Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 3
hugmynd, aö hégómagirnd eins leið- toga gæti velt slíku hlassi, en um leið var Ijóst, aö þeir hugsuðu þessa hugsun eins og löngu grafna en ekki gleymda minningu; þaö mátti heyra á hálfbirgöum en samþykkjandi hiátri þeirra, sem ekki var laus viö hæönis- hljóm. (Þeir eru enn fornmenningarfólk eins og Grikkir Eskýlosar; þaö, sem vekur áhuga þeirra, er síður slúðursög- ur um fræga menn og háttu þeirra en áhrif þeirra á almannahag.) Samt sem áöur var augljóst, að þeir voru ekki í essinu sínu þegar fariö var aö persónugera atburöi sögunnar. Ástæðan til þessarar tregöu kom smán saman í Ijós. Allt frá fyrstu stundu okkar í Kína voru skemmdarverk fjórmenningaklíkunnar útmáluð fyrir okkur — eöa öllu heldur má segja aö lýsingunum rigndi yfir okkur eins og hellidembu. Eftir aö við náöum okkur eftir fyrstu skúrina, þótti okkur allt aö því fyndiö aö kenna þrem mönnum og einni konu um allt illt hjá þjóð, sem taldi miljarö manns. Þaö var á mörkun- um hægt aö taka þessu algjörlega alvarlega. Allt var þessari ofstækisklíku í miöstjórninni aö kenna: hve leikritun og kvikmyndagerö var fáskrúöug, samgöngukerfiö bágborið og fáfræöin og afskiptaleysiö mikil um umheiminn. Fjórmenningunum haföi tekist aö hrifsa til sín völdin í landinu á ókunnu augnabliki í fortíöinni, og þaö þurfti til þáverandi varaformann flokksins meö liöi sínu til aö taka þau í karphúsið, og stinga þorpurunum fjórum inn og taka sjálfir viö stjórnartaumunum. Jafnvel þó að skammarherferöin gegn Trotskí í Sovétríkjunum á sínum tíma sé höfö í huga, var þessi opinbera fordæming á foringjum, þótt fallnir væru, æöi nýstárleg, ekki síst þegar haft er í huga aö Sjang Síng, kona Maós, og liösmenn hennar voru ekki einungis sökuö um stefnuvillur, heldur einnig siöspillingu, sem átti aö vera leiöandi marxistum víösfjarri þótt á glapstigum væru. Eftir því aö dæma sem Sjaó Jú og aðrir rithöfundar, leikstjórar og leikarar sögöu, haföi Sjang Sing hegðað sér frekar eins og bitur, hefndarfull og afdönkuö leikkona en stjórnmálafrömuöur hjá fjölmenn- ustu þjóð heims. Sem dæmi má nefna, aö fjöldi leikhúss- og kvikmyndafólks í Sjanghæ var fangelsaður milli 1960 og 70 fyrir þá eina sök, aö þeir þekktu til hennar broguðu fortíöar sem leikkonu í Sjanghæ, og sögur gengu um aö hún heföi gengiö á mála hjá hinni illræmdu leynilögreglu Kúomitang og njósnaö um byttlngarmenn á fjóröa áratug aldarinnar. Kanadíski blaöamaðurinn, sem viö hittum fyrsta daginn í Peking, ætlaöi aö reynast sannspár; hann sagöi viö okkur: „Þiö eigiö eftir aö komast að því, að þeir kenna fjórmenningunum um allt, sem aflaga fer í landinu. Ég var í samsæti nýlega og settist á stól, sem brotnaði, og þegar ég hafnaði á gólfinu, leit ég yfir söfnuöinn og hrópaöi: „Fjórmenningsklíkan“. Fólk ætlaði aö springa úr hlátri." Þegar öllu er á botninn hvolft var fjórmenningaklíkan tákn um tímabil ógnarstjórnar og óstjórnar, þvert á heilbrigöa skynsemi og orsök til þess aö landinu miöaði svo hægt fram á leið. Þess vegna spuröi ég Sjaó Jú aö því, hvort stjórnvöld gæfu aö því gaum núna, að aðrir uppvöðsluseggir fengju ekki tækifæri til aö komast í valdaaö- stööu í framtíöinni. Þaö er rétt aö taka þaö fram hér, aö þó aö Kínverjum sé þaö ekki sársaukalaust, þá eru þeir reiöubúnir aö taka slíkum spurningum nú og játa og viðurkenna, aö þeir lágu hundflatir fyrir haröstjóranum og þaö Kínverskir leikarar við Leikhús fólksins í Peking niæna á Arthur Miller leikritaskáld og flestir ná honum aðeins undir nönd Myndirnar tók eiginkona skáldsins, Inge morath. Kínverskur hermaður með tvö, sem eiga að erfa landið, — þetta land sem er eins og heimsálfa, þar sem býr milljarður manna, — en styttan að baki er tákn sögunnar og mikils veldis. sem verra er: í nafni vísindalegs marxisma. En þaö er einnig rett, að þeir eru nær þeir einu þegnar í sósíalísku ríki, sem eru til í að ræöa opinskátt um meinsemdir kerfisins jafnt sem ágæti þess. „Margir okkar spyrja sig þessarra spurninga nú,“ svaraði Sjaó Jú. „Hafið þið einhver svör?“ Enn var Ijóst, aö hann var tregur til aö halda þessari umræöu áfram, en hlaut þó aö gera þaö. „Viö héldum, aö hún talaöi fyrir munn Maós formanns, sko. Viö vissum ekki hve veikur hann var síðustu árin sem hann lifði.“ „Og auðvitaö hélt hún í völdin, eftir aö hann var allur." „Já, þaö geröi hún.“ „Er erfitt fyrir ykkur aö horfast í augu viö þessi ár?“ Augu hans flöktuöu, en svo tók hann sig saman og horfði frman í mig. Hann var vandræðalegur. „Já, þaö er erfitt." Viö liöum yfir sólglitrandi og grunnt Kún Mingvatnið hjá Sumarhöllinni í Peking. Fiskar stukku upp úr vatninu viö bátinn. Á litlu boröi á milli okkar var skál meö eplum, karamellum og appel- sínugosdrykk, sem Vináttufélagiö haföi séö fyrir. Viö sigldum samhliöa háum múrum, sem höföu umgirt borgina fyrir fjórum öldum. Reyndar haföi síðasta keisaraynjan látiö endurgera garöinn og tjörnina, og ný kona á valdastóli haföi nærri rænt honum aftiir frá alþýöu manna. Þó aö þaö hljómi ótrúlega, þá haföi Sjang Síng látið loka garöinum fyrir almenningi og notaði hann sem eigiö griöland. Enn vorum viö í upphafi feröar okkar, og ég vissi ekki ennþa þaö, sem ég komst síöar aö: Kínverjar (rétt eins og Frakkar) eru áhugalausir um utan- landsferöir, vegna þess aö land þeirra er í miöju heimsins. Þurrkar, stórflóð, hungur og áþjan neyða þá til að yfirgefa landiö, sjaldan forvitni. Ég spuröi Sjaó Jú: „Séröu mikið af erlendum bókmenntum?” „Já, svofitið.“ „Eitthvaö bandarískt?" Framhald á bls. 14. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.