stíft á vegginn og sagöi svo skömmu
síöar:
— Þarna er sprungin pera.
- — Hvar? spuröi fangavörðurinn.
Þeir stönsuðu.
— Þarna uppi, sagöi fanginn og
benti meö geysistórum fingrinum upp
í loftiö. Fangavöröurinn leit upp. — Þaö
er alveg rétt. Ein peran, sem lýsti
ganginn upp, var sprungin. Fanga-
vöröurinn kinkaöi kolli.
— Þarna getið þér sjálfur séö,
sagði hann. — Og þetta kalla menn
perur. Maöur dóttur minnar keypti þrjár
í síöustu viku og tvær þeirra sprungu
um leiö. Þá fór hann aftur í búöina til
aö fá þeim skipt, en hvaö haldið þér
aö honum hafi verið tjáö þar? —
„Haldiö þér aö þér séuö fyndinn?
Hvað getum viö gert aö þessu? Viö
seljum þær eins og við fáum þær í
hendur...“ Það er ekki einu sinni hægt
að fá almennilegar perur lengur.
— Hvaö kostar eiginlega svona
pera?
— Þaö hef ég ekki hugmynd um,
svaraði fangavöröurinn vandræöa-
lega. Skyndilega spuröi hann tortrygg-
inn: — Hverju skiptir þaö?
— Ekki neinu.
Fangavörðurinn gaumgæföi hann
af athygli og sagöi svo byrstur:
— Komiö yöur svo áfram! Hvaö
eruö þér aö hugsa? Haldiö þér aö þér
séuð hérna til aö grínast?
Þeir héldu áfram fram hjá læstum
dyrum. Út viö stigaganginn voru
nokkrir fangar úr vinnuhópnum aö
hefjast handa meö aö þvo ganginn.
Þeir skúruöu og skrúbbuöu meö
stuttskeftum burstum. Það var fnykur
af brúnni sápu og heitu vatni. Þegar
þeir gengu fram hjá sneri einn þeirra
sveittu andlitinu mót þeim og hvísl-
aöi:
— Heyrðu hérna félagi, stingdu
pípu að mér. Þú skalt fá hana aftur
þegar þú kemur út.
— Dauðadómur, sagöi fanga-
vöröurinn. — Þaö er bannaö aö tala
saman.
— Þaö segir enginn orð, sagöi
fanginn, sem var aö þvo gólfið. —
Fjandinn hafi þaö, hef ég kannski sagt
nokkuö? Eg segi ekki orö... Hann
fleygði kústinum frá sér og ýtti
fötunni til hliöar. Fangavörðurinn og
sá meö kringlótta andlitið gengu fram
hjá. Fanginn misstég sig aftur og
stundi.
— Svona, svona, sagöi fanga-
vörðurinn róandi, nú erum viö alveg
aö koma.
Þeir gengu gegnum annan gang
og inn í litla herbergiö þar sem
foreldrar fangans sátu og biöu. Þegar
þau sáu hann koma inn risu þau á
fætur.
— Nú getið þiö heilsast,.sagði
fangavörðurinn og á mögru andliti
hans brá einhverju fyrir, sem aðeins
þeir, sem vissu hvaöa sjúkdómi hann
var haldinn, gátu merkt sem bros. —
Þið megiö vel setjast niöur. — Hann
hagræddi beltinu sem þung byssan
hékk viö og settist á stól nálægt
glugganum. Fanginn stóö í miöju
herberginu og drap tittlinga. Ljósiö
hérna var miklu sterkara en í klefanum,
þar sem hann haföi setið fram aö
þessu. Svo gekk hann til foreldra
sinna. Fyrst kyssti hann fööur sinn á
höndina og svo móöur sína.
— Komuö þið snemma í morg-
un? spuröi hann.
— O já, sagöi faðir hans. Hann
var hár og mikill um sig. Hálsinn
pokaöi út yfir kragann, sem var lítill og
allt of þröngur. Röddin var djúp og
drynjandi jafnvel þótt hann reyndi
viö þetta tækifæri aö hemja hana af
einhverjum ástæöum. Sonurinn líktist
honum ekki, hvorki aö útliti eöa
hegöun.
— Viö höfum feröast alla nóttina
til aö sjá þig, sagöi faöirinn hranalega.
— Skiptuö þiö þá í Jodlowo?
— Nei, svaraöi móöir hans, nú á
maöur aö skipta í Rostaszewo.
— Hm, sagöi fanginn. Hann
reyndi aö sitja þannig aö hann gæti
hvílt fæturna dálítiö. Hann hallaði öxl-
unum upp aö veggnum og teygði úr
fótunum. Allt í einu fór hjartaö aö
hamra ákaflega; hann varö óttasleg-
inn viö þá tilhugsun aö faöir hans —
eins strangur og hann var — kreföist
þess aö hann stæði upp og talaði viö
hann standandi, þar eö hann þoldi
ekki aö börnin hans töluðu viö hann án
tilhlýðilegrar viröingar.
Fanganum datt þetta í hug og
flumbraöi út úr sér óstyrkur:
— Hvernig gengur þaö hjá Sid-
orowicz?
— Hjá Sidorowicz? endurtók fað-
irinn hugsandi. Þaö varö stundarþögn
meöan hann leitaöi eftir hæfilegu svari.
Svo sagði hann:
— Svona eins og vant er. Hann
missti hest.
— Drapst hestur — fanginn leit
út sem hann gleddist yfir tíöindunum.
Hann langaöi aftur í klefann til aö losna
viö skóna. — Hvernig bar þaö til?
— Hann drapst. Þannig var þaö,
sagöi faöirinn. — Þau náöu í dýra-
lækninn en þá var þaö orðið of seint.
Hann klóraöi sér í hárinu og þagöi
aftur um stund. Svo sagöi hann í
predikunartón: — Maður neyöist til aö
fara varlega meö hestinn sinn.
— Nú verðiö þiö aö reyna aö fara
aö Ijúka ykkur af, sagöi fangavöröur-
Teikning: Kjartan Guöjónsaon.