Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 2
Björn Egilsson frá Sveinsstöðum ÖRLAGASKULD SEM VIÐ VERÐUM AÐ GREIÐA Á Þridja tug Þeaaarar aldar, nánar tiltekiö á árunum 1924 til 1927 var fræg ritdeila milli Einars H. Kvarans akálds og Siguröar Nordals prófessors. Deila Þessi hófst með Því, aö umræöa var um Þaö í blöðum á Noröurlöndum, aö Einar H. Kvaran kynni aö fá Nóbels- verölaun á árinu 1923. Sænsk blaöa- kona var hér á ferö, heimsótti Sigurð Nordal og spurði hann um íslenzkar bókmenntir. Um Þetta viötal segir Nordal svo: „Ég mun hafa látiö í Ijós, aö ég væri ekki ánægöur meö Einar H. Kvaran sem fulltrúa íslenzkra bók- mennta, enda gat hún vel ráöiö Það af Þeim ummælum, sem ég haföi Þegar haft. Ég man vel, aö ég sagöi viö hana og lagði áherzlu á: Þaö eina, sem Þér megiö hafa eftir mér um Þetta mál, er Það: aö óg tel óhæfilegt, aö sænska akademíiö, sem skortir alla Þekkingu á íslenzkum bókmenntum, veiti íslend- ingi Nóbeisverölaun, nema Þaö spyrji áöur um álit Háskólans í Reykjavík um Þaö mál.“ Siguröur Nordal fékk nokkrar ákúrur í blöðum, vegna óánægju hans meö Einar H. Kvaran, sem Nóbelsverö- launahöfund. Ritdeila Þeirra Einars hófst svo meö Því, aö Siguröur birti ritgerö í Skírni áriö eftir 1925, sem hann nefndi „Undir straumkvörf". Ritgeröir Þeirra uröu sex, Þrjár frá hvorum og birtust fjórar Þeirra í löunni, en síöasta grein Nordals Foksandur kom f Vöku 1927. Ég man svo langt, aö fjöldamargir lásu Þessar ritgeröir meö athygli og eftirvæntingu, enda áttust hér viö tveir höfuösnillingar á sviöi heimspeki, bók- mennta og málsnilldar. Tvíhyggjan — hin eilífa barátta milli góös og ills í upphafi ritgeröar sinnar „Undir straumhvörf" segir Siguröur Nordal svo: „Þessi grein fjallar um skiptar skoöanir. Henni er ekki ætlaö aö vera heildar-lýsing verka Einars H. Kvarans. En ég mundi aldrei hafa haft fyrir aö rita hana, ef ég teldi Einar H. Kvaran ekki merkilegan og áhrifaríkan rithöfund. Ég hef miklar mætur á fyrri bókum hans, og hef oftsinnis látiö þaö opinberlega í Ijós. En þrátt fyrir þaö hef ég fyrir löngu fundiö meginatriöi í lífsskoöun hans (og sam- svarandi veilur í list og stíl), sem ég var algerlega ósammála". Síðar segir Nordal: „Mér finnst stíll Einars H. Kvarans skemmtilegastur, þeg- ar hann talar í eigin nafni. Hann ritar einhverjar liprustu og ísmeygilegustu blaöagreinar sem ég þekki. En honum mistekst mjög oft aö láta persónur sínar tala sæmilega eölilega." Hinn mikli fyrirgefningarboöskapur í skáldsögum Einars Kvarans telur Sigurð- ur aö sé ekki siöbætandi og segir aö Einar H. Kvaran hafi valiö úr kristindóm- inum, þaö sem honum hentar, mannúö og kærleik, en sleppt hinum ströngu kröfum siðferöis og réttlætis. Til dæmis um dvínandi siögæöiskröfur, skrifar Siguröur Nordal neöanmáls: „Um leið og ég er að skrifa þetta, rekst ég á svo merkilegt dæmi þess, aö ég get ekki stillt mig um að tilfæra þaö: Fyrir fáum áratugum var talað um takmörkun barna- fjölda meö Frökkum sem synd og ódæöi; Nú eru ritaöar óteljandi kennslubækur í þeirri list um allan hinn siöaöa heim, og alls konar „tilfæringar" auglýstar í öllum blööum aö heita má. Enn er fóstureyöing hegningarverð samkvæmt lögum. En bæöi almenningsálit og lögfræöingar hallast meir og meir að því að telja hana ósaknæma. — Og nýlega samþykkti landsþing sameignarkvenna svolátandi tillögu frú Tove Mohr: „Vér heimtum hegningu fyrir barnamorð úr lögum © numda, þegar gift eöa ógift kona líflætur nýfætt barn sitt áöur en sólarhringur er liöinn frá fæöingunni“. — Hvert veröur næsta stigiö? Eöa ætli tími só kominn aö nema staöar og hugsa sig um?“ Loks skal hér tilgreind niðurstaða Siguröar Nordals um tvíhyggjuna, hina eilífu baráttu milli góös og ills: „Ég undrast oft trú þeirra nútíðarmanna, sem ekki sjá neina eiginleika guös, nema almættiö og algæzkuna, treysta á, aö þar Einar H. Kvaran: sé óþrotlegur sjóöur miskunnar, þvert ofan í öll þau lögmál tilverunnar, sem oss er leyft aö skyggnast inn í ... Allt ósamræmi heimsins, tregöan, heimskan, ranglætiö, illmennskan viröist benda til þess, að hiö góöa eigi viö ramman reip aö draga og baráttu Ijóss og myrkurs sé ekki lokiö og veröi líklega aldrei. Mér er tamast aö hugsa mér guö sem unga hetju, sem berst blóðugur og vígmóður, en Ijómandi af von og þrótti, viö dreka hins illa. Hann er Ijósgeislinn, sem klýfur myrkrin, en megnar ekki aö útrýma þeim. Hann er andinn, sem blæs lífi í efniö, en stynur í viðjum þess. Hann er enn ekki fullþroskaöur, því aö þroski hans er óendanlegur eins og myrkravöldín, sem hann berst við. En hver hrein og djörf hugsun, hvort drengilegt verk, hver heil tilfinning eykur mátt hans. Vér erum allir hermenn, með honum eöa móti, frá barninu til öldungsins, og hvert spor, sem „Annaðhvort verðum vér að vera einveldis- menn eða tvíveldismenn í hugmyndum vorum um tilveruna. Annaðhvort verðum vér að ætla, að frumaflið, það vitsmunaafl, sem drottnar í tilverunni, sé eitt — Það vitsmunaafl sem vér nefnum guð — eða að frumöflin séu tvö, annað gott og hitt illt, og að eðli þeirra sé svo háttað, að þau geti aldrei runnið saman, en hljóti að heyja stöðuga og eilífa baráttu hvort við annað. Ég er einveldismaður í þessum skilningi. Ég get ekki með nokkru móti hugsað mér tilveruna annan veg en sem eining, heild.“ Sigurður Nordal: Mér er tamast að hugsa mér guð sem unga hetju, sem berst blóðugur og vígmóður, en Ijómandi af von og þrótti, við dreka hins illa. Hann er Ijósgeislinn, sem klýfur myrkrin, en megnar ekki að útrýma þeim. Hann er andinn, sem blæs lífi í efnið, en stynur í viðjum þess. Hann er enn ekki fullþroskaður, því að þroski hans er óendanlegur eins og myrkravöldin sem hann berst við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.