Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Síða 7
bernsku veitti hún honum þá hluti, sem
svöruöu til þeirra hljómlistarhæfileika,
sem hann haföi. Þegar Mildred Dean dó,
var sonur hennar aöeins níu ára gamall.
Hann byrgði inni sorg sína, og vildi ekki
ræöa um hana viö nokkurn mann. Sú eina
manneskja, sem hann heföi getaö talaö
viö, var dáin. Faðir hans haföi hvorki efni
né getu til aö ala drenginn upp, og því ólst
hann upp hjá frændfólki sínu. Þaö skildi
drenginn vel, lét mikiö eftir honum, leyfði
honum eð fara í leikskóla og og gaf
honum bækur, sem hann haföi áhuga á.
Þegar James var nógu gamall til aö fara
aö lifa sjálfstæöu lífi, yfirgaf hann heimili
frænda síns í Indiana og fór til Los
Angeles, en þaöan hélt hann síöan til New
York. Hann heimsótti marga leiklistar-
skóla, þ.á m. „Actors Studio", sem Lee
Strasberg átti, en þar haföi Marlon
Brando einmitt byrjað leikferil sinn.
Tímarnir í New York voru erfiöir fyrir
hann. Hann haföi varla ofan í sig, bjó í
þröngum húsakynnum, stundum einn,
stundum meö einhverjum vinum sínum,
alltaf með bækur Hemmingways í kring
um sig, en upp á þær hélt hann mikið, og
plötusafn sem hann haföi miklar mætur á.
Meöal þess, sem hann spilaði mikiö var
jazz með Dave Brubeck og sígild tónlist
eftir Haydn og Berlioz. En aöallega var
James upptekinn af leiklist og svo sjálfum
sér. Hann hafði takmarkalaust sjálfsálit
og óttaðist ekkert, ekki einu sinni dauö-
ann. Þegar hann aö næturþeli ráfaði um
göturnar í New York, eins og sléttuúlfur,
þá virtist hann öllum týndur, eins og í
kvikmyndum sínum. Hann klæddist bara
gallabuxum, leöurjakka og leöurstígvél-
um, fékk áköf reiöiköst, þegar leikstjór-
inn, sem haföi útvegað honum smáhlut-
verk, vandaði um viö hann. Hann
gamnaði sér einnig viö hverja stúlkuna
eftir aðra, því lengi gat hann ekki verið
með þeirri sömu. Þá fannst honum frelsi
sínu vera hætt. Aðeins einu sinni, þegar
hann var aftur kominn til New York og
verið var aö frumsýna „Eden“ varð hann
alvarlega ástfanginn. Þaö var af leikkon-
unni Pier Angeli. En hin ítalska móöir
Angeli kom því ástarmáli skjótlega fyrir
kattarnef. í hennar augum var Jimmy allt
of óstýrlátur og ábyrgöarlaus. Nokkru
síöar giftist Pier öörum manni og þá sat
Jimmy á mótorhjóli sínu gegnt kirkjunni
og horföi hatursfullum augum á hin
hamingjusömu brúöhjón.
Jafnlítið og móöir Pier elskaði Jimmy,
elskaöi Hollywood þennan aðskotageml-
ing frá New York. Fólki þótti hann
yfirlætislegur, þrjóskur, taugaveiklaður og
samstarfsmönnum hans fannst hann gjör-
sneyddur öllum mannasiöum. En James
endurgalt Hollywood þetta álit í sömu
mynt, til að byrja með. Hann hataöi og
fyrirleit „Technicolor“ eins og fjandann
sjálfan. En hinsvegar sá hann tækifæri sín
hjá „Warner Brothers" og þar geröi hann
ráö fyrir að geta komiö því í höfn, sem
hann haföi hafist handa um í New York.
Hann skynjaði, aö tími hans var aö koma
og trúöi því fastlega, aö eftir þrengingar
MacCarty-tímabilsins þyrfti Hollywood á
nýjum andlitum aö halda. MacCarty, þessi
tröllþröngsýni öldungardeildarþingmaöur,
haföi tilkynnt, aö þeir listamenn, sem ekki
störfuöu í anda hans, gætu aðeins átt von
á einu: starfsbanni. En þetta var nú allt
um garö gengiö. Raunsæisstefna, sem
James Dean var fulltrúi fyrir, haföi enda-
skipti á hlutunum. Maöur reyndi ekki
aöeins aö líkja eftir einhverju, heldur geröi
hlutina raunverulega, öskraöi reiöi stna
inn í myndavélina og þaö var hlustað. Að
vísu ekki af gagnrýnendum til aö byrja
meö, en þeir læröu líka sitt hlutverk.
James Dean haföi sigraö hiö
„púritanska" Hollywood. Og þó lá manni
viö aö halda aö honum myndi ekki takast
þaö.
Einu sinni, (eða svo segir ævisöguritari
hans, John Howland,) sagöi Jimmy:
„Þegar manni tekst aö brúa biliö milli lífs
og dauöa, þegar maöur lifir áfram eftir
dauöann, þá hefur maöur ef til vill veriö
mikilmenni“.
Þýð. J.K.M.
í þessum bfl lenti James í slysinu. Hraðakstur var ein aí hans rrtiklu ástríðum,
James í myndinni „Risar“. Þegar hún var frumsýnd var hann
dáinn fyrir nokkru.
James Dean var frístundalistamaður. Þennan 24 ára gamla
lcikara dreymdi oft um að halda sýningar á verkum sínum.
í myndum sínum komst
hann ekki betur af við
kveníólk en í lííinu. Ifann
hélt að þær mundu ræna
sig frelsinu.
ítalska stjarnan Pier Angeli var stærsta ást James. Hann
kallaði hana „Ungfrú Pizza“, en móður hennar féll uppreisnar-
seggurinn ekki í geð.
Hér sjáum við James í kvikmyndinni „Þvf þeir vita ekki hvað
þeir gera.“