Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 2
Þorsteinn Ingi Sigfússon Enginn annar vísindamaöur og fáir aörir persónuleikar hafa mótaö tuttug- ustu öldina eins og eölisfræðingurinn og húmanistinn Albert Einstein. Og hvort sem framtíðin mun standa í þakkarskuld viö þessa öld fljúgandi tækniþróunar eöa ekki, þá mun nafn þessa mikla vísindamanns geymast komandi kynslóðum. Þann 14. mars í ár voru liðin rétt hundraö ár frá fæöingu Einsteins. Viö skulum stikla á stóru um æviferil hans og reyna aö líta hin vísindalegu vanda- mál hismislaust eins og Einstein sjálfur kaus helst. Einstein fæddist í bænum Ulm í Þýskalandi þann 14. mars 1879. For- eldrar hans voru af Gyöingaættum. Faöir Einsteins stundaði atvinnurekstur í smáum stíl en móðir hans varði miklu af sínum frítíma til tónlistariökana. Einstein átti eina systur sem var honum © ávallt mjög samrýnd. Ólíkt Mozart og Goethe, svo aö dæmi séu nefnd, átti hann nokkuð eölilega æsku en var þó einförull og dagdreyminn. Barnaskólinn og reyndar næstum öll formleg skólaganga var honum ekki vettvangur andlegrar uppheföar nema síður væri stundum. Aftur á móti hneigöist hugur hans til athugana og lesturs bóka um stæröfræöi, sérstak- lega rúmfræöi, sem varö uppáhalds- grein hans alla ævi. Reyndar átti það eftir að koma á daginn að hann breytti meö uppgötvunum sínum hinni hefð- bundnu rúmfræöi árþúsunda, eöa a.m.k. jók hana svo um munaði. Frá einu atviki sérstaklega sagöi Einstein oft þegar hann var inntur um djúpstæö áhrif æsku hans á vísindaferil fulloröinsáranna. Þetta atvik var þegar honum var fenginn í hendur kompás. Nálin virtist ekki hlíta neinum „eðlileg- um“ lögmálum. Hvernig sem kompásn- um var snúiö vildi nálin ekki láta þvinga sig frá sinni eigin stöðu. Eftir aö hafa búið í M'únchen um tíma, þar sem faðir Einsteins haföi meö höndum rekstur smáverksmiöju, fluttist fjölskyldan til ítalíu. Albert varö eftir í Sviss. Sextán ára tók hann inntökupróf í tækniskólann í Zurich, — en féll. Almennu fögin höföu dregið hann niöur. Rektor skólans þóttist sjá neista í Einstein og hvatti hann til aö sækja um skólavist í skóla í Aarau. Þar öölaðist Einstein nýja trú á sjálfan sig og líklega liggja rætur afstæöishugmyndarinnar þar. Hann gaf sér mikinn tíma til aö ígrunda eöli Ijóssins og reyndi í hugan- um aö þeysast meö geislum þess um geiminn — og spuröi sjálfan sig hvernig Ijósöldur litu út frá sjónarhóli athug- anda sem fylgir þeim eftir á sama hraða. Meö ári sínu í Aarau fékk Einstein rétt til að ganga í tækniskólann í Z"úrich og enn leiddist honum skólagangan. Eftir fjögur ár þar og eftir að hafa árangurslaust sótt um staf viö háskól- ann í Leipzig hóf hann störf viö einkaleyfaskrifstofuna í Bern. Þaö er örugglega ekki ofsagt, aö tíminn í Bern hafi veriö mesti sköpun- artími í lífi Einsteins. Vinnan veittist honum létt og nægur tími til eigin íhugana í frítíma. Viö upphaf nýrrar aldar var eölis- fræöin í miklum hamförum. Rafsegul- fræöin var komin í heildarframsetningu, kerfi nokkurra frumlíkinga. Ljósiö og eðli þess haföi lengi veriö orsök mikilla heilabrota. Allt frá tímum Newtons höföu menn deilt um hvort Ijósiö væri samsett úr ögnum eða bylgjum. Meö heildarframsetningu rafsegulfræðinnar sem Maxwell setti fram var segulsvið og rafsviö samofiö og ein af niöurstööum Maxwells var, aö líkingarnar fælu í sér rafsegulbylgjur, sem færu meö Ijós- hraðanum og hegöuöu sér á sama hátt og Ijós. Mikill draugur haföi veriö kveöinn niður meö tilraun Michelsons og Morl- eys um 1887. Hin dularfulla kenning um eterinn, hiö altæka efnisígildi sem átti að fylla allar smugur alheimsins, var kveöin niöur með þessari tilraun. Sam- kvæmt tilrauninni var Ijóshraöinn fastur stuöull. Flestir alvarlega hugsandi eölis- fræöingar stungu eterhugmyndinni undir stól eftir þetta. Þaö er einmitt í þessu spennta andrúmslofti sem Einstein kynnir sér höfuöverk eðlisfræðinnar. Ljósgeislun heitra hluta jók enn á óvissuna um eöli Ijóssins. Málmurinn glóir á steöjanum og hvítnar ef honum er haldiö lengur í eldinum. Um aldamót- in kom þýski eðlisfræðingurinn Max Planck fram meö þá hugmynd að afl atómsveiflanna í efninu væri skammtaö. Þaö væri ekki samfellt heldur þokaðist í skrefum, að vísu örsmáum. Tíöni sveiflu og orka hennar væru í beinu sambandi. Tíönin margfölduö með ákveðnum föst- um stuöli gæfi orkuna. Stuöullinn fékk seinna nafniö Plancks-stuöull. Planck var íhaldssamur fræðimaður og virtist varla trúa sínum eigin útreikningum sem kannski voru nokkuð grófir og samhengislausir. Einmitt hér hefjast veruleg opinber afskipti Einsteins af eölisfræöi. Áriö 1905 komu út eftir hann hvorki meira né minna en fjórar greinar, hver annarri meira stórvirki. í einni þessarra greina notar hann hugmynd Plancks til þess aö skýra áhrif Ijóss á rafeindir í málmi. í meöferö Einsteins var afl Ijóssins skammtaö eöa þrepað. Meö hugmynd- inni var Ijósiö aftur oröiö aö „ögnum“, svokölluöum fótónum. Tvö önnur rit þessa herrans árs 1905 voru athugun á svokallaöri Browns- hreyfingu og tölfræöiathuganir og fram- setning nýrra hugmynda sem byggðar voru á tillögum indverska eðlisfræð- ingsins Bose. Báöar þessar greinar eru stórvirki þótt þær falli í skugga hinna. Mesta verk Einsteins á þessu ári var sértæka afstæðiskenningin, sem auö- vitað veröur taliö höfuöverk hans og jafnframt því ein mesta sköpun mann- legrar hugsunar. Reyndar var hér á ferö aðeins frumútgáfa kenningarinnar mjög sértæk eins og nafniö bendir til. En meö kenningunni jók Einstein viö rúmfræöi- skruddurnar sínar, ekki aöeins kafla heldur heilu bindi. Afstæöiskenningin var djarfleg og tókst illa aö sannfæra lærða menn þessa tíma um sanngildi henar. Sú þjóösaga varö til um þær mundir, aö aöeins sex eöa sjö menn í allri veröldinni skyldu kenninguna og fylgdi sagan henni lengi á eftir. Til marks um tregöu fræðimanna er sú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.