Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 13
Ekki hef ég neinar sagnir af því hvernig nafniö Skuggi er tii komiö, en þegar áöurnefndur Siguröur kom þar gáfu aðstæöur varla nokkurt tilefni til nafnsins. Ekki er þaö neinum efa bundiö aö Skuggahverfiö dregur nafn sitt af bænum Skugga. Sá bær var fyrstur byggöur á því stóra svæöi, sem um aldamótin var almennt kallaö Skugga- hverfi, en þaö náöi frá lækjarósnum viö Lækjargötu og inn aö Rauöarárstíg (þar sem nú er Hlemmur) og frá Laugavegi og niöur að sjó. Ég hef engar heimildir um þaö hvenær bærinn Skuggi var byggður, en ætla má að hann hafi verið byggður á fyrri hluta 18. aldar eöa jafnvel fyrr. Siguröur hét sá er bæinn byggöi og gekk hann manna á meðal undir nafninu Siggi Skuggi, enda algengt á þeim tímum aö fólk heföi sín viöur- nefni. En hvar var bærinn Skuggi? Tilgátur hafa komiö fram um aö hann hafi verið á þeim slóöum þar sem Þjóöleikhúsið er nú, m.a. vegna þess aö gatan sem liggur á milli Lindargötu og Sölvhólsgötu, viö vesturgafl Lindar- götu 9 hefur hlotiö nafniö Skuggasund. Þetta er aöeins tilgáta en ekki staö- hæfing. Ég er hins vegar þeirrar skoöunar að bærinn Skuggi hafi staðið á tanga norðan viö Skúla’götu, beint á móti Timburverzluninni Völundi, þar sem frá fornu fari heitir Klöpp en nú er bensín- sala BP. Þessi til sönnunar vil ég tiltaka eftirfarandi: Um síöustu aldamót var bær á þessum tanga sem hét Klöpp. Eigandi og ábúandi þar var Steingrímur Jóns- son frá Sölvhóli. Hann var aldraöur maöur, líklega um sextugt og talinn af öllum sem hann þekktu sérstakur sómamaöur. Ég fæddist aö Tóftum í Skugga- hverfi, þar sem nú er Lindargata 15 í miðjum nóvember 1889 og var því á 12. ári um aldamótin. Viö strákarnir í hverfinu vorum oft þarna á Klöpp aö dorga fyrir smáufsa. Á þessum feröum haföi ég oft veitt athygli tveim grasivöxnum geirum meö nokkru millibili austan viö Klapparbæ- inn og voru þeir auösjáanlega af mannavöldum. Eitt sinn mætti ég Steingrími fyrir utan Klapparbæinn benti honym á þessa geira og spurði hvernig á þeim stæöi. Hann svaraöi ákveöið: „Þetta eru leifar af bænum Skugga". Þetta er mér eins minnisstætt og þaö hefði gerst í gær og tel ég þetta fullnægjandi sönnun þess hvar bærinn Skuggi hefur staöiö. Einnig vil ég taka til hliösjónar bók Ágústs Jósefssonar, prentara sem út kom 1959 og nefnist: Minningar og svipmyndir úr Reykjavík. Þar greinir hann frá gömlum bæjar- nöfnum og ábúendum þeirra og segir aö viö upptöku bæjarnafnanna sé aöallega stuöst viö manntaliö í árslok 1887 en nokkur nöfn þó tekin eftir eldri og yngri heimildum. í þeirri upptalningu er bærinn Skuggi og ábúandi þar Ragnheiöur Þorsteins- dóttir. Fram yfir aldamót var ekki fleira fólk búsett í Skuggahverfinu en svo aö þar þekktust allir. Því er auðsætt aö Steingrímur Jónsson hefur þekkt til hlítar síöasta ábúandann á Skugga. Áöur en götunúmer voru tekin upp í Reykjavík voru öll híbýli manna skil- greind meö nöfnum eins og upptalning Agústs Jósefssonar á bæjarnöfnum í austurbænum sýnir. Oft mun það hafa veriö svo aö fólk sem flutti til Reykja- víkur, flutti meö sér bæjarnöfnin úr heimabyggö sinni eins og t.d. Vestur- farar sem fóru til Kanada fyrir síöustu aldamót. Þeir fluttu meö sér íslenzk bæjarnöfn sem enn eru þar viö lýöi. Ég hef flett upp í skýrslu um bæjar- nöfn á íslandi og eru þar nefndir tveir bæir í Múlasýslum sem bera nafniö Skuggi. Ekki veit ég hvort nefndur Sigurður hefur komiö þaðan. Þó eru á því nokkrar líkur, þótt ekki veröi þaö sannað. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.