Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 3
vér stígum, flytur oss fjær honum eöa nær. Hann yfirgefur ekki, en sæla vor er aö komast á þaö stig, aö hann þiggi liö vort. Hann hegnir ekki, en ef vér leggj- umst á móti honum, neyöist hann til þess að berjast viö oss. Og ef líf vort er eilíft, verður þaö líka eili'f barátta meö honum eða móti“. „Guð Sigurðar Nordals er Þór“ Næst gerist þaö í ritdeilunni aö Einar Kvaran birtir ritgerö í löunni sama ár 1925, sem ber fyrirsögnina „Kristur eöa Þór“. Einar víkur fyrst aö því, aö Siguröur Nordal hafi reynt aö telja Svíum trú um, aö hann væri ekki hæfur til aö þiggja Nóbelsverölaun. „Þá var hann ekki nefndur Siguröur Nordal í sænskum blöðum. Hann hét þá „krítikin á íslandi". Allmikið af blööum og tímaritum þjóöar- innar haföi flutt ritgeröir um bækur mínar, og þar haföi kveðið viö annan tón en hjá Sigurði Nordal. En þær ritgerðir voru ekki „krítikin á íslandi". Hún var öll samanþjöppuö í hinum mikla heila þessa eina manns." Síöan ræöir Einar Kvaran um skáld- sögur sínar, sem Nordal haföi fundiö margt aö. Um fyrirgefningarskylduna vitnar hann margsinnis í orö Krists og Páls postula í Nýjatestamentinu. Um einveldismenn eöa tvíveldismenn segir Einar Kvaran svo: „Annaöhvort verðum vér að vera einveldismenn eöa tvíveldismenn í hugmyndum vorum um tilveruna. Annaöhvort veröum vér aö ætla, aö frumafliö, þaö vitsmunaafl, sem drottnar í tilverunni, sé eitt — þaö vitsmunaafl, sem vér nefnum guö — eöa aö frumöflin séu tvö, annaö gott og hitt illt, og aö eðli þeirra sé svo háttaö, aö þau geti aidrei runnið saman, en hljóti aö heyja stööuga og eilífa baráttu hvort viö annaö. Ég er einveldismaöur í þessum skiln- ingi. Ég get ekki meö nokkru móti hugsaö mér tilveruna annan veg en sem eining, heild. Ég held, aö sú þrá mannsandans, aö þaö góöa vinni sigur, sé ekki gripin úr lausu lofti, heldur eigi hún rætur í því allra dýpsta í tilveru vorri. En þaö er bersýni- legt, aö séu frumöflin tvö, þá getum vér enga tryggingu haft þess, aö annað þeirra veröi nokkru sinni máttugra en hitt. Mér finnst líka, aö allt, sem vér vitum um mannlífiö, bendi í þessa átt, vér finnum aldrei þaö illa „hreinræktaö", einangraö frá öllu góöu.“ í lok ritgeröar sinnar skrifar Einar, þaö sem hér fer á eftir: „Sigurður Nordal boðar tvíveldiskenninguna, eilífan mátt og eilíft eðli hins illa alveg eins og hins góöa. Þaö er gersamlega ókristin hugs- un. Að minnsta kosti er hún þveröfug viö kenningar Jesú og hins mikla rithöfundar frumkristninnar, Páls þostula. Sigurður Nordal boöar guö, sem unga hetju, sem berst blóöugur og vígmóöur við dreka hins illa og fyrirgefur ekki. Þroski hans er ekki óendanlegri en „myrkravöldin, sem hann berzt við.“ Þaö er áreiöanlegt, aö þessi blóðugi guö, sem aldrei vinnur sigur á því illa, er ekki sá faðir vor á himnum, sem Jesú Kristur boöaði mönnum, né heldur sá guö, sem nýja testamentið talar um, aö sé „yfir öllum og meö öllum og í öllum." Þessi kenning er ekki kristin. Hún er heiöni. Þessi guö Siguröar Nordals er Þór. Ofurlítiö fægöur og litaöur Þór. Þór leyfði að börn væru borin út — með hangandi hendi Þó I ritgerö sinni „Öfl og ábyrgö“ kallar Einar Kvaran, skoöanaandstæöing sinn Sigurö Nordal Ásatrúarmann. Þaö er rétt, aö tvíveldiskenningin er í Ásatrú. Svo segir í Gylfaginning: „Óðinn heitír Alföðr, því at hann er faöir allra goöa! hann heitir og Valföðr, því at hans óskasynir eru allir þeir, er í val falla; þeim skipar hann Valhöll og Vingólf, ok heita þeir þá Einherjar." Einherjar berjast í Valhöll alla daga, falla aö kvöldi, en rísa upp aftur að morgni og hefja bardagann á ný. Þar er mikill mannfjöldi en „Valföör'* sér um aö þeir hafi nógan mat og drykk. Fyrr og síöar munu margir hafa velt fyrir sér tvíveldiskenningunni, um baráttu milli góös og ills, Ijóss og myrkurs, sem líklega veröur aldrei lokiö, eins og Siguröur Nordal kemst aö oröi. Ég sem þetta rita, spurði prest nokkurn eftir messu, hversvegna guö heföi hinn vonda viö hlið sér, alltaf og allsstaöar? Því getur enginn svaraö, mælti prestur. Guöshugmynd Ásatrúarmanna er svip- uö og í öörum hinum æöri trúarbrögðum. í Snorra-Eddu segir svo: „Gangleri hóf svá mál sitt: Hverr er æztr eöa elztr allra goöa? Hárr segir: Sá heitir Alföör at váru máli, en í Ásgaröi inum forna átti hann zii nöfn;“ Síöar á sömu blaðsíðu er skrifaö: Þá spyrr Gangleri: Hvar er sá guö, eöa hvat má hann, eöa hvat hefir hann unnit framaverka? Hárr segir: Lifir hann of allar aldir ok stjórnar öllu ríki sínu ok ræör öllum hlutum stórum ok smám. Þá mælti Jafnhárr: Hann smíðaði himin ok jörö ok loptin ok alla eign þeira. Þá mælti Þriði: Hitt er þó mest, er hann gerði manninn, ok gaf honum önd þá, er lifa skal ok aldri týnask, þótt likaminn fúni at moldu eöa brenni at ösku, ok skulu allir menn lifa, þeir er rétt eru siðaöir, ok vera með honum sjálfum, þar sem heitir Gimlé eöa Vingólf, en vándir menn fara til heljar ok þaðan í Niflhel; þat er niör í inn níunda heim.“ Af þessu er augljóst, aö Ásatrúarmenn trúöu bæöi á himnaríki og helvíti. Vondir menn fóru niöur í hinn níunda heim til Niflherjar. Eiörofar og griöníöingar fengu ekki vist í Valhöll, þó vopndauöir væru. Forfeöur vorir trúöu mest á Þór, aö því er fróöir menn telja. Á hann var heitið til stórræöa og haröræöa og hann átti aö veita vígsgengi í orustum. Þór leyföi aö börn væru borin út, meö hangandi hendi þó. í því tilviki hefur honum þótt skorta drengskap, sem Ásatrúarmenn virtu svo vel, en nýfætt barn er varnarlaust, getur engu af sér hrundið. En margt fer ööruvísi, en ætlaö er og mælt er fyrir um, en örlaganornir grípa þá inn í. Um þetta er skemmtileg frá saga í Gunnlaugssögu ormstungu. „Skal Það barn út bera, eff Þú fæðir meybarn...“ Þorsteinn Egilsson Skallagrímssonar bjó aö Borg á Mýrum eftir fööur sinn. Hann var auöugur og höföingi mikill, vitur maöur og hógvær og hófsmaöur um alla hluti. Kona hans var Jófríður Gunnars- dóttir, skörungur mikill. Þorstein dreymdi draum þann, aö hann þóttist vera heima á Borg og sá álft væna og fagra sitja á mæni yfir karldyrum og þóttist eiga hana. Þá kom örn mikill fljúgandi ofan frá fjöllunum og síöar kom annar örn fljúgandi úr suöri. Þeir settust báöir hjá álftinni og vildu þýöast hana, ,svo böröust þeir: „Ok svá lauk þeira leik, aö sinn veg hné hvárr þeira af húsmæninum, ok váru þá báðir dauðir, en álftin sat eftir knipin mjög ok daprlig.” Þorsteini þótti draumurinn ómerkilegur og taldi hann vera fyrir veörum. Austan- maöur nokkur var með Þorsteini og réöi hann drauminn á annan veg. „Austmaör mælti: „Fuglar þeir munu vera manna fylgjur, En húsfreyja þín er eigi heil, ok hon fæöa meybarn frítt ok fagrt, ok munt þú unn því mikit. En göfgir menn munu biöja dóttur þinnar ór þeim ættum, sem þér þóttu ernirnir fljúga at, ok leggja á hana ofrást ok berjast of hana ok látast báöir af þviö efni.“ Þorsteinn svarar: „llla er draumr ráöinn ok óvingjarliga," sagði hann, „ok munt þú ekki drauma ráöa kunna." Austmaðr svarar: „Þú munt at raun um komast hversu eftir gengr.“ Þorsteinn lagöi fæö á Austmanninn ok fór hann á brott um sumarit. Um sumarit bjóst Þorsteinn til þings ok nælti til Jófríöar húsfreyju, áör hann fór heiman: „Svá er háttat", segir hann, „at þú ert meö barni, ok skal þat barn út bera, ef þú fæöir meybarn, en upp fæöa, ef sveinn er.“ Ok þat var þá siðvanði nökkurr, er land Franihald á bls. 14. © Þorsteinn Egilsson á Borg og Jófríður Gunnarsdóttir húsfreyja. „Svá er háttat“, segir hann, „at Þú ert með barni, ok skal Þat barn út bera, ef þú fæðir meybarn, en upp fæða, ef sveinn er“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.