Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 6
Bjarni Jóhannesson arkitekt og verkfræðingur ZSSáSXá Ahrif veðurfars á byggð og útivist Þannig hvergi byggjum viö enn í dag. eða:, T Er Island óhæft til útivistar? og trjágróöur þar er mjög lítill miöaö viö aðra hluta Svíþjóöar. En nóg um þaö. Veðrið, sem alls ekki gleymdist Þegar ég hóf aó skrifa greinar mínar um arkitektúr og umhverfi hér í Lesbókina, var Þaö einlæg ósk mín, að Það yröi til Þess aö hvetja fleiri til umhugsunar um Þessi mál, og helst að fleiri yrðu til Þess að skrifa um Þau. Nú hefur mér loks oröiö aö Þeirri ósk minni, og Þakka ég Gísla Sigurössyni ágætt innlegg hans með grein í Lesbókinni Þann 9. júní s.l. Þar voru mörg orö í tíma töluö. Þar var deilt hart á arkitekta og aöra húsahönnuöi og skipu- leggjendur. Síst mun ég reyna aö verja Þá högginu, en tel aó Þeir eigi aö gera Þaö sjálfir með Því aó vera virkari í umhverfismálum en hingaö til. Þó tel ég ekki rétt aö kenna Þessum hópum um allt, sem miður fer, Því vissulega hafa margir Þess- ara manna bent á ýmsar umbætur, en ekki getaö vakiö áhuga almenn- ings eða ráöamanna, áhuga, sem Því miöur viröist oftast af skornum skammti. Áöur en lengra er haldiö, vil ég þó nefna þrjú atriði í grein Gísla er hann fjallar um grein mína í Lesbókinni þann 2. júní s.l. í fyrsta lagi er ég eindregiö á móti flötum þökum hér á landi, og þaö hafa hygg ég aö segja megi um flesta arkitekta aöra, þótt nokkrir hafi e.t.v. flutt þennan siö til landsins á sínum tíma í góöri trú. í ööru lagi hef ég aldrei gert mér vonir um iðandi mannlíf eöa fólk sitjandi undir sólhlífum hér á landi allt áriö um kring, en þaö er líka langur vegur milli þess og þeirra dauöyflislegu hverfa, sem viö búum í hér. í þriöja lagi er hverfi þaö, sem ég lýsti í greininni, ekki í Suður-Evrópu, held- ur í bænum Lundi í suður-Svíþjóð. Aö vísu skal þaö viöurkennt, aö ársmeðalhitinn þar er um 3°C hærri þar en hér á landi, og júní og júlí hér jafngilda maí og september þar, en vetur á mælikvaröa okkar á suðvest- urhorninu ríkir þar þó um 5 mánuöi á ári. Lundur þykir einn mesti vindrass í Svíþjóö, en í umræddu hverfi eru þaö húsin sjálf, sem veita skjól, en ekki trjágróöur, sem er mjög ungur. Skánn er auk þess akuryrkjuhéraö, Eitt það fyrsta, sem athuga þarf, þegar ný byggö er skipulögö, er verðurfar. Þetta er sérstaklega mikil- vægt fyrir okkur íslendinga, sem búum á noröurmörkum hins byggi- lega heims. Hversu mikiö skjól þurfum viö, og getum við notaö okkur umhverfiö til útivistar? Það eru fyrst og fremst þrír þættir veðurs, sem viö þurfum skjól gegn, kuldi, vindur og úrkoma. Ársmeöal- hitinn í Reykjavík er 4,4°C, en 2,6°C á Akureyri, og er þá miðað við meöaltai áranna 1965—1971. Meö- alhiti sumarmánuöanna þriggja er 10,3°C í Reykjavík, en 9,5°C á Akureyri. Meöalhámark sólarhrings- ins er þó nokkuö hærra, e-a 12,9°C í Reykjavík, en 13,6°C á Akureyri fyrir þessa sömu mánuöi. Óþægindi frá vindi eru margvísleg, snarþar vindhviöur geta jafnvel feykt okkur til, og vegna aukinnar útgufunar frá húöinni veldur allur vindur okkur kælingu. Meöalvindhraöinn yfir sumarmánuöina þrjá er 31/z vindstig í Reykjavík, en 3 vindstig á Akureyri. Miðaöa viö meðalhita þýöir þetta meðalkælingu um 5—6°C, svo aö groft reiknað lækkar þessi vindur meðalhámark sólarhringsins yfir sumarmánuöina þrjá niöur í 7—8°c á báöum þessum stööum. Ef okkur tekst aö mynda skjól, þannig aö vindhraöinn veröi aöeins 2 vindstig, veröur vindkælingin óveruleg, aðeins um 1°C. Þá er komiö aö þriöja þættinum, sem er úrkoma, þ.e. bæöi regn og snjókoma. Almennt má segja, aö úrkoma í kyrru veöri sé okkur ekki til ama, en þegar hvessir, veröur hún hvimleið, og þá er varla um neina útivist aö ræöa. Ekki dýrara aö byggja yfirbyggðan miðbæ, ef gert er ráð ffyrír Því strax Þá er næst að athuga, hvernig við getum notfært okkur þessar staö- reyndir. Til aö fá fullkomiö skjól gegn veðri, þurfum viö veggi og þak. Viö getum t.d. byggt þök yfir miöbæi, eins og Gísli getur um í grein sinni og vissulega væri þaö huggulegt aö byggja þak yfir Austurstræti, og um leið gætum viö ýtt bönkunum, sem taka nú um helming götunnar, til hliöar og sett verslanir og veitinga- hús í staðinn. Þetta mundi án efa auka líf í miöbænum. Þetta yröi þó mjög fjárfrek framkvæmd, og í dag viröist þaö varla vera meira en framtíöardraumur. Yfirbyggðir miö- bæir eru íslenskum arkitektum reyndar alls ekki ókunnir, og má þar t.d. benda á hugmyndir um nýja miðbæinn viö Kringlumýrarbraut, miöbæ Kópavogs og Hallærisplanið. Allar þessar hugmyndir hafa mætt nokkurri andstööu, ýmist stjórnvalda eða almennings. Þess ber að geta, aö ef gert er ráö fyrir því í upphafi, er ekki dýra'ra aö byggja yfirbyggða miöbæi en óyfirbyggða. Miöbæir meö yfirbyggðum göngu- götum eru sem sé vel til þess fallnir aö skapa líf í borg, og þjóna þeir þar sérstaklega hreyfanlega hópnum, sem ég skilgreindi í síöustu grein minni sem þaö fólk, sem hefur bíl til eigin afnota. Til aö skapa líf í hverfunum sjálfum, má hugsa sér aö byggja hverfismiðstöðvar á sama hátt, með verslunum, ýmissi þjón- ustu, skemmtanaiðnaði, frístunda- iöju, íþróttasölum, skólum o.fl. undir sama þaki. Slíkar hverfismiöstöövar hafa því miöur líka fengiö takmark- aöan hljómgrunn hjá stjórnvöldum, og þótt þær væru byggðar, mundu þær veröa aö þjóna mörgu fólki af stóru svæöi, og þar af leiöandi yrðu þær mjög dreifðar um borgina. Hægt væri að hugsa sér minni einingar og þéttari, þar sem aðeins hluti af áöur nefndum athöfnum færi fram, en hætt er viö, aö þar mundi ekki skapast það líf, sem til væri ætlast. Þá er komið aö sjálfum hverfun- um, og hvernig viö gætum hugsan- lega gætt þau lífi. Hugsanlegt væri eitthvaö form af sambýli, háhýsa- formiö viröist hafa gengiö sér til húöar víðast hvar í heiminum, en eins og t.d. má sjá á horni Grensás- vegar og Hæöargarðs, má forma sambýlishús á margan hátt. Mikil- vægt er, aö tilraunir veröi geröar í þessum efnum. Fyrir nokkrum árum var raunar efnt til samkeppni um þessi mál, og útkoman varö hring- laga blokkirnar viö Meistaravelli. Mig minnir, að tillögurnar, sem hlutu 2.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.