Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 12
Heimilisfaðir og fyrirvinna Eftir Alfreö Böðvar ísaksson I Þaö eru nú meiri ósköpin hvaö sumariö hefur liðiö hratt. Þessi spaklega hugsun flaug um viskustykkiö mitt þegar ég var á ferð heim til mín úr vinnunni einn sólardaginn. Vinnuflokkar Reykjavíkur- borgar lágu í láréttri stööu á mótum Réttarholtsvegar og Miklubrautar. Þar sameinaðist verkalýöurinn og verkstjór- inn, einhver stúlkukind, varla komin af menntaskólaaldri í sólardýrkuninni. Þaö þótti mér fögur sjón, og þaö sannaðist enn einusinni fyrir mér, aö á íslandi er fjarska gott aö lifa í sátt og samlyndi viö guö og menn. Nema kommúnistarnir eru undantekning, auðvitað, af því þeim finnst allt svo vont. Og er það nokkur furöa, aö fólki finnst allt svo vont, veröi vont sjálft. Þaö held ég ekki. Já, svona hugsaði ég þennan fagra sumardag, meðan sólin skein inn um gluggann á bílnum mínum og vermdi höfuö mitt og örvaöi þankaganginn. Það var mjög gaman aö Jifa, nema hvaö ég haföi saknað sjónvarpsins okkar allan júlímánuö, og haföi varla veriö hálfur maður á meöan. Nú var nýbyrjaður ágúst, og ég naut endurhæfingarinnar í ríkum mæli á hverju kvöldi. Ég hlakkaöi til kvöldsins, því uppáhaldssjónvarps- þátturinn minn átti aö vera á skjánum í kvöld. Tilhlökkun mín var einlæg, næst- um barnsleg og ósjálfrátt stóö ég mig aö því aö syngja hástöfum, þar sem ég haföi staönæmst á rauðu Ijósi. Ég gat ekki varist því aö brosa. Jahérna, hvaö maöur gat nú verið kjánalegur undir stýri. Og hvaö skyldu hinir bílstjórarnir halda um mann?. Svo datt mér dálítiö fyndiö í hug. Hvernig ætli það yröi, ef allir bílstjórar á landinu tækju nú upp á því aö syngja, svona allt í einu, allir samtímis, sama lagiö? Til dæmis Þrjú hjól undir bílnum. Þaö yröi, svei mér, kostulegt á aö líta. Ég gat ekki varist því aö brosa út í bæöi munnvikin aö þessari glettilegu kímni minni. Já, ég var svo sannarlega í góöu skapi þetta sólskinssíödegi. Þegar ég kom inn úr dyrunum læddist hins vegar lítiö dökkt rigningarský fyrir sólskinsskapiö mitt. Allt var á rúi og stúi á heimilinu, óhreint leirtau og skítugir pottar lágu eins og hráviöi út um allt eldhúsiö, matarleifar á eldhúsboröinu. Ekki var fegurra að litast um í svefnher- bergjunum. Þar voru öll rúm óundirbúin, föt og einstaka skór af Eiríki litla og Soffíu á gólfinu innan um leikföngin hans Eiríks og snyrtidótiö hennar Soffíu. í stofunni var ryk á öllum húsgögnum, en hvergi sást kona meö afþurrkunarklút, ryksugu, kúst eöa eitthvert annaö þeirra tóla sem tilheyra hreingerningu. Til öryggis fór ég aðra eftirlitsferö um húsiö, en sama hryggðarmyndin blasti viö mér. Hvergi í húsinu var kona aö vaska upp, taka til, búa um rúm, ganga frá fötum, skótauinu, leikföngunum, eldhúsið var jafnkonulaust og þá ég leit þaö hiö fyrra sinni. Alveg dolfallinn lét ég fallast niöur í hægindastól í stofunni. Ur áklæöinu gaus upp mikill rykmökkur. Hvar var konan? klóm sól- dýrk- enda Eiríkur litli, augasteinninn hans pabba síns? Soffía, stóra, duglega stúlkan gamla mannsins, eins og hún nefndi mig. Auðvitað geröi hún þaö bara til gamans, því ég veit þaö best sjálfur, að ég er maöur á besta aldri og unglegur sam- kvæmt því. Þaö gerist enda ekki ósjald- an, aö ungar stúlkur blístra á eftir mér úti á götu. En þaö var sama hvaö ég hugsaði, enginn birtist meö afþurrkunarklút, ryk- sugu, kúst eöa uppþvottabursta. Hræöi- legt, alveg hræöilegt. Og hvernig skyldi þá kvöldiö fara.? Mér varö hugsaö til sjónvarpsþáttarins sem ég ætlaöi mér aö horfa á um kvöldiö, og leit á sjónvarpið. Litaskermurinn var þakinn ógeöslegu ryki. Hvernig átti ég nú aö geta notið gæöanna í nýja litsjón- varpinu? Þegar sæist varla á þaö fyrir ryki, ógeöslegu ryki, sem konan haföi trassaö að þurrka af? Mér bauö viö þessu öllu saman, og langaöi mest til aö heimsækja pabba og mömmu. Ég vissi sem var, aö mamma þurrkaöi alltaf reglulega af heima hjá pabba. Þar var, sko, ekki trassaskap og slóöahætti fyrir aö fara. Ég hætti þó viö aö fara heim til pabba og mömmu, því þeirra sjónvarpstæki var ekki litasjónvarp. Og fyrst maöur haföi nú einu sinni horft á litasjónvarp, þá fannst manni þaö heldur lítils viröi aö sjá svo bara grátt litrófið á fólkinu, sem maöur fylgdist meö í hverri viku. En hvaö gat ég þá gert? Ég var trufiaöur í hugsunum minum viö glaöleg hlátrasköll, sem bárust utan úr garöi. Mér varö litiö upp. Gardínurnar voru auövitaö dregnar fyrir, auövitaö haförenginn haft hugsun á aö stofan væri vistlegri fyrir mig, ef dregiö væri frá gluggunum! Ég stóö á fætur og gekk hægt og rólega, eins og ég haföi séö spæjarana í sjónvarpskvikmundunum gera, aö terasshuröinni. Síöan svipti ég gardínunum frá huröinni með leiftur- snöggri handahreyfingu. Aha! hrópaði ég stundarhátt. Mér féllust hins vegar hendur, þegar mér varö litið á þá Sódómu og Gómorru sem viö mér blasti úti á terassinum. Þarna lágu konan og börnin, eins og hvert annað bæjarvirinufólk í sólbaöi. Ojbarasta, flaug gegnum huga minn, og ég fékk á tilfinninguna, aö ég væri ofur venjulegur kjósandi að horfa á gegnum- spillta þingmenn inni í svölum Alþingis, eins og Vilmundur sagöi áöur en hann fór þangaö sjálfur. Loksins, loksins tóku konan og börnin eftir mér, þar sem ég stóð beinn í baki meö hvasst augaráö og horföi áminnandi á þau. Ætlan mín var, aö þau myndu skilja hvaö ég væri aö fara, létu sér það aö kenningu veröa og hypjuöu sig inn til aö taka til og ryksuga. En, nei. Hvaö geta sálir oröiö forhertar, mér er spurn? Konan leit upp til mín (hún var í bikini) og brosti. Hæ, komdu í sólbaö. Pabbi, komdu í sólbaö, hrópuöu Soffía og Eiríkur. Svona var það þá. Fjölskylda mín stóð sameinuö gegn mér, ef því var aö skipta. Hugur minn formykvaöist, og ég hugsaði Ijótt. Er eitthvaö aö? spuröi konan. Já, þaö er, sko, sitthvað aö, kona góö, sagöi ég ískaldri röddu. Þaö er ekki búiö aö taka til. Þaö er eftir aö vaska upp. Fötin af ykkur liggja eins og hráviöi út um allt hús. OG ÞAÐ ER RYK Á SJÓNVARPS- SKERMINUM. Þaö sló þögn á konuna og börnin. Gott, gott, hugsaði'eg, þau skammast sín greinilega. Þaö þurfti þá ekki nema grípa aðeins til ábyrgra oröa, þá sáu þau aö sér, og áttuöu sig á því, aö þau heföu gert rangt. Þetta er nú besta kona inn viö beinið. Og börnin hreint ágæt. Hvaöa voöa æsingur er þetta, maöur. Eins og þaö skipti máli, þegar Sólin er annars vegar. Slappaðu af maður, sagöi konan mín. Hún er forhertari sál en ég hef gert mér grein fyrir. Börnin tóku undir þaö sem móöir þeirra sagöi. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir heldur, hversu móöir þeirra hafði gerspillt þeim. Ó, mig auman. Hvaö get éget ég gert. Ég geröi eina úrslitatilraun, svalur, örugg- ur og yfirvegaður. Jáen, jáen, jáen, stamaði ég, rödd mín skalf og hendur mínar titruðu. Hvernig, hvernig getum viö horft á uppáhaldsþátt- inn minn í sjónvarpinu, ef er, viöbjóöslegt ryk á skerminum sem spillir gæðunum. Ég varö aö hætta, rödd mín var aö því komin aö bresta af sárum, einlægum harmi. Þaö veröur sko, ekki horft á sjónvarp í kvöld, sagöi konan mín ákveöiö. Ég ætla aö smyrja brauðsneiðar og setja kaffi og te á hitabrúsa, og svo förum viö öll í bíltúr. Viö getum farið Reykjaneshringinn og endaö á Þingvöllum. Þaö er of gott veöur til aö horfa á sjónvarp, bætti hún viö, og ég heyröi ekki betur en aö þaö hnussaði í henni um leiö og hún lokaði augunum, velti sér á magann og bjó sig undir aö láta sólina sleikja á sér bakiö. Börnin lögöust líka niöur, og umhverfiö andaði ró, kyrrö og friði; einstaka fugl kvakaöi af trjágreinum í garöinum mín- um. Ég stóö andartak dolfallinn yfir þessari gasalegu frekju og takmarkalausa rudda- skap, sem ég haföi mætt af ónærgætinni konu minni. Ég tók ákvöröun. Hugur minn Ijómaöi. Nú skyldi ég ekki gefa mig. Ég snerist á hæli, gekk meö glæsibrag inn í stofu, og tókst þar loksins aö rétta úr mér eftir áfalliö sem ég haföi oröiö fyrir úti í garöinum mínum. Síöan settist ég niöur í hægindastólinn fyrir framan sjónvarpið, einbeittur á svip, kveikti á sjónvarpinu mínu meö fjarstýringunni, og settist niöur til aö horfa á stillimyndina gegnum rykugan skerminn. Meö kveöju til þrúgaöra heimilisfeðra, Alfreö Böövar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.