Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 12
Guðmundur Pétursson verkfræðingur Greinarhöfundur starfar hjá Þýzku fyrirtæki í borginni Ahwas. Hann var búinn að vera Þar í ár fyrir byltinguna, kom heim til Islands um jólin, en hélt utan aftur, Þegar óhætt var talið og starfar Þar núna. í ÍRAN EFTIR BYLTING- UNA Svartklæddar iranskar konur bera eldiviö á höfði sér. Greinarhöfundur telur aö lítiö sé amast viö bví, Þótt konur séu klæddar á vesturlandavísu. í marzbyrjun kom ég aftur til íran eftir aö hafa verið fjarverandi í nærri 10 vikur á meöan mestu óeirðirnar stóðu yfir og valdataka Khomeinis átti sér stað. Var hér margt gjör- breytt og nýr andi ríkti meðal fólks. Mig langar þess vegna að segja frá ýmsu, sem fyrir augu hefur borið þessar síðustu vikur hér þótt blöð á íslandi háfi vafalaust gefið lesendum kost á að fylgjast með meiriháttar atburöum í íran uþp á síökastiö. Hér eru ekki gefin út dagblöð á erlendum málum lengur, og því eru raunar erfitt að fylgjast með hinni opinberu pólitík í Teheran úti á landsbyggð- inni. Það fyrsta, sem maður tók eftir á Mehrabad flugvelli í Teheran, var, að allar herflugvélar og annar víg- búnaður, sem setti ógnvekjandi sviþ sinn á flugvöllinn, þegar ég fór úr landi í lok desember sl., var horfinn. Annað, eftirtektarvert, voru menn á víð og dreif um flugvallarsvæðið að hreinsa til og safna saman rusli, en það var sjaldgæf sjón í íran áður. Þotan, sem var þétt setin, lenti snemma morguns. Teheran skartaði sínu fegursta undir hlíðum snævi þakktra Elburz fjallanna. Tindurinn á Damavand, hæsta fjalli írans, gnæfði tignarlega yfir borginni í morgunsólinni. Allir flugvallarstarfsmenn virtust léttir í lund og voru kurteisir, sem ekki var einhlítt áður. Öll fyrirgreiðsla á flugvellinum gekk óvenju greiðlega. Viö toll- og vegabréfsskoöun voru ungar stúlkur í venjulegum embættisfötum að vestrænu sniði. Fyrir utan flugstöðina biðu ökumenn frá fyrirtækinu fegnir að sjá okkur aftur og heilsuöu meö miklum virkt- um. Ökumaður minn bauö mig sér- staklega velkominn til hins nýja íran: „welcome to new lran“, þegar við vorum lagðir af stað inn í borgina. Allur annar blær var nú yfir Teheran heldur en áður, þegar þrúgandi spenna hvíldi yfir borginni og skrið- drekar og hermenn gráir fyrir járnum voru hvarvetna, búðir lokaðar og útgöngubann eftir að rökkva tók. Margt bendir til að byltingin hafi þegar mistekizt. Nú er talað um að eitthvað mikið muni gerast í júní eða júlí. Lífið var greinilega aftur að færast í eðlilegt horf; það virtist létt yfir fólki og var bókstaflega eins og fargi hefði verið létt af borginni. Hermenn og lögregla sáust hvergi, óeinkennis- klæddir sjálfboðaliðar voru að stjórna umferðinni hingaö og þang- að, og konur voru á ferli í allavega klæðum, rétt eins og áður en óeirð- irnar hófust. Enginn virtist taka sérstaklega eftir eöa skeyta neinu um þær konur, sem voru klæddar að vesturlandahætti. Mjög áberandi breyting á útliti borgarinnar hafði oröiö: Óteljandi slagorð og spjöld í öllum regnbog- ans litum á öllum húsum og veggj- um, sem við ókum framhjá, svo og myndir af Khomeini smáar og stórar málaðar í varanlegum litum hátt og lágt á hverja einustu byggingu. Ég fór í nýtt, íburðarmikið hótel norðan- lega í borginni til að hvíla mig eftir ferðina. Þetta var 25 hæða bygging með mörg þúsund gistiherbergjum, sem áður voru umsetin. Nú var ég einn af átta gestum á hótelinu, sem var nýopnað aftur eftir byltingu. Þarna var nóg pf starfsfólki og þjónusta eftir því góð, en því átti maður ekki að venjast í íran áður. Dyravörðurinn, sem tók á móti mér brosti sínu blíðasta; spurði hvort ég væri nokkuð með sprengjur eða vopn á mér, taldi sjálfur svo ekki vera og hleypti mér þar með góöfús- lega innfyrir. Þetta voru fyrstu áhrifin og kynnin af íran eftir byltingu Khomeinis og hans fylgismanna. Daginn eftir hélt ég til borgarinnar Ahwaz suður við Persaflóa, þar sem ég starfaði áður og nú aftur fyrir vesturþýzka fyrirtækið Brown Boveri & Cie. Vinna lagðist niður hjá okkur að mestu leyti, eins og viö flest önnur erlend fyrirtæki hér, þegar óeirðirnar voru sem mestar, og útlendingum var talin hætta búin að vera hér. Svo virðist, sem B.B.C. sé annað tveggja fyrirtækja, sem hafa hafiö vinnu aftur. Útlendingar eru hér enn sárafáir, fyrir utan þá 10—15, sem starfa hjá áðurnefndum fyrir- tækjum viö byggingu raforkudreifi- stöðva á þessu svæði. Hér voru áður tugir erlendra fyrirtækja við ýmiss konar uppbyggingu, og sérstök verkefni í sambandi við olíuiðnaðinn á svæðinu Ahwaz — Abadan. Störf- uðu þá þúsundir útlendinga hér við ýmiss konar sérhæfö störf á þeirra vegum og einnig í trúnaöarstöðum hjá meiriháttar írönskum fyrirtækj- um. Amerísk og ensk fyrirtæki voru hér í meirihluta og hafa þau öll hætt starfsemi og horfiö á brott. Ameríkanar og Englendingar sjást ekki lengur og ríkir mikil andúð í garö þeirra. Frakkar virðast eiga mest upp á pallborðið hér vegna stuðnings viö Khomeini, og einnig er tiltölulega vandræöalaust aö vera þjóðverji hér. Ég segist vera þjóð- verji, þegar á þarf að halda gagnvart þeim, sem ekki þekkja mig en hér veit enginn hvar ísland er. Höfum viö ekki oröið varir við áreitni eöa lent í beinum vandræöum hér fyrir þá eina sök að vera útlendingar, eins og títt var áður, og fólk er yfirleit't vingjarn- legt nú. íranir hafa nú sjálfir oröið að taka við hinum ýmsu sérhæfðu störfum, sem útlendingar gegndu áöur og gengur misjafrrlega. íranska raforku-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.