Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 9
Að ofan: Stórmerkur viðburður í lífi hvers barns. Sjáðu, það er komið skarð, ég er búin að missa tönn. Þetta er skoðað með mikilli athygli, en sú þriðja er feimin, — kannski finnst henni að hún sé höfð útundan. Til hægri:.Annar merkur áfangi. Ungi maðurinn er að fara að heiman — í skóla og lítur björgum augum fram á veginn. Faðirinn er hugsi. Hann er þreytulegur með vinnulúnar hendur. Listamenn eru ekki sammála um að hann geti yfirhöfuð talizt einn af þeim — en myndir hans seljast nú fyrir svimandi upphæðir. Enn úr heimi barnsins. Hér er ungur maður stað- inn að verki, en brotið teist ekki alvarlegt. Jólapakk- arnir voru bara þarna í skúffunni og hann stóðst ekki mátið. vinstri: Norman Rock- well gerði oft grín að sér í myndum sín- um. Hér teiknar hann sjálfan sig að mála sjálfs- mynd og til hliðsjónar hef- ur hann fest upp í hornið sjálfsmyndir eftir Rem- brandt, van Gogh og fleiri. mann, þ.e. þann sem fæst við að myndskreyta bækur og blöð. Þess- konar myndverk voru fyrir margt löngu kallaðar lýsingar á íslenzku — sbr. lýsingar í handritum — og illustrator mætti því kalla lýsinga- mann. Það sem skiptir mestu máli er þó ekki hvort Kanar hafi svo miklar mætur á Norman Rockwell eður ei — heldur hitt, hvenær myndverk hættir að vera lýsing og fær gildi listaverks. Takmörkin þar eru næsta óljós. Sumar af betri lýsingum Rockwells; til dæmis meðfylgjandi mynd af unglingsstúlku framan við spegil og mynd af filmstjörnu á hnjánum — væri ugglaust talin fullgild, list ef Ingres eða David eöa aðrir sem máluöu undir merki natúralismans, hefðu látið hana eftir sig. Hitt er svo annað mál, að verk Normans Rockwells í heild, hafa á sér annað sniö en verk Andrew Wieths til dæmis, sem er frábær raunsæismálari og engum dettur í hug að telja verk hans til mynd- skreytinga eða lýsinga. Munurinn er fólginn í afstöðunni. Málarinn agar verk sitt og útrýmir hiklaust því, sem ekki gagnast heildinni. Lýsinga- maðurinn vinnur á hinn bóginn eins og fréttaljósmyndari: Frásögnin situr í fyrirrúmi; nákvæm lýsing, sem oft verður enn nákvæmari vegna óteljandi smáatriða. En það er deginum Ijósara, að hinn venjulegi Bandaríkjamaöur gerir ekki mun á þessu tvennu og lítur á Rockwell sem mikinn málara. Hann var líka búinn að koma lengi við sögu, eða frá árinu 1916, að hann leit við á vikublaðinu Saturday Evening Post með stranga af teikningum undir hendinni. Rit- stjóranum leizt vel á teikningarnar og Rockwell birti urmul af lýsingum í Post á 60 ára tímabili. Samtals haföi hann þá teiknað og málað 317 forsíðumyndir, sem eru ágætur aldarspegill og höfðu yfirleitt eitt- hvaö fram aö færa, sem flestir þekkja af eigin raun. Saturday Evening Post stóðst hinsvegar ekki samkeppnina við sjónvarpið og lagði upp laupana, en var endurreist fyrir svo sem tveimur árum, — og þá var Rockwell aftur kvaddur til starfa. Þegar þessum blöðum er flett, er augljóst að Norman Rockwell hafði sérstakt yndi af börnum. Öllum hugsanlegum áföngum í lífi barna hefur hann lýst á sannfærandi hátt; áföngum, sem allir þekkja og vel sést til dæmis á einni þeirra mynda, sem hér fylgja með: Telpan, sem misst hefur framtennurnar og finnst það óskaplega merkilegt: Sjáðu bara. Og hin skoðar uppí hana með andakt. Eftirminnilega lýsti Rockwell einnig feimnum og hallærislegum unglingi sem nálgast elskuna sína — og hún er ennþá feimnari. Margar mynda Rockwells frá fyrri tíð vitna um miklu nánari samveru kynslóöanna en nú er orðiö. Afinn og amman eru oft nærstödd, þar sem börnin eru. Sjálfur eignaðist hann þrjú börn í þremur hjónaböndum og bjó í Stockbridge, um 400 km noröan viö New York. Þótt alvarlegir list- spekúlantar hafi dæmt verk Rockwells léttvæg og afgreitt þau sem lýsingar, hefur heldur enn ekki orðið verðhækkun á þeim við dauða listamannsins. Venjulegar myndir eftir Norman Rockwell, unnnar með olíulit, ganga nú á 15 milljónir króna, en meiri háttar lýsingar hans eins og þær sem á árunum birtust á forsíðu Saturday Evening Post, ganga á jafnviröi 47 milljóna íslenzkra króna. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.