Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 8
Jörðin var mannkyninu gefin, ekki til
þess að það skyldi tæ'.a hana sundur og
leggja stór flæmi hennar í auðn, heldur
sem nokkurs konar smíðarefni, er það
skyldi fegra og um bæta eftir þörfum
sínum og hentugleikum. Hér hefir aö
vísu gengið á ýmsu, en undiraldan er þó
æ hin sama, að mannlegt hyggjuvit og
sköpunarþrá reynir að gera jörðina
betri og byggilegri. Maöurinn er alltaf
að umbreyta jörðinni eftir hentisemi
sinni, og á þetta jafnt við um ein-
staklinga og þjóöir.
En í þessum miklu önnum gleymist
furöu oft sá sannleikur, sem felzt í
þessum oröum skáldsins (E. Ben.)
lýtt,
en lyft upp í framför, hafið og prýtt.
Aö fortíö skal hyggja, ef frumlegt skal
byggja,
án fræöslu þess liöna sést ei hvaö er
nýtt.
Reykvíkingar eru sem aðrir aö endur-
skapa sitt umhverfi eftir þörfum sínum
og allra íslendinga. Úr fátæklegu fiski-
rinannaþorpi eru þeir að skapa höfuð-
borg lands síns. Þeir reyna eftir megni
aö fegra og bæta þaö sem var. Á
grýttum holtum hafa þeir reist hvert
borgarhverfið á eftir ööru, með götum
og gangstéttum, vatnsveitu, hitaveitu úr
iörum jaröar, raflögnum og síma,
frárennsli og þrifnaöarráöstöfunum,
útvarpi og sjónvarpi strætisvagna-
feröum um allan bæ, bílum og flug-
vélum og þó eigi síst meö því aö rækta
fagra skrúögarða umhverfis snotur hús
sín.
En hvaö er þá um hinn gamla bæ aö
segja, þann er stóö hér um aldamót, og
kalla má vöggu þeirrar Reykjavíkur,
sem nú er. Án fræðslu hans sjáum vér
ekki hvaö nýtt er.
Um gamla bæinn veröur ekki sagt, aö
hann sé eins og haugfé frá liðnum
öldum, miklu fremur veröur honum líkt
viö brotasilfur, sem smiöir eru aö kasta
í deiglu og bræöa upp og smíöa úr nýar
gersemar. Margan manninn fýsir að'
fylgjast meö þeim vinnubrögöum og
sumir telja aö eigi megi allt brotasilfriö
fara forgöröum, því aö þar á meðal
finnist ómetanlegir kjörgripir.
Með því hugarfari leggjum vér leið
vora til gamla bæjarins og þó aöallega í
þeim tilgangi aö láta fræöslu hins liöna
sýna oss hvaö er nýtt.
Reykjavík var bóndabýli fram um
miðja 18. öld, en varö verksmiðjuþorp
1952. Þá hefst saga Aðalstrætis og þar
eru reist fyrstu timburhúsin. Þegar talað
er um gömul hús í Reykjavík, veröur því
að hafa í huga, aö þau elztu geta ekki
veriö nema rúmlega 200 ára, og eitt
þeirra er enn í Aöalstræti.
En þaö var ekki fyrr en eftir að
Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi
1786, aö skriöur kemst á byggingar-
sögu hennar. Þá rís upp röö timburhúsa
meöfram sjónum alla leið frá Aöalstræti
austur aö læk. Þaö var upphaf Hafnar-
strætis og byggöin var þá eins og vinkill
í laginu tvær götur, sem mynduöu
nokkurn veginn rétt horn á tvo vegu viö
gamla túniö í Reykjavík, Austurvöll, sem
náöi austur aö læk og suöur aö tjörn.
Hér á vel viö aö minnast ofurlítiö á
lækinn.
Arnarhólslækur hét hann upphaflega,
en menn höföu fyrir löngu stytt nafn
hans og kölluðu hann bara lækinn.
Hann kom úr noröausturhorni tjarnar-
innar, hlykkjaöist meöfram löndum
hjáleiganna Skálholtskots og Stöðla-
kots og rann síöan á landamerkjum
Reykjavíkur og Arnarhóls til sjávar,
örskammt frá Arnarhólsklettum. Hann
var talinn 198 faðma langur, víöast svo
sem tveggja faöma breiður og
holbekktur. Meö hverri fjöru féll hann í
stríðum straumi til sjávar, en meö
hverju flóöi snerist straumurinn viö og
sjór beljaði þá inn í tjörnina. Hvergi var
vaö á botnum nema niðri tijá ósnum.
Hann hafði verið nokkurs konar landa-
merkjaflóg, allt frá þeim tíma, er
Arnarhóll varö sjálfstæö jörð. Og nú átti
hann þaö nafn enn betur skilið, því aö
hann afmarkaöi kaupstaöarlóö Reykja-
víkur á þann veginn. Aö vestan af-
markaöist hún af Grjótabrekkunni, aö
noröan af sjónum og aö sunnan af
tjörninni. Þeir, sem settu henni þessi
takmörk, voru einhuga um, aö