Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 5
— Maður kemur heim og er góöur, sagði hann. Er þér Ijóst að ég hefði getað verið miklu lengur í bænum? Ég gæti verið í helvíti fínu stuði núna. í staðinn kemur maður heim og er góður við svona þræsulega kellingu. Fjandinn hafi það, hvaö ég er vitlaus og heimsk- ur! Hún eigraöi aftur og fram í eldhúsinu og vissi ekki hvað hún ætti af sér aö gera. — Svona vertu nú kyrr, sagði Rick- ard við mig. Þú getur alltaf komið þér heim. Nei, sagöi ég, blessuð konan mín bíður eftir mér. Ég vil fara heim til elsku konunnar minnar. Ertu undir hælnum? spurði Rickard. 0, faröu til helvítis sagði ég. Mér þykir gott aö vera heima. Mér þykir vænt um elsku konuna mína af því að hún er svo andskoti ágæt. Þú getur að minnsta kosti komiö meö í Gambrinuskjallarann, sagði hann. Nei, stopp nú, sagði ég. Ég ætla heim til elsku konunnar minnar. Þaö er ekkert gaman að þér lengur, sagði hann. Viö skulum skemmta okkur helvíti vel núna, ég finn lykt af hvar við getum náð okkur í flösku. Ég get næstum bölvað mér upp á að ég get náö í flösku fyrir kvöldið, sagði hann. Þú ættir aö koma heim meö mér, Sören. Við skulum skemmta okkur heilt helvíti heima hjá mér, sagði hann. Nei, sagöi ég. Nú fer ég heim. Ég rek við hjá Berg og kaupi dálítiö af ávöxtum handa konunni minni, sagöi ég. Hún er alveg vitlaus í vítamín, sagði ég, ég sagði ekkert annað en gott um þig, andskot- ans eitursúra kelling. Hún stóð við eldavélina og sneri baki í hann. — Maöur kemur heim og er góður, sagði hann aftur og var hæst ánægöur að hafa hitt á þessi orð. Þau héngu eins og loftfimleikaslá yfir höfði hans, og hann stökk til og greip um slána og sló margar flugur í einu höggi. Hann henti á lofti allskonar atburöi og loftfimleikasláin greip þá ágætlega, alveg sama hvað hann hengdi á hana. Við og viö hékk hann aðeins öörum megin en hún hélt jafn vel fyrir því. — Maöur kemur heim, sagöi hann bara. Hann var fullur undrunar yfir því aö hann væri heima. Þaö var alveg furðu- legt aö hann stóð þar sem hann stóð. — Guð minn góður! hrópaði hann. Ég gæti hafa fariö meö Rickard. Hann er sko fínn náungi. Nú hefði maður getað haft þaö fínt. Maður hefði getaö tekið þátt í að tæma eina brennivín og Rickard heföi getaö útvegaö mellur. Nú hefði maður getað legið meö helvíti fínni mellu. Og í staðinn fer maöur heim. — Sören, sagði hún og gekk til han£ og lagði hendurnar á axlirnar á honum. Þú veist að ég vil þér allt hið besta. Farðu nú úr. Þú sérð bara eftir því ef þú ferð aftur í bæinn. Hugsir þú ekki um mig þá hugsaöu um peningana. Hann hrinti henni og hélt henni armslengd frá sér. — Þegar ég horfi á þig, sagði hann, er ég alltaf meira og meira hissa á, að ég skuli koma heim. Andskoti hlýt ég að vera góöur. Þegar ég horfi á þig, rennur þaö upp fyrir mér, aö ég hlýt aö vera besti maður í heimi. Hún gekk frá honum og vissi ekki hvaö hún ætti af sér að gera. — Andskoti hvaö ég er góöur! öskraði hann. Hún vildi aö hún gæti hlegiö. Hún vildi að hún gæti gert að gamni sínu meö honum. Anna gat gert að gamni sínu með sínum manni þegar hann kom fullur heim. Jafnvel þótt það skæri hana í hjartað gat hún brosað og Framhald á bls. 12 X2 Á blíðum sunnudagsmorgni á sjálfri jónsmessunni sit ég með Þjódviljann minn og renni yfir hann augum. í næsta herbergi er séra Árelíus að flytja sína þrumuræðu og talar um Snorra Sturluson, sjálf- stæðisbaráttu okkar og þjóð- anna í austurlöndum. Hann breiðir loks sína guðsblessun yfir allt. Fyrirsögnin á þessum pistli er svo sótt í þessa ágætu ræðu, þótt ég vilji nú ekki gera orð hans að mínum. En í þjóðviljanum er sagt frá hátíðaræðunni hans Halldórs okkar Laxness og á annarri síðu messar ungur og róttæk- ur rithöfundur og tekur sér í munn orðið fasismi, sem var ekkert smáorð á mínum ungu dögum. Hér er Vésteinn Lúð- víksson að sauma að Alþýðu- bandalaginu og Sigurði Líndal prófessor, sem nýlega flutti í útvarpið tæpitungulaus al- vöruorð á örlagastund. Ég sótti ekki afmælisveislu Snorra gamla Sturlusonar, og í sjónvarpshópnum sá ég hvergi forseta bandalags ísl. listamanna, okkar hressilega fulltrúa Thór Vilhjálmsson, kannski hefur hann haft öðr- um hnöppum að hneppa í útlandinu. Einhver rithöfundur hefur vonandi verið þarna, aðrir en þeir skyldugu Halldór Laxness og Kristján Eldjárn. Ég hlustaöi á þau orð, sem sjónvarpið miðlaði okkur af dýrðartali nóbelskáldsins. Vonandi hefur honum sagst enn betur en þar kom fram. Enn er hann við það heygarðs- hornið, að vera fyrst og síðast skemmtilegur. Það hefur lengi þótt góð danska á íslandi að gáfaðir alþýðumenn í sveitum og kauptúnum, sem margir geta hreykt sér af þriggja vikna farskólagöngu, taki að iðka þrætubókarlist, hið marg- fræga orö nóbelskáldsins. Þeir færa að því góö rök, að þessi og þessi sögupersóna í íslend- ingasögum hafi samið þessa og þessa fornaldarbók, og standa þarna hvergi að baki sprenglærðum útlenskum og innlendum spekingum með gráður og fagra titla í bak og „Þrýstihópur drap Snorra" fyrir. Ein kenningin er sú, man ekki í svipinn hver þaö var sem niður á hana datt, að orðsnjallasti maðurinn á hverri öld hlyti að vera höfundur snjöllustu bókarinnar. Þegar búið er að slá þessu föstu er hægurinn hjá að athuga, hve- nær þessi og þessi fornmaður er veginn. Hann getur þá ekki hafa samið aðrar bækur en þær, sem örugglega hafa saman settar verið á hans dögum. Elstu handrit okkar eru einmitt veðbókarvottorð um jarðasölu og sifjamál, svo þau geta þarna komið að gagni. Og hvað Snorra Sturluson áhrærir er hægt að fara nærri um fæðingar og dánarár — og svo er um fleiri kempur. En nú skýtur upp hjá mér óþægilegri hugsun: Góður handritaskrifari er drepinn, banamaður hans fer heim með skræður hans og lætur ein- hvern munkræfil eða annan liðlétting á heimilinu afrita, og skjóta inn níði um þann sem áður hafði samið, en lofi um þann, sem áður hafði verið borinn þungum sökum ifhand- ritinu. En látum enga ótímabæra þanka slá okkur út af laginu. Ef við höldum okkur við þess- ar snjöllu sagnfræðikenningar — eða öllu heldur bókmennta- fræði — og setjum okkur í spor fornaldarritara, getur ým- islegt óvænt skotið upp kolli. í fyrsta lagi gæti ritaskrá Snorra Sturlusonar orðið nokkuð löng, þó ekki myndi hún slaga hátt upp í samsvarandi lista á síðunum framan við titilblöðin á nýjustu ævisögubókum Laxness og Hagalíns. En sam- kvæmt pessari reglu mætti eigna þeim fóstbræðrum allt það skásta, sem ritað hefði verið á íslandi á þessari öld. Hugsum okkur svo í fram- haldi af þessum möguleikum, að það gerðist nú á okkar dögum eða nokkru síöar aö sprengjugreyi væri varpað á Íslandskrílið í Natóhafinu og að þar týndust, ásamt mann- fólkinu, allar bækur og skjöl. En við skulum líka gera ráð fyrir því, að í erlendum söfnum fyndust rifrildi úr íslenskum bókum, sem t.d. íslendingar í Svíþjóð og Vesturheimi hefðu lánað börnum sínum til að rífa af fremstu síðurnar. Gæti þá ekki svo farið að einhver fengi út á það góða doktorsnafnbót að sanna, aö Bjartur í Sumar- húsum hefði samið hina ágætu skáldsögu Sturlu í Vog- um, eða að Sturla hefði ritað sögukorniö um Bjart? Ég varpa fram þessum spurning- um í góðu jónsmessuskapi. En ræðukornið nóbels- skáldsins í Þjóðviljanum og raunar líka pistill Vésteins Lúðvíkssonar, að ég nú ekki tali um stólræðu séra Árelíus- ar, bjóöa upp á frekari útlegg- ingu á helgum degi. En ég hika við. Það er nú af flestum talið hróplegt guðlast, öðruvísi mér áður brá, að segja annað en amen og haltu til góða, þegar skáldið talar. Snorri var Það skálda sem kostaði sínu höfði. Laxness segir: var svo skálda að ekki varð við minna unaö en taka af honum höfuðið. En í upphafi ræðu spyr Laxness svo: Var Snorri Sturluson höfundur sagn- fræðirita eftir þeim kröfum, sem gerðar eru í gildri sagn- fræði? Hverju skyldu menn svara, ef einhverntíma væri svo spurt: Var Halldór Laxness skáldsagnahöfundur eftir þeim kröfum sem gerðar eru í gildri bókmenntafræði? Ef gögnum verður til skila haldið mun það sannast, að H.L. hefur ritað hjálparlaust þær bækur sem við hann eru kenndar. En gild bókmennta- fræði fer eftir viðurkenningu síns tíma, hvers tíma. Snorri var stórbóndi í Reykholti, átti nóg skinn og hafði margt hjúa, sumt voru skriftlærðir menn, hann var og fyrirferðarmikil persóna í íslendingasögum, frekur til fjárins. Hann lét höfuð sitt vegna mannlegs breyskleika, en ekki vegna þess sem hann skrifaði, enda fæstir þekkt til þess, á hans dögum. Ef hann hefur þá nokkuð skrifað. Jón úr Vör.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.