Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Page 5
inn og sneri sér aö þeim. — Þaö eru
bara fimm mínútur eftir.
— Jæja, hesturinn er dauöur...,
sagöi fanginn og teygöi fæturna
lengra fram.
— Já, já, hesturinn, hesturinn...
Þaö eitt er víst aö maöur veröur aö
fara varlega meö hestinn sinn... Já...
já... — Og hvaö á maöur svo aö gera
þegar hann er dauður? Maöur verö-
ur aö vera aðgætinn og þar meö
búiö... ja' ja'.. Hann stundi viö
tilhugsunina um að hann neyddist
brátt til aö standa uþp þegar þau
kveddu.
Hann stundi og spuröi hraðmælt-
ur: Og hvernig gengur heima?
— O jæja, viö þökkum guði,
sagöi faöirinn, ef allt gengur vel getum
viö keypt okkur kú í vor.
— Búið, sagöi fangavörðurinn.
hann var staöinn á fætur og lagfærði
beltiö. Stóra byssutaskan sýndist
hlægileg viö magran kroppinn.
— Nú já, sagöi faðirinn. Þaö er
ekki tími til aö fjasa. Nú veröur þú aö
tala við guö þinn, drengur minn. Þú ert
þegar í hans umsjá. Hana nú, biddu
nú.
Hann lyfti hendinni og fangavörö-
urinn sneri sér undan. — Ég blessa
þig meö Drottins krossi, sagöi faöirinn
hárri röddu. — Krjúptu!
Fanginn þagöi.
— Nei, sagöi hann svo. Hann var
viss um að hann myndi kenna mikiö til
í fótunum og aðeins viö tilhugsunina
perluöust tárin fram í augnakrókana.
— Krjúptu, drengur minn, sagði
faöirinn hátíölegri röddu. — Fyrir
krossi Drottins á maöur aö krjúpa.
Fanginn hristi höfuöið.
— Nei, sagöi hann. Hann greip
hönd föður síns og kyssti hana. Svo
kyssti hann móður sína og gekk út meö
fangaverðinum. Gömlu hjónin gengu
einnig út; þau skrefuðu yfir garöinn
og komust út á götuna. Svo tóku þau
stefnuna á járnbrautarstööina, þaöan
sem lestin þeirra færi eftir tvo tíma.
Eins og siöur er til sveita gekk
húsbóndinn á undan. Konan kom
nokkrum skrefum á eftir.
— Þeir hafa breytt honum, sagöi
konan. — Hann vildi ekki falla á kné.
— Hún fór aö gráta. Gamalt andlit
hennar herptist eins og af sársauka.
— Kannski er hann hættur aö trúa á
guð, sagöi hún.
— Þetta er í fyrsta skipti, sagöi
faðirinn meö rödd sem gaf til kynna
að hann tryöi ekki sínum eigin orðum
— þetta er í fyrsta skipti, sem hann
hefur sett sig upp á móti vilja mínum.
En samt er hann gott barn.
Þau settust viö garö einn til aö
hvíla sig dálítið. Þetta var hlýr dagur
og snjórinn var byrjaður aö bráöna.
Vorboöinn sást á litum himinsins,
bólgnum kvistum trjánna, skínandi
gljáa hestanna, sem fram hjá fóru og
rakri slikju járnbrautarteinanna. Fót-
gangandi fólk haföi losaö yfirhafnirn-
ar, skólabörnin hlupu og léku sér í
flokkum og óhreinn snjórinn rann
iöandi niöur í rennusteinana.
— Já — í haust veröur Mietek
sendur heim, sagöi faöirinn. Hann
getur fengiö fötin hans Janeks. Viö
veröum víst aö taka á öllu okkar til
haustsins. . .
— Janek var þróttmeiri, sagöi
konan.
— Þróttmikill og ekki þróttmikill,
sagöi faöirinn... Ég er viss um aö
Mietek leggur sig fram í herþjónustunni.
Þar fær hann eins mikiö aö boröa og
hann getur torgað... Hann þagöi
langa stund og staröi á fægö stígvéiin.
— Hann var okkur góöur sonur. Hann
sagöi ekki stakt orö um aö þaö var ég
Framhald á bls. 15
KVEÐSKAPUR
SEM HEYRIR
UNDIR
NATTIJRUVERND
/ okkar landi vantar allar
skynsamlegar forsendur fyrír
ofstæki í stjórnmálum. Fólk
getur naumast verid mjög hart
í pólitíkinni af réttlætiskennd,
örbirgð eða frelsisprá, pví
vaknar oft sú spurning, hvort
pað fólk sé eitthvað bæklað í
sálinni, sem ekki sér sólina á
björtum sumardegi fyrir hatri
á pólitískum andstæðingum.
Sér aldrei útúr hinum pólitíska
sorta.
Það var um daginn, að ég
rakst á gamla úrklippu úr
Þjóðviljanum. Ég hef líklega
haldið henni til haga, af pví að
mér hefur pótt hún bera vott
um athyglisvert sálarlíf. Al-
pýðubandalagið var á sumar-
ferðalagi um Jónsmessuna
(24. júní 1973), en pá skartar
íslenzk náttúra sínu skásta,
sólfar mest, ilmur úr gróandi
grasi, fuglasöngur fyllir tært
fjallaloftið — öll náttúran and-
ar í sálir venjulegs fólks, friði
og sáttfýsi, og Pað gerir að
gamni sínu græskulaust. Nú er
það einnig svo, að á slíkum
degi fyllist margur rómantík,
og fer að yrkja, sem er í lagi, ef
ekki er birtur kveðskapurinn.
— Þessi rómantíski kveðskap-
ur, á góðum sumardegi, er
oftast hástemmd náttúru- eða
ættjarðaríjóð. Það reyndist pó
ekki aldeilis svo hjá Alpýðu-
bandalaginu, pegar pað fór að
yrkja í sumarblíðunni. Það fólk
settist niður á skemmtiferða-
lagi sínu milli angandi blóma
baðað i sólskini, við að yrkja
níð um pólitíska andstæðinga,
og vægast sagt meira af vilja
en hagmælsku. Og það var svo
ánægt með kveðskapinn, að
Þjóðviljinn birti úrval úr hon-
um — og ber að harma, að fá
ekki heildarútgáfu af þessum
sérstæða sólarkveðskap.
Hér er sýnishorn af kveð-
skapnum — tekið úr Þjóðvilj-
anum 4. júlí 1973. Til að spara
rúm læt ég nægja skástrik á
milli vísuorða:
Fyrri partur:
llla tókst hjá Gylfa og Geir
að græða á landhelginni.
Nokkrir botnar: Ekki hafa aular
þeir/ ást á fóstru sinni. — En
það er vel, að þorskar tveir/
þjóni flónsku sinni. — Sam-
anspyrtir sitja tveir/ síðan í
háðunginni. — Öngvan höfðu
aular þeir/ ábatann að sinni.
— íhaldsbullur eru þeir/ aum-
ingjarnir báðir tveir. — Það
væri happ ef hrútar peir/
héldu kjafti að sinni. — Dálag-
lega dárar þeir/ dilluðu rófu
sinni. — Fengu illa útreið þeir/
með undirhyggju sinni.
Fyrri partur:
Lafði Tweedsmuir leggur net
Lúðvík vill hún fanga.
Nokkrir botnar:
En hún er engin Elsabet/ illa
mun það ganga. — En það
væri meiren met/ ef manninn
færi að langa. — Það væri
algert Englandsmet/ ef það
skyldi ganga. — Sendum Bret-
um kindaket/ kosti hörku-
stranga. — En lítt vill bragðast
Lúðvíks ket/ lafði fyrir svanga.
Fyrri partur:
Þegar Bréznéf framhjá flaug,
fauk í Óla og Stjána.
Nokkrir botnar:
Fréttamiðill margur laug./
Mikíð er um bjána'— Það er
ekkert andans spaug/ að elt-
ast við þann bjána. — Ætli þeir
sendi argan draug/ á eftir
pessum bjána. — Þeir kváðu
hann bæði dóna og draug/ og
dæmalausan kjána.
Fyrri partur:
Ekki heldur herinn enn
heim af Suðurnesjum.
Nokkrir botnar:
Vöðum á þá, vaskir menn,/ og
vegum þá með kesjum. —
Förum að sem frjálsir menn/
og flengjum þá með kesjum.
— En barið getur og bölvað
enn/ á bandarískum gresjum.
— Hann á sína mektarmenn/
og mergð af drullublesum. —
Ef við burt hann sendum
senn,/ sannast að við erum
mennl
Þetta voru nú sýnishorn af
kveðskap Alþýðubandalags-
fólks á skemmtiferðalagi 1973,
og pá var nú geðslagið tiltölu-
lega gott, Alþýðubandalagið í
stjórn. Forvitnilegur væri sól-
arkveðskapurinn um Jóns-
messuleytið í fyrra um kaup-
ránsmanninn Geir og „samn-
ingana í gildi“. Æskilegt væri
og að hafa sýnishorn til sam-
anburðar af kveðskap þeirra í
skammdeginu?
Ásgeir Jakobsson.
©