Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 4
'T :rn / yLsií jLúfy J j — Hvers vegna stendur þú ekki viö þaö sem þú segir? — Ætlar þú ekki aö líta í pokann? — Þú getur látiö hann þarna, sagöi hún. Þú sérö líklega aö ég er að þurrka af. — Ég þoli ekki þennan tón, sagði hann. — Hvers vegna feröu ekki úr frakk- anum? spuröi hún. — Hvers vegna lítur þú ekki í pokann? — Faröu nú úr, sagði hún og leit í pokann. í honum voru nokkur epli, tvær appelsínur og lítill klasi af bláum vínberjum. — Þú getur sagt þaö sem þú villt, en góöan mann áttu, sagöi hann og tók undir höku hennar. Hún hörfaði aftur á bak. — Ojæja, það er nú eftir því hvernig á þaö er litið, finnst mér. Farðu úr, Sören. Hann lét sem hann heyrði ekki og gekk umhverfis borðið og blístraþi. — Engin bréf? — Nei, svaraði hún. Hann stillti sér upp viö skrifborðið og fór aö róta í blöðum. Hann hélt áfram aö blístra. Svo fór hann aftur að ganga umhverfis boröið. Hann gekk upp- skafningslega á hælunum og smellti niður tánum. Hún hélt áfram aö þurrka af án þess aö líta á hann. Þegar hann var kominn aö baki hennar byrjaði hann aö steppa. Hann snarsnerist og steppaöi. Þaö var hvatning. — Heyrir þú ekki? spurði hann og endurtók sporið þrisvar. En hún hélt áfram að þurrka af og sneri baki í hann. Þá greip hann um mjaðmir hennar og reyndi aö kyssa KEM HEIM OGER GOÐUR Smásaga efftir Lars Ahlin Halldór Stefánsson Þýddi © Þegar Sören Hellgren kom heim dálítið hífaöur sparkaöi hann skóhlíf- unum af sér í forstofunni. Hann skaut hattinum aftur á hnakka, hneppti frá sér frakkanum, strikaði inn og reyndi aö sýnast glaður og frjálsmannlegur. — Þá kem ég. Er mín vænst? sagöi hann dáiítiö háðslega. Hann rétti poka aö konu sinni. Hún var aö þurrka ryk af. Hún var aö enda viö aö taka heilan helling af dóti niöur af kommóöunni og láta þaö á boröiö. Hún var rétt byrjuð aö þurrka af en hún lét sem hún hefði veriö lengi aö. En hún var rétt nýgengin frá glugganum. Tímunum saman hafði hún staöiö þar og gáö aö honum. — Þú ætlaöir bara aö skreppa þangað og svo heim aftur, sagöi hún. — Ég er líka rétt farinn þangaö og heim aftur, sagöi hann og flissaði. — Þú ætlaðir aö vera kominn heim í síöasta lagi kl. eitt, sagöi hún. — Og nú er hún sex, sagöi hann. hana á hálsinn. En hún hrinti honum frá sér og æpti: — Hættu þessu! — Nú, sagöi hann, þaö lítur út eins og maður sé ekki velkominn. Já já, maður veröur þá aö fara aftur. Hann gretti sig yfirlætislega og beygöi sig aftur á bak, — Maöur verður þá aö fara aftur... — Vertu kyrrl hrópaöi hún os sneri sér viö. Þú verður hérna! Hún horföi á hann dimmum örvænt- ingarfullum augum. Hún var Ijóshærö og stórgerö. Þaö var þokki yfir henni í bláa kjólnum meö hvítu svuntuna. Hún hafði þétta, sterk- lega handleggi, breiöa höku og þrjóskulegan munnsvip. Vinkonur hennar sögöu aö hún skyldi taka Sören „klókt“. Hún skildi hvaö þær áttu viö, en hún fékk sig aldrei til aö leika svoleiöis „klóka" leiki. Hún gat ekki fariö aö honum meö lagni. Hún gat ekki látið eins og hún væri ánægö. Hún gat ekki gleymt, aö hann var fullur og hafði misstigið sig. — Kysstu mig, sagöi hann. — Já en, Sören, þú veist aö ég vil þér vel. Faröu nú úr! — Kysstu mig, sagöi hann. Hún yfirvann sig, gekk til hans og tók af honum hattinn og strauk honum yfir háriö. Hann lyfti undir höku hennar og kyssti hana. Hún gat ekki komið í veg fyrir aö nokkur tár hryndu niöur vanga hennar. — Af hverju grætur þú? spuröi hann. Ég kem þó heim og er góður. — Þú áttir aö vera kominn heim eins og þú sagðir, sagöi hún og strauk honum um brjóstiö. Ég hef staðið hér og beöiö ... — Treystir þú mér ekki? spurði hann. — Má ég færa þig úr frakkanum? — Þaö hastar ekki. — Þaö er engin meining í aö vera í frakkanum, sagöi hún. Faröu úr honum og leggðu þig og hvíldu þig. Ég skal búa til eitthvað virkilega gott handa þér. — Ég er ekki svangur, sagöi hann. — Nei, auövitaö ekki, sagöi hún og varö aftur önug. Þú hefur auðvitað verið á veitingahúsi og etiö og drukkið. — En nú er ég kominn heim og er góöur, sagöi hann. — Hvaö hefurðu sóaö miklum pen- ingum? Hann steig skref aftur á bak og var í hæsta máta misboðiö. Hann sló hnef- anum í boröiö og æpti: — Þegar ég kem heim og er góöur vil ég sjá glöö andlit annars fer ég aftur. Skiluröu þaö? — Faröu nú úr frakkanum, baö hún og gekk alveg til hans og reyndi aö færa hann úr, en hann sló á hendur hennar. — Hér kemur maöur heim og er góöur og þá er manni mætt með súrum svip! æpti hann. Þaö er ekki aö furða þótt maður haldi sig burtu, þegar maöur hefur lent í því að giftast svona rófu eins og þér. Ef ég væri verri en ég er, þá sæir þú mig aldrei heima. En ég kem heim og er góöur og hef keypt handa þér ávexti og þú villt ekki einu sinni líta í pokann. — Ég hef skoöaö í hann, sagöi hún. — En þú hefur, fjandinn hafi þaö, ekki einu sinni þakkaö fyrir, æpti hann. — Þakka þér fyrir, sagöi hún og rétti honum hendina en hann sló hana burt. — Ég get ekki séð aö þú sért neitt þakklát, bölvuö bykkjan þín, æpti hann. — Haföu þaö eins og þú villt, sagöi hún og fann aö hún gat ekki meira. Æ, hugsaði hún, bara að ég væri ööruvísi gerð! Ég ætti aö vera eins og Anna. Hún hlær og er glöö hvenær sem maður hennar kemur heim. Hún fer að honum meö lagni og kemur honum úr fötunum og háttar hjá honum. Stundum lemur hann hana, en samt brosir hún viö honum. Maöur skyldi halda að hún finndi ekki til, en þaö gerir hún. Hún þjáist. Ég þekki hana. Æ, ég ætti að vera eins og hún! Hún fór fram í eldhúsið. Hann setti aftur á sig hattinn. Hann lét harin hallast yfirlætislega aftur á hnakkann. Ljóst háriö féll fram á enni hans. Henni þótti mjög vænt um hann. Hana langaði til aö þrýsta honum aö sér. Hana langaði mikiö til aö segja honum hvað hún hataði sjálfa sig fyrir þaö aö hún var ekki léttlynd og eins og hann vildi aö hún væri. — Maður kemur heim og er góöur, sagöi hann. Hann staðnæmdist á þröskuldinum milli stofunnar og eldhússins. — Maöur kemur heim og er góöur, sagöi hann aftur. Hann var mjög hrifinn af þessum orðum. Þótt hann heföi endurtekiö þau mörgum sinnum var eins og hann heföi aldrei heyrt þau áöur, fannst honum. Sannari orð voru ekki til! Þau hittu vel í mark! fannst honum og hann festi þau í loftiö og þau uröu aö loftfimleikaslá, sem hann gat hengt allt sitt líf á og samt hélt hún.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.