Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 15
00 HVAP.EFÉZ \UL EKKt FfiRA TtL 6ALLIU? STATTU KVRPÁ svtotNu oo vte 5 eNPUM UotJtN /NN! 7HÍNNTEKUl Vtfif ÚEFIfi NU ÞESSUM DASAMLEGA VINN/NGS■ hjá flokknum, sem heföi rétt til aö vera frísinna. Mér finnst þið vera fangar eigin ákvaröana, og þið haldið engri leið opinni, sem hægt er að komast klakkiaust út úr, ef ákvarðanir ykkar reynast ekki nógu haldgóðar. Þetta er mótsetning — þiö ræöiö málin, þiö ákveöið, og svo heimtið þið að allir fylki sér um ákvörðunina. Og um leið er ómögulegt aö spyrna við fæti, ef ákvörðunin er út í hött." Nú varð þögn. Mér til undrunar og gagnstætt öörum Kínverjum og Bandaríkjamönnum, sem ég haföi hitt á ferö okkar, þá var þessi maöur greinilega á sömu nótum og ég. En hann virtist vera á báðum áttum um það, hvort hann ætti að viöurkenna það. Að lokum horföi hann beint á mig og sagði: „Fólk er nú að ígrunda þetta.“ „En heldur þú sjálfur, aö þaö leiöi aö einhverri niðurstöðu? Ég á við: Getur flokkurinn einhvern tíma deilt valdinu með öðrum?“ Hann hugsaði máliö aftur, vansæll á svip, en þó fullur áhuga. Og ég fann á mér, aö hann haföi rætt málið áður, en kannski án þess aö koma aö kjarna málsins og nú væri hann aö taka sig í hnakkadrambið og gera þaö. „Á fyrri árum byltingarinnar“, sagöi hann án þess að mæta alveg augna- ráði mínu, „þá var lýðræðið lifandi hefð. Fólk kaus allt, allir kusu. Lang- flestir voru ólæsir, en þaö voru settar fram skálar og fólk lét þar í svartar eða hvítar baunir, eftir því hvort menn voru meö eða móti andstæðum tillögum eða frambjóðendum. Og fleira í þess- um dúr.“ Það sást á augnaráði Sú Kúang, sem túlkaði á milli að honum var brugðiö, en það var erfitt að ráöa í það. Annaðhvort var hann undrandi yfir því, að opinber forystumaöur skyldi vera svona opinskár eða aö hann var sjálfur hræddur um, aö samtalið færi út fyrir rammann. „Forystuhlutverkin eru nú orðin op- inber störf. Áður voru þau köllun, starf, sem menn tóku að sér, af því að þeir voru reiðubúnir að helga sig þeim og þeim fórnum, sem þeim fylgdi. For- ystumaöur var ekki fyrstur við mat- borðið heldur síðastur, ekki sá sem fyrstur fékk þak yfir höfuðið heldur síðastur; hann lét sér nægja dreggjarn- ar, en sleikti ekki rjómann ofan af. Forystustarfið þá var enginn sérstakur heiður; þaö fólst í því að ganga beint út í eldlínuna. Meira aö segja var eins líklegt að fólkið, sem hann var aö reyna að hjálpa, heföi lítinn skilning á þessu, að minnsta kosti sumir, og væri tortryggið eöa jafnvel andsnúið. For- ystumennirnir voru sko ekki velmetnir opinberir starfsmenn í þá daga.“ Viö héldum áfram að borða. Enginn sagði orö. Ljúffengur sætsúr fiskur var borinn inn, gufusoöinn. Hvaö sem mönnum finnst um sósíalismann, þá getur engum, sem lætur sér manneskj- ur máli skipta, veriö sama um aö hugirnir séu fjötraðir á ný, byltingar- hugsjónir renni út í sandinn og aö menn eins og þessi tapi fótfestunni. En honum var fjarri aö örvænta. „Ekkert land getur byggt á byltingar- glóðinni til lengdar," sagði ég. „Rétt- lætið þarf að setja í stofnanir og kerfi og búa svo um hnútana, aö jafnvel flokkurinn nái ekki tangarhaldi á því. Þið veröiö að sjá til þess aö andstæöar skoöanir geti þrifist, annars sitjiö þiö fastir í eigin mistökum. Og gerið ykkur grein fyrir því, að þetta er einmitt þaö, sem gerst hefur í mínu landi alltaf öðru hverju, en að lokum hafa raddirnar heyrst, eftir að mikið hefur farið til spillis og mikið verið grátið.“ Andsvar hans var mjög kínverskt. Eða var það maóistinn hið innra með honum, sem talaöi? „Það er þáttur í framþróuninni að eitthvaö fari til spill- is“, sagði hann glettnislega. „Sannleik- urinn er aldrei bein lína.“ í stuttu máli: Kína hefur öróf alda aö baki og ómæld ár fram undan til að finna rétta leið. Við borðuðum fiskinn. Ég fann á mér aö bilið milli okkar haföi mjókkaö. „Meö hvaða hætti fékkstu þitt starf? Þú ert ekki kosinn til þess, var það?“ „Af miöstjóm flokksins, jú.“ Eftir fjögur glös af Mao Tæ eru menn farnir að segja hvað sem er. „Fá menn einhverntíma að kjósa hérna? Ég á við fólk fyrir utan flokkinn.“ Gestgjafinn haföi hins vegar ekki drukkiö svo mikið, svo að hann tók sér tíma til að hugsa málið. „Jú, það kýs.“ Hvenær voru síðustu kosningar?“ Hann þurfti nokkra umhugsun. „Fyrir svona fimm árum. “ „Og hvenær kjósa menn næst?“ Glettnissvipnum brá fyrir aftur. „Ég skal segja þér, aö hverju ég dáist mest í fari Bandaríkjamanna. Þiö látiö þaö alltaf flakka, sem þið eruð aö hugsa." Við hlógum öll. Og svo sagði hann: „Ég mæli með aö þú lítir á ræðu, sem Maó hélt 1962 ...“ í þessari ræðu, sem var endurútgefin í stóru upplagi og dreift á síðastliönu ári, varaði Maó við því, að tækist ekki að örva lénsveldis- kúgað fólkiö til umræðu og þátttöku, gæti einhvers konar fasismi orðið ofan á. Niðurlag í næsta blaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.