Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 11
MERCURY GRAND MARQUIS Einn með öllu — en hvenœrheyra slíkfarartœki fortíðinni til? BÍLAR Enn halda þeir áfram í Detroit aö framleiða dreka samkvæmt hinni rótgrónu, amerísku hefð. Allt bend- ir þó til þess aö þesskonar glæsi- vagnar heyri sögunni til. Helgast það af því, að svo sþarneytnar vélar hafa verið fyrirskipaðar vegna orkukreppunnar, að þær geta eng- an veginn knúiö svo þunga bíla sem Mercury Marquis til dæmis. Kemur þá að því að hugsa verður dæmið uppá nýtt eins og General Motors hefur gert með hinum nýja Chevrolet Citation. Víst er aö Bandaríkjamenn munu horfa á eftir þeim stóru með eftirsjá og raunar margir fleiri. Hitt er svo annaö mál, að þessi lausn á tvegg- ja eða fimm manna samgöngutæki er hvorki vitræn sé skynsamleg. Kemur þá að þeim punkti að skynsamlegar lausnir eru því miður oft leiðinlegar, en það er annað mál af fílósófískum toga spunniö, sem ekki veröur farið útí hér. Mercury Grand Marquis er hann- aður á svipaðan máta og aðrir ámóta drekar amerískir. Þó er ýmislegt í hönnuninni, sem vert er að geta lofsamlega um og þá fyrst og fremst sætin. Þau gefa engum lúxussætum eftir í stærð og mýkt, en veita samt ágætan stuðning og eru glæsileg útlits. Ágætlega hátt er undir loft og gluggar háir með góðu útsýni, nema til afturhorn- anna, þar sem „stælar" eru látnir ganga fyrir notagildi. Aftursætiö er vissulega sæmandi hvaða þjóö- höfðingja sem er. Mínusmegin færi ég aftur á móti mælaborðið, sem er frekar afturhvarf til útlits, sem var í tízku í amerískum bílaiðnaöi fyrir margt löngu og er afar pjáturslegt og líklegt til þess að tísta og skrölta með tímanum. Reyndar var tístið þegar byrjað og ber þeim mun meira á því sem bíllinn er að öðru leyti framúrskarandi hljóður; svo hljóðgengur í hægagangi til dæmis, að leggja verður við hlustir til þess að heyra hvort hann er í gangi. Lúxusbíll af þessu tagi er eðlilega búinn sjálfskiptingu, en vinnslan er góö þar fyrir, enda þótt vélin sé nú orðin lítil til samanburðar við það sem var fyrir fáeinum árum, þegar sjálfsagt þótti að svona bíli væri með 250—350 hestafla vél. Grand Marquis annó 1979 er hinsvegar búinn 8 strokka, 5,8 lítra vél, sem talin er vera eitthvað nærri 150 DIN-hestöfl. Annað, sem snertir bætta hönnun og vert er að geta um er það, að bensíntankurinn er uppá rönd aftan við afturöxulinn og vegna þess arna er feykilega gott farangursrými í skottinu. Nú þykir góð latína að gólfteppiö nái uppá miðjar hurðir og ekkert nema gott um það að segja. Annars er fátt nýstárlegt á ferðinni í útlitinu; þar eru farnar gamalgrónar leiðir, sem reynzt hafa vinsælar og þrátt fyrir töluvert mikla eyðslu og þrátt fyrir að tækið kostar nú 9 milljónir, er hægt að finna kaupendur að þess- um bíl og búum við þó við dýrasta bensín í heimi og verðlag á bílum miðað við laun er víst óvíða óhag- stæðara. Sölumaöur hjá Ford sagði, að ekki væru margir slíkir í pöntun, en hann kvað heldur ekki fráleitt aö hægt væri aö selja nokkra, ef þeir væru til á lager og hægt aö fá þá á stundinni. Mercury Grand Marquis er í akstri eins og vera ber: Mjúkur og hljóður og hefur stórar, svífandi hreyfingar. Hann fer létt yfir holótt- an malarveg og bæði þar og á malbiki liggur hann miklu betur en amerískir bílar geröu fyrir fáeinum árum. Sé þess gætt að hafa réttan þrýsting í hjólbörðunum, er hann stööugur í rásinni. Niöurstaðan verður sú, sem lúxusbíll, stendur hann sig á móti hverju sem er og gæti með góðri meðferð dugað framyfir næstu aldamót.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.